Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Page 15
Fréttir 15Helgarblað 21.–24. febrúar 2014 Önnur tengsl í lekamálinu Tengslin hafa birst í hinum ýmsu myndum Í ljósi þess að bróðir og mágur Hönnu Birnu eru hátt settir innan lögreglunnar á höfuð­ borgarsvæðinu og að annar þeirra fer fyrir þeirri deild sem mun koma að rannsókn málsins er áhugavert að skoða önnur tengsl í lekamálinu. Þannig má benda á að sá þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem tók fyrst til varna fyrir Hönnu Birnu á opin­ berum vettvangi var Ragnheiður Ríkharðs­ dóttir, en hún er tengdamóðir Þóreyjar Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmanns ráðherra. Ragnheiður svaraði fyrir málið í Kastljósi og lýsti því yfir að hún gæti ekki annað en trúað starfsmönnum ráðuneytisins. Sigurjón Norberg Kjærnested, varaþing­ maður Framsóknarflokksins, tók til varna fyrir ráðuneytið og rannsóknina sem ráð­ herra sagði rekstrarfélag stjórnarráðsins hafa framkvæmt, þann 27. janúar síðastliðinn. Sigurjón er sonur Guðmund­ ar H. Kjærnested, framkvæmdastjóra rekstarfélags stjórnarráðsins, en Guð­ mundur þessi hefur aldrei viljað tjá sig um rannsóknina eða hvort hún hafi yfirleitt farið fram. Ótti Rauða krossins Báðu Hönnu Birnu sérstaklega afsökunar eftir að hún hafði bendlað samtökin við lekann Ljóst er að innanrík­ isráðherra fer með fjárveitingar­ vald þegar kemur að þeim stofnunum sem heyra undir ráðuneytið, þar á meðal lögreglu. Rauði krossinn er einnig háður ákveðn­ um fjárveitingum frá innanríkisráðu­ neytinu þegar kemur að aðstoð við hælisleitendur. Þann 19. desember birtist frétt á DV.is um að Hanna Birna hefði bendlað Rauða krossinn við lekann á minnis­ blaði ráðuneytisins. Starfsmaður Rauða krossins gagnrýndi Hönnu Birnu harðlega og sagði ummæli hennar „fyrir neðan allar hellur,“ enda hefðu samtökin hvorki verið búin að fá í hendur úrskurð innanríkisráðuneyt­ isins né umrætt minnisblað þegar skjalið var afhent Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Um svipað leyti og fréttin birtist var Hanna Birna stödd í húsakynn­ um Rauða krossins að tilkynna um styrkveitingar til samtakanna. Stuttu síðar birtist opinber afsökunarbeiðni á vefsíðu Rauða krossins þar sem ráðherra var beðinn afsökunar á ummælunum. Þá var því haldið fram að umfjöllun DV um málið gæti skaðað hælisleitendur. Síðar var þessi hluti tilkynningarinnar fjarlægður en DV hefur heimildir fyrir því að tilkynningin hafi verið samin af framkvæmdastjóra Rauða krossins þvert á vilja annarra í stjórn samtakanna. DV hefur rætt við starfsfólk sem var í húsakynnum Rauða krossins þennan dag. Einn viðmælandi sagði að að­ stæðurnar hefðu verið óþægilegar og hálfvandræðalegar. Starfsfólk hefði orðið taugaóstyrkt þegar frétt DV barst í tal, enda væri fátt mikilvægara en að Rauði krossinn ætti í jákvæðum samskiptum við innanríkisráðuneytið. Vísaði starfsmaðurinn sérstaklega til þess að mikið væri um niðurskurð og halda þyrfti ráðherra góðum. Eftirlit ráðherra með ríkissaksóknara Innanríkisráðherra getur krafið ríkissaksóknara um gögn vegna einstakra mála Í ljósi þess að ríkissaksóknari hefur falið lögreglu að rannsaka háttsemi innan­ ríkisráðuneytisins sem fer með yfirstjórn dómsmála og meðferð ákæruvalds er áhugavert að skoða valdheimildir ráðherra þegar kemur að rannsóknum. Í 19. grein laga um meðferð sakamála segir: „Dómsmálaráðherra hefur eftirlit með framkvæmd ákæruvalds og getur krafist þess að ríkissaksóknari láti í té gögn og greinargerð um meðferð einstakra mála.“ Lögmönnum sem DV hefur rætt við ber saman um að 19. greinin renni stoðum und­ ir þau sjónarmið að ráðherra sé vanhæfur þegar fram fer rannsókn á háttsemi ráðu­ neytis hans. Í 19. greininni segir enn fremur: „Þau sérákvæði í lögum skulu haldast þar sem kveðið er á um að mál skuli því aðeins höfða að dómsmálaráðherra mæli svo fyrir. Þegar svo stendur á leggur ráðherra samþykki sitt á ákæru og áfrýjun og getur að auki gefið ríkissaksóknara fyrirmæli um meðferð máls, þar á meðal um rannsókn þess.“ Lögfræðingar hafa einnig fært rök fyrir því, í samtölum við DV, að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sé vanhæfur til að stýra rannsókninni. Þetta rökstyðja þeir meðal annars með því að vísa til 3. greinar stjórnsýslulaga þar sem segir að maður sé vanhæfur ef fyrir hendi eru „aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu“. Við þær aðstæður sem komnar eru upp ætti matskennda hæfisreglan að koma til álita. Sérstakur saksóknari rannsakar leka n Kemur að rannsókn lekamáls innanríkisráðuneytisins n Mágur og bróðir ráðherrans hátt settir hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu n Lögreglumönnum þykir málið „óþægilegt“ Afneitunin Viðbrögð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráð­ herra og Þóreyju Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmanns ráðherra, hafa einkennst af afneitun.„Vegna umræðu um að upplýsingar er varða mál einstaka hælisleitanda hafi með einhverjum hætti borist fjölmiðl- um vill ráðuneytið taka fram að ekkert bendir til þess að slík gögn hafi verið afhent frá embættis- mönnum innanríkisráðuneytisins. Tilkynning innanríkisráðuneytisins, 22. nóvember. Staðreynd: Fréttablaðið og Morgunblaðið birtu fréttir þann 20. nóvember sem byggðu á upplýsing­ um sem teknar voru saman í innanríkisráðuneytinu þann 19. nóvember. Í fréttum Morgunblaðsins var sérstaklega vísað í „óformlegt minnisblað innanríkis­ ráðuneytisins“ og tekið fram fjölmiðillinn hefði það „undir höndum“. „Það er hins vegar þannig að í málefnum er tengjast hælisleitend- um fara gögn, eins og ég hef áður upplýst þingheim um þegar hátt- virtur þingmaður Birgitta Jóns- dóttir nefndi málið hér, nokkuð víða. Þau fara til lögmanna, lög- reglunnar, Rauða krossins, þau fara nokkuð víða. Hanna Birna á Alþingi, 16. desember. Staðreynd: Útlendingastofnun og ríkislögreglu­ stjóri staðfestu þann 4.–5. desember að minnisblaðið væri ekki í málaskrá hjá þeim. Þá hefur Rauði krossinn þvertekið fyrir að minnisblaðið hafi borist stofnuninni. Lögmaður Tonys Omos hefur kært lekann til lögreglu og hann hafði ekki séð umrætt minnisblað þegar því var lekið í fjölmiðla. „Það er engin kæra á Hönnu Birnu hjá lögreglunni eða ríkissaksóknara. Þórey í skriflegu svari til DV, 10. janúar 2014. Staðreynd: Tvær kærur höfðu verið lagðar fram. Önnur til ríkissaksóknara og hin til lögreglunnar en sú kæra beinist að Hönnu Birnu sjálfri sem og starfsmönnum ráðuneytisins. Síðar bættist þriðja kæran við en hún beinist einnig að Hönnu Birnu.„Ríkissaksóknari ákvað, meðal annars að okkar undirlagi, að rannsaka málið frekar. Hanna Birna á opnum fundi sjálfstæðis- manna á Héraði þann 9. febrúar. Staðreynd: Þetta reyndist rangt og staðfesti Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í tölvupósti til DV að innanríkisráðherra hefði engin afskipti haft af málinu. Slíkt væri auðvitað í hæsta máta óeðlilegt í ljósi þess að embætti ríkissaksóknara er sjálfstætt. „Kæran lá fyrir frá kæranda. Innanríkisráðherra hafði engin afskipti af henni né ákvörðun ríkissaksóknara um að framsenda kæruna í rannsókn,“ skrifaði ríkis­ saksóknari í tölvupósti til DV. „Mér finnst með hreinum ólíkind- um að menn skuli leyfa sér hér á hinu háa Alþingi að halda því til dæmis fram eins og gert var áðan að einhver sæti sakamálarannsókn. Ég hvet þá þingmenn til að líta aðeins betur á lögin í landinu og leyfa sér ekki að segja slíka hluti. Hanna Birna á Alþingi, 13. febrúar. Staðreynd: Ríkissaksóknari og lögregla starfa á grundvelli laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Rannsóknin á lekamálinu er sakamálarannsókn, enda fer hún fram í samræmi við ákvæði þessara laga. Á vef ríkissaksóknara kemur fram að handhafar ákæruvalds skuli „taka ákvörðun um hvort sakamálarannsókn sem lögreglan framkvæmir skuli fara fram eða ekki“. Slíka rannsókn eigi ekki að hefja nema rökstuddur grunur sé kominn fram um að refsiverð háttsemi hafi sé að ræða. Þögull lögreglustjóri Stefán Ei­ ríksson tjáir sig ekki efnislega um rannsóknina en staðfestir þó að bróðir og mágur Hönnu Birnu komi ekki að henni. MynD SigTryggur Ari Óþægilegt mál Þessi fjölskyldutengsl Hönnu Birnu við aðila í æðstu stöðum innan lög­ reglunnar á höfuðborgarsvæð­ inu veldur þeim lögreglumönnum sem DV hefur rætt við áhyggjum. „Margir lögreglumenn sem hafa komið nærri þessu [rannsókn leka­ málsins] eru ekkert allt of hrifnir af því að þetta skuli vera inni á borði hjá embættinu,“ segir einn heim­ ildarmaður blaðsins sem starfar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð­ inu. Hann segir að lögreglumenn hjá embættinu ræði nú sín á milli, hversu óþægilegt það sé „að vera með mál til rannsóknar sem snert­ ir á svona mörgum áhrifapunktum.“ Annar starfandi lögreglumaður tek­ ur undir þetta: „Mönnum er bara misboðið, það verður að segjast eins og er.“ Þeir lögreglumenn sem DV hef­ ur rætt við eru sammála um að eðli­ legra hefði verið að fá annað lög­ regluembætti til þess að annast rannsókn málsins. „Mér hefði þótt eðlilegra að það hefði verið leitað út fyrir embættið í Reykjavík miðað við tengslin sem eru fyrir hendi,“ seg­ ir einn heimildarmaður blaðsins. Annar bendir á að þegar lögreglu­ menn séu kærðir fyrir afglöp í starfi feli ríkissaksóknari öðrum embætt­ um að rannsaka það til þess að lág­ marka tengsl á milli aðila. „En þarna eru náttúrlega blómstrandi tengsl á milli og þau geta í rauninni ekki verið sterkari. Þetta er orðið mjög tengt.“ Þrjár kærur hafa verið lagðar fram vegna málsins og beinast tvær þeirra að Hönnu Birnu sjálfri. Ríkis­ saksóknari hefur fyrirskipað lög­ reglurannsókn en eftir því sem DV kemst næst beinist hún að öllum starfsmönnum ráðuneytisins, ráð­ herra og aðstoðarmönnum hans. Ekkert hefur fram komið sem bend­ ir til annars en að lekinn sé úr ráðu­ neytinu kominn. n uggandi lögreglumenn Þeir lögreglumenn sem DV hefur rætt við eru sammála um að stað­ an sem upp sé komin sé óþægileg fyrir þá sem munu koma að rann­ sókn málsins. (Mynd úr safni)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.