Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Blaðsíða 15
Fréttir 15Helgarblað 13.–15. janúar 2012 G ustað hefur um Jens Kjartans­ son lýtalækni síðustu daga, en hann græddi silíkon­ brjóstapúða frá franska fyrirtækinu Poly Implant Prosthesis (PIP), sem innihalda iðn­ aðarsilíkon, í hundruð íslenskra kvenna. Talið er að púðarnir rofni oft­ ar en aðrir og iðnaðarsilíkonið er ætl­ að til notkunar í húsgögn og snyrti­ vörur, en ekki til ígræðslu í líkama. Jens hefur gefið upp að um 440 konur sé að ræða á árunum 2000 til 2010. Samkvæmt heimildum DV leikur þó grunur á að einhverjar kon­ ur hafi greitt Jens undir borðið fyrir aðgerðirnar, jafnvel án þess að vita af því. Samkvæmt upplýsingum DV óskaði hann í einhverjum tilvikum eftir því að þær greiddu fyrir aðgerð­ irnar með reiðufé gegn því að fá örlít­ inn afslátt. Því er hugsanlegt að um töluvert fleiri konur sé að ræða en fram hefur komið. Ef miðað er við að Jens hafi fyllt brjóst 440 kvenna með PIP­púðum þá framkvæmdi hann aðeins eina slíka aðgerð á viku á tíu ára tímabili. Í ljósi þess að Jens hef­ ur verið bæði farsæll og vinsæll lýta­ læknir má setja spurningarmerki við hve fáar aðgerðir hann segist hafa framkvæmt. Vegna orðróms af þessu tagi og frétta af máli Jens síðustu daga hef­ ur velferðarráðuneytið ákveðið að senda fjármálaráðuneytinu erindi til að meta hvort málið verði rann­ sakað. Breytir ekki réttarstöðu kvennanna Yfir sextíu konur, sem fengu um­ ræddrar brjóstafyllingar hjá Jens, hyggjast nú leita réttar síns. Þær þjást margar hverjar af verkjum, út­ brotum og öðrum einkennum sem þær tengja við púðana. Saga Ýrr Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður á Vox lögmönnum fer fyrir hópmál­ sókn kvennanna. DV bar undir hana hvort það hefði einhver áhrif á rétt­ arstöðu kvennanna ef í ljós kæmi að þær hafi greitt svart fyrir aðgerðirn­ ar, en hún telur svo ekki vera. Þar sem Jens flutti sjálfur inn PIP­púð­ ana í gegnum einkahlutafélag sitt Jens Kjartansson ehf. sé erfitt fyrir hann að halda því fram að hann hafi ekki framkvæmt aðgerðirnar. Ekki náðist í Jens þrátt fyrir ítrekaðir til­ raunir. Samkvæmt ársreikningi einka­ hlutafélagsins Jens Kjartansson ehf. árið 2010 var hagnaður félagsins það ár tæpar 7,5 milljónir króna. Þá var hrein eign þess í árslok árið 2010 tæpar 17,5 milljónir. Með doktorsgráðu frá Stokkhólmi Jens er fæddur á Patreksfirði þann 16. ágúst árið 1951. Hann er sonur Hrefnu Sigurðardóttur og Kjartans Ingimundarsonar togaraskipstjóra. Hann varð stúdent frá Menntaskól­ anum í Reykjavík árið 1972. Þaðan lá leið hans í læknisfræði í Háskóla Ís­ lands þar sem hann lauk kandídats­ prófi árið 1978. Hann útskrifaðist sem sérfræðingur í lýtalækningum frá Karólínska sjúkrahúsinu í Stokk­ hólmi árið 1987 og með doktors­ gráðu frá sömu stofnun árið 1988. Á meðan hann var í sérfræðinám­ inu framkvæmdi hann meðal ann­ ars nokkrar kynskiptiaðgerðir. Loka­ ritgerð hans fjallaði um blóðflæði til húðgræðsluflipa að lokinni græðslu. Farinn í veikindaleyfi Jens hefur meðal annars verið heilsugæslulæknir við Fjórðungs­ sjúkrahúsið á Ísafirði, aðstoðar­ læknir á Landspítalanum og við Karólínska sjúkrahúsið. Þá var hann yfirlæknir á St. Jósefsspítala um ára­ bil. Síðustu ár hefur Jens verið yfir­ læknir lýtalækningadeildar Land­ spítalans og yfirlæknir á Domus Medica þar sem hann er með einka­ stofu. Hann er nú farinn í fjögurra mánaða veikindaleyfi frá störfum á Landspítalanum. Jens óskaði sjálf­ ur eftir leyfinu vegna veikinda sem hann segir hafa ágerst vegna álags­ ins sem hann hefur verið undir upp á síðkastið. Hann tilkynnti yfir­ mönnum spítalans um ákvörðun sína á miðvikudaginn. Kvæntist menntaskólaástinni Jens kynntist eiginkonu sinni, Þór­ eyju Björnsdóttur flugfreyju, í Menntaskólanum í Reykjavík og saman eiga þau sex börn. Hjónin voru ekki saman í bekk. Á heimasíðu sem sett var upp í til­ efni 25 ára stúdentsafmælis árgangs­ ins árið 1997 skrifaði Jens að það besta frá menntaskólaárunum væri að hann hefði fundið kvonfangið þar. Íþyngjandi heimanám var hins vegar það versta. Takmark hans fyrir 50 ára stúdentsafmælið árið 2022 er að hafa lokið farsælu lífsstarfi. Óhætt er að segja að brjóstapúðamálið komi sér illa fyrir Jens og komi hugsanlega til með að varpa skugga á farsælan feril hans hingað til. Vildi bæta þjónustuna Jens sagði í samtali við Smuguna í vikunni að þegar hann var að hefja feril sinn hefðu konur fengið ávís­ un á brjóstapúða og sótt þá út í bæ. Hann hafi hins vegar viljað bæta þjónustuna og setti sig í samband við franska fyrirtækið PIP sem hann segir hafa haft gott orð á sér. Í kjöl­ farið fór hann að flytja inn púðana og kom sér upp lager af þeim. Jens segist nokkrum sinnum hafa lánað kollegum sínum púða ef þá vantaði ákveðnar stærðir. PIP­púðarnir sem Jens notaði eru CE­merktir en ekki var sérstakt eftir­ lit með innflutningi þeirra hingað til lands, frekar en öðrum CE­merktum vörum. Vottunarfyrirtæki votta fram­ leiðslu á slíkum vörum og þau fyrir­ tæki fá leyfi yfirvalda í hverju landi fyrir sig. Ef vara hefur CE­merkingu má flytja hana á milli allra EES­land­ anna án nokkurra hindrana. Í tilfelli frönsku PIP­verksmiðjunnar var það þýskt vottunarfyrirtæki sem tók út framleiðsluna. Hafði samband við landlækni Strax árið 2000 missti PIP leyfi til að selja púðana á Bandaríkjamarkaði í kjölfar athugasemda lyfjaeftirlitsins þar í landi. Það var hins vegar ekki fyrr en í mars árið 2010 að púðarnir voru bannaðir í Evrópu. Jens segist hafa sett sig í sam­ band við landlæknisembættið þegar ljóst var að púðarnir voru ekki við­ urkenndir. Hann hafi ætlaði sér að skrifa konunum bréf og upplýsa þær um málið en landlæknir hafi talið það óheppilegt vegna þess að ekki hafi verið staðfest að púðarnir væru hættulegir. Þær konur sem eru með slíka brjóstapúða heyrðu því margar fyrst af málinu í fjölmiðlum og urðu eðli málsins samkvæmt skelfingu lostnar. Nokkrar þeirra hafa stigið fram í fjölmiðlum og lýst reynslu sinni af púðunum. Telur sig ekki bera fjárhagslega ábyrgð PIP­fyrirtækið mun hafa framleitt tvær gerðir af silíkonbrjóstafylling­ arpúðum. Önnur gerðin innihélt viðurkennt læknasilíkon en hin iðn­ aðarsilíkon. Samkvæmt talsmanni fyrirtækisins voru síðarnefndu púð­ arnir seldir á afsláttarverði til kaup­ enda. Því má ætla að Jens hafi fengið púðana á hagstæðu verði. Gjaldskrá hans er þó ekki lægri en annarra lýtalækna sem nota aðra púða. Jens telur sig ekki bera fjárhags­ lega ábyrgð vegna málsins en seg­ ist þó sem læknir vitaskuld bera ábyrgð gagnvart heilsu kvennanna. Íslenska ríkið hefur tekið þá ákvörðun að bjóða öllum kon­ um með PIP­brjóstapúða, sem eru sjúkratryggðar hér á landi, upp á ómskoðun þar sem kannað er hvort þeir eru farnir að leka. Ef það er raunin mun ríkið taka þátt í kostn­ aði við að fjarlægja púðana sam­ kvæmt almennum reglum um greiðsluþátttöku hins opinbera. Vilji konurnar fá nýja púða þurfa þær hins vegar að greiða fyrir þá sjálfar. Þá standa eftir allar þær kon­ ur sem ekki eru með leka púða en vilja losna við iðnaðarsilíkonið úr brjóstunum. Velferðarráðuneytið hefur ákveðið að afla lögfræðiálits, meðal annars varðandi ábyrgð vegna inn­ flutnings og dreifingar PIP­brjóstap­ úðanna og réttarstöðu kvennanna. Þegar lögfræðiálit liggur fyrir verð­ ur tekin ákvörðun um hvort ríkið geri kröfu um endurgreiðslu kostn­ aðar sem ríkið tekst á hendur vegna þessa máls, en áætlaður kostnaður ríkisins vegna málsins er áætlaður á bilinu 800 þúsund til 6 milljónir. Varpar skugga á ferilinn Jens hefur verið einn vinsælasti lýtalæknir landsins um árabil. Grunur leikur á að einhverjar konur hafi greitt Jens undir borðið fyrir brjóstastækkunaraðgerðir. Mynd: ÞorValdur Örn KriSTMundSSon n Jens Kjartansson fyllti brjóst 440 kvenna með iðnaðarsilíkoni n Telur sig ekki bera fjárhagslega ábyrgð n Hafi Jens brotið af sér hefur það ekki áhrif á réttarstöðu kvennanna n Varpar skugga á ferilinn Sagðar hafa greitt svart fyrir brjóstin „Takmark hans fyrir 50 ára stúdents- afmælið árið 2022 er að hafa lokið farsælu lífs- starfi. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.