Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Blaðsíða 23
Það voru merki
um gróft ofbeldi
Ekkert auðvelt
eftir kosningar
Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, um starf samtakanna í fyrra. – mbl.isSigmundur Davíð er ánægður með gott gengi í skoðanakönnunum. – DV.is
Íslenskar sálir til sölu!
Spurningin
„Börnin og hamingjan.“
Sunna Dís Másdóttir
29 ára blaðamaður
„Ástin.“
Óli Magnús Ólafsson
35 ára kokkur
„Hamingjan og frelsið.“
Birna María Styff
22 ára myndlistarkona
„Það er ástin.“
Raja Riafi
28 ára móðir í fullu starfi
„Listin.“
Þórir Hermann Óskarsson
18 ára tónlistarmaður
Hvað er mikil-
vægast í lífinu?
1 Kristinn Þór Geirsson fékk lán til að greiða sér arð Kristinn Þór
Geirsson, þáverandi framkvæmdastjóri
fjármála- og rekstrarsviðs Glitnis, fékk
lán hjá bankanum til þess að greiða
sér arð úr félaginu sínu, sem hafði
skilað tapi.
2 Stórslasaður eftir tilefn-islausa árás Rúmlega tvítugur mað-
ur stórslasaðist í fólskulegri líkamsárás
í miðbænum fyrir um mánuði. Þetta er
aðeins eitt af fjölmörgum ofbeldisbrot-
um sem framin eru í miðborginni.
3 Vissi að það væru börn þarna úti sem þurftu að eignast
annað heimili María Sólbergsdóttir,
fjármálastjóri hjá Auði Capital, er
einstæð tveggja barna móðir en hún
kaus að ættleiða frekar en að eignast
börn sjálf.
4 Sigruðust á fíkn sinni Ben Affleck og Drew Barrymore eru á meðal
Hollywood-stjarna sem sigruðust á
fíkn sinni.
5 Fékk aðstoð handrukkara við að ná dóttur sinni úr dópgreni
Fjölmiðlamaðurinn Jóhannes Kr. Krist-
jánsson fékk bréf frá konu sem leitaði
aðstoðar handrukkara til þess að ná
fimmtán ára dóttur sinni úr dópgreni.
6 Elín: „Það verður vinstri stjórn með Framsókn í brúnni“ Elín
Hirst, frambjóðandi Sjálfstæðisflokks-
ins, telur að flokkurinn eigi að halda sig
í stjórnarandstöðu á næsta kjörtímabili
ef fylgið sem flokkurinn mælist nú með
– 22,4 prósent – reynast afdrif flokksins
í kosningunum.
Mest lesið á DV.is
Netgríman
K
æri lesandi. Ég geri ráð fyrir því
að þú, eins og svo margir aðrir
alls staðar í heiminum, notir
internetið mögulega daglega
eða allavega þó nokkuð reglulega.
Ég vil biðja þig um að hugsa þig um
hvað þú skrifar á netið, í kommentum,
bloggi, Facebook og bara hvar sem er.
Ég hef orðið vitni að allt of mörgum
manneskjum sem setja upp ákveðna
grímu þegar þeir eru á bak við skjáinn
þar sem enginn sér þá. Fólk sem hikar
ekki við að vera með dónaskap og
leiðindi á netinu, en myndi mögulega
aldrei nokkurn tímann þora (eða vilja)
gera fyrir framan alvöru manneskju,
augliti til auglitis. Hugsaðu þig því
tvisvar um áður en þú setur eitthvað
á netið, eitthvað sem allir geta séð. Þú
manst kannski eftir áramótaskaupinu
og skotið á DV kommentakerfið? En
hvenær ætlum við að stoppa þetta?
Það gerist ekki nema með því að líta
í eigin barm. Það eiga auðvitað allir
rétt á sínum skoðunum en það þarf
ekki að vera með leiðindi. Taktu af þér
grímuna, vertu kurteis og notaðu skyn-
semina.
Takk fyrir að lesa!
Höfundur er nemandi við
Listaháskóla Íslands
E
nn og aftur sannast gildi hinnar
fornu hugsunar: „Heimskur
dýrkar hlandvotan skó,“ „gæfu-
snauður er gáfnalaus maður,“ „fá-
vís maður drukknar í eigin drambi“ og
„framsóknarmenn eru falskir“. Þessi
orð og fleiri slík er að finna í fjöreggi
þjóðarinnar skömmu eftir hina helgu
páskahátíð. Að vori, þegar blómin
vakna, sofnar fávís hluti þjóðar minn-
ar á verðinum og fellur í draumamók
sem hlýtur yl frá mykjuhaugum fram-
sóknarfjóssins. Glýjan í augum hinna
gáfnalausu og greindarskertu, fær okk-
ur hin til að æla af ófögnuði.
Þessi upplýsta þjóð lætur bjóða sér
í enn eina sukkveisluna, þar sem menn
ætla að lifa og nærast á draumsýn og
loforðum sem öll verða svikin. Það er
einfaldlega ekki úr neinu að moða.
Núna ætlum við semsagt að ráða
hina fávísu brennuvarga til að slökkva
eldinn.
Hvers vegna í ósköpunum þarf
alltaf að vera svona djúp gjá á milli
þeirra sem hugsa og hinna sem hugsa
ekki? Er það virkilega vilji fjöldans að
við leyfum heiladauðu fólki að stýra
þjóðarskútunni? Viljum við fá Sig-
mund Davíð sem forsætisráðherra og
viljum við að Vigdís Hauksdóttir verði
næsti menntamálaráðherra? Viljum
við að Höskuldur taki vandamál-
in traustum vettlingatökum? Ef vilji
þjóðarinnar stefnir í þess átt, verð ég
að lýsa því yfir hér og nú, að ég mun
með öllum ráðum reyna að firra mig
þeirri ábyrgð sem slíku hugsunarleysi
fylgir.
Ókei – ef niðurstaða kosninganna
verður á þá leið sem skoðanakannanir
benda til, verð ég að viðurkenna van-
mátt minn og verð einnig að viður-
kenna þá staðreynd að umhyggja
mín, umvöndun og fögur hugsun í
garð minnar merku þjóðar, virðist
einungis hafa skilað mér vonbrigðum.
Og ég sem hélt að fólkið hefði lært
eitthvað á Ráninu sem sumir kalla
hrun. En ég verð þá „að horfast í augu
við það súra epli“, einsog gáfnaljósið
sagði hér um árið.
Og hér er rétt að ég spyrji mig
svo sem einnar spurningar af alvar-
legu sortinni: -Hvað er það í íslenskri
þjóðarsál sem lætur fjöldann líta út
einsog hóp ofdekraða barna sem
heimta allt og engu vilja fórna? Og ég
neyðist til að svara með spurningu:
Er það minnimáttarkennd eða mikil-
mennskubrjálæði? Og um leið og ég
spyr, verður mér ljóst að ekki er það
meðalhóf eða nægjusemi sem hvetur
fólk til fáránlegra hugmynda og eykur
ofmat þjóðarinnar á ágæti sínu. Við
getum ábyggilega leyft okkur þann
munað að treysta á öll fögru loforðin
sem Framsókn gefur okkur. En við
verðum þá að vera undir það búin að
ýmist verði allt svikið eða þá að skuld-
ir okkar verði færðar á herðar barna
okkar. Það er nefnilega svo, kæru vin-
ir, að þegar ríkiskassinn er tómur þá
er ekki bara hægt að segja: -Hókus-
pókus! Við getum ekki bara treyst á
það að naglasúpan metti alla þjóðina
til eilífðarnóns. Jafnvel þótt við séum
öll af vilja gerð, sleppum við aldrei
við að beita visku. Við þurfum annað
veifið að velta því fyrir okkur, hvert við
viljum stefna. Viljum við ná tökum
á græðgi, böli og fásinnu eða viljum
við hjakka í fari heimsku, fordóma og
græðgi.
Nú ætlum við, öll með tölu
að afmá hin gömul veð;
við auglýsum sál til sölu
og samviskan fylgir með.
Fyllt á tankinn Þyrlur Landhelgisgæslunnar gegna mikilvægu hlutverki þegar fólki á Íslandi er hætta búin. Á þessari mynd sést starfsmaður gæslunnar fylla á eldsneytistank
TF-GNÁR, sem komið hafði inn til lendingar. Fyrr en varði hóf þyrlan sig á loft á nýjan leik. Mynd Sigtryggur AriMyndin
Skáldið skrifar
Kristján Hreinsson
Umræða 23Helgarblað 5.–7. apríl 2013
Ég þarf ekki lengur
að vera með grímu
Mamiko Dís var greind með Asperger fyrir rúmu ári. – DV
Aðsent
Linda Björg
Guðmundsdóttir
„Vertu kurt-
eis og not-
aðu skynsemina.