Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Side 33
Þegar hann hóf störf í Sjónvarp-
inu hafði hann lagt tónlistarferilinn
til hliðar en það var í gegnum grínið
sem hann byrjaði aftur í tónlistinni.
Samstarfsverkefni hans, Halla bróð-
ur hans og Björgvins Halldórssonar
er frægt en saman kölluðu þeir sig
HLH-flokkinn. Voru þeir allir mikli
aðdáendur tónlistar frá sjötta og sjö-
unda áratug síðustu aldar. „Okkur
langaði að gera eina svoleiðis plötu
að gamni. Allt í djóki eins og alltaf.
En við völdum fullt af lögum og gerð-
um texta og sömdum eitthvað, ég og
Bjöggi,“ segir Laddi en viðurkennir
þegar hann er spurður að auðvitað
hafi alltaf verið einhver alvara á bak
við þetta og menn vönduðu vel til
verka.
„Menn voru heldur betur að
vanda sig,“ segir Laddi og nefnir til
að mynda að hann var byrjaður að
semja tónlist á fullu um þetta leyti
og segir frá því að platan hans Deió,
sem kom út árið 1981, átti að vera
„alvöru“ plata.
Rekinn heim með alvarlega texta
„En mér var bara tekið sem djó-
kara, eins og kemur fram í sýn-
ingunni, þegar ég var að gera Deió
þóttu textarnir of alvarlegir og ég
var rekinn heim með þá. Mér var
sagt að enginn vildi hlusta á þetta,
það yrði að vera grín í þessu,“ segir
Laddi og getur ekki stillt sig um að
segja aðeins meira frá þessum tíma.
„Það var Gunni Þórðar sem sagði
mér að fara heim að semja grín-
texta, ég mátti ekki vera of alvarleg-
ur,“ segir Laddi sem var sjálfur að
reyna að semja texta í anda bítils-
ins John Lennon og skoska söngva-
skáldsins Donovans. „Textarnir voru
um náttúruna og frekar hippaleg-
ir. Ég var voðalegur hippi á þessum
tíma en ég kom nú að einum hippa-
texta,“ segir Laddi en það er hið frá-
bæra lag sem nefnist Blómaskeiðið
þar sem hann syngur meðal annars:
„Ef stæðu allir saman, þá batnaði
ástandið, við viljum frið.“
Draumur að leika illmenni
Laddi viðurkennir að það hafi farið
eilítið í taugarnar á honum að enginn
vildi taka hann alvarlega. „Maður
mátti ekki gera neitt alvarlegt og ef
maður reyndi það þá var bara hlegið
að manni.“ Það er þó ekki svo að
Laddi hafi aldrei gert neitt alvarlegt
í gegnum tíðina. Hann hefur tekið
að sér alvörugefin hlutverk í leikhúsi
og sjónvarpi en á sér þó þann draum
æðstan að fá að leika illmenni í kvik-
mynd. „Það er minn draumur að fá
að leika illmenni. Það var einhver
sem sagði mér að ég gæti ekki leikið
illmenni, að ég væri of góðhjartaður
í það, en ég ætla bara að afsanna það
og auglýsi hér með eftir að fá að leika
algjört illmenni í kvikmynd.“
Óttuðust áhrif námsins
Laddi hefur einnig numið leiklist
en það var árið 1982 þegar hann fór
í UCLA-háskólann í Los Angeles í
Bandaríkjunum. „Það var á sínum
tíma þegar verið var að neyða mann
til þess að ganga í Félag íslenskra
leikara. Við vorum þarna nokkrir
sem vorum ekki lærðir leikarar en
vorum farnir að vinna mikið við það
þannig að þeir í félaginu voru ekkert
ánægðir og voru að hvetja okkur til
þess að fara að læra,“ segir Laddi en
margir óttuðust þetta skref Ladda og
höfðu áhyggjur af því að náttúrulegir
hæfileikarar hans sem grínisti yrðu
eyðilagðir og hann festur í eitthvað
form sem færi honum ekki. Laddi var
þó ekki nema eina, tvær annir í skól-
anum og kom heim til Íslands og var
tekinn inn í Félag íslenskra leikara.
„Þeir sögðu gömlu leikararnir:
„Ekki læra meira því þá eyðileggja
þeir þig. Þannig að ég sagði: Ókei!
og lét það duga fyrst ég var kominn
inn í félagið og fór eftir því sem mínir
eldri félagar sögðu, að halda áfram
að vera svona náttúrulega orgínal.“
Núll og nix í Los Angeles
Laddi segir námið í Los Angeles hafa
reynst afar krefjandi. „Af því að í leik-
listarskólanum mátti ekki grínast.
Maður varð að vera alvarlegur sem
var gott fyrir mig því þannig fékk ég
svolítið gott spark í rassinn. Þarna
var ég núll og nix þó ég væri orðinn
þekktur og frægur heima. Ég var ekki
neitt þarna og enginn þekkti mig.
Ég var bara eins og asni á sviðinu
þegar ég ætlaði að leika þarna eitt-
hvað alvarlegt hlutverk úr Days of
Wine and Roses. Ég bara klúðraði því
gjörsamlega. Þetta var svolítið út af
tungumálinu, ég var svolítið að rugl-
ast á textanum. Ég var heldur ekki í
neinum karakter og nötraði því og
skalf á sviðinu.“
Laddi náði þó að slá í gegn í skól-
anum en það var á skemmtikvöldi
skólans þar sem nemendur máttu
gera hvað sem þeir vildu á sviðinu.
Laddi hafði tekið með sér sínar
græjur og búninga og mættu Skúli
rafvirki og fleiri karakterar á sviðið.
„Þá sló ég náttúrulega í gegn þar. Þá
gat ég sagt þeim frá því að ég væri
gamanleikari á Íslandi. Þau urðu
alveg ofboðslega hissa og ég sýndi
þeim meira segja plötualbúmin sem
ég hafði gefið út.“
Alltaf sama martröðin
En líkt og Laddi segir þá hefur feimn-
in gert honum erfitt fyrir og segist
hann til að mynda vera ofboðslega
stressaður nú rétt fyrir frumsýningu
á nýju verki. „Ég er alltaf með hnút í
maganum en ef það væri ekki þannig
þá væri maður kærulaus.“ Hann ans-
ar því játandi þegar hann er spurð-
ur hvort stressið og kvíðinn geri
það að verkum að hann sé nánast í
vinnunni allan daginn.
„Ef ég vakna um nótt þá sofna ég
ekki aftur því ég er kominn í text-
ann og að læra hann,“ segir Laddi
sem segist þó ekki dreyma text-
ann en dreymir hins vegar mjög oft
sömu martröðina. „Ég er alveg að
fara inn á svið og segi: Ég hef ekki
séð neitt handrit, hvað á ég eigin-
lega að segja? Hvaða leikrit er þetta?
Ég fæ svör um að það sé handrit en
það finnist hvergi. Þá fæ ég eitthvert
handrit sem er að einhverju öðru
verki. Svo þarf ég að fara inn á svið
og þá hrekk ég upp úr svefni. Þetta
er mín martröð og mig dreymir þetta
alltaf aftur mjög svipað. Það er alltaf
þessi atburðarás og vinir mínir eru
að reyna að hjálpa mér. Ég reyni að
redda þessu með því að leika karak-
terana mína en það gengur ekki
upp,“ segir Laddi sem hefur þó ekki
lent í þessu í raunveruleikanum.
„En ég hugsa oft áður en ég fer inn
á svið: Man ég þetta? Kann ég text-
ann? Maður er alltaf svo hræddur
um að frjósa en sem betur fer hefur
það ekki komið fyrir ennþá, það
hefur komið fyrir að maður hlaupi
yfir ákveðinn kafla, en það kemur
fyrir alla, sérstaklega á fyrstu sýn-
ingunum.“
Óttaðist að ungu fólki þætti
hann gamaldags
Laddi gerði sér lítið fyrir í febrú-
ar síðastliðnum og var með uppi-
stand á sýningu uppistandshópsins
Mið-Ísland. Laddi hefur ekki beint
verið þekktur fyrir uppistand í gegn-
um tíðina og fer þar ansi nálægt því
að vera hann sjálfur. „Svona næst-
um því en maður setur sig í einhvern
uppistandskarakter.“ Hann fékk þó
fínar viðtökur úr salnum en hann
hafði töluverðar áhyggjur af þessu
fyrir sýninguna. „Það var hlegið og ég
var mjög ánægður með það. Ég hafði
verið mjög stressaður fyrir þessa sýn-
ingu því ég hélt að þetta yrði bara
mjög mikið ungt fólk og einhver kall
að reyna að vera fyndinn fyrir framan
það. Mér leist ekkert alltof vel á það
en svo rættist úr þessu,“ segir Laddi
sem segist hafa áhyggjur af því að ná
ekki til ungs fólks.
„Þetta er orðið öðruvísi, þeirra
húmor. Unga fólkið ber hann aðeins
öðruvísi fram en ég. Ég var hræddur
um að ungu fólki fyndist ég svolítið
gamaldags en það var bara vitleysa.
Húmorinn er allur eins maður, hann
er kannski öðruvísi borinn fram.
Þetta er eins og soðin ýsa, ég er bara
með smjör en þeir einhverja fína
sósu,“ segir Laddi og glottir.
Hann hefur þó aldrei lagt sig eftir
því að reyna að skilgreina húmor,
hvað sé fyndið, líkt og margir grínistar
reyna. „Ég tel nú bara að það sem er
fyndið er bara fyndið. Það er ekki
hægt að skilgreina það beint. Þú bara
hlærð allt í einu af því það er eitthvað
sem er fyndið, annaðhvort maður
sem dettur á rassinn eða þá eitthvað
sem þú segir. Það er ekki beint hvern-
ig það liggur í orðunum heldur bara
hvernig þú segir það. Það er kannski
sitthvor maðurinn sem segir sömu
söguna en þú hlærð bara að öðrum
út af framsetningu,“ segir Laddi sem
passar sig einnig á því að ganga ekki
of langt í gríninu. „Særa einhvern
eða vera eitthvað grófur. Ég hef aldrei
farið út í það, til dæmis klám eða eitt-
hvað þannig.
Mér finnst gaman að vera með
eitthvað tvírætt og láta áhorfandann
hugsa það en segja það ekki sjálfur.
Það er gaman að því.“
Fara að hlæja þegar
þeir sjá Ladda
Eftir öll þessi ár í bransanum hefur
Laddi þurft að venja sig við það að
vera hálfgerð almenningseign.
Hann segist aðspurður oft lenda
í því að menn fari hreinlega að
hlæja þegar þeir sjá hann í dag-
legu lífi. Hann fellst þó á að það sé
vissulega skárra en ef menn færu
í fýlu við það eitt að sjá hann. „Ég
er búinn að venjast þessu núna en
fannst þetta óþægilegt fyrst. Þá hélt
ég að ég væri með opna buxnaklauf
eða að ég væri svona asnalegur. Ég
er orðinn vanur þessu núna. Svo
er verið að segja mér brandara og
menn segja að ég megi nota hann.
Svo segja menn mér oft brandara
sem ég hef kannski samið sjálfur og
þeir bjóða mér að nota hann,“ segir
Laddi og bendir á að án aðdáend-
anna væri nú ekki mikið að gera
fyrir skemmtikraft eins og hann.
„Aðdáendur eru mikilvægt fólk.
Það er svona 80–90 prósent af því
sem maður gerir. Ef maður er með
svona sýningu þá veit maður að
fólk er að kaupa miða til að sjá mig,
ekki til að krítísera mig. Það gefur
manni styrk og kraft því annars
væri þetta handónýtt. Þeir eru stór
partur af þessu gríni. Ef þeir hlæja
þá eflist ég.“ n
Viðtal 33Helgarblað 5.–7. apríl 2013
Breytist á örskotsstundu Meðan á
viðtalinu stóð þurfti Laddi ekki annað en að
breyta andlitsfallinu til að koma sér í karak
ter. Enginn farði og ekkert gervi, samt voru
karakterarnir ljóslifandi. Þessir karakterar
voru leið Ladda til að takast á við feimnina.
„Ég er búinn að
venjast þessu
núna en fannst þetta
óþægilegt fyrst. Þá hélt
ég að ég væri með opna
buxnaklauf eða að ég
væri svona asnalegur.
„Ég var heldur
ekki í neinum
karakter og nötraði
því og skalf á sviðinu.