Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2013, Side 23
Menning 23Mánudagur 24. júní 2013 Á mánudag er Jónsmessunótt haldin hátíðleg víða um heim. Í frönskumælandi Kanada hefur verið haldið upp á daginn í næstum 400 ár og er hann nú opinber þjóð­ hátíðardagur Québec, á meðan aðrir Kanadamenn fagna þjóðhátíðardegi sínum viku seinna. Í tilefni dagsins mun Valur Gunnarsson, sem um tíma dvaldi í Montreal, flytja lög eftir Leonard Cohen, sum í íslenskum þýðingum. Þetta gerir hann á tónleikastaðnum Café Rósenberg og hefjast tónleik­ arnir klukkan níu. „Þetta verður nú bara ég og gít­ arinn,“ segir Valur sem mun lesa upp valda kafla úr ævi Cohen, svo sem þegar Cohen fór til Ísrael í Yom Kippur­stríðinu, um vonlaust ástar­ samband hans við söngkonuna Nico, dvöl hans í Búddaklaustri og fund hans við Hrafn Gunnlaugsson í Höfða árið 1988. Valur er nýkominn heim frá Berlín þar sem hann vann hjá Berliner Zeitung og deildi reynslu sinni af borginni með lesendum DV. Hann tók þátt í að fagna 10 ára af­ mæli blaðsins Grapevine sem hann átti þátt í að stofna, og er nú að klára skáldsögu þar sem bæði Leonard Cohen og Montreal koma við sögu. Er hún væntanleg í haust. simonb@dv.is Spennt fyrir nýjum tækifærum Aðalheiður S. Eysteinsdóttir á vinnustofu sinni Opnaði 50 sýningar á fimm árum. Mynd: ArnAr ÓMArSSon. n Heldur Jónsmessutónleika til heiðurs Leonard Cohen Bara ég og gítarinn Leonard Cohen Ferðaðist til Ísrael og átti í ástar­ sambandi við Nico. Valur Gunnarsson Heldur tónleika til heiðurs átrúnaðargoði sínu á Rósenberg. Líf og fjör á Akureyri Gjörningar og tónlist settu svip sinn á opnunarhelgina opnunarathöfnin Fjöldi fólks kom á opnun lokasýninga Aðalheiðar. Þjóðlegur réttur Þessi þorramatur var líklega harður undir tönn. Ekki ónáða! Myndlist Aðalheiðar er gáskafull.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.