Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Page 30
Helgarblað 21.–24. febrúar 201430 Umræða
Umsjón: Henry Þór BaldurssonTvær stjórnarandstöður
„Harður en sanngjarn“
Oddviti Bjartrar framtíðar vill flugvöllinn burt úr Vatnsmýri, þéttari byggð og ábyrga fjármálastjórn
Sigurður Ingi R Guðmundsson
Er einhver möguleiki á því
næturvagnar verði teknir í
notkun en líka aðgengi að strætisvögn
um fyrir skólafólk verði bætt t.d. með
lækkun verðs á nemakortum?
S. Björn Blöndal Sæll, ég held
að það sé ekki raunhæft að
næturvagnar fari að keyra á
höfuðborgarsvæðinu á næstu
árum. Við erum með áætlanir um að
bæta helgarakstur, og það verður
að vera fyrsta skref. Varðandi verð á
nemakortum þá finnst mér verðið á
þeim vera hagstætt. Ef þú miðar við
að reka bíl þá kostar það t.d. ca. 60
þúsund á mánuði, en nemakortið
kostar 42.500 fyrir árið. Sá saman
burður er allavega hagstæður.
Aðalsteinn Kjartansson
Stefnir BF að áframhaldandi
samstarfi við Samfylkinguna
eftir næstu kosningar, verði það
möguleiki?
S. Björn Blöndal Já, ef við fáum
meirihluta finnst mér það eðlileg
asti kosturinn. Við höfum átt gott
samstarf við Samfylkinguna og ég
hef enga ástæðu til að halda að það
muni breytast.
Aðalsteinn Kjartansson
Hvaða verkefni eru mest
aðkallandi í Reykjavík á næsta
kjörtímabili?
S. Björn Blöndal Sæll Aðalsteinn.
Það eru mörg aðkallandi verkefni í
Reykjavík. Húsnæðismál , velferðar
mál, klára hverfaskipulag, halda
áfram skólaþróun. Mér finnst líka
mikilvægt að menningarmál verði
áfram höfð í hávegum í borginni. En
það sem er kannski mikilvægast er
að viðhalda pólitískum stöðugleika
í borginni og ábyrgri fjármálastjórn.
Þá er mikilvægt að Björt framtíð fái
sem besta kosningu til að það gangi
eftir.
Sölvi Eysteinsson Hver er
afstaða þín til áframhaldandi
tilveru Reykjavíkurflugvallar?
S. Björn Blöndal Sæll Sölvi. Ég er
á því að flugvöllurinn muni fara af
núverandi stað. Hann er farinn að
hamla framþróun borgarinnar og
höfuðborgarsvæðisins alls, og þar
með alls samfélagsins í landinu.
Nú er að störfum nefnd skipuð
gáfuðu og vel gerðu fólki, undir
stjórn Rögnu Árnadóttur, sem er
að skoða möguleg flugvallarstæði
á höfuðborgarsvæðinu. Hún mun
skila af sér í árslok og ég hef trú á
þeirri vinnu. Það er mikilvægt að
hafa greiðar samgöngur milli lands
byggðar og höfuðborgarsvæðisins
og Reykjavíkurborg mun taka þátt í
að leysa það.
Helgi Hallgrímsson Nú ríkir
neyðarástand í húsnæðismál
um í Reykjavík með háu
leiguverði og litlu framboði. Hvaða
aðgerðir hafið þið á prjónunum til að
bregðast við þessu?
S. Björn Blöndal Það er rétt að
leigumarkaðurinn er óheilbrigður. Í
nýju aðalskipulagi – adalskipulag.
is – er gert ráð fyrir þéttingu
byggðar sem er mjög mikilvæg í
þessu samhengi. Við erum líka með
í skoðun möguleika á að koma með
beinum hætti að uppbyggingu
húsnæðissamvinnufélaga,
kallast Reykjavíkurhúsin. Þar erum
við að leita eftir samvinnu við
stúdentasamtök, stéttarfélög,
Búseta, Félagsbústaði og fleiri.
Það er þegar búið að úthluta þó
nokkrum lóðum til félaga sem eru
að byggja leiguhúsnæði og það mun
halda áfram. Besti flokkurinn hefur
staðið sig vel í að hreinsa upp gömul
skipulagsklúður og þannig liðkað
fyrir uppbyggingu í borginni.
Hallgrímur Þór Gunnþórsson
Af hverju telur þú þig eiga
meira erindi í stól borgarstjóra
en aðrir frambjóðendur?
S. Björn Blöndal Tja, það er nú góð
spurning. Ég á kannski ekkert meira
erindi en aðrir, en ég býð mig hins
vegar fram í það, sem ekki allir gera.
Svo hef ég verið í stífri starfsþjálfun
í tæp fjögur ár, þannig að ég þekki
starfið ágætlega.
Kristinn Traustason
Hvernig ná þær breytingar sem
gerðar eru á skipulagi Úlfarsár
dals þeim markmiðunum sem stefnt er
að í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur?
S. Björn Blöndal Helsta markmiðið
í nýju aðalskipulagi er að þétta
byggðina og gera hana hagkvæm
ari. Það mun að sjálfsögðu nýtast
íbúum Úlfarsárdals eins og öðrum
borgarbúum. Hverfið Úlfarsárdalur
er minna en upphaflegar áætlanir
gerðu ráð fyrir, en hverfið er ekki
síður góður staður til að búa á eftir
þær breytingar, þar er verið að vinna
markvisst að uppbyggingu skóla
og íþróttamannvirkja. Við munum
leggja okkur fram við að áætlanir
um þá uppbyggingu standist.
Axel Egilsson Nú þekkja þig
fáir, en margir hafa eflaust séð
þig standa fyrir aftan Gnarrinn
á margri myndinni. Hvað hefur þú til
brunns að bera? Og af hverju hefur þú
ekki reynt að kynna þig betur þegar ljóst
var að þú myndir veita BF forystu í
Reykjavík?
S. Björn Blöndal Það er nú ekki al
veg rétt. Ég á held ég næstum 1.000
vini á Facebook. Ég er almennt
ágætlega gerð manneskja, faðir,
eiginmaður og frekar duglegur. Ég
er að vinna í að kynna mig eins og
aðrir frambjóðendur en aðalatriðið
er að kynna allt það góða fólk sem
er að bjóða sig fram á lista Bjartrar
framtíðar. Svo vil ég líka kynna þau
góðu verk sem við höfum staðið
fyrir síðustu 4 ár. En ég tek þetta
bara sem brýningu og skal spýta í
lófana með að plögga sjálfum mér.
Er Smartland kannski málið?
Guðmundur Alfreð Gíslason
Og verður framhald af
skipulagshryðjuverkum eins og
er á Hofsvallagötu, Borgartúni og
Snorrabraut?
S. Björn Blöndal Það verður áfram
hald á uppbyggingu hjólreiðastíga
og bættum aðstæðum fyrir gang
andi. Við erum með metnaðarfulla
hjólreiðaáætlun sem mun breyta
miklu fyrir samgöngur hér í borginni
og á höfuðborgarsvæðinu öllu. Það
er markmiðið að draga úr umferðar
hraða og auka hlut annarra sam
göngumáta en einkabílsins. Það er
algjört lykilatriði fyrir höfuðborgar
svæðið. Hofsvallagatan var líklega
svokallað „overkill“, fuglahúsin
voru ekki að gera neitt sérstaklega
mikið gagn, en hugmyndin á bak við
breytingu götunnar er góð og hefur
reynst ágætlega eftir að tekið hafði
verið tillit til góðra ábendinga. Ef
við höldum áfram að byggja stærri
umferðarmannvirki fjölgar bílunum
bara í samræmi og við leysum engan
vanda. Það er mikilvægast að bæta
almenningssamgöngur og aðstæð
ur fyrir hjólandi og gangandi.
Haraldur Karlsson
Nú er árið 2014 og Reykjavík
verður ekki talin sérlega
„snjöll“ borg miðað við þá tækni sem er
í boði í dag. Hefur þú, eða munt þú, eitt
hvað skoðað kosti eins og að snjallvæða
hluti eins og götulýsingu og umferðar
ljós? T.d. hefur hefur verið sýnt fram á
allt að 80% orkusparnað við að setja
upp snjallstýringu á ljósastaura, sem
hefði getað sparað Reykjavíkurborg 144
milljónir árið 2011. Umferðaröryggi og
flæði má einnig stórbæta með því að
hleypa tækninni aðeins í umferðarljósin
okkar :)
S. Björn Blöndal Þetta eru
spennandi hugmyndir Haraldur. Ég
væri til í að setjast niður með þér og
ræða þessar hugmyndir.
Ástasigrún Magnúsdóttir
Hvernig borgarstjóri myndir þú
vilja vera?
S. Björn Blöndal Góður, réttlátur
og skemmtilegur. Harður en sann
gjarn.
Matthías Matthíasson
Sæll Björn. Hver er þín skoðun
á því sem Jón Gnarr hefur
stundum velt upp varðandi sameiningu
bæjarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu?
S. Björn Blöndal
Takk Matthías, ég hélt að enginn ætlaði
að spyrja um þetta. Ég er mjög mikill
áhugamaður um sameiningu sveitarfé
laga á höfuðborgarsvæðinu, en umfram
allt bætt samskipti og aukna samvinnu.
Ég held að þessi sveitarfélög séu of
mörg. Það er kannski of bratt að ætla
að sameina þau öll í eitt, en kannski
væri hægt að byrja á að hafa tvö öflug
sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.
Mér dettur í hug, svona alveg út í loftið,
Reykjavík, Seltjarnarnes og Mosfells
bær sem eitt og Kópavogur, Garðabær
og Hafnarfjörður sem annað!
Sigfús Höskuldsson Sæll
Björn. Ég er einn af þeim
foreldrum sem eiga börn á
leikskóla hér í borg. Nú var farið í
umdeildar sameiningar á leikskóla
einingum árið 2012. Á fundi sem við
sátum saman í Hlíðarskóla þar sem
málin voru kynnt, vorið 2012, þá var
þar lofað að allar sameiningar yrðu
endurmetnar fljótlega eftir
breytingar. Nú hefur kom í ljós að
endurmat verkefnisins fer ekki fram
fyrr en 3 árum eftir sameiningu. Hvað
er það? Allir sem létu málin sig varða
þá verða hættir með sín börn á þeim
tíma, þar með talinn ég sjálfur. Þetta
er ekki það sem lofað var á téðum
fundi.
S. Björn Blöndal
Heildarendurmat verkefnisins tekur 3
ár, það er sá tími sem er talið að þurfi
til að almennileg reynsla fáist. Þessar
sameiningar voru vissulega umdeildar,
en mér sýnist að þetta hafi almennt
gengið vel. Þetta mun til lengri tíma
skila okkur öflugra kerfi.
Natan Kolbeinsson
Eru Besti flokkurinn og Björt
framtíð það sama?
S. Björn Blöndal Nei, það er nú
ekki alveg þannig. Besti flokkurinn
er hugarástand en Björt framtíð er
lýðræðislegur stjórnmálaflokkur,
byggður á því hugarástandi. Við í
Besta flokknum vorum öll sammála
um að það fyrirbæri ætti bara að
lifa í stuttan tíma og þess vegna
ákváðum við að þetta ágæta
hugarástand myndi ganga inn í
Bjarta framtíð. Þannig náum við því
besta úr báðum.
Kristinn Traustason Hvernig
hyggst BF að standa að
úthlutun lóða í borginni?
S. Björn Blöndal Við þurfum að
skoða blandaða leið í lóðaúthlutun
um. Það er hægt að fara útboðsleið,
sem hefur bæði gefist vel og síður
vel. Svo getur verið möguleiki í
einhverjum tilfellum að leggja lóðir
inn í húsnæðissamvinnufélög til að
styrkja leigumarkað. En við höfum
ekki fullmótað okkar hugmyndir í
þessu.
Axel Egilsson
Myndirðu ráða Jón Gnarr sem
aðstoðarmann þinn?
S. Björn Blöndal Já, við höfum rætt
þetta og mín tilfinning er sú að hann
sé verulega áhugasamur. Hann
hefur reyndar ekki sagt það beinum
orðum, en ég „sensa“ ákveðinn
spenning.
Ingi Hauksson Nú er borgin
mjög skuldug. Hvar viltu skera
niður eða hækka gjöld/skatta
til að bregðast við því?
S. Björn Blöndal Orkuveita
Reykjavíkur er mjög skuldug og þar
með borgin. Borgarsjóður sem slíkur
er hins vegar ekki mjög skuldugur
og stendur mjög vel undir sínum
skuldbindingum. Við höfum brugð
ist mjög ákveðið við skuldastöðu
Orkuveitu Reykjavíkur á þessu
kjörtímabili og munum gera það
áfram. Áframhaldandi pólitískur
stöðugleiki og ábyrg fjármálastjórn
eru lykillinn að því að ná árangri.
Einar Steingrímsson Er þörf
fyrir embætti borgarstjóra? Af
hverju? (Borgarstjóraembætti
voru aflögð í Svíþjóð fyrir 40 árum eða
svo.)
S. Björn Blöndal Ég er á því að það
sé þörf fyrir borgarstjóra já. Það er
nú ekki allt stórkostlegt sem er gert
í Svíþjóð.
Sigfús Höskuldsson Björn,
takk fyrir svarið en það var ekki
það sem var lofað, að staðan
yrði metin mun fyrr. Það eru til einingar
þar sem sameining hefur tekist illa til,
ekki ætlar þú þér að sópa yfir þetta með
einni niðurstöðu eftir 1 ár?
S. Björn Blöndal Það verður ekki
sópað yfir neitt, það tekur bara ein
faldlega lengri tíma að meta þetta
en við vorum að vonast til þegar
þetta loforð var gefið. Það þarf að
aðlaga sig að raunveruleikanum.
Niðurstaða þessa mats verður líka
betri og ábyggilegri.
Nafn: S. Björn Blöndal
Aldur: 44 ára
Staða: Oddviti Bjartrar
framtíðar í Reykjavík
Menntun: Hefur ekki
framhaldsmenntun
Könnun
Hvað finnst þér
um viðtal Gísla
Marteins?
n Gísli Marteinn stóð sig mjög illa
n Gísli Marteinn stóð sig illa
n Gísli Marteinn stóð sig vel
n Gísli Marteinn stóð sig mjög vel
3713 ATKvæðI
59,7%
14,4%
7,2%
18,7%