Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Qupperneq 38
38 Úttekt 5.–7. apríl 2013 Helgarblað
Elskar þennan stað
Aðspurð hvort þau hafi aldrei
langað að gefast upp og fara aftur
í bæinn svarar hún strax neit
andi. „Það hvarflaði aldrei að
okkur að fara héðan, auðvitað
var þetta þrjóska í okkur. Á með
an börnin voru hér í skóla þá fór
um við ekki neitt. Þá lokaðist veg
urinn báðum megin við okkur. En
einhvern veginn, þessi staður er
orðinn ég og ég er orðin hann, við
erum orðin samgróin. Ég gekk í
björgin, það er ekkert öðruvísi.
Við elskum þennan stað. Ég
var ekki tilbúin til að flytja hing
að fyrr en eftir að ég hafði verið
hér yfir jól og áramót. Við flutt
um svo hingað um vorið.
Ég get enn legið fram á lúkur
mínar og horft út um glugg
ann, mér finnst svo fallegt hérna
og útsýnið svo stórbrotið. Svo er
bara svo gott að vera hérna og það
verður alltaf betra. Það er engan
veginn hægt að draga sig í burtu
héðan,“ segir Eva og bætir því við
að það komi þó að því að þau þurfi
að hætta þessu. „Ég finn að ég er
farin að togast upp í árum en enn
sem komið er er ég ekki tilbúin til
að fara héðan. Við verðum bara að
sjá hvað framtíðin ber í skauti sér.“
Börnin elska líka þennan stað
og nota hvert tækifæri til þess að
koma. Yngri sonurinn festi meira
að segja kaup á húsi í Borgar
firðinum sem hann kom keyrandi
með til Djúpavíkur og staðsetti á
lóð sem hann átti fyrir ofan hót
elið. Hann var nefnilega nýorðinn
faðir og sá ekki fram á að geta
verið mikið með ungbarn á hótel
inu. Þá hentaði þetta fyrirkomulag
betur, að eyða deginum með fjöl
skyldunni og fara svo heim í litla
húsið til þess að sofa, enda koma
þau við hvert tækifæri. „Litli kút
urinn hans verður fjögurra ára í
sumar og talar um það á hverjum
einasta degi að koma til Djúpa
víkur.“
Salur fullur af fólki sem sat fast
Síðast komu þau í janúar. Það hafði
staðið til að halda áramótin saman
á Djúpavík en það varð að aflýsa
því þar sem von var á óveðri og raf
magnið fór af í þrjá sólarhringa.
„Þau koma yfirleitt yfir jól og áramót,
páska og á sumrin. En það hefði ver
ið hræðilegt að sitja uppi með fullt
hús af fólki og ekkert rafmagn. En í
staðinn komu þau um miðjan janúar
og nutu þess mjög.“
Það hefur líka komið fyrir að
þau hafi setið uppi með hópa sem
komust hvergi. Eins og í fyrrasumar
þegar úrhellisrigning sleit í sundur
veginn. „Þá var hér fullur salur af
fólki sem komst hvorki aftur á bak
né áfram.
Það var ýmist í ökkla eða eyra
þetta sumar, fram eftir öllu þá var
þurrkurinn svo svakalegur að túnin
skrælnuðu upp og
vatnsbólin þornuðu
hjá bændunum.
Einn sem hafði náð
58 heyrúllum út úr
einhverri spildu árið
áður fékk átta í fyrra. Það er svo stutt
niður í sandinn í víkinni að moldin
þornar upp og það var allt skrælnað
hjá þeim.
Það snjóaði um miðjan maí og
í tvo daga var vonskuveður. Síðan
varð himinninn skafheiður og sólin
skein fram eftir sumri. Þá byrjaði að
rigna og úrhellið varð gríðarlegt. Það
rigndi svo ofboðslega að þeir ætluðu
aldrei að koma veginum saman aft
ur og hér skapaðist ringulreið. Fólk
sem kom hér að varð að snúa við og
þeir sem ætluðu að fara héðan sátu
fastir með ferðatöskurnar í and
dyrinu.“
Þá reyndi á. „Ég þurfti að taka mig
saman í andlitinu og halda björtu
brosinu á meðan ég gekk um beina í
salnum. Það horfðu allir á mig þegar
ég gekk inn í salinn í von um fréttir.
Upp úr kvöldmat bárust svo fregnir
af því að vegurinn héngi saman og
þeim væri óhætt að halda af stað.
Það var mikill léttir og því var tekið
með dúndrandi lófataki í salnum,“
segir hún og hlær.
Fegin að komast heim
Það er einhvern veginn þannig að
þeir sem hafa einu sinni komið til
Djúpavíkur gleyma því ekki. Þess
vegna koma þeir aftur og aftur. Al
veg eins og Þjóðverjinn sem kom ár
lega í tólf ár, þrjár vikur í senn, þar til
hann var orðinn 82 ára og hættur að
geta ferðast. Eða Sigur Rós sem tók
upp tónlist í lýsistönkunum og hélt
tónleika í Verksmiðjunni árið 2006.
Af því að einn þeirra hafði komið
hingað með foreldrum sínum og
aldrei getað gleymt því. Þannig
að þeir komu hingað með tuttugu
manna tökulið sem tók upp mynd
skeið fyrir myndina Heima og síðan
hafa að dáendur Sigur Rósar streymt
að. „Fólk tekur ástfóstri við Djúpa
vík,“ útskýrir Eva, „og það kemur
hingað aftur og aftur. Af því að því
líður vel hér og finnst
eitthvað ævintýralegt
við þennan stað.“
Lífið í Djúpavík er
samt að breytast. Það
er orðið léttara að lifa
þar en áður, „því það
eru ekki eins snjó
þungir vetur og voru
hér einu sinni. Fyrstu
árin fundum við meira
fyrir því þegar vegur
inn lokaðist í október
og var ekki opnaður
aftur fyrr en um vorið.“
Núorðið er vegur
inn allavega opnaður
einu sinni í viku fram í janúar. Þá
tekur við tímabil þar sem ekki á að
opna nema eitthvað sérstakt komi til
fyrr en eftir miðjan mars. „Satt best
að segja finnst mér eins og það sé
líka að breytast, það er orðið þægi
legra að eiga við vegagerðina,“ segir
Eva um leið og hún skenkir kaffi í
bolla ljósmyndarans.
Fyrr í vikunni var vegurinn opn
aður og þá komust þau hjónin heim
eftir dvöl á heilsuhæli í Hveragerði.
Hingað eru strax komnir gestir og á
morgun er von á hópi gönguskíða
garpa. „Ég er alltaf svo fegin þegar
ég kemst heim að það er engu lagi
líkt,“ segir Eva að lokum, „þó að ég
fari auðvitað strax að velta því fyrir
mér hvort vegirnir verði opnaðir ef
við lokumst inni,“ segir hún kímin og
lítur á klukkuna. Það er kominn tími
til þess að halda verkunum áfram
svo allt verði klárt fyrir gönguskíða
garpana þegar þeir koma og hún
kveður með bros á vör. n
„Ég var í stanslausri
depurð yfir því að
þurfa að senda börnin
mín frá mér.
Sigur Rós Sigur Rós samdi tónlist í lýsistanki á Djúpavík og hélt tónleika í verksmiðjunni. Síðan hafa aðdáendur hljómsveitarinnar streymt að.
Heiðruð Eva fékk fálkaorðuna fyrir að standa a
ð ferðamennsku á afskekktu á svæði.
Einu íbúarnir Horft yfir sveitina.
Hjónin eru einu íbúarnir á Djúpavík
yfir vetrartímann en á sumrin fjölgar
í sveitinni og fólkið streymir að.
Verksmiðjan Árið 1934 var hafist við handa við að
reisa verksmiðjuna og tók smíðin
átján mánuði. Unnið var á vöktum allan sólarh
ringinn á meðan nætur voru bjartar.