Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Blaðsíða 25
Fréttir 25Helgarblað 5.–7. apríl 2013 „Töfralausnir
hafa bara einn
galla – þær virka ekki
R
íkisstjórn Jóhönnu Sigurðar
dóttur fékk það tröllaukna
verkefni að forða Íslandi
frá þjóðargjaldþroti eftir
bankahrunið. Stærsta verk
efni kjörtímabilsins hefur verið að
ná niður 216 milljarða fjárlagahalla,
þeim mesta sem sögur fara af á lýð
veldistímanum. Það verkefni hefur
ríkisstjórnin leyst með miklum sóma
en fjárlög þessa árs gera ráð fyrir að
hallinn verði innan við 4 milljarða
og frumjöfnuður 60 milljarðar í plús.
Þessi árangur hefur sparað ríkinu
vaxtakostnað sem nemur um 17
milljörðum króna á ári, sem er sam
bærilegt við rekstrarkostnað allra
framhaldsskóla á Íslandi.
Töfralausnir
Þessi árangur í ríkisfjármálum skap
ar okkur svigrúm til að hefja nýja
sókn í þágu almennings og setja heil
brigðis, velferðar og menntamál
í öndvegi á nýju kjörtímabili. Eitt
brýnasta verkefnið er að skapa fólki
húsnæðisöryggi, sem sárlega hefur
vantað á Íslandi undanfarna ára
tugi. Allt frá því Framsóknarflokk
urinn hafði frumkvæði að upptöku
verðtryggingar í lok 8. áratugarins
hefur íslenskur almenningur tek
ið á sig skellinn af gengisfellingum
og gengishruni krónunnar um hver
mánaðamót. Nú lofar Framsóknar
flokkurinn afnámi verðtryggingar
en bara á lánum sem tekin verða í
framtíðinni og niðurfærslu skulda
í eitt skipti, en síðan á almenning
ur að búa áfram við krónu og verð
tryggingu. Þetta er skammtímalausn
sem er ekki boðleg fyrir íslenskan
almenning. Töfralausnir hafa bara
einn galla – þær virka ekki.
Öruggt húsnæði
Við jafnaðarmenn leggjum áherslu
á að klára aðildarviðræðurnar við
Evrópusambandið til að skapa skil
yrði fyrir nýjum gjaldmiðli og stöð
ugleika í efnahagslífinu. Með nýjum
gjaldmiðli yrði verðtrygging og gjald
eyrishöft aflögð í eitt skipti fyrir öll og
almenningur fengi vaxtakjör á neyt
endalánum sem myndu lækka lán
tökukostnað heimilanna gríðarlega.
Höfum í huga að vextir í evrulöndun
um eru í fyrsta lagi óverðtryggðir og í
öðru lagi tvöfalt til þrefalt lægri en á
Íslandi. Það munar um minna.
Samfylkingin vill afnema
stimpil gjöld og uppgreiðslugjöld til
að ýta undir heilbrigða samkeppni
í lánamálum og auðvelda fólki að
færa sig milli lánastofnana. Sam
fylkingin leggur líka áherslu á að
teknar verði upp nýjar húsnæðis
bætur, sem verði jafnháar fyrir þá
sem leigja og kaupa húsnæði. Fyrir
liggja tillögur um húsnæðisbætur
sem geti numið allt að 44 þúsund
krónum á mánuði fyrir fjögurra
manna fjölskyldu. Þessu til við
bótar vill Samfylkingin leiðrétta
forsendubrest skuldugra heimila
sem keyptu á árunum fyrir hrun og
nýta skattkerfið í þeim tilgangi.
Heilbrigðismál í forgang
Einn mikilvægasti árangur ný
afstaðins þings var samþykkt nýs
Landspítala, sem mun gjörbreyta
til hins betra starfsumhverfi á
þjóðarspítalanum og þjónustu
við sjúklinga. Þessi stærsti vinnu
staður landsins er hryggjar stykkið
í velferðarkerfinu en hefur mátt
búa við niðurskurð frá því fyrir
hrun, þegar forgangsröðun Sjálf
stæðisflokks og Framsóknar
flokks miðaðist við einkavæðingu
og þjónkun við sérhagsmunaöfl
í sjávarútvegi og stóriðju. Nýr
Landspítali sendir skýr skila
boð um að jafnaðarmenn ætla
að verja velferðarkerfið og auka
stuðning við heilbrigðiskerfið með
því að efla grunnstoðirnar og því
til viðbótar verður sérstaklega
ráðist í endurmat til hækkunar á
launum kvennastétta í heilbrigðis
og menntakerfinu og eflingu
heilsugæslu sem fyrsta viðkomu
staðar sjúklinga.
Menntakerfi fyrir nemendur
Samfylkingin leggur áherslu á að
auka framlög til háskóla og fram
haldsskóla en þessi skólastig hafa
verið vanfjármögnuð árum saman
ef borið er saman við stöðuna á
Norðurlöndum og innan OECD.
Við leggjum áherslu á að ráð
ast í aðgerðir til að draga úr brott
falli nemenda sem er hið hæsta
innan Evrópu og viljum hefjast
handa strax í grunnskólum með
persónubundnum námsáætlun
um, öflugri námsráðgjöf í öllum
skólum og meiri áherslu á verk,
tækni og listnám.
Stærsta áskorunin verður að
breyta áherslum í þá veru að
menntakerfið þjóni fyrst og fremst
þörfum nemenda, virki styrkleika
þeirra og laði fram það besta í
hverjum nemanda. Allir geta lært,
verkefnið er að skapa aðstæður til
að námið kveiki áhuga og forvitni
nemenda og bjóða upp á hagnýt
úrræði sem virka fyrir þann hóp
nemenda sem þarf sérstakan
stuðning, svo sem vegna náms
eða hegðunarerfiðleika.
Höfundur skipar 3. sæti á lista Sam-
fylkingarinnar í Reykjavík norður.
Fólk í forgang
Aðsent
Skúli
Helgason