Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Síða 11
„Við gerum þetta frá hjartanu“ Fréttir 11Helgarblað 5.–7. apríl 2013 n Draumasetrið að verða að veruleika eftir mikla vinnu n Áfangaheimili fyrir fíkla n Um þrjátíu manns þegar fluttir inn n „Temmilega líbó“ segir íbúi „Ég var búinn að vera edrú í fjögur og hálft ár þegar ég féll. Ég hafði gert allt sem mér var sagt að gera og var að hjálpa öðrum. Ég stóð mig rosalega vel en það sem varð mér að falli var þunglyndi,“ segir Halldór Már Aðalsteinsson einn þeirra tæplega þrjátíu sem nú þegar eru fluttir eru inn á áfangaheimilið þrátt fyrir að það sé ekki tilbúið. Eftir að hann féll taldi Halldór sér trú um að nú hefði hann tök á neyslunni. „Þegar ég datt í það þá hélt ég að ég væri komin með rosalega gott plan því ég var búinn að vera edrú svo lengi. Ég vissi hvernig þetta virkaði og ég vissi hvernig ég virkaði. En á endanum missir maður tökin.“ Hann segist aðallega hafa verið í neyslu kannabisefna og verið kominn á ansi hálan ís. „Ég var orðin grasróni og var algjörlega búinn að klessukeyra mig þarna undir lokin.“ Eftir eitt og hálft ár í neyslu gat hann ekki meir og ákvað að fara í meðferð. Halldór var á Vogi í 16 daga og að þeim loknum fékk hann inni á Draumasetrinu, nokkuð sem hann segir að hafi skipt hann miklu máli. „Ég valdi að fara í eftirmeðferð á Teigum. Þá var ég í bænum en á sama tíma vantaði mig einhvern stað þar sem eru einhverjar reglur og agi. Þess vegna hentar þetta mér svo vel.“ Hann lætur vel af vistinni á áfangaheimilinu og segir fólkinu þar semja vel. Hver og einn íbúi sinnir ákveðnum heimilisverkum og til að mynda sér Halldór um handklæðin á heimilinu. Þau sjá svo sjálf um að elda, þvo af sér og allt slíkt. „Þetta hentar mér mjög vel, þetta er temmilega líbó en samt þarf maður að fara eftir ákveðnum reglum. Ég get farið og hitt fólk og jafnvel boðið fólki í heimsókn. Ég hef áður verið á áfanga- heimili en þar leið mér aldrei eins og ég ætti heima þar heldur meira eins og ég væri í fangelsi, hér líður mér eins og ég eigi heima hér,“ segir hann. Grasróni Halldór segist hafa sannfært sig um að hann hefði stjórn á neyslu sinni. Það var ekki raunin og hann segist hafa verið búinn að klessukeyra sig í neyslu undir lokin. „Hentar mér mjög vel“ n Tekst á við lífið á nýjan leik í Draumasetrinu Af eigin raun Ólafur þekkir heim fíknarinnar af eigin raun. Hann segir ekkert taka því fram að hjálpa öðrum og sjá fólk öðlast líf á ný. MynDir: SigTryggur Ari Morgunfundur Íbúar á áfangaheimilinu hittast hér á morgunfundi. Herbergi Herbergin í Draumasetrinu eru rúmgóð. Hver og einn vistmaður er með sitt eigið herbergi. Barnahornið Sumir íbúanna eiga börn og hér á að búa til barnahorn þar sem börn geta leikið sér. Eldhús Á öllum hæðum hússins er sameiginlegt eldhús þar sem íbúarnir geta eldað sér sjálfir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.