Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Side 6
6 Fréttir 5.–7. apríl 2013 Helgarblað A ðeins fengust 1,7 millj- ónir króna, eða 0,00091 hundraðs hluti, upp í rúm- lega 1.900 milljóna króna kröfur í þrotabú útgerðar- félagsins R400 ehf. Skiptum á búinu lauk á dögunum með þessari rýru uppskeru og þarf Landsbankinn, sem var eini kröfuhafinn í þrota búið, að afskrifa það sem út af stendur. R400 ehf., hét áður Rómur ehf., og var í helmingseigu útgerðarmannsins Jakobs Valgeirs Flosasonar í gegnum félagið Jakob Valgeir ehf. Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. átti hinn helminginn í gegnum félagið Skollaborg ehf. Jakob Valgeir var einnig framkvæmdastjóri félagsins. R400 var úrskurðað gjaldþrota í des- ember 2011. Þetta er enn eitt dæmið um millj- arðaafskriftir til handa félögum tengdum Jakob Valgeiri eftir fjár- festingaævintýri hans á árunum fyrir hrun. Skuldir margfölduðust Rómur ehf. var stofnað í maí 2007 til að kaupa og selja veiðiheimild- ir og verðbréf. Í júní sama ár keypti félagið öll hlutabréf í Halla ÍS 197 ehf. og Kristjáni ÍS 816 ehf. sem höfðu yfir veiðiheimildum að ráða. Samkvæmt óendurskoðuðum ársreikningi Róms fyrir árið 2008 höfðu félögin tvö til ráðstöfunar samtals fiskveiðiheim- ildir upp á 440 tonn af ýsu, rúmlega 400 tonn af þorski og tæp 100 tonn af steinbít svo eitthvað sé nefnt. Tap félagsins samkvæmt óendur- skoðuðum ársreikningi fyrir árið 2007 nam 107 milljónum króna. Ári síðar var nam tap af rekstri félags- ins rúmum 1.800 milljónum króna, eiginfjárstaða þess var neikvæð um 1.960 milljónir. Skuldir félagsins höfðu sömuleiðis aukist um rúmlega 1.100 milljónir, í tæpa 2,3 milljarða. Skýringin á þessari skuldaaukningu félagsins milli ára er vafalaust sú að skuldir þess voru í svissneskum frönkum og hafa því margfaldast við hrun. Í skýrslu stjórnar félagsins í árs- reikningi ársins 2008 var lýst yfir verulegum efasemdum um áfram- haldandi rekstrarhæfi þess. Í október 2009 var félagið Kristján ÍS 816 sam- einað móðurfélaginu Rómi ehf. sem þá hafði fengið nafnið R400. Milljarðaafskriftir Vegna stökkbreyttra skulda Róms höfðu forsvarsmenn félagsins veð- sett hlutabréf í dótturfélaginu Halla ÍS 197 ehf. Bókfært verð þeirra var 886 milljónir króna. DV fjallaði ítarlega um útgerðar- félagið Halla ÍS í maí 2012 og var til- efnið hundruð milljóna króna af- skriftir sem félagið hafði fengið. Skuldir félagsins höfðu þá, sam- kvæmt ársreikningi 2010, lækkað um 623 milljónir króna. Af þeim sökum skilaði það nærri 700 milljóna króna hagnaði og skuldir þess lækkuðu úr nærri tveimur milljörðum niður í tæpan milljarð. Halli ÍS 197 heitir eftir línuveiði- skipinu Halla Eggerts ÍS og var út- gerðin skráð í Bolungarvík líkt og hitt dótturfélag Róms, Kristján ÍS 816. Áðurnefnda félagið hélt utan um aflaheimildir sem áður voru á Halla Eggerts en skipið sjálft var selt til Noregs í byrjun árs 2008. Skuld- setning Halla ÍS 197 var tilkomin út af kaupum þess á Halla Eggerts og veiðiheimildum sem metnar voru á tæplega 960 milljónir króna í árslok 2010. DV hefur einnig fjallað mikið um verulegar afskriftir á milljarðaskuldum félaga í eigu Jakobs Valgeirs frá hruni. Jakob Valgeir var sem kunnugt er einn af þátttakendunum í fjárfestingar- félaginu Stími í árslok 2007 og var bolvíski útgerðarmaðurinn um- fangsmikill í hlutabréfakaupum fyrir hrun. n Landsbanki afskrifar milljarða hjá Jakobi n Gjaldþrot upp á 1,9 milljarða n Bankinn fékk aðeins brotabrot upp í kröfuna Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Í þrot Jakob Valgeir Flosa- son átti helmingshlut í R400 ehf., í gegnum félag sitt, á móti Skollaborg ehf., sem Hraðfrystihúsið-Gunnvör átti. Ríkisbankinn afskrifar Landsbankinn hefur mátt afskrifa milljarða vegna fjárfestinga- ævintýra Jakobs Valgeirs og rýr var uppskera hans við slit á þrotabúi R400 ehf. 0,00091 prósent upp í 1.900 milljóna króna kröfu. Æsileg eftirför Lögreglan veitti ökumanni eftirför á Hjallabraut í Hafnarfirði á þriðju- dagskvöld og var nokkur viðbún- aður vegna þessa eltingaleiks. Vakti hún því nokkra athygli og ekki síst vegna þess að þyrla var notuð við eftirförina. Ólafur G. Emilsson að- stoðaryfirlögregluþjónn sagði í samtali við DV.is að óprúttinn aðili hafi lýst með leysigeisla á flugturn á Reykjavíkurflugvelli en það er hættulegt athæfi og er litið alvarleg- um augum. Svo vildi til að þyrlan var í notkun þegar atvikið átti sér stað og var hún notuð til að stað- setja bílinn sem talið var að tengdist leysigeislaskotinu. Þegar lögreglu tókst að hafa uppi á ökumannin- um kom í ljóst að hann hafði ekkert með málið að gera og fékk að halda för sinni áfram. Leysigeislaþrjótur- inn gengur því enn laus. Bjarni á botninum „Nú er botninum náð,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í tölvupósti til flokksmanna sinna á fimmtu- dagsmorgun eftir slæma útreið flokksins í Þjóðarpúlsi Gallup á miðvikudag. Flokkurinn mælist með 22,4 prósenta fylgi nú þegar aðeins 23 dagar eru til kosninga. Niðurstaðan er mikil vonbrigði fyrir flokkinn, segir Bjarni, og nokkuð sem menn höfðu talið óhugsandi fyrir nokkrum vikum. Nú þurfi flokkurinn að ná sínu fólki aftur heim, eins og hann orð- ar það, því óhugsandi sé að sjálf- stæðismenn verði utan ríkisstjórn- ar tvö kjörtímabil í röð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.