Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Blaðsíða 20
Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, útskýrir kenningu Lawrance: Hrun er rökrétt afleiðing „Þú getur ekki farið út í að byggja svona háar byggingar nema lóðaverðið sé orðið það hátt að það réttlætir fermetraverðið uppi á toppi. Það gerist rétt áður en blaðran springur,“ segir Þórólfur Matthíasson, hagfræðipró- fessor við Háskóla Íslands, þegar hann er beðinn um að útskýra kenningu Andrews Lawrence. Þórólfur rifjar upp eftirminnileg ummæli eins fremsta fjármálakreppufræðings heims, Roberts Aliber, sem kom hingað til lands árið 2007. Eftir að hafa séð alla byggingarkranana á höfuð- borgarsvæðinu sagði hann að kreppa myndi senn skella á. Þórólfur segir að eðli málsins samkvæmt sé gerð háhýsa feykilega kostnarsöm; undirstöður, lyftur, innviðir, neyðarútgangar og fleiri ein- stakir þættir kosti margfalt meira en í lægri byggingum. „Eignaverð, þar með talið lóða og húseigna, þarf að vera í blóma þannig að þetta er alveg rökrétt afleiðing af gangi bólunnar. Þeir sem sitja með sín Excel-skjöl og reikna út tekjur af byggingunni fá alveg rétt út. Ástæðan er sú að lóðaverð og húseignaverð er komið svo hátt. Ef menn gera ráð fyrir að þetta haldi áfram er hægt að setja upp rekstraráætlun fyrir þetta háhýsi sem gengur upp,“ segir Þórólfur og bætir við að á stöðum eins og á Manhattan eða í Chicago séu þetta oft síðustu lóðirnar sem hægt er að komast yfir. Eins og Robert Aliber spáði réttilega um hrundi íslenska fjármálakerfið á haustmánuðum 2008. Þá var lóða- og húseignaverð í hámarki og sprakk bólan að endingu. Þórólfur bendir á að menn hafi verið að flýta sér mikið þegar til dæmis Höfðatorgið reis, en eins og greint var frá 2009 skyggir turninn á innsiglingarvita á gamla Sjó- mannaskólanum. „Þá er mönnum farið að liggja býsna mikið á.“ 20 Erlent 13.–15. janúar 2012 Helgarblað Vilja sköllóttar Barbie-dúkkur n Telja að dúkkur geti styrkt sjálfstraust krabbameinssjúkra barna M ikill þrýstingur hefur verið settur á framleiðanda Bar- bie, Mattel, en beiðnin er óvenjuleg. Aðstandendur krabbameinssjúkra barna vilja að fyrirtækið framleiði sköllótta Bar- bie-dúkku til að styrkja sjálfstraust barna og einstaklinga sem missa hárið í erfiðum krabbameinsmeð- ferðum. Fordæmi eru fyrir framleiðslu á dúkkunni því í fyrra framleiddi Mattel eina slíka fyrir fjögurra ára telpu sem hafði misst allt hárið þegar hún undirgekkst lyfjagjöf vegna krabbameins. Líkt og svo oft í þessum tilfellum hefur verið stofn- uð Facebook-síða málstaðnum til stuðnings og hafa ellefu þúsund manns skráð sig á síðuna. Forsvarsmenn verkefnisins segja þetta vera gert sérstaklega til stuðnings ungum stúlkum sem hafa misst hárið vegna veikinda eða hafa jafnvel horft upp á mæður sínar gera það. Þeir telja þetta geta styrkt sjálfstraust þeirra og auð- veldað þeim að takast á við veik- indin. Tracey Kidd, móðir ungrar stúlku sem berst við krabbamein, segist styðja framtakið heilshugar. „Það er oft of mikil áhersla lögð á það hvernig hárið á litlum stúlkum er og sérstaklega hjá börnum með krabbamein. Það er mikilvægt að þeim líði vel og hafi gott sjálfstraust á meðan þau takast á við veikindin.“ Verði slík Barbie-dúkka framleidd myndi það gjörbylta þeirri ímynd Barbie sem Mattel hefur hingað til framleitt, en Barbie er yfirleitt ansi lokkaprúð. Gagnrýnisraddir hafa heyrst vegna málsins og telja margir að framtakið missi marks. Gagnrýn- endur segja að krabbameinssjúk börn þurfi á peningum að halda svo vísindamenn geti fundið lækn- ingu. Lausnina sé ekki að finna í Barbie-dúkkum. Talsmenn barátt- unnar fyrir sköllótta Barbie segjast vonast til þess að Mattel láti ágóð- ann renna, að minnsta kosti að ein- hverju leyti, til krabbameinssjúkra barna. Mattel hefur ekki sagt til um það hvort framleiðandi Barbie taki áskorunni og hefji framleiðslu. K reppa virðist vera fylgifisk- ur bygginga háhýsa. Þetta er mat breska fjárfesting- arbankans Barclays Capi- tal, dótturfélags Barclays Group. Til eru fjölmörg dæmi þessa efnis, ráðist var í byggingu Empire State-byggingarinnar í New York skömmu áður en kreppan mikla skall á haustið 1929. Þá var ráðist í byggingu núverandi hæstu bygg- ingar heims, Burj Khalifa-turnsins í Dúbaí, skömmu áður en fursta- dæmið fór næstum í þrot. Flest há- hýsi í dag eru byggð í Kína og hef- ur hávær umræða verið uppi um framtíð kínverska efnahagskerf- isins. Sérfræðingar telja að með miklum framkvæmdum sé verið að keyra upp hagvöxtinn og afleiðing- arnar verði slæmar til lengri tíma. Leiðrétting í hagkerfinu „Oft eru hæstu byggingar heims einfaldlega myndbirting bólu í há- hýsagerð, endurspeglar undarlega skiptingu fjár og yfirvofandi leið- réttingu í hagkerfinu,“ segir í skýrslu Barclays Capital en fjárfestingar- bankinn hefur gefið út háhýsavísi- tölu (e. skyscrapers index) á hverju ári frá árinu 1999. Vísitalan er byggð á hugmynd Andrews Lawrance, fjármálasérfræðings hjá Dresdner Kleinwort Wasserstein, sem varp- aði fyrrgreindri kenningu fram árið 1999, að bygging háhýsa væri oft merki um yfirvofandi kreppu. Taka skal fram að í dag starfar Lawrance hjá Barclays og var hann einn af höf- undum umræddrar skýrslu. Í skýrsl- unni er bent á fleiri dæmi þar sem raunin hefur verið þessi. Elsta dæm- ið er bygging Equitable Life-bygg- ingarinnar en framkvæmdum við hana lauk árið 1873. Í kjölfarið fylgdi fimm ára efnahagskreppa. Bygg- ingin var rifin árið 1912. Meðal annarra dæma má nefna Willis-turninn í Chicago, sem áður var þekktur undir nafninu Sears- turninn, en hann var byggður árið 1974, skömmu áður en olíukreppa skall á í Bandaríkjunum og teng- ing Bandaríkjadals við verð á gulli var afnumin. Og árið 1997 var lok- ið við byggingu Petronas-tvíbura- turnanna í Malasíu, skömmu áður en asíska efnahagskreppan skall á. Uggur í Bretlandi Breska ríkisútvarpið, BBC, fjallaði um málið á dögunum og í um- fjölluninni kom fram að framan- greindar staðreyndir vektu ugg í Bretlandi. Ástæðan er sú að nú stendur yfir bygging háhýsis í London, The Shard, en þegar fram- kvæmdum við það lýkur verður það hæsta bygging Vestur-Evrópu, eða rúmlega þrjú hundruð metra hátt. Það er hins vegar kínverska ból- an sem sérfræðingar hafa mest- ar áhyggjur af. Af öllum háhýsum í heiminum sem nú eru í bygg- ingu er yfir helmingur í Kína, sam- kvæmt skýrslu Barclays. Ástæðan er sú að spáð er að fasteignaverð í Kína muni falla um allt að tuttugu prósent í stærstu borgum landsins á næstu tólf til átján mánuðum. „Sem betur fer er enginn skýja- kljúfur í byggingu sem áætlað er að verði stærri en Burj Khalifa,“ seg- ir í skýrslu Barlcays en þar er sér- staklega rætt um Kína og Indland. Eins og fram kemur fyrr í greininni standa Kínverjar nánast fyrir fjölda- framleiðslu á skýjakljúfum – og það í fleiri en einni borg og fleiri en tveim- ur. Áætlanir gera ráð fyrir að á næstu árum muni fjöldi skýjakljúfa í Kína allt að því tvöfaldast. Höfundurinn, Andrew Lawrence, segir að áform Kínverja veki ugg. Eftirspurn eftir fasteignum í Peking og Sjanghæ hafi minnkað verulega undanfarin misseri og nú þegar hafi fasteignaverð lækkað um fimm til tuttugu prósent, eftir því hvar fast- eignirnar eru. Og á Indlandi er ástandið engu betra þó að Indverjar séu ekki jafn stórhuga og Kínverjar. Þrátt fyrir að Indland sé næstfjölmennasta ríki heims eru aðeins tveir skýjakljúfar í landinu. Samkvæmt skýrslu Barclays eru þó fjórtán slíkir í byggingu. Annar þeirra, Tower of India, verður næst- hæsti skýjakljúfur heims en smíði við hann stendur yfir í Mumbai. Í skýrsl- unni er bent á að svokölluðum óvirk- um lánum (e. non-performing loans) hafi fjölgað um þriðjung á síðasta ári. Óvirk lán eru lán sem eru í vanskil- um og ekki er greitt af. „Ef sagan end- urtekur sig eru líkur á að þessi bygg- ingarbóla springi,“ segir Lawrance og bætir við að þetta gæti gerst á næstu fimm árum. Skýjakljúfar boða kreppu n Kínverjar byggja helming allra háhýsa n Hagfræðingur segir að hrun í kjölfar byggingar háhýsa sé í raun rökrétt Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is „Þú getur ekki farið út í að byggja svona háar byggingar nema lóðaverðið sé orðið það hátt að það réttlætir fer- metraverðið uppi á toppi. Empire State Hæsta bygging Banda- ríkjanna reis skömmu áður en kreppan mikla skall á þar í landi. Myndband vekur reiði Myndband sem sýnir bandaríska hermenn kasta þvagi á lík nokk- urra talibana hefur vakið mikla reiði, jafnt innan Bandaríkjanna sem utan. Ekki liggur fyrir hverjir eru á myndbandinu eða hvar þar var tekið en Sky-fréttastofan grein- ir frá því að um sé að ræða banda- ríska landgönguliða. Hamid Karzai, forseti Afgan- istans, hefur fordæmt hegðun landgönguliðanna og segir hana „skammarlega“. Á myndbandinu heyrist einn hermannanna segja „… eigðu góðan dag“, meðan hann kastar af sér vatni á eitt líkið. Talsmað- ur Bandaríkjahers sagði að málið yrði rannsakað til fulls. Gift í 61 ár – létust sama dag Bandarísk hjón, Richard og Nancy Trimmer, létust bæði síðastliðinn sunnudag en þau höfðu verið hamingjusamlega gift í 61 ár. Richard hafði dvalið á sjúkrahúsi undanfarnar vikur en hann greindist með lungna- krabbamein í nóvember. Tengdadóttir hjónanna segir í samtali við The Evening Sun að Nancy hafi tekið því illa og átt erfitt með að vera ein heima fyrir á meðan eiginmaðurinn var á sjúkrahúsinu. Í síðustu viku var Nancy flutt á sjúkrahús vegna hjarta- verks. Henni hrakaði hratt og snemma á sunnudag lést hún. Þegar fjölskyldan fór á sjúkra- húsið til að tilkynna Richard að eiginkona hans væri látin hafði honum einnig hrakað mikið. Tólf tímum eftir andlát Nancy lést Richard. Tengdadóttir hjónanna segir að þau hafi ver- ið mjög hamingjusöm og þeim hafi líklega verið ætlað að fara á sama tíma. Leigumorðingi átti að drepa elskhuga Dómstóll á Englandi hefur dæmt 26 ára konu, Samönthu Cadge, í sextán ára fangelsi fyrir að ráða leigumorðingja til að drepa fyrr- verandi unnusta hennar. Unn- usti konunnar, Adam Harsent, hafði slitið sambandinu skömmu áður og varð Samantha afbrýði- söm þegar Adam hóf samband með fyrrverandi vinkonu hennar. Hún setti sig í samband við mann, Marwan Goodridge, sem sagðist vera reiðubúinn að myrða Adam fyrir tíu þúsund pund, eða tæp- ar tvær milljónir króna. Marw- an tókst ekki ætlunarverk sitt en hann skaut Adam nokkrum skotum með þeim afleiðingum að hann lamaðist. Marwan var einnig dæmdur í fangelsi og þarf hann að dúsa á bak við lás og slá í níu ár hið minnsta. Ólík staðalímyndinni Sköllótt Barbie myndi hrista upp í þeirri ímynd sem Barbie hefur hingað til haft.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.