Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Page 40
40 Menning 5.–7. apríl 2013 Helgarblað
É
g hitti hana síðast á tröpp-
unum fyrir utan hús Þjóð-
leikhússins við Lindargötu.
Það var nú rétt fyrir páskana,
í hléinu í Karma fyrir fugla,
síðustu sýningunni sem hún tók
þátt í. Hún kom þar stuttlega fram í
blálokin og þurfti því ekki að mæta
fyrr en leikurinn var hálfnaður.
En hún hafði komið full
snemma, áhorfendur voru ekki
gengnir til sæta sinna og engar
bakdyr að fara um til búningsher-
bergja. Hún hafði því dokað við
í nepjunni þarna fyrir utan. Ber-
höfðuð, í pelsinum sínum, og lét
lítið fyrir sér fara. Við skiptumst á
fáeinum orðum, síðan gengum við
inn, ég til sætis, hún til að leikbú-
ast. Hlutverk hennar þarna var há-
öldruð Búddanunna, sem tekur
aðrar kvenpersónur leiksins móð-
urlega í fangið og hlúir að þeim.
Í dómi mínum orðaði ég það
svo að hún hefði liðið „einhvern
veginn inn á sviðið, geislandi af
hlýju, rósemi og hljóðlátri gleði.“
Svo vill til að ég sá leikinn tvisvar
og get borið um að hún gerði þetta
jafn fallega í bæði skiptin. Og þó
var eins og hún gerði ekki neitt. Á
einhvern undarlegan hátt hugsaði
maður hvorki um leikara né hlut-
verk þá örstuttu stund sem hún var
inni og maður varð vitni að þessum
leik. Nærvera hennar var í rauninni
ekki annað en þetta eitt: nærvera.
Fyrirhafnarlaus og óskilgreinanleg.
Útgeislun, hrein og tær.
Eins og vera bar í hlutverki
persónu sem var bersýnilega kom-
in langleiðina inn í nirvana.
*
Það er glæstur og á heildina
litið farsæll leikferill sem hér er á
enda. Og góð ævi. Herdís var hug-
sjónakona, eins og við öll vitum, og
óþarft er að orðlengja um hér. Ég vil
þó minna á að það var ekki aðeins
gróður landsins og ill meðferð okk-
ar á honum sem átti hug hennar, því
að hún var andlega leitandi og hafði
fundið sér sína leið í þeim efnum.
Hún setti ljós sitt aldrei undir mæli-
ker heldur breiddi út boðskapinn.
Á sinn snaggaralega og beinskeytta,
en þó ætíð hæverska hátt.
Ætli megi ekki segja að þau
hugðarefni hennar hafi runnið
saman við ævistarfið í því sem varð
kveðja hennar til okkar af leik-
sviðinu?
*
Hún stóð í sjötíu og tvö ár á
sviðinu. Mér vitanlega hefur enginn
íslenskur leikari haft annað eins út-
hald. Hún kom fyrst fram árið 1941
í skráðu hlutverki í Nitouche, róm-
aðri sýningu Leikfélags Reykjavík-
ur á hinni vinsælu frönsku óper-
ettu; því ber að telja leikferil hennar
þaðan. Gunnar Eyjólfsson kemst
næst henni, ef eitthvað er að marka
mína tölfræði; hann er, sem kunn-
ugt er, enn að, en hann kom fyrst
fram árið 1945 og vantar því fjögur
ár í að slá met Herdísar. Af hinum
eldri leikurum okkar átti Þorsteinn
Ö. Stephensen lengi metið, sextíu
og sex ár, frá 1923 til 1989.
Herdís lifði sannarlega tíma
tvenna í leikhúsinu. Árið 1941 var
enn áratugur í að Þjóðleikhús-
ið tæki til starfa. Þar lék hún fyrst
Snæfríði Íslandssól í Íslandsklukk-
unni, þeirri af opnunarsýningum
leikhússins sem mestum vinsæld-
um náði.
Næstu árin mátti heita að hún
væri „unga stúlkan“ á sviði hússins.
Hún var alltaf létt á sér, fór vel með
sig og hélt sér vel líkamlega. Hún
gat lengi leikið langt niður fyrir sig í
aldri, þó að eðlilega tækju síðar við
hlutverk þroskaðri kvenna. Á því
skeiði naut hún sín þó öllu síður;
sviðshlutverkum hlaut að fækka, en
í bíómyndunum átti hún stundum
góða spretti.
Ef til vill skorti hana nokkuð á
þann innri þunga og tilfinninga-
styrk sem okkur finnst að mæðurn-
ar eigi að búa yfir; það var aldrei
auðvelt að sjá hana fyrir sér í mjög
dramatískum hlutverkum. Hin
lýríska æð var sterkari og svo var
oft eins og stutt væri í grallarann í
henni, hinn sérstæða og orgínal
húmor sem ég er hreint ekki viss
um að hún hafi alltaf vitað af sjálf.
Ég gæti sem best trúað að það hafi
búið í henni trúður. Það er naum-
ast tilviljun að eitt minnisstæð-
asta hlutverk hennar var hin afar
sérkennilega kennslukona fröken
Margrét í samnefndu mónó drama
sem gekk við miklar vinsældir í
kjallara Þjóðleikhússins fyrir þrjá-
tíu og fimm árum.
*
Sýning Leikfélagsins á Nitouche
braut blað í íslenskri leiksögu fyrir
þá sök að þar sló Lárus Pálsson
fyrst í gegn sem söngkennarinn og
óperettuskáldið Celestin/Floridor.
Seinna varð hann kennari Her-
dísar áður en hún hélt til náms í
Bretlandi. Sömu sögu er að segja
af fleirum af hennar kynslóð sem
urðu líkt og hún burðarásar í ungri
atvinnuleiklist þjóðarinnar. Þetta
var öflug kynslóð, miklu öflugri en
sú sem á eftir kom. Þeir, sem tala
stundum eins og hér hafi aldrei
verið stunduð markverð leiklist fyrr
en nú hin allra síðustu ár, mættu
gjarnan hafa það í huga.
Og við fótskör Lárusar drakk
Herdís í sig nokkuð sem hinn rík-
isrekni leiklistarskóli þjóðarinnar
hefur því miður vanrækt með skelfi-
legum afleiðingum fyrir yngstu
leikara okkar: að kenna nemend-
um að fara svo með listrænan texta
að hægt sé að skilja hann og njóta
fegurðar hans. Það innrætti Lárus,
leiklistarkennarinn snjalli, sínum
nemendum og að því höfum við
búið allt til síðustu ára.
*
Með vissri einföldun má segja að
hún hafi byrjað í Laxness og endað
í honum. Hún vakti fyrst þjóðar-
athygli í hlutverki Íslandssólar og
skömmu síðar lék hún aðalpersón-
una í hinu heldur vonda leikriti
Halldórs, Silfurtúnglinu. Hún varð
því fyrst til að syngja opinberlega
hið fagra lag Jóns Nordal við vöggu-
vísu Lóu.
Undir lokin var hún að heita
mátti sjálfkjörin í kellingar skálds-
ins. Hún var afbragð sem Hallbera
gamla í útgáfu Kjartans Ragnars-
sonar á Sjálfstæðu fólki og ekki var
hún síðri sem móðir Jóns Hregg-
viðssonar í kyndugri sýningu Þjóð-
leikhússins á Íslandsklukkunni fyrir
fáeinum árum. Ónefndur leikdóm-
ari orðaði það svo að leikur henn-
ar þá hefði sýnt hvernig mikill leik-
ari sem skilur póesíu verksins með
hjarta sínu, geti gert „örsmátt hlut-
verk risastórt.'Sjaldan mun nokk-
ur kona að sunnan hafa farið jafn
langt austur ...' hvernig hún sagði
þessa setningu á hlaðinu í Skál-
holti; það var einfaldleikinn sjálf-
ur og opnaði sýn beint inn í tilfinn-
ingalega kviku verksins.“
Sagði leikdómarinn.
*
Fyrri hluti leikferils Herdísar var
fyrir mitt minni, en frá því um 1970
geri ég ráð fyrir að ég hafi séð flest ef
ekki öll meiri háttar hlutverk henn-
ar. Ég kynntist líka vinnubrögðum
hennar, bæði af frásögnum annarra
og einnig því sem ég sá sjálfur til
hennar, ekki síst þau ár sem ég var
leiklistarstjóri Útvarps.
Það sem mér er efst í huga
nú, er hin ósvikna fagmennska
hennar, vandvirkni og ósérhlífni.
Ég hef meðal annars fyrir satt að
hún hafi eitt sinn gert sér ferð til
útlanda til að finna réttan klæðn-
að fyrir eitt hlutverka sinna. Það
var þegar hún átti að leika Maggie
í sjálfsævisögulegum leik Arth-
urs Millers, Eftir syndafallið, árið
1965. Persónan er byggð á Mari-
lyn Monroe sem Miller var um
skeið kvæntur. Þegar Herdís tók
að skoða í búningasafn Þjóðleik-
hússins sá hún strax að þar væri
heldur fátt um nýtísku glæsiklæðn-
að samboðinn slíkri gyðju og því
ekki annað að gera en skreppa sjálf
í tískuverslanir erlendis til að afla
sér viðeigandi fatnaðar.
Hvort Guðlaugur Rósinkranz
þjóðleikhússtjóri, sem var þekkt-
ari fyrir margt annað en bruðl,
skrifaði upp á alla reikningana,
fylgdi ekki sögunni; mér er nær að
halda að svo hafi ekki verið. Og ég
er næsta viss um að hann borgaði
ekki ferðina. Satt að segja finnst
mér Gunnlaugur Þórðarson, eigin-
maður hennar, öllu líklegri til þess.
Hann dáði konu sína og stóð með
henni, þó að síðar skildi með þeim
leiðir.
*
Ég veit að kollegar Herdís-
ar gætu aukið mörgum áþekkum
dæmum við þessa litlu frásögn.
Flosi heitinn Ólafsson sagði mér
aðra sögu sem ég stenst ekki mátið
að láta fljóta hér með. Svo vill til að
ég á hana með orðum Flosa sjálfs,
sem gerði mér eitt sinn þann greiða
að festa hana á blað, ásamt fleiri
minningarbrotum um samferða-
menn sína í leikhúsinu.
Þetta var þegar Herdís var að
leika Ömmu skógarmús í Dýrunum
í Hálsaskógi. Herdís túlkaði Ömm-
una, sagði Flosi, „í lausu lofti – var
sem sagt hífð upp í köðlum og talí-
um sem sífellt voru að bila. Þannig
dinglaði hún bjargarlaus, sýningu
eftir sýningu, og barðist harkalega
í sviðsveggina og leikmyndina.
Mesta mildi að hún skyldi lifa þess-
ar hremmingar af og kom raunar að
því að hún kom út úr skógarmúsar-
atriðinu með glóðarauga.
Þá gekk fram af mér og ég sagði
við hana að grand old lady og prima
donna Þjóðleikhúss Íslendinga gæti
ekki látið slengja sér svona fram og
aftur í biluðum heisigræjum, svo
að hún ætti jafnvel á hættu að háls-
brotna. Og hverju svaraði Herdís?
Jú, hún sagði aðeins: 'Já, þetta er
alveg rétt hjá þér, Flosi! Og hvernig
heldurðu að áhorfendunum líði?!'.“
Með öðrum orðum: það skipti
minnstu hvernig farið var með
hana sjálfa. Miklu alvarlegra var að
valda áhorfendum óþægindum! Ég
rifja söguna upp hér af því að mér
finnst hún á sinn kátbroslega hátt
segja svo mikið um afstöðu Herdís-
ar til starfs síns, auðmýkt hennar og
takmarkalaust tillitsleysi við sjálfa
sig þar sem list hennar átti í hlut. Ég
er jafnvel ekki frá því að mér finnist
hún nú segja nánast allt sem segja
þarf.
*
Hún var væn kona, falslaus,
hrein og bein. Það er óskaplega
erfitt að trúa því að hún hafi getað
borið þungan hug til nokkurs
manns. Ég kveð hana með virðingu
og söknuði. Og ég þakka fyrir mig.
Jón Viðar Jónsson
Þakka þér fyrir, Herdís
Fjórar kynslóðir íslenskra leikkvenna
Herdís Þorvaldsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Ólafía
Hrönn Jónsdóttir og Þórunn Arna Kristjáns-
dóttir. Úr Karma fyrir fugla.“ mynd þjóðleikHúsið