Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Page 14
Þ
egar ég hugsa til baka vildi
ég óska þess að ég hefði leit-
að til einhvers, að ég hefði
sagt einhverjum frá því sem
fram fór heima hjá mér, og
beðið einhvern að hjálpa mér,“ segir
Inga Dís Svanlaugardóttir sem var
aðeins tíu ára þegar drykkja móður
hennar fór að hafa mikil áhrif á líf
hennar.
Þrátt fyrir ungan aldur fór hún
strax að taka mikla ábyrgð á eigin
lífi og fljótt þróaðist fjölskyldulífið
á þann máta að Inga Dís fann sig
knúna til að annast barnunga tví-
burabræður sína. Þá voru þeir að-
eins sex ára. Hún þurfti að fullorðn-
ast hratt.
„Ég get í raun og veru sagt að ég
hafi alið mig upp sjálf, og þó ég segi
sjálf frá tókst mér það nokkuð vel. Ég
upplifði aldrei þá tilfinningu að ég
ætti foreldri, eða öruggt heimili. Ég
þurfti að taka ábyrgð og ákvarðanir
sem engu barni er hollt að þurfa að
gera. Þessi reynsla mín, það að vera
barn alkóhólista hefur haft ótrúleg
áhrif á líf mitt, ótrúleg áhrif á mig
sem manneskju og mun restina af
lífi mínu hafa endalaus áhrif.“
Vill lyfta skömminni
Í dag er Inga Dís tvítug og er með
tímabundna umsjá með bræðrum
sínum, sem eru á 16 ári. Þeir ganga í
10. bekk og sama dag og blaðamað-
ur hitti Ingu Dís hafði hún setið for-
eldrafund með umsjónarkennara
þeirra. Barnaverndarráð kannar um
þessar mundir hvort hún geti fengið
endanlega forsjá yfir þeim. Þeir eru
vanir því að treysta á eldri systur
sína sem hefur tekið eins mikla
ábyrgð á þeim og henni var unnt í
erfiðum aðstæðum. Þar sem þeir
nálgast fullorðinsárin óðum kemur
til greina að leyfa systkinunum að
finna saman sína leið úr skuggan-
um inn í ljósið.
Inga Dís segir sögu sína í þeirri
von að hún varpi ljósi á aðstæður
þeirra fjölmörgu barna sem alast
upp í skugga áfengissýki. Hún vill
fjölga úrræðum fyrir þau börn sem
um ræðir og lyfta skömminni sem
á þeim hvílir. „Ég er búin að vera í
stanslausum feluleik síðan ég var
um 10 ára gömul og mig dreymir
um að saga mín hjálpi einhverjum,
þó ekki væri nema einu barni. Þegar
ég lít um öxl þá vildi ég óska þess
að ég hefði leitað til einhvers. Að ég
hefði sjálf sagt frá og beðið um hjálp.
Ég eyddi mikilli og dýrmætri orku
í að fela aðstæður mínar og fjöl-
skyldunnar. Það er aldrei til gagns.
Við sem erum börn alkóhólista höf-
um ekkert til að skammast okkar
fyrir. Ég hugsa líka oft um af hverju
enginn hjálpaði okkur. Fjölmargir
vissu af aðstæðum okkar. Af hverju
gerði enginn neitt? Af hverju sagði
enginn neitt? Ég vil breyta þessu.
Hættum feluleiknum.“
Þráði reglur og aga
Fyrir þá sem ekki þekkja til þess sárs-
auka að alast upp við erfið veikindi
svo sem alkóhólisma getur verið
erfitt að skilja þrár og langanir Ingu
Dísar. Hún þráði reglur og aga, fram-
ar öllu öðru.
„Ég man eftir nokkrum fylleríum í
barnæsku en þegar ég var um þrettán
ára varð drykkjan markvissari.
Mamma gat aldrei hætt að drekka.
Hún fór út að skemmta sér, kom heim
og hélt áfram að drekka fram undir
morgun þar til hún leið út af í áfeng-
isdauða. Vandamálið vatt upp á sig.
Varð stærra með hverju fylleríinu
og eftir því sem ég varð eldri þurfti
ég að taka meiri ábyrgð á eigin lífi.
Mun meiri en vant er um börn og það
þróaðist út í það að ég tæki ábyrgð á
öllum öðrum líka. Heimili mitt var
staður þar sem ljótir hlutir gerðust,
hlutir sem enginn mátti vita af.
Ég þurfti aldrei að hlýða neinum
reglum sem barn, réð mér í raun og
veru bara sjálf. Flest börn þrá ekk-
ert heitar en ný og betri leikföng, en
það eina sem ég vildi var að mamma
bannaði mér að vera lengi úti eða
skammaði mig fyrir að koma seint
heim.“
Hrunið heima
Á svipuðum tíma og Geir Haarde bað
guð að blessa Ísland fór fjölskyldu-
líf Ingu Dísar æ meira úr skorðum.
Þegar mótmælendur kveiktu bál og
börðu tunnur má segja að heimili
hennar hafi verið í meiri upplausn
en íslenskt samfélag. Foreldrar henn-
ar skildu með látum. Samband þeirra
hafði markast af ofbeldi og drykkju
síðustu árin og við skilnaðinn jókst
drykkja móður hennar mikið. Minn-
ingar Ingu Dísar frá þessum tíma
eru sárar. „Ég gleymi aldrei þessum
morgni þegar pabbi fór. Ég vaknaði
við öskur frammi og sá pabba rjúka
eftir ganginum, framhjá herbergis-
hurðinni sem ég stóð í og beint út
um útidyrnar.
Mamma kom fram með bjórdós.
Hún drakk hana í heilu lagi fyrir
framan mig og sagði mér svo í að
þetta væri ekki henni að kenna,
þetta tautaði hún aftur og aftur og
sagði mér svo að pabbi væri farinn.
Næstu daga var ég með mömmu
bókstaflega í fanginu. Hún sagði mér
að ef mín nyti ekki við væri hún ekki
á lífi. Ég tók það rosalega inn á mig,
og upp frá þeim degi tók ég ábyrgð
á henni. Það var á mína ábyrgð að
mamma var á lífi og það var á mína
ábyrgð að halda henni á lífi og á
mína ábyrgð að mamma væri ham-
ingjusöm.
Á þessu ári hrundi ekki bara ís-
lenska efnahagskerfið, heldur allt
mitt líf í leiðinni.“
Henti út ógæfumönnum
Líðan Ingu Dísar og bræðra hennar
versnaði og árin 2007–2009 reyndust
fjölskyldunni erfið. „Heimilið mitt
varð staður ljótra og dökkra minn-
inga, og þar var ég ekki örugg.
Þetta tímabil leið hægt og okk-
ur gekk brösuglega, en í lok ársins
2009 skáluðum við mamma fyrir
nýja árinu og lofuðum því að það ár
yrði árið okkar, miklu betra ár, fullt af
hamingju og nýjum tækifærum.“
Nýju tækifærin létu á sér standa.
Drykkjan jókst og næstu ár urðu að
þeysireið fjölskyldunnar í martraða-
kenndum heimi alkóhólistans. Inga
Dís og bræður hennar voru farþegar
án þess að ráða hraða eða för. „Ég
mun aldrei geta gleymt því sem ég
upplifði sem barn og unglingur. Ég
hef þurft að horfa upp á móður mína
í mjög annarlegu ástandi, ég hef
setið með henni í bíl þar sem hún
keyrði dauðadrukkin, og farið með
henni í verslunarleiðangra þar sem
hún varla gat staðið.
Hún drakk alltaf þangað til hún
gat ekki staðið í lappirnar og oft
slæddust með henni ógæfumenn.
Stundum vaknaði ég við það að slík-
ir menn voru staddir í svefnherbergi
mínu.
Ég þurfti að henda hverjum
karlmanninum á fætur öðrum út
af heimili okkar um miðjar nætur,
karlmönnum sem annars hefðu gert
henni mein, nokkrir þeirra réðust á
mig, aðrir stálu dótinu mínu og enn
fleiri reyndu við mig. Oft lá móðir
mín áfengisdauð í sófanum á meðan.
Algerlega ófær um að koma nokkrum
vörnum við.“
Leitaði huggunar á netinu
Í skugga áfengissýkinnar óx tómarúm
innra með öllum fjölskyldumeðlim-
um. Móðir hennar drakk til að reyna
að fylla í tómarúmið á meðan Inga
Dís leitaði huggunar á netinu.
„Mér gekk hörmulega í skólanum
og eineltið sem ég hafði orðið fyrir í
gegnum skólagönguna varð verra.
Tómarúmið innra með mér fór vax-
andi og móður minnar líka. Hún
drakk til að reyna að fylla upp í það.
Fjölskyldan fjarlægðist okkur og
feluleikurinn hélt áfram. Það var í
byrjun árs 2007 sem foreldrar mínir
skildu og þegar tók að vora var ég
gjörsamlega tóm að innan, ég fékk
ekki nokkra athygli heima hjá mér
og það var enginn sem sinnti mér og
mínum þörfum.
Ég gerði tilraunir til að fylla upp í
þetta tómarúm sem ég fann fyrir með
mismunandi leiðum. Ein leiðin var
að kynnast fólki á netinu, fólki sem
vissi ekki hver ég væri eða hvaðan ég
kæmi.
Það var í stutta stund rosalega
góð tilfinning, ég kynntist fjölda
fólks, sérstaklega karlmönnum, og
sumir voru jafnvel helmingi eldri en
ég sem áttu það sameiginlegt að vilja
láta sér þykja vænt um mig, óháð því
hver ég væri.
Ég komst nú fljótlega að því að
þetta var mikill misskilningur og
þessir karlmenn voru einungis að
leita að einu. Ég kynntist þó þessum
strák, hann var þremur árum eldri en
ég og ótrúlega skemmtilegur og með
bílpróf sem var hrikalega spennandi.
Við töluðum saman á netinu til að
byrja með, í fleiri klukkutíma á dag,
og svo í símann heilu og hálfu næt-
urnar.
Svo kom að því að hittast, hann
kom utan af landi til að hitta mig og
þurfti því að gista heima hjá mér. Ég
var að springa úr hamingju og ekk-
ert átti að skemma það.
Þessi dagur var sá besti sem ég
hafði upplifað, mér var alveg sama
um allt annað en okkur tvö.
Þegar dagur var að kveldi kom-
inn og tími til kominn að fara að
hvíla sig spurði hann mig hvort ég
vildi sofa hjá honum og ég sagði nei.
Þó ég hefði sofið hjá áður, langaði
mig að geyma þessa sérstöku stund
til betri tíma.
Svarið mitt var þó ekki tekið gilt og
kom hann fram vilja sínum þrátt fyrir
að hafa ekki fengið samþykki mitt.
Þarna hrundi öll mín veröld aftur og
ég var komin aftur á byrjunar reit.“
Börn fá ekki hjálp
Eins og með marga sem hafa alist
upp við alkóhólisma og ratað rétta
leið gat Inga Dís treyst á fjölskyldu-
vin og létt á hjarta sínu. Hún kýs að
nefna þann fjölskylduvin ekki á nafn.
„Þessi ár voru hrikaleg. Mér fannst
ég ekki geta leitað til neins, nema þá
kannski til einu konunnar sem var
alltaf með opin faðminn fyrir þenn-
an mölbrotna ungling þegar þurfti
á að halda. Sú kona þekkti foreldra
mína löngu áður en ég varð til og
hefur hjálpað mér i gegnum þetta
allt saman. Þegar ég hugsa til baka er
þessi stuðningur sem ég fékk algjör-
lega ómetanlegur og stend ég í þakk-
arskuld við hana allt mitt líf.“
Blaðamaður ræddi við fjölskyldu-
vininn sem var Ingu Dís til halds og
trausts. Hún sagðist hafa upplifað
ákveðið bjargarleysi þegar kom að
því að koma börnum vinkonu sinn-
ar til aðstoðar. „Það hefur slegið mig
gríðarlega sem áhorfandi að þessari
baráttu, að þeir sem eigi að standa
með börnunum, þessir fagaðilar hafi
ekkert gert, og að öllu leyti brugðist
í mörg ár.
Reynsla mín er því miður sú að
það er ekki hlustað á eða tekið mark á
börnum og ennþá síður unglingum,
þau eru fyrirfram dæmd ómarktæk.
Það var mér erfitt hvað ég var
valdalaus í þessu öllu saman, ég var
öll af vilja gerð að hjálpa þessum
börnum en það eina sem ég gat gert
var að hlusta og reyna eftir fremsta
megni að ráðleggja og veita þeim
skjól utan heimilis síns og aðstæðna.“
Börn þurfa talsmann
Hún bendir á að það þurfi nauðsyn-
lega samtök eða talsmann barna í
þessum aðstæðum, einhvern sem
börn geti leitað til. „Það er auðvitað
jákvætt að hjálp sé til fyrir hina sjúku,
en grátlegt að aðstandendur, börn og
fjölskylda, standi þar fyrir utan og fái
litla sem enga aðstoð.
Það þarf einhver samtök eða ein-
hvern einstakling til að vísa þessum
börnum á þau úrræði sem við vitum
að eru til, en barnið sjálft er ekki lík-
legt til að rata á þessi úrræði hjálpar-
laust.
Ég tel þessa umræðu nauðsynlega
og vona svo innilega að þetta verði
vitundarvakning fyrir þá sem hafa
eitthvað með málið að segja.
Það er tími til kominn að þessi
börn fái hjálp og að við látum þau
ekki lengur afskipt.“
Beðin um að skipta sér ekki af
Orð fjölskylduvinarins endurspegla
reynslu Ingu Dísar. Þegar kom að
kerfinu rakst Inga Dís á veggi. Börn
voru lokuð úti meðan fullorðnum var
vísað inn og veitt hjálp. „Það virtist
sem hvergi í kerfinu væri stuðning-
ur fyrir börn alkóhólista, alveg sama
hvað ég reyndi og hvert ég hringdi ég
kom alls staðar að lokuðum dyrum.
Ef ég hringdi í SÁÁ á meðan mamma
var illa haldin og heimilið í upplausn
var mér sagt að hún þyrfti að koma
sjálf, og ég stjórnaði henni ekki. Við
börnin sátum þá uppi með hana fár-
veika á heimilinu.
Og hvert sem ég hringdi fannst
mér ég alls staðar koma að læst-
um dyrum og fannst mér alls staðar
vera bent á að ég væri bara krakki
„Á hverjum degi
berst ég við djöfla“
Ætla má að á milli 5.000 til 7.000 börn búi á heim-
ilum þar sem þau eru þolendur áfengis- og vímu-
efnasýki. Álagið sem því fylgir hefur ómæld áhrif á
heilsu þeirra og líf. DV skoðaði vanda þessara barna
og veruleika. Inga Dís Svanlaugardóttir er aðeins
tvítug en er með tímabundna umsjá yfir bræðrum
sínum vegna alvarlegs drykkjuvanda móðurinnar
og vonast til þess að fá fulla forsjá. Hún segir frá
barnæskunni þar sem hún lifði martraðakenndan
veruleika og spyr af hverju enginn gerði neitt til að
hjálpa þeim. „Við börnin erum ein í neyðinni. Alkinn
fær hjálp. Börnin ekki.“
Kristjana Guðbrandsdóttir
blaðamaður skrifar kristjana@dv.is
„Heimili mitt var
staður þar sem
ljótir hlutir gerðust.
14 Úttekt 5.–7. apríl 2013 Helgarblað