Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Blaðsíða 36
36 Úttekt 5.–7. apríl 2013 Helgarblað Reistu hótel á hjara veraldar n Ferjuðu börnin á bát í skólann n Innilokuð svo mánuðum skipti á snjóþungum vetrum n Rafmagnslaus í þrjá daga um áramót Þ að er af sem áður var þegar fólk flykktist að frá öllum landshornum í leit að ævin­ týrum eða skjótfengnum gróða, um sextíu manns störfuðu í síldarverksmiðjunni og á annað hundrað við söltunina og fær­ eyskir sjóarar stigu stundum á land, dönsuðu og sungu við undirtektir heimamanna og harmonikkuböllum var slegið upp á síldarplaninu. Nú búa þau hér tvö, hjónin á hótelinu í Djúpavík, í afskekktum firði, þar sem fossinn þagnar á veturna, bundinn í klakabönd á klettabeltinu. Fjöllin eru í hvítum klæðum, ofankoman þekur veginn. Vegurinn og veðrið eru aðal­ umræðuefnið í þessari sveit, enda lokast hjónin hér inni ef veður eru vond, jafnvel svo mánuðum skiptir á snjóþungum vetrum. „Það sakar ekkert að vera í góðu hjónabandi,“ segir hótelstýran Eva Sigurbjörnsdóttir og kímir, en þótt þau myndu rífast eins og hundur og köttur þá myndi allavega enginn heyra til þeirra. Hér geta þau gert það sem þeim sýnist, eða svo gott sem, þau geta náttúrulega ekki alltaf farið. Til að búa hér þarf að hafa sterk bein. Þú getur ekki treyst á neinn nema sjálfan þig og þú þarft að vera sjálfum þér nógur. Hér er ekkert nema þau, hafið og fjöllin – og fossinn. Heillaðist af heimaslóðum afa Þau komu þegar síðustu íbúarnir voru að fara, þriggja barna foreldrar sem settust hér að og eru hér enn. Börnin eru farin fyrir löngu og sveitin sem eitt sinn var fjölbýl er orðin að tveggja manna sveit. Húsin sem áður voru verslunar­ og íbúðar­ hús, verbúðir og bakarí, standa nú auð yfir vetrartímann, öll nema eitt, húsið þeirra. Gamli bragginn þar sem síldarstúlkurnar bjuggu einu sinni er nú hótel á hjara veraldar og heimili þeirra hjóna. Verksmiðjan er orðin að galleríi, lokað gestum nema með leiðsögn, og Suðurlandið, skipið sem aldrei var ætlað sjó held­ ur vatni en var flutt hingað á sínum tíma svo hægt væri að búa um borð þegar mest var um að vera, stendur enn í fjörunni, ryðgað í gegn og er farið að falla í sjóinn. Þau komu úr Kópavogi þar sem þau höfðu komið sér fyrir eftir að litla íbúðin á Njálsgötunni varð of þröng fyrir þau þrjú. Eiginmaður Evu, Ásbjörn Þorgilsson, átti afa sem bjó hér fyrir langalöngu en hafði aldrei komið hingað sjálfur. „Þegar hann heyrði af því að staðurinn var að fara í eyði þá langaði hann til þess að sjá hann áður en allir væru farnir. Þannig að hann kom hingað haustið 1982 og hitti síðustu íbúana hér. Þá höfðu þrír íbúar verið hér yfir veturinn sem var rosalega harður þannig að þeir þurftu að moka hver annan út úr húsunum. Í vindinum skefur svo að húsunum hér undir fjallinu og það fór allt á kaf. Þannig að þau tóku ekki áhættuna á því að vera hér aftur yfir vetur og fóru. Ásbirni fannst saga staðarins mjög merkileg og sömuleiðis þessi stóra verksmiðja. Þannig að hann fór aðeins að spyrjast fyrir um það hver ætti verksmiðjuna en þegar hann hafði fengið svar þá spáði hann ekki meira í það. Nokkrum mánuðum seinna var hringt og hann spurður hvort hann vildi kaupa verksmiðj­ una. Það stóð ekki á svari, nei takk,“ segir Eva og bætir því hlæjandi við að það hafi nú farið svo á endanum. Eldavél sem verður ekki stolið Planið var að demba sér út í fisk­ eldi. „Við vorum með teikningarnar og þetta var alveg ákveðið. Á þess­ um tíma var verið að byggja mikið af fiskeldisstöðvum og allar áttu þær að gefa svo og svo mörg þús­ und tonn af sér í ársframleiðslu en við vildum hafa þetta lítið og þægi­ legt og stefndum á einhver hundruð tonn í ársframleiðslu. Enginn í bönk­ unum hafði þó trú á því að það gæti gengið svo við fengum engin lán og fórum aldrei af stað með þetta, sem betur fer.“ Verksmiðjan var þó þeirra og það fyrsta sem þurfti að gera var að hreinsa út úr henni, ganga frá og loka gluggum og öðru slíku. Þau eyddu sumrinu í þetta og á meðan þau voru að vinna urðu þau vör við að ferðamenn streymdu í gegn. „Við sáum fólk fara á bak við stein að pissa því það var engin aðstaða hér. Þá kviknaði þessi hugmynd að opna hótel. Við áttum heldur ekkert hús til að búa í, ekki gátum við búið í verk­ smiðjunni.“ Þeim bauðst þá dyngjan, gamli hjallurinn þar sem síldarstúlkurnar bjuggu á sínum tíma. Húsið var byggt árið 1938 en þau tóku það í gegn, komu sér upp hóteli sem er jafnframt heimili þeirra. Á efri Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Einhvern veginn, þessi staður er orðinn ég og ég er orðin hann, við erum orðin samgróin. Ég gekk í björgin, það er ekkert öðruvísi. Við elskum þennan stað. Gekk í björgin Djúpavík náði svo sterkum tökum á Evu að hún getur ekki hugsað sér að fara þaðan þrátt fyrir barning á veturna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.