Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Qupperneq 29
Viðtal 29Helgarblað 5.–7. apríl 2013
duglegur í þessu starfi, mjög ábyrgur og ég hef
reynt að vera auðmjúkur. Það er ekkert sem ég
sé eftir hingað til.“
Móralskur stuðningur
Jón situr nú í fimmta sæti framboðslista Bjartrar
framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hvað
myndi gerast ef hann yrði kosinn á þing? Myndi
hann hætta sem borgarstjóri?
„Nú er það frekar ósennilegt, alveg mjög ólík-
legt að ég sé á leiðinni á þing. En, í alvöru, ég
bara veit það ekki. Ég held að það fari bara eftir
stemningunni og eftirspurninni.“
Þyrfti Björt framtíð þá að fara í ríkisstjórn til
að þú hefðir áhuga?
„Ég held að Björt framtíð þyrfti hreinan
meirihluta til að ég hefði áhuga!“ segir Jón og
hlær. „Nei, en stuðningur minn við Bjarta fram-
tíð er fyrst og fremst persónulegur og móralskur.
Ég er að reyna að leggja mitt af mörkum við að
styðja þetta félag.“
Viðskiptatækifæri í friðarmálum
En ef svo ólíklega vildi til að Björt framtíð fengi
hreinan meirihluta og þú værir á leið á þing,
hvar myndir þú helst beita þér?
„Mér finnst til dæmis borðleggjandi að
gefa friðarmálum meira vægi. Ekki bara af
einhverjum krúttlegum hippaástæðum. Það
eru líka viðskiptatækifæri fólgin í friðarmál-
um með því að skapa Íslandi alþjóðlega sér-
stöðu. Mig langar að Ísland sé algerlega herlaust
land og það sama á við um land- og lofthelgina.
Draumurinn væri því að hér væru engin hernað-
arfarartæki, hvort sem það væru flugvélar eða
skip, og heldur engir hermenn á nokkrum tíma.“
Ætti Ísland þá að segja sig úr NATO?
„Ég sé í raun ekki af hverju Ísland er í NATO
og ég held að það skipti NATO engu máli hvort
Ísland sé meðlimur eða ekki. Okkur var auðvitað
þröngvað í þetta félag. Þjóðin var ekkert spurð
hvort hún vildi gerast aðili og það brutust út
gríðarleg mótmæli. Við gengum inn á vafasöm-
um forsendum sem þýðir að Ísland hefur tekið
þátt í ýmissi hernaðarstarfsemi sem hefur ekk-
ert með okkur að gera. Innrásin í Írak eða fanga-
flug bandarísku leyniþjónustunnar, ég skil þetta
ekki. Danir sem dæmi, þeir eru loksins að draga
herlið sitt á brott frá Afganistan – en hvað er
Danmörk eiginlega að gera í Afganistan? Þar
hafa 46 ungir Danir fallið. Þetta eru menn og
konur sem áttu framtíðina fyrir sér. Þau hefðu
getað menntað sig og eignast fjölskyldur. Þetta
er bara absúrd og alger óþarfi.“
Imagine verði þjóðsöngur Íslendinga
„Ég myndi vilja gera Reykjavík og Ísland að
miðdepli friðarmála í heiminum. Það er mikil
alþjóðleg vakning um friðarmál og það væri
upplagt að gera þetta í góðri samvinnu við Sam-
einuðu þjóðirnar. Ísland gæti þar með verið
vottað sem „Military Free Zone“, eða herlaust
svæði. Það væri hægt að opna hér friðar háskóla,
líkt og er til á Kostaríku, þar sem fólk er sér-
fræðimenntað í friðarmálum og friðarferlum.
Íslendingar eru líka friðsamir að upplagi. Hér
þurfa lögreglumenn ekki einu sinni að vera með
byssur. Spáðu í að lögreglumenn í Færeyjum eru
með byssur! Hvað eru lögreglumenn í Færeyjum
að gera við byssur? Með þessu er ég samt ekki
að segja að NATO eigi ekki rétt á sér. Það er ör-
ugglega hægt að réttlæta starfsemi þess á ein-
hvern hátt. Ég skil bara ekki hvað Ísland er að
gera þarna.
Hér höfum við allt til alls. Við erum nú þegar
með Höfða, en í því húsi varð í raun upphafið
að endalokum Kalda stríðsins. Við erum með
friðar súluna í Viðey og persónulega myndi ég
vilja gera Imagine að þjóðsöng Íslendinga! Er
það ekki bara flott?“
Býður ekki hermönnum í ráðhúsið
Jón hefur beitt sér talsvert í friðar- og mann-
réttindamálum og jafnvel verið sakaður um
dónaskap í garð erlendra ríkja – meðal annars
fyrir að bjóða herskip ekki velkomin til Reykja-
víkurhafnar eða færa sendinefndum í opinber-
um heimsóknum mótmælabréf. Hefur vafist fyrir
honum að bjóða öðrum birginn?
„Í rauninni ekki. Ég átti einmitt fund í morgun
með nýjum sendiherra Kína á Íslandi. Ég afhenti
honum bréf, sem ég afhendi í raun öllum full-
trúum ríkja þar sem dauðarefsing er, til að mót-
mæla. Það vafðist ekkert fyrir mér.
Ég get ekki bannað herskipum að leggjast að
bryggju í Reykjavíkurhöfn. Það hafði hins vegar
myndast einhver hefð fyrir því að borgar stjóri
tæki á móti offisérum á herskipum við form-
lega athöfn. Þar sem ég er í prinsippinu á móti
hernaði, þá fannst mér bara ekki við hæfi að
bjóða hermönnum í ráðhúsið. En mér fannst
þetta ekki vera dónaskapur. Það var ekki eins og
ég sendi bréf til að undirstrika „hei, ykkur er ekki
boðið.“ Ég tók bara ákvörðun um að bjóða þeim
ekki. Það vildu einhverjir telja þetta móðgun við
dönsku þjóðina eða þýsku þjóðina. Ég hef hins
vegar átt í góðum samskiptum við sendiherra
þessara þjóða og hef spurst fyrir um þetta, og
þetta var ekki neitt sem þeim fannst skipta máli.
Ég held líka að Íslendingar hafi tilhneigingu
til að ofmeta eigin mikilvægi. Það er ekki eins
það hafi birst fréttir af þessu í útlöndum. Ímynd-
aðu þér fyrirsögnina: „Mayor of Reykjavík
refuses to meet captain“, og svo er einhver grát-
andi herforingi vegna þess að hann fékk ekki að
hitta mig … nei, ég held að þeir hafi alveg nóg
annað á sinni könnu.“
„Stundum verð ég virkilega reiður“
Jón jafnaði sig eftir að hafa hlegið að grátandi
skipherrunum, en hugsaði sig um.
„Ég hef samt orðið smá stressaður, til dæmis
þegar ég hitti sendinefnd frá Kína þar sem ég
mótmælti formlega ólögmætri fangelsun kín-
verskra yfirvalda á nóbelsskáldinu Liu Xiaobo.
Ég reyndi að gera það á kurteisan hátt, en ég
vissi samt á sama tíma að þetta væri ekki gert
yfir leitt og vissi ekki hvernig þetta legðist í þá. En
ég hef bara reynt að vera kurteis og þá fer þetta
yfirleitt vel. Ég var einmitt spurður að því hvort
ég væri ekki hræddur eftir að ég gagnrýndi borg-
aryfirvöld í Moskvu fyrir að banna Gay Pride –
að Rússar myndu jafnvel grípa til einhverra að-
gerða. Nei, ég óttast það ekki neitt. Þetta er bara
eðlilegt að þjóðir hafi samskipti um málefni á
kurteisan og yfirvegaðan hátt án þess að það
sé dónalegt. Maður skilur kannski ekki alltaf
forsendurnar sem aðrar þjóðir hafa, jafnvel með
hernaðarstarfsemi. Það er örugglega hægt að
réttlæta hernaðarstarfsemi. Þetta er dálítið eins
og að vera alkóhólisti og svo ákveður þú einn
daginn að hætta að drekka. Þá getur þú sagt við
vini þína sem eru enn alkóhólistar að þú sért
hættur, en þú myndir ekki kalla á þá „drykkju-
sjúku aumingjar!“ Þú myndir bara segja kurteis-
lega að þú vonaðir að þeir ættu eftir að hætta
líka.
Stundum verð ég samt alveg virkilega reiður.
Það kemur alveg fyrir að réttlætiskenndinni er
algerlega misboðið og maður verður reiður og
sár yfir þessari heimsku og mannvonsku sem til
er í heiminum. Ég tók, til að mynda, mjög nærri
mér þegar Oksana Makar var myrt. Henni var
nauðgað af þremur mönnum, misþyrmt, hún
vafin í teppi sem var síðan kveikt í. Hún dó síðan
á spítala. Það er svona mannvonska sem gerir
mig bara reiðan. Norður-Kórea er annað dæmi.
Þarna búa 40 milljónir manna í stærstu fanga-
búðum mannkynssögunnar og einu fréttirnar
sem við fáum þaðan eru einhverjar grínfréttir af
þessum fávitum og illmennum sem stjórna þar.“
Tengi við geimjeppann Curiosity
Í heimildamyndinni Gnarr sagði Jón að það
megi alls ekki gera grín að almenningi en að það
sé sjálfsagt að gera grín að stjórnmálamönnum –
vegna þess einmitt að þeir séu svo leiðinlegir. Er
Jón sjálfur orðinn leiðinlegur stjórnmálamaður?
„Já,“ segir Jón eftir smá umhugsun og hlær
dátt. „Eins og margir aðrir þá hélt ég alltaf að
þeir sem störfuðu í stjórnmálum væru bara fífl
og fávitar upp til hópa. Ég upplifði þetta fólk
þannig að ég skildi það ekki. Ástandið í borginni
var líka búið að fara í taugarnar á mér. Enda-
laus meirihlutaskipti og pólitískur óstöðugleiki.
Síðan byrja ég að vinna hérna og kemst þá að
því að þetta fólk er ekki fífl eða fávitar. Eiginlega
bara þvert á móti. Flestir sem vinna hérna eru að
reyna að láta gott af sér leiða og hér er mikið um
gott fólk. Þetta er auðvitað orðið mjög vanþakk-
látt starf. Traust og virðing til stjórnmálamanna
er í algeru lágmarki. Til að nenna að standa í
þessu, því þú gætir alveg verið að gera eitthvað
annað, þá verður þú að hafa ástríðu fyrir þessu.
Persónulega finnst mér ég ekki hafa týnst eða
breyst. Ég hef fyrst og fremst þroskast heil mikið
en ekki breyst. Ég lít heldur ekkert á mig sem
stjórnmálamann. Gamlar konur hafa sagt við
mig að ég sé ekkert stjórnmálamaður. Og það er
alveg rétt hjá þeim. Þótt ég starfi í stjórnmálum
er ég ekki stjórnmálamaður.
Ég tengi oft við Curiosity, könnunarjeppann
á Mars. Þótt hann sé á Mars, þá þýðir það ekki
að hann sé Marsbúi. Ég var að ræða þetta við er-
lendan stjórnmálamann um daginn, sem fannst
þetta vera lýðskrum. Sagði að ef ég hefði verið
kosinn í þetta embætti, þá væri ég stjórnmála-
maður. Ég veit ekki hvort þetta er svona svart
og hvítt. Segjum ef ég væri dæmdur í fangelsi í
nokkur ár, og myndi þar stunda kynlíf með karl-
mönnum – væri ég þá bara samkynhneigður? Í
hjarta mínu væri ég það ekki, en eflaust myndu
einhverjir segja að, jú, ef þú hefur stundað kyn-
líf með karlmönnum þá ert þú samkyn hneigður.
Gott og vel.“
Þreytti-Jón, eða Áhyggjufulli-Jón
„Fyrst og fremst er ég bara Jón. Í þessu starfi er
ég stundum Þreytti-Jón, eða Áhyggjufulli-Jón,
og hef minni tíma til að fíflast. Ég þarf að passa
upp á hvað ég segi, því annars getur það og verð-
ur notað gegn mér. Ég reyni að hugsa ekki of
mikið um það en ég reyni að minnsta kosti að
vera ekki að móðga neinn eða meiða. Í gríni til
dæmis er eitt að pikka í einhvern eða pota. Það
er allt annað að kýla. Svo má ekki gleyma að ég
er líka embættismaður. Þetta er bara vinna sem
hefur sjaldnast eitthvað að gera með beina póli-
tík. Þetta starf byggist á samskiptum við ólíka
hópa, að taka ábyrgð á ákvörðunum og fjárhags-
málum. Sem er alveg hundleiðinlegt þegar ekki
er til mikið af fjármagni. En þetta er bara vinna.“
Þurfum meira töff og minna hallærislegt
Björt framtíð virðist samt skera sig frá Besta
flokknum að því leyti að þar eru atvinnustjórn-
málamenn. Hvernig gengur það upp?
„Besti flokkurinn var nýsköpunarframtak.
Mikilvægast í Besta flokknum var bara að taka
upp pláss. Við erum sex fulltrúar í borgarstjórn
og ef það væru ekki við, þá væru það einhverjir
aðrir. Björt framtíð er þróaðri útgáfa. Hún tekur
margt frá Besta flokknum, eins og áherslu á frið-
samleg samskipti, jákvæðni og gleði, en er um
leið pólitískari. Fyrir mér er þetta frjálslyndur
lýðræðisflokkur eða eitthvað í þá áttina. Sjálfur
er ég auðvitað anarkisti, sem er ákveðin mót-
sögn og margir spyrja hvernig það geti gengið.
Því miður tengir fólk anarkista oft við ofbeldi
eða eitthvað, sem er alger misskilningur. En
ég er anarkisti og borgarstjóri, ég er grínisti og
borgarstjóri en ég er líka bara einhver sem á fullt
af börnum og borga reikninga og rek heimili.
Mér finnst kosningarnar núna snúast mikið
um kynslóðaskipti, fremur en nokkuð annað.
Við þurfum að fá inn nýtt fólk á þing. Fólk sem
hefur ekki haft afskipti af stjórnmálum og helst
meira af ungu fólki. Það hefur verið of erfitt að
fá ungt fólk til að skipta sér af stjórnmálum, og
sérstaklega ungar konur. Ég er alls ekki að segja
að gamalt fólk eigi ekki að vera með. Það þarf
bara að yngja upp. Lækka meðalaldurinn. Þú
sérð hvernig þetta endurspeglast í Árna John-
sen og ummælum hans um Gísla Martein. Þeir
eru saman í flokki en samt tekur Árni sig til og
svoleiðis drullar yfir félaga sinn. Út af hverju?
Brandarinn rétt að byrja
„ Ímyndaðu þér fyrirsögn-
ina: „Mayor of Reykjavík
refuses to meet captain“, og svo
er einhver grátandi herforingi.
Um hlutverk sitt
í stjórnmálum
„Ég tengi oft við
Curiosity, könnunar-
jeppann á Mars. Þótt
hann sé á Mars, þá
þýðir það ekki að
hann sé Marsbúi.“
Mynd SIgTryggUr arI