Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Blaðsíða 24
Þ á er það byrjað: Kosninga­ barátta. Í upphafi hennar er staðan óvenjuleg. Fram­ sóknarflokkurinn sem var minnstur flokkanna fjögurra í síðustu kosningum er orðinn stærstur samkvæmt skoðana­ könnunum. Það er farið að tala um formann flokksins sem forsætisráð­ herra. Hann veit af því. Framsókn getur gengið að sigri vísum. Hún fær kannski ekki 30% heldur örugglega yfir 20%. Segjum 15 þingmenn. Það eru tveir í þremur kjördæmum og þrír í þremur. Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur mælst stærsti flokkurinn undanfarin ár og hefur verið það í áratugi alltaf nema í síðustu kosn­ ingum er nú númer tvö í skoðana­ könnunum. Því skal spáð hér að hann verði samt stærri en Framsókn en ekki eins mikið stærri og búast mátti við. Hann fær 18 þingmenn. Þar með eru þessir flokkar komnir með meirihluta. Þeir eru stjórnar­ flokkarnir. Þeir eru flokkarnir sem hinir flokkarnir eiga að berjast á móti í kosningabaráttunni. Sem bet­ ur fer hafa þeir sýnt spilin: Þeir eru á móti nýjum náttúru- verndarlögum og ætla að breyta þeim strax og þeir taka við. Þeir eru á móti auðlindaákvæðum stjórnarskrárinnar. Þeir eru á móti nýjum Landspítala. Þeir eru á móti viðræðum við ESB og munu slíta þeim strax. Þeir eru á móti því að breyta lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna eins og menntamálaráðherra lagði til. Þeir eru á móti rammaáætlun og ætla að breyta henni í sumar. Þeir eru með fleiri álverum. Þeir vilja fá að einkavinavæða bank- ana aftur. Þeir vilja lækka skuldir heimilanna eins og skatta um hundruð miljarða. Þeir hafa ekki svarað því hvernig á að afla fjár á móti: Er það með niður- skurði? Hvaða? Er það með öðrum skattahækkunum hvaða? Er það með halla á ríkissjóði? En 32 þingmenn eru knappur meirihluti. Það getur orðið til þess að þessir flokkar vilji skoða annað eftir kosningar, en hvað ætti það að vera? Stjórnarflokkarnir hafa látið á sjá Stjórnarflokkarnir eru stórskaðaðir. Það er ekki bara vegna þess að þeir hafi verið að fást við erfið mál. Það er reyndar reiknað þeim til fram­ dráttar þegar málin eru skoðuð. Upp hafa komið ný framboð. Þau munu yfirleitt skaða stjórnar­ flokkana. Sum beinast bara gegn stjórnar flokkunum. Það á við um Lýðræðisvaktina sem tekur at­ kvæði frá Samfylkingunni. Það á við um framboð Jóns Bjarnasonar sem beinist aðallega gegn Vinstri hreyfingunni – grænu framboði. Jón Bjarnason og Atli Gíslason héldu nokkrar ræður á síðasta degi þings­ ins. Í síðasta sinn sem þeir sitja á Al­ þingi. Allar ræðurnar voru notaðar bara til þess að meiða Vinstri græna og sérstaklega Steingrím J. Sigfússon sem einstakling. Ekki sem stjórn­ málamann. Stjórnarskrármálið var stjórnar­ flokkunum einkum Samfylkingunni erfitt. Samt hafa þeir bjargað fram­ haldsmeðferð þess í horn en naum­ lega. En af hverju kláraðist málið ekki á Alþingi? Var það af því að stjórnar flokkarnir sviku? Unnu þeir voðaverk með svikum sínum? Eru stjórnarflokkarnir Trampe greifi tutt­ ugustu og fyrstu aldarinnar? Nei. Það kláraðist ekki vegna þess að stjórnin hafði ekki meirihluta. Hún var minnihlutastjórn. Hún GAT ekki komið málum í gegn nema með samningum við aðra, nema með hjálp annarra. Það er aðal atriðið. Svo þarf að hafa það í huga að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn beittu meiri hörku gegn stjórnarskrármálinu en þekkt er í sögu Alþingis. Þeir not­ uðu nýju þingsköpin þannig að það eru ENGIN dæmi um annað eins í sögu Alþingis. Það er greinilegt að minnihluti getur með þessum þingsköpum ráðið úrslitum mála og það mun koma í ljós líka á næsta kjörtímabili. En af hverju var stjórnin minni­ hlutastjórn? Hún hafði 34 menn í upphafi. Auk þess hafði Fram­ sóknarflokkurinn það á stefnuskrá sinni að ganga frá nýrri stjórnarskrá. Flokkurinn sneri við blaðinu. Svika­ brigslamenn beina þó ekki gagnrýni sinni að honum. Þá fóru þingmenn úr Vinstri grænum. Ásmundur Einar Daðason. Hann fór í Framsókn. Svo Lilja Mósesdóttir. Hún stofnaði sinn eigin flokk, einkaflokk um sjálfa sig. Svo Atli Gíslason. Svo Jón Bjarna­ son. Þeir eru nú báðir í flokki sem hefur aðallega það hlutverk að berj­ ast gegn Vinstri grænum, ekki gegn ESB, ekki gegn auðvaldinu, mark­ aðsöflunum. Heldur gegn Vinstri hreyfingunni – grænu framboði. Þeir Jón og Atli vildu að vísu báðir vera ráðherrar. Þetta var erfitt fyrir Vinstri græn að missa hvern manninn á fætur öðrum en svo kom hetjan Þráinn Bertelsson og gekk á móti straumn­ um eins og hann er vanur. Stjórnar­ flokkarnir voru komnir upp í 31 þingmann. Í einstaka málaflokkum studdi svo Hreyfingin við málefni ríkisstjórnarinnar, til dæmis í um­ hverfismálum. Þannig var hægt að þoka málum áleiðis af minni­ hlutastjórn, en það var alltaf erfitt og stjórnarflokkarnir nýju beittu afli sínu af ítrasta miskunnarleysi. Vandi Samfylkingarinnar hefur ekki birst á sama hátt fyrr en nú í lokin á þinginu. Þó hefur mátt sjá örla á honum. Það gerðist er Ró­ bert Marshall gekk til liðs við Guð­ mund Steingrímsson sem vill eiga Bjarta framtíð. Þeir kynna til skjal­ anna stefnumál sem öll gætu rúmast innan Samfylkingarinnar. En samt: Samt er boðið fram og stuðningur við framboðið kemur aðallega frá Samfylkingunni og Vinstri grænum. Á flokksþingi Samfylkingarinn­ ar birtist nýr formaður flokksins. Það sem vakti athygli á því þingi var fá­ læti flokksmannanna í garð fráfar­ andi formanns. Jóhanna Sigurðar­ dóttir á einhvern merkilegasta feril allra íslenskra stjórnmálamanna. Þegar sagan verður skrifuð verður hennar nafn alltaf með í þeim bók­ um. En samt. Engin þakkarathöfn, engin þakkarræða sem sætti tíðind­ um. Hvað var á ferðinni? Aðferð­ ir nýja formannsins við að leysa stjórnar skrámálið vöktu ekki hrifn­ ingu í flokknum að ekki sé meira sagt. Glöggir menn tóku síðan eftir því að ekki voru beinlínis vináttu­ veislur sem þær forseti Alþingis og forsætisráðherra héldu hvor annarri. Þar var augljós brotalöm við þinglok­ in. Og svo kom afgreiðsla stjórnar­ skrármálsins. Þá var nú svikasvipan reidd hátt til höggs og Samfylk­ ingin hefur aldrei sé aðrar eins töl­ ur í skoðanakönnunum og þær sem birst hafa síðustu dagana. Við sem stóðum að stofnun Samfylkingar­ innar ætluðum að safna undir merki hennar um 40% kjósenda. Það tókst aldrei en um tíma var hún í og um 30%. En nú: 12%. Það á vonandi eftir að breytast en hlýtur að vera öllum vinum Samfylkingarinnar alvar­ legt áhyggjuefni. Samfylkingin fær meira fylgi í kosningunum en skoð­ anakannanir hafa verið að sýna. En fær hún „bara“ fjórtán – fimmtán þingmenn? Ekki tuttugu. Það er tvo í hverju kjördæmi nema þrjá í höfuðborgarkjördæmunum. Ekki fjóra, enn síður fimm. En það verður kannski huggun harmi gegn að það koma fjórir – fimm þingmenn inn í þingið á vegum Bjartrar framtíð­ ar. Samanlagt hafa þessir flokkar þá átján til tuttugu menn. En í dag hefur Samfylkingin ein nítján þingmenn. Laun heimsins eru ekki þakklæti Vinstri græn unnu stórsigur í síðustu kosningum. Það hefur verið sterk samstaða allra annarra flokka um að valda þeim sem mestum skaða. Það hefur tekist ágætlega og þeir hafa stundum hjálpað til sjálfir. Vinstri græn voru upphaflega al­ ger smáflokkur og hefur marga fjör­ una sopið. Þó eru 8% lágar tölur. Við lok kjörtímabilsins er VG með 11 manna þingflokk. Komist flokk­ urinn í tveggja stafa tölu í fylgi, sem ég spái, getur hann fengið 8 þing­ menn. En nú eru komnir á vettvang flokkar sem hafa það aðalhlutverk að minnka Vinstri græn. Það er eink­ um flokkur Jóns Bjarnasonar í lands­ byggðarkjördæmunum. Greinilegt er að VG mun eiga mjög á brattann að sækja á Norðvesturlandi. Þar beitir Jón Bjarnason sér sérstaklega gegn VG og Árni Múli er efsti maður Bjartrar framtíðar. En Lilja Rafney lætur ekki sitt eftir liggja. Suður­ land er líka erfitt en þar eru vaskar konur í framboði. Í síðustu skoðana­ könnun var VG með á tíunda pró­ sent í höfuðborgarkjördæmum. Hins vegar bara á sjötta prósent utan höf­ uðborgarsvæðis. Það hlýtur að vera umhugsunarefni því verulegur hluti þess fylgis hlýtur að vera á Norð­ austurlandi. Í síðustu kosningum var VG sigur vegarinn. Steingrímur J. Sig­ fússon tókst á við erfiðasta verkefni allra íslenskra stjórnmálamanna. Það tókst. Það var hvorki meira né minna en það að koma í veg fyrir þjóðargjaldþrot. Mörgum hefur ver­ ið þakkað fyrir minna. Með Stein­ grími stóð sterkur hópur bæði í VG og Samfylkingunni. Til hamingju með það! En laun heimsins eru ekki þakklæti eins og kunnugt er. Þú færð aldrei atkvæði út á togararann sem þú ert búinn að kaupa heldur togar­ ann sem þú lofar að kaupa, sagði Lúðvík Jósepsson. Það er víst rétt! Þetta eru átján plús fimmt­ án plús fimmtán plús fimm plús átta. Alls 61 þingmaður. Alls eru þingmennirnir 63. Og ekki ætla ég að vanmeta nýju framboðin. Pírat­ ar eru efnilegir en stefnumál þeirra geta rúmast á stefnuskrám VG, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar. Ekki gömlu stjórnarflokkanna sem ætla að taka við í maí. Lýðræðis­ vaktin getur sótt í sig veðrið komin með einn og einn fínan frambjóð­ anda; ég nefni Sigríði Stefánsdóttur. En Lýðræðisvaktin mun aldrei fara með Sjálfstæðisflokki og Fram­ sóknarflokki. Ef flokkur nær 5% getur flokkurinn fengið 3 eða 4 þingmenn. Flokkur getur auk þess komið að einum manni í kjördæmi án þess að fá menn víðar. Flokkur Halldórs í Holti er sérstaklega merkilegur. Hann er með stefnu­ mál Sjálfstæðisflokksins og kemst kannski nálægt manni á Suður­ landi. Þegar upp er staðið er því hætta á því að 10% atkvæða verði ónýt og að þau ráði úrslitum. Það er ekki gott. En nú er kosningabaráttan að byrja. Það getur margt gerst. En margt bendir til þess að gömlu stjórnarflokkarnir taki aftur við í maí. Þeir voru í tólf ár; 1995–2007. Það var komið nóg en er það svo? Kosningarnar leiða það í ljós. 24 Umræða 5.–7. apríl 2013 Helgarblað Aðsent Svavar Gestsson Sú gamla kemur kannski aftur„Þeir notuðu nýju þing- sköpin þannig að það eru ENGIN dæmi um annað eins í sögu Alþingis Kemur hún aftur? „Fram- sókn getur gengið að sigri vísum,“ skrifar Svavar Gestsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.