Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Blaðsíða 28
28 Viðtal 13.–15. janúar 2012 Helgarblað
B
íllinn rennur niður eftir Ás-
vallagötunni þar sem við
rífum okkur upp úr hjólför-
unum og leggjum bílnum í
næsta snjóskafli. Sigtryggur
Ari Jóhannsson er með í för. Hann er
ljósmyndari á blaðinu en kom ekki
bara til þess að taka myndir. Hann
langaði líka til að heilsa upp á Þórar-
in og ræða við hann um líf og dauða,
sorg og gleði. Hann missti góðan vin
þegar Þórarinn missti son og hefur
sterkar taugar til fjölskyldunnar.
Tíkin Trýna tekur geltandi á móti
okkur. Þórarinn brosir þegar hann
býður okkur velkomin og bendir
okkur á að setjast í stofuna en Trýna
lætur sig hverfa. Hún veit vel að
hún má ekki fara upp í sófa en stelst
stundum til þess þegar enginn er
heima. Eins og áðan, svo Þórarinn
byrjar á að hreinsa hundahárin úr
sófanum, býður okkur kaffi og kem-
ur sér vel fyrir.
Hann er með roða í kinnum,
ferskur eftir leikfimina, enda nýkom-
inn heim þegar við mætum. Tvisvar í
viku æfir hann með leikfimisflokkn-
um AGGF, Afrekshóp Gauta Grétars-
sonar fimleikastjóra. „Gauti er alveg
snillingur í að viðhalda neistanum.
Hann er hugsjónamaður sem veit
hvað hann er að gera. Annars vegar
miðast þetta að því að liðka menn
sem eru farnir að gamlast og hins
vegar að því að efla þol og styrk. Ég
hef verið flokksmaður frá 1999.“
En það er ekki allt. Þórarinn
hleypur líka helst þrisvar í viku, allt
að tíu kílómetrum í senn. Einu sinni
á ári bætir hann þó í og skellir sér í
hálft maraþon. „Það finnst egóinu
vera hápunktur ársins,“ segir hann
stoltur.
Myndir frá gamalli tíð
Ást Þórarins á menningararfinum
verður öllum ljós sem ganga inn á
heimili hans. Að sjálfsögðu er bóka-
skápur í stofunni en ofan á skápnum
má sjá gamlan kistil og fleiri tréhluti,
meðal annars það sem blaðamanni
sýnist vera askur en reynist vera
hlandkoppur. Á veggjum eru ljós-
myndir frá gamalli tíð, til dæmis af
foreldrum hans þar sem þau sitja
ung og brosandi við bakka Thames
í fyrstu utanlandsferð Halldóru.
Myndina tók myndasmiður sem átti
leið fram hjá og smellti af gegn gjaldi
og sendi hana síðan til landsins. Þar
eru einnig myndir af öfum og ömm-
um, börnunum, tengdaforeldrun-
um og systkinunum, þeim Þórarni
og Ólöfu á þríhjóli fyrir utan Þjóð-
minjasafnið.
Þá prýða listaverk aðra veggi.
Einn er lagður undir seríu frá Sig-
rúnu systur, reyndar með einni við-
bót frá yngsta syninum. Á öðrum
vegg hangir teikning tengdamóð-
urinnar af eiginkonunni og svo eru
verk gömlu meistaranna á víð og
dreif. Sum þeirra fékk Þórarinn í arf,
eins og Kjarval sem hangir fyrir ofan
sófann. Alnafni Þórarins og afi fékk
myndina frá KEA á sjötugsafmæli
sínu með þökk fyrir vel unnin störf,
en hann var lengi stjórnarformaður
félagsins.
Langaði í venjulegt
heimilisfang
Þótt Þórarinn sé enginn sérstakur
sérfræðingur í myndlist segist hann
alla tíð búa að þekkingu sem síaðist
smám saman inn á meðan hann lék
sér á loftinu í Þjóðminjasafninu þar
sem Listasafn Íslands var þá staðsett.
Hann þekkir því yfirleitt handbragð
gömlu meistaranna um leið og hann
sér verkin.
Þórarinn bjó í Þjóðminjasafninu
í 18 ár. Flutti inn eins árs og flutti út
árið 1968 þegar faðir hans varð for-
seti og fjölskyldan settist að á Bessa-
stöðum. Þaðan fór hann til Svíþjóðar
í nám og þegar hann kom aftur bjó
hann meðal annars um skeið á Sól-
eyjargötu 1, þáverandi húsi foreldra
sinna, en það vill svo til að þar eru nú
skrifstofur forsetaembættisins. Hann
hafði því mestanpart búið í opin-
berum byggingum hérlendis áður en
hann settist að á Ásvallagötunni þar
sem hann hefur nú haldið til í rúm
þrjátíu ár.
„Mér fannst gaman að búa í
Þjóðminjasafninu en mig lang-
aði þó oft að hafa venjulegt heim-
ilisfang,“ segir Þórarinn og hikar.
„Þegar ég gaf upp heimilisfang í
skólanum kallaði það alltaf á sömu
brandarana – hvort ég væri safn-
gripur. Þá þurfti ég að hlæja kurt-
eislega sem er þreytandi til lengd-
ar. Samt eru örlög fólks stundum
svona og ég lendi sjálfur í því að
segja brandara sem fólk hefur heyrt
fimmhundruð sinnum áður.
Og fyrst ég bjó ekki í venjulegu
íbúðarhúsi huggaði ég mig við það
að búa í húsi með koparþaki. Mér
þóttu það ógurleg fínheit,“ segir
hann kankvís.
Ekkert merkilegt
að vera forseti
Að öðru leyti fékk hann hefðbund-
inn uppvöxt í Vesturbænum. Fór
í sveit á sumrin og sinnti ýmsum
störfum. Gekk í Melaskóla, Haga-
skóla og Menntaskólann. „Sem
þá þurfti ekkert að kalla MR eða í
Reykjavík því það var enginn annar
menntaskóli í bænum. Það var ekki
fyrr en ári seinna sem MH byrjaði.
Þetta leið allt áfram í hamingju og
velsæld. Lífið var ósköp ljúft.“
Hann var glaður drengur en ró-
legur. „Það var enginn sérstakur
djöfulgangur í mér. Ég var afskap-
lega lítill og hafði hægt um mig.“
Í sjötta bekk urðu breytingar á
hlutverki fjölskyldunnar og hún
flutti á Bessastaði. Þar sem Þórar-
inn tók ekki virkan þátt í opinberu
starfi foreldra sinna upplifði hann
það ekki mjög sterkt að hann væri
sonur forsetans. „Það getur vel ver-
ið að fólk úti um allan bæ hafi hugs-
að þannig um mig, sérstaklega á
ákveðnu tímabili, en ég veit ekkert
um það og hef engan áhuga á að
setja mig inn í það. En það voru aðr-
ir tímar þá. Séð og heyrt var ekki til.“
Sjálfur upplifði hann enga stór-
kostlega breytingu á lífi sínu. „Ekki
nema að því leyti að við þurftum að
flytja úr bænum og það varð lengra
að fara í skólann.
Fjölskyldan leit ekki þannig á að
þetta væri eitthvað til að miklast af.
Jú, vissulega var þetta óvenjulegt
ævintýri í sögu fjölskyldunnar en
foreldrar mínir gengu bara í þetta
eins og hvert annað starf sem þeim
væri trúað fyrir. En þetta var ekkert
til að stæra sig af eða þess háttar.
Mér finnst miklu merkilegri sú staða
sem pabbi hefur í íslenskri fornleifa-
fræði og að eftir hann liggi klassísk
verk á því sviði. Ég held að það sé líka
það sem honum þótti mestu varða.
Það er ekkert merkilegt út af fyrir sig
að vera forseti.“
Myndi ekki gelta
Hann hefur allavega ekki minnsta
áhuga á því. Hann getur heldur ekki
leynt undrun sinni þegar hann heyr-
ir að lesendur DV hafi nefnt hann á
nafn sem næsta forsetaefni. „Ég hef
ekki séð þetta,“ segir hann, „en ég
treysti því að þið séuð að segja mér
satt.“
Hann heldur áfram: „Ef fólk er
að hugsa þetta í alvöru þá hefur það
sýnt mér þá lofsverðu tillitssemi að
blanda mér ekkert í það. Ef einhverj-
um dytti í hug að nefna þetta við mig
myndi ég ekki særa viðkomandi með
því að gelta að þeim. Með eins kurt-
eisum hætti og mér væri unnt myndi
ég bara segja nei og þar með væri
málið útrætt.
Auðvitað hef ég sterkar taugar til
staðarins. Þar hóf ég til dæmis minn
búskap og hjúskap í hjáleigunni sem
svo hét. Núna er búið að rífa hana svo
þetta er ekki sami staðurinn og áður.
Þeir Bessastaðir sem ég þekkti eru
eiginlega ekki lengur til. Það er búið
að gjörbreyta öllu.“
Geymdu hross Stefáns frá
Möðrudal
Bessastaðastofa var endurbyggð og
gömlu húsin rifin. „Á bak við Bessa-
staðastofu voru lengi útihús og þess
háttar. Þar var lítil íbúð sem var köll-
uð hjáleigan. Nú er búið að byggja
eitthvað annað þar en ég veit ekki
hvað það er. Ég þekki ekki svo vel til
þarna lengur.
En þetta er auðvitað skemmti-
legur staður og kvöldfagurt mjög.
Svo er Bessastaðanes ótrúlegt flæmi
sem fáir vita af. Í raun er þar fullkom-
ið flugvallarstæði, en mátti ekki nýta
þannig.
Í tíð foreldra minna voru þar hross
um tíma. Stefán frá Möðrudal hringdi
í pabba og spurði hvort hann mætti
ekki geyma hrossin sín í nesinu.
Það var auðsótt mál, hann kom með
hrossin og pabbi leit eftir þeim. Öðru
hverju hringdi Stefán svo og spurði
hvort pabbi hefði nokkuð séð þann
brúna,“ segir Þórarinn og hlær. „Svo
borgaði hann með myndum. Ein er
hér frammi á gangi. Herðubreið að
sjálfsögðu.“
Skyndilega rýkur Trýna upp með
látum og geltir að glugganum. Þór-
arinn lætur það ekki á sig fá, segir að
sennilega hafi köttur gengið fram hjá.
Hún veit ekkert verra en ketti og má
ekki sjá eða heyra í þeim án þess að
gelta. Þá skiptir engu máli þótt hann
sé í næstu götu. „Ef hún sér kött þegar
við förum út að ganga á hún það til að
nánast slíta af manni handlegginn.
Hún þolir þá ekki!“
Stundum gengur ekkert upp
Ritstörfin eiga hug hans allan. Alla
daga gengur hann til verka líkt og
hann hafi verið ráðinn til starfa. Fyrir
hádegi sinnir hann eigin verkum og
fram eftir degi. Þá snýr hann sér að
öðru, eins og því að snara Shake-
speare yfir á íslensku, fyrst Lé kon-
ungi og nú Macbeth fyrir Þjóðleik-
húsið.
Í millitíðinni þýddi hann reyndar
verk Ingimars Bergman, Fanný og
Alexander, sem er nú á fjölunum í
Borgarleikhúsinu. „Það er verk sem
mér þykir vænt um,“ segir Þórarinn
sem bjó lengi í Svíþjóð.
Hvað um það, meira um ritstörf-
in: „Ég hef reynt að temja mér að
skrifa á hverjum degi í stað þess að
bíða eftir því að andinn hellist yfir
mig og þetta komi í gusum. Ef ég væri
alltaf að bíða eftir því að komast í
„Söknuðurinn hverfur aldrei“
Hann ólst upp á Þjóðminjasafninu og flutti síðan á
Bessastaði. Hann er sonur forseta og þegar leitin að
næsta forseta lýðveldisins hófst var hann nefndur á
nafn. Því fer þó fjarri að Þórarinn Eldjárn vilji feta
í fótspor föður síns að þessu leyti. Í hjarta hans býr
skáldagyðja og hugur hans er við listina sem hjálpaði
honum að takast á við sorgina þegar hann missti tvo
elstu syni sína með skömmu millibili.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
ingibjorg@dv.is
Viðtal
M
y
n
d
ir
S
iG
tr
y
G
G
u
r
a
r
i
„Þegar ég gaf upp
heimilisfang í skól-
anum kallaði það alltaf á
sömu brandarana – hvort
ég væri safngripur.
Vandamál rithöfunda „Þetta gengur samt
misvel. Stundum er ég ekki vel upplagður. Það
koma alltaf tímabil þar sem mér gengur illa og
ekkert gengur upp.“ Myndir SiGtryGGur ari JóHannSSon