Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Síða 22
Sandkorn H eimilið mitt varð staður ljótra og dökkra minninga, og þar var ég ekki örugg,“ segir Inga Dís Svanlaugar­ dóttir, en hún er á meðal þess fólks sem bjó við illa meðferð sem börn – illa meðferð í skugga þagnar og óásættanlegrar með­ virkni samfélagsins. Inga Dís var tíu ára þegar móðir hennar missti tökin á drykkjunni. Smám saman versnaði ástandið þar til upplausnin varð algjör. Hún segir frá því hvernig hún dró móður sína hálf nakta og rænulausa úr partíum borgarinnar, glímdi við ógæfumenn á heimilinu sem leituðu jafnvel í svefnherbergi hennar og lifði í ótta um að upp um ástandið kæmist. Nú þegar hún er orðin eldri og vitrari vildi hún óska þess að hún hefði ekki falið aðstæður sínar fyrir öðrum, að hún hefði sagt frá, að hún hefði beðið um hjálp. „Við sem erum börn alkóhólista höfum ekk­ ert til þess að skammast okkar fyr­ ir,“ segir hún um leið og hún veltir því fyrir sér af hverju enginn hafi gripið inn í, komið henni til bjargar. „Ég hugsa líka oft um það af hverju enginn hjálpaði okkur. Fjölmargir vissu af aðstæðum okkar. Af hverju gerði enginn neitt? Af hverju sagði enginn neitt?“ spyr hún. Samfélagið brást, í stað þess að hún fengi aðstoð var hún lögð í ein­ elti af því að hún skar sig úr. Þorp­ ið sem átti að vera til staðar þegar á reyndi lét hana afskiptalausa. Þegar hún reyndi rakst hún á veggi, kom alls staðar að lokuðum dyrum. Þegar móðir hennar var illa haldin og heimilið í upplausn hringdi hún í SÁÁ og var þá sagt að móðir hennar þyrfti að koma sjálfviljug í meðferð. „Við börnin sátum þá uppi með hana fárveika á heimilinu.“ Með því að segja sögu sína stend­ ur Inga Dís upp fyrir hönd þeirra barna sem búa við stöðugan ótta og öryggisleysi, reiði, sársauka, stjórn­ leysi, vanmátt og ringulreið. Börn sem búa við vímuefnaneyslu foreldra sinna, ofbeldi eða vanrækslu. Þau eru þónokkuð mörg. Sam­ kvæmt UNICEF má gera ráð fyrir því að allt að 4.000 börn búi við heim­ ilisofbeldi hér á landi. Aðeins er til­ kynnt um lítið brot af þessum mál­ um til barnaverndarnefnda. Þá má gera ráð fyrir að á milli 5.000–7.000 börn alist upp við alkóhólisma sam­ kvæmt upplýsingum frá SÁÁ. Þetta eru börn sem þurfa stöðugt að vera í varnarstöðu. Þetta eru börn sem eru þögul um aðstæður sínar því þau óttast afleiðingar þess að segja frá og þykir þrátt fyrir allt vænt um þann sem hefur brugðist, mömmu eða pabba, því lífið er ekki svarthvítt, ekki frekar en fólk er annaðhvort gott eða vont. Þetta eru börn sem vita að jafnvel gott fólk getur brugðist og þrá ekkert heitar en að það muni breyt­ ast, varnarlaus gagnvart því sem yfir þau dynur. Foreldrar þeirra geta leit­ að skjóls þegar þeir fá nóg, en börn­ in geta hvergi farið. Þau gleymast gjarna í vandamálum foreldra sinna og verða undir þegar fólk hikar við að tilkynna grun um að börn búi við óá­ sættanlegar aðstæður. Það er skylda okkar að vera vakandi fyrir því ef minnsti grun­ ur kviknar og rétta út hjálparhönd. Því þeirra er ekki valið, það hefur enginn valið að búa við vímu­ efnaneyslu, vanrækslu eða ofbeldi: „Ég valdi ekki að vera barn alkó­ hólista, samt hef ég allt mitt líf þurft að líða fyrir það.“ Óðinn flaggar n Ein furðulegasta herferð síðari tíma er hafin hjá Ríkis­ útvarpinu. Valdir frétta­ menn eru settir í stóla til að tíunda í hljóði og mynd eig­ ið ágæti og fréttastofunnar. Þarna má sjá helstu gæðinga fréttastjórans, Óðins Jónsson- ar, sem sjálfur stígur fram af fullkominni hógværð til að varpa ljósi á getu sína. Her­ legheitin eru í auglýsingum á dýrasta tíma en einnig er þau að finna í fullri lengd á vefnum. Bjarni undir feldi n Bjarni Benediktsson, for­ maður Sjálfstæðisflokksins, hefur undanfarið gengið í gegnum erf­ iða tíma þar sem fylgi flokks hans hefur verið í nær frjálsu falli. Fullyrt er að hann hafi undanfarið legið und­ ir feldi og íhugað alvarlega að stíga til hliðar. Aðilar sem standa honum nærri í stjórn­ málum munu hafa lagt til að hann gerði það. Aðrir hafa talið í hann kjarkinn sem dugði. Smugan deyr n Vefritið Smugan, sem haldið hefur verið úti af Vinstri grænum og fleirum er við dauð­ ans dyr ef marka má orð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur ritstjóra sem boðar í pistli sínum, Er smuga, að vef­ síðunni verði lokað strax að loknum kosningum. Vænt­ anlega er ástæðan sú að eigendur hafa ekki bolmagn í að halda útgáfunni lengur úti án þess að fá tekjur. Rit­ stjórinn skorar á lesendur að gerast áskrifendur svo hægt verði að halda áfram. Það er því enn von. Brennuvargar n Kappræður níu stjórn­ málaleiðtoga í fyrsta þætti Ríkisútvarpsins um kosn­ ingarnar voru fremur dauf­ legar og lítið um skoðana­ ágreining. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, for­ maður Framsóknarflokks­ ins, fór með himinskautum enda stærstur allra ef mið­ að er við skoðanakannanir. Eina mótlæti hans var þegar Þorvaldur Gylfason, vaktstjóri Lýðræðisvaktarinnar, gerði lítið úr tillögum Framsóknar til bjargar heimilum og sagð­ ist kunna því illa að brennu­ vargar stæðu í slökkvistarfi. Framkvæmdastjórinn ekki lengur vinur minn Ekki hrædd við lýðræðið Kristinn Snæland gagnrýndi stjórn Hreyfils. – DV Helgi Hrafn, oddviti Pírata í Reykjavík, var á Beinni línu DV. – DV.is Staður ljótra minninga„Fjölmargir vissu af aðstæðum okkar. Af hverju gerði enginn neitt? Þ egar heimsstyrjöldin fyrri hafði staðið í bráðum fjögur ár vet­ urinn 1918, sigruðu Þjóðverjar Rússa á austurvígstöðvunum og kúguðu þá til að gefa eftir fjórðunginn af landssvæðum sínum, m.a. Finn­ land, Eystrasaltslöndin og Úkraínu, og fjórðung mannfjöldans. Um vorið sóttu Þjóðverjar fram á vesturvíg­ stöðvunum, en bandamenn – Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn – náðu að stöðva framsókn Þjóðverja aðeins 120 kílómetra frá París, sem er litlu lengri spotti en frá Reykjavík austur á Hvols­ völl. Harka Þjóðverja gagnvart Rússum veturinn 1918 varð ásamt öðru til þess, að bandamenn beittu Þjóðverja sömu hörku í friðarsamningunum í Versölum í stríðslok. Þjóðverjar reidd­ ust einkum því ákvæði samnings­ ins, sem knúði Þjóðverja til að taka á sig ábyrgð á styrjöldinni. Þeir höfðu stofnað nýtt lýðveldi, Weimarlýð­ veldið, undir lýðræðislegum formerkj­ um strax að loknu stríði fyrir tilstilli bandamanna og höfðu vonazt til að fá að njóta þess framfaraskrefs við friðar­ samningaborðið. Svo fór þó ekki. Fyrir­ gefningin reyndist ekki svo auðfengin. Klína sökinni á aðra Skálkarnir, sem höfðu hleypt af stað styrjöldinni, sem kostaði níu til tíu milljónir mannslífa, brugðust við eins og vant er með því að reyna að klína sökinni á aðra. Þeir kenndu þýzkum lýðræðissinnum um að hafa stungið þjóð sína í bakið. Talsmenn rýtings­ stungukenningarinnar (þ. Dolch­ stosslegende) sögðust hafa haft sigur á vesturvígstöðvunum í hendi haustið 1918, en svikulir innlendir friðarsinn­ ar hefðu stungið herinn í bakið með því að grafa undan einvaldsstjórninni heima fyrir. Kenningin festi rætur í hugum margra Þjóðverja og bjó í haginn fyrir Adolf Hitler og hyski hans. Þessi saga rifjast upp nú, þar eð þeir, sem hrintu efnahagslífi Íslands fram af hengiflugi 2008, halda áfram reyna að klína ábyrgðinni á hruninu á aðra. Umsátrið – Fall Íslands og endur­ reisn, bók Styrmis Gunnarssonar fv. ritstjóra Morgunblaðsins frá 2009, má hafa til marks. Styrmir heldur því fram, að óvinveittir útlendingar hafi setið um Ísland og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafi ekkert til saka unnið. Þessi kenning er tilhæfulaus eins og rýtingsstungukenningin frá 1918, enda sagði Styrmir í vitnisburði sínum fyrir rannsóknarnefnd Alþingis (RNA): „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt.“ Hann þekkir málið úr návígi. Engum getur dulizt, að Sjálfstæðis­ flokkurinn og Framsókn bera höfuð­ ábyrgð á hruninu með aukaaðild Samfylkingarinnar sem hafði setið í ríkisstjórn í hálft annað ár, þegar bankarnir hrundu. Sjálfstæðisflokk­ urinn og Framsókn „seldu“ bankana einkavinum sínum, og vinirnir keyrðu bankana í kaf á mettíma. Meðan á þessu stóð, mokuðu bankarnir fé í stjórnmálaflokkana og í stjórnmála­ menn, þar á meðal bæði formann og tvo varaformenn Sjálfstæðisflokksins svo sem lýst er í skýrslu RNA. Skýrslan vitnar skýrt um ábyrgðina með því m.a. að tilgreina sjö embættismenn og stjórnmálamenn, þar af fjóra hátt setta sjálfstæðismenn, sem kunni með vanrækslu sinni að hafa brotið lög. Aukaaðild Samfylkingarinnar felst m.a. í því að hafa látið það dragast fram í nóvember 2012 að samþykkja þingsá­ lyktun um rannsókn á einkavæðingu bankanna 1998–2003 og slíta síðan þinghaldi í marz 2013 án þess að skipa rannsóknarnefnd, svo að mál­ ið fyrnist. Í ljósi þessara málavaxta og annarra, sem þjóðin þekkir í þaula, er það makalaus óskammfeilni að kenna útlendingum um hrunið, og einnig vegna þess, að frændur okkar á Norð­ urlöndum og Alþjóðagjaldeyrissjóð­ urinn björguðu Íslandi undan miklu stórfelldari hamförum, sem hefðu annars skollið á fólkinu í landinu af miklum þunga. Ein afleiðing hrunsins er sú, að höf­ uðsökudólgarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og einnig að nokkru leyti Framsókn, daðra nú við þjóðrembu og reyna með upplognum ásökunum að kenna er­ lendum vinum og velgerðarmönnum Íslands um eigin ósvinnu og grafa þannig undan hagsmunum Íslands í útlöndum til að búa í haginn fyrir sjálfa sig. Þeir bíða þess nú þess með óþreyju að komast aftur í aðstöðu til að selja sínum mönnum bankana eftir kosningar. Þeir hafa ekkert lært. Þeir hafa ekki einu sinni beðizt afsökunar. „Enginn gekkst við ábyrgð,“ sagði Páll Hreinsson, formaður RNA. Gegn þjóðrembu og yfirgangi Lýðræðisvaktin mun vinna gegn þjóð­ rembu á Alþingi. Lýðræðisöflin þurfa að standa saman sem einn maður gegn ágangi þeirra, sem láta sig ekki muna um að halda þjóðaratkvæða­ greiðslu án þess að telja sig þurfa að taka mark á úrslitum hennar. Sagan endurtekur sig Leiðari Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Kjallari Þorvaldur Gylfason Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 22 5.–7. apríl 2013 Helgarblað „Lýðræðisvaktin mun vinna gegn þjóð- rembu á Alþingi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.