Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Page 37
Úttekt 37Helgarblað 5.–7. apríl 2013
n Ferjuðu börnin á bát í skólann n Innilokuð svo mánuðum skipti á snjóþungum vetrum n Rafmagnslaus í þrjá daga um áramót
hæðinni fékk herbergja-
skipan að halda sér, utan
þess sem þau breyttu
stærsta herberginu í setu-
stofu. Í því herbergi voru
áður tólf kojur, en átta í öðr-
um sem nú eru ætluð tveim-
ur. Á neðri hæðinni er nú borðsalur
þar sem upprunalegt gólf hefur
fengið að halda sér og sömuleiðis
eldavélin sem síldarstúlkurnar not-
uðu til eldamennsku og þarf fjóra
til þess að bera. Eldavélin
þykir mikill fengur og einu
sinni var reynt að stela
henni, þjófurinn hafði þó
ekkert upp úr krafsinu
því hann hafði ekki nógu
marga menn með sér. Þeir
voru bara þrír og gátu ekki
bifað henni.
Utar í firðinum stendur rautt
hús þar sem karlarnir höfðust við
á síldar árunum ásamt lækninum.
„Það var alltaf læknir hér á síldar-
árunum. Það var svo margt fólk hér
að það var talið nauðsynlegt að vera
með lækni.“
Símasamband datt út
Sagan er mikil og heillandi. „ Hugsið
ykkur, verksmiðjan var byggð á
sextán mánuðum á tíma þar sem
allt var unnið með handaflinu. Þeir
voru bara með litlar steypuhrærivél-
ar sem þeir þurftu að hífa upp með
hjólbörum til þess að hella steyp-
unni ofan í veggina. Enda unnu þeir
á vöktum og ég held að þeir hafi
unnið allan sólarhringinn þegar
næturnar voru bjartar.“
Aðspurð um myrkrið sem leggst
yfir á veturna segist hún ekkert finna
fyrir því. „Ég hef aldrei haft það á til-
finningunni að ég sé ein hérna, jafn-
vel þegar ég er ein hérna. Ég man
eftir því að þegar ég var nýkomin þá
stóð ég mig að því að taka til kaffi-
bolla þegar mig vantaði sykur og átta
mig svo á því að ég gæti ekki skropp-
ið yfir til nágrannans til þess að fá
lánað eins og ég gerði fyrir sunnan,“
segir hún og hlær léttum hlátri.
„Stundum hef ég óskað þess að
geta sest niður og spjallað við ein-
hvern en þá hringi ég bara. Það er
alltaf símasamband hérna,“ segir
hún og hikar, „nema þegar það bil-
ar,“ bætir hún hlæjandi við.
Síðasta sumar var sérstaklega
erfitt. Þá var símasambandið alltaf
að rofna. „Guði sé lof að þetta gerðist
ekki þegar ofsaveður geisaði, þetta
var bara í blíðviðri. En þetta hefur al-
veg verið til friðs í vetur. Og nú á dög-
um internets er ég aldrei ein. Ég er
meira að segja komin með Skype til
þess að tala við krakkana,“ segir hún
hæstánægð.
Sárt að sjá á eftir börnunum
Krakkarnir eru þrír. Sá elsti var á
fermingarárinu þegar fjölskyldan
fluttist norður á Strandir, miðju-
barnið var sex ára drengur og það
yngsta fjögurra ára stúlka. Þau voru
í Finnbogastaðaskóla fram í tíunda
bekk, þá þurftu þau að fara annað.
„Það var samt betra en áður þegar
þau þurftu að fara strax í níunda
bekk, eins og sá elsti. Það var hræði-
legt,“ segir Eva sem sendi soninn í
skóla á Hólmavík veturinn eftir að
þau fluttu þar sem hann
lauk skólaskyldunni.
Hin börnin fóru í
heimavist á Laugum í
Þingeyjarsýslu. „Ég var í
stanslausri depurð yfir því
að þurfa að senda börnin
mín frá mér. En svo komst
ég yfir það af því að ég
vissi að það gekk allt vel
og það var allt í lagi.“
Öll enduðu svo fyrir
sunnan. „Það er ekkert
fyrir þau að gera hérna.
Þegar þau eru komin
með fjölskyldu myndi ég
heldur ekki vilja að þau
þyrftu að ganga í gegnum
það sama og við gerðum
varðandi það að koma
börnunum í skóla og
svona.“
Á bát í skólann
Það var heldur ekki
hlaupið að því. Í tíu ár
þurftu þau að sigla með
börnin yfir á Gjögur
þar sem sveitungarnir
drógu þau í land og börnin voru
send í skólann með bóndanum á
Kjörvogi sem þurfti hvort eð er að
skutla eigin börnum. „Þetta var of-
boðslega slítandi,“ segir Eva, „sér-
staklega fyrir manninn minn sem sá
um bátsferðirnar. Síðan hættum við
þessu og seldum bátinn og keypt-
um vélsleða. Þá sá hann um sleða-
ferðirnar líka. Finnbogastaðaskóli
er yndislegur skóli en ég er ekkert
viss um að ég myndi vilja vita af
barnabörnunum í svona ferðum. Á
haustin keyrðum við auðvitað í skól-
ann og gerðum það eins lengi og
hægt var en þegar það fór að verða
ófærð og vesen, krakkarnir urðu
hræddir og aksturinn fór að taka
meira en klukkutíma hvora leið, þá
var það bara of mikið til viðbótar við
skóladaginn.
Þá fórum við fram á að það yrði
opnuð heimavist fyrir börn sem
komu langt að. Það voru til dæmis
mörg börn í Munaðarnesi og þó að
leiðin þaðan væri styttri þá var hún
oft erfiðari út af snjóflóðum sem
féllu yfir veginn. Hér var snjóflóða-
hætta úti í hlíðinni en við sigldum
yfir á bátnum svo það truflaði okkur
ekki.“
Börnin komu heim um helgar
þegar það var hægt, sem var ekki
alltaf. Einn veturinn dvöldu þau
hinum megin við fjöllin samfleytt
í fimm vikur. „Sem betur fer áttum
við alltaf góða að á Gjögri þar
sem börnin voru um helgar þegar
heimavistinni var lokað. En það
var svakalegt. Það voru svo svaka-
leg snjóalög á þessum árum, upp
úr 1990. Síðasta veturinn sem dóttir
mín var í skólanum gátum við keyrt
á milli allan veturinn. Ég man það
svo vel að ég hafði oft orð á því þegar
við vorum að keyra af stað við sólar-
upprás að veðrið væri yndislegt og
veturinn var í raun allur svoleiðis.
Fyrir utan þetta skot sem olli snjó-
flóðunum á Flateyri um haustið var
þetta bara yndislegt. Heimavistin
var aðeins opnuð í eina viku þenn-
an vetur og það var í kringum ösku-
daginn, meðal annars til þess að
krakkarnir gætu verið saman og
skemmt sér saman og hins vegar af
því að það var svo hvasst og svella-
lög á veginum þannig að bíllinn
snerist heilu og hálfu hringina.“
„Stundum
hef ég óskað
þess að geta sest
niður og spjallað
við einhvern
Heimilið er hótel Hjónin voru búin að festa kaup á verksmiðjunni þegar þessi hugmynd um að opna hótel kviknaði. Þau áttu heldur ekkert hús til að búa í.
Síldarárin Á sínum tíma var
mikið líf og fjör á Djúpavík.
Þangað flyktist fólk í leit að
ævin týrum og skjótfengnum
gróða og harmonikkuböllum var
slegið upp á síldarplaninu.
m
y
n
d
ir
S
ig
tr
y
g
g
u
r
a
r
i o
g
ú
r
e
in
k
a
Sa
fn
i