Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Qupperneq 21
Fréttir 21Helgarblað 21.–24. febrúar 2014 nokkrum vígstöðvum n Skjárinn sækir í sig veðrið leyndarmál“ íslensks viðskiptalífs er að 365 er til sölu fyrir „rétt verð“ eins og Ari Edwald hefur orðað það. Þetta rétt verð er sagt vera í kringum átta milljarða króna en komið hefur fram að sex milljarða króna tilboði í fjölmiðlafyrirtækið hafi verið hafn- að. Einn af þeim aðilum sem skoðaði kaup á 365 á sínum tíma var Sigmar Vilhjálmsson, og viðskiptafélagi hans Jóhannes Ásbjörnsson, líkt og DV greindi frá sínum tíma. Verðið sem beðið var um fyrir fjölmiðlafyrirtækið var hins vegar svo hátt að enginn að- ili hefur verið reiðubúinn til að borga það. Einn af heimildarmönnum DV orðar það svo að 365 sé „ undirbúið fyrir sölu“ og hafa aðgerðir stjórn- enda fyrirtækisins á síðustu mánuð- um og á árinu miðað að því að gera félagið eins fýsilegt og hugsast getur. Meðal annars hefur reynslumiklum, dýrari starfsmönnum verið sagt upp í nokkrum mæli. Afar ólíklegt verður hins vegar að teljast að einhver muni kaupa 365 á því verði sem eigendurn- ir telja sig geta fengið fyrir það. Með nýju landslagi á sjónvarpsmarkaði og aukinni samkeppni við aðrar stöðvar og öðru sjónvarpsformi, til dæmis eins og Netflix, má líka ætla að mark- aðshlutdeild Stöðvar 2 minnki og þar með verðmæti stöðvarinnar. Gerjunin á sjónvarpsmarkaði undirstrikar vel þau vandræði sem 365 er komið í, meðal annars vegna tilkomu nýrrar tækni eins og Netflix. 365 er ennþá risinn á markaðnum en verður það varla mikið lengur þar sem áskrifendafjöldi Skjásins og Netflix er farinn að nálgast áskrifendafjölda 365. 365 gæti því orðið risaeðlan á markaðnum þar sem grunnurinn í sjónvarpsdagskránni sem félagið býður upp á er ennþá línuleg. „Frábært að sjá“ Þegar Sigmar Vilhjálmsson er spurð- ur að því hvernig hann meti stöðuna á sjónvarpsmarkaðnum á Íslandi í dag segir hann að það sé „frábært að sjá“ gerjunina sem er í gangi. „Ég held að þetta sé gott fyrir iðnaðinn í heild: Þetta er gott fyrir sjónvarpsfólk, kvikmyndargerðarfólk, leikara, aug- lýsendur. Ég held að allar svona hrær- ingar og uppstokkun og nýjungar séu alltaf af hinu góða. Fyrirtækin sem eru búin að vera að keppa innbyrð- is hvert við annað í gegnum árin eru komin aftur í strigaskóna. Ég held að þetta örvi bara alla. Það er bara gott, ég held það, ég held að það sé ekki spurning. Þetta er bara eins og með annan iðnað að ef það myndast áhugi í kringum iðnaðinn þá blómstrar allt í kringum hann,“ segir Sigmar. Ari segir að það sé ekkert nýtt að það sé hörð samkeppni á fjölmiðla- markaðnum á Íslandi. Hann segir að stærsti keppinautur 365 verði áfram RÚV vegna samkeppninnar á aug- lýsingamarkaði. Ari segist líka ekki leggja trúnað á áskriftartölur Skjásins. „ Okkar helsti samkeppnisaðili verð- ur áfram RÚV með skattpeninga að vopni. Ég legg ekki trúnað á þess- ar áskriftartölur frá Skjánum, ekki að þetta séu greiðandi áskrifendur. Ég til dæmis, sem áskrifandi Morgun- blaðsins, er endalaust að fá tilboð um að gerast áskrifandi að Skjánum frítt. Þannig að ef það er verið að bjóða áskriftir frítt, stærri hópum en eru nú- verandi áskrifendur, þá trúi ég ekki að það gangi vel að selja áskriftir. Þannig að ef menn koma stabbanum yfir 20 þúsund þá er það ekki vegna þess að það gangi vel að selja áskriftir heldur vegna þess að þær hafa verið gefnar. Og ég veit vel að það er ekkert sérstak- lega erfitt að gefa áskriftir,“ segir Ari en þessi orð súmmera ágætlega upp stemninguna sem ríkir á sjónvarps- markaðnum á milli samkeppnisað- ila. n Nýr veruleiki Samkeppnin á sjónvarpsmarkaði hefur harðnað eftir tilkomu Netflix og berst Stöð 2 á nokkrum vígstöðvum. Stöðin er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Skjárinn Áskrifendur Skjásins eru nú komnir yfir 20 þúsund að sögn Friðriks Friðrikssonar framkvæmdastjóra. 365 miðlar Ari Edwald segir að sá aukni kraftur sem settur hefur verið í Popptíví sé tilkom- inn vegna stofnunar Stórveldisins. Stórveldið Sigmar Vilhjálmsson er framkvæmdastjóri og einn af eigendum Stórveldisins. „Ég held að þetta sé gott fyrir iðnaðinn í heild Kaka ársins 2014 Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunudaga 8.00 -16.00 • Austurströnd 14 • Hringbraut 35 • Fálkagötu 18 • Lönguhlíð • Dalbraut 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.