Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Blaðsíða 36
Helgarblað 21.–24. febrúar 201436 Fólk Viðtal Þ etta er skemmtileg vinna – en þessi pólitíski leik- ur, það kom mér á óvart hversu harður hann er. Og jafnvel rætinn á stund- um,“ segir þingmaðurinn Frosti Sig- urjónsson sem segist enn vera að venjast þingmannsstarfinu. „Þótt allir þingmenn vilji vel, þá geta þeir verið mjög ósammála um markmið og hvaða leiðir skuli fara að þeim. Átökin geta stundum orðið mjög harkaleg. Ég kannast ekki við slíka hörku úr atvinnulífinu.“ Frumkvöðull á þingi Frosti kom nýr inn á þing eftir síð- ustu kosningar. Hann hafði aldrei áður skipt sér af pólitík en eftir að hafa leitt Advice-hópinn í baráttu gegn Icesave III-samningunum fóru hjólin að snúast. „Það þarf hrun til þess að frumkvöðull fari á þing. Ég var bara á kafi í fyrirtækjarekstri en hrunið vakti hjá mér áhuga á stjórn- málum,“ segir Frosti sem byrjaði á því að blogga um samfélagsmálin. „Ég hafði aldrei haft nokkurn ein- asta áhuga á stjórnmálum en ég hef alltaf haft áhuga á að leysa vanda- mál og Icesave var stórt vandamál. Ég sá fyrir mér að ef Icesave-samn- ingar yrðu samþykktir, yrði erfitt að búa hér vegna skulda og slæmra lífs- kjara og ég vildi taka þátt í að afstýra því og það tókst. Í Icesave-baráttunni kynntist ég mörgu góðu fólki, þar á meðal úr Framsóknarflokknum, en hann sýndi mikla staðfestu í Icesave-mál- inu. Þeir hvöttu mig til að taka þátt í flokksstarfinu og ég ákvað að slá til.“ Bólusett fyrir lífstíð Frosti er uppalinn í stórri fjölskyldu í Laugarneshverfinu. Systkinin voru fimm en Matthildur systir hans lést úr krabbameini fyrir fáum árum. „Í þessa daga voru krakkar úti að leika sér en héngu ekki inni í tölvuleik. Þetta voru ævintýralegir leikir, í fjör- unni, hjólandi um allt og klifrandi í nýbyggingum. Reykjavík var ekki stór eins og hún er núna. Við vorum að leika okkur í umhverfi sem ekki var mjög hreinlegt, eins í fjörunni, þar sem skólpið rann út í sjó og líklegast erum við bólusett fyrir lífstíð fyrir vikið. Við lékum okkur úti allt sumarið, ekkert sjónvarp, útidyrunum var aldrei læst, og það var lítið um skipulögð áhuga- mál. Lífið var dálítið öðruvísi. Það er margt betra í dag og eflaust áttu margir erfitt á þessum tíma en ég var heppinn og á að mestu leyti góðar æskuminningar þótt ég hafi auðvit- að lent í einhverju sem mér þótti ekki skemmtilegt. Ég var mikill bókaormur, þótti ekki góður í fótbolta og var hafður í marki en reyndi meira að flýja bolt- ann en að grípa hann. Ég var mjög seinvaxinn og stundum þurfti mað- ur að vera fljótur að hlaupa undan hrekkjusvínunum,“ segir Frosti sem fór að æfa sjálfsvarnaríþróttir og var eftir það látinn í friði. „Ég var samt aldrei neinn áflogahundur enda er það fyrsta sem manni er kennt í karate að hlaupa í burtu. Annars voru þetta bara krakkalæti og sum hrekkjusvínin eru vinir mínir í dag.“ Hálfgerður sérvitringur Frosta gekk ágætlega að læra en hafði þó takmarkaðan áhuga á námsefn- inu í barnaskóla. „Ég hafði meiri áhuga á vísindum; las Íslendinga- sögurnar og þær alfræðibækur sem ég komst í. Maður var hálfgerð- ur sérvitringur,“ segir Frosti og bæt- ir við að eftir menntaskóla hafi hug- urinn stefnt til Kaliforníu til að læra tölvufræði. „En áformin töfðust því ég tók þátt í að stofna fyrirtæki til að framleiða PC-tölvur sem kölluð- ust Atlantis. Eftir ár í því fannst mér ég verða að skilja betur hvernig reka ætti fyrirtæki og fór því í viðskipta- fræðina,“ segir Frosti sem vann fyrir sér með háskólanáminu með því að forrita. Frosti tók síðan MBA-próf í London Business School og hefur komið víða við í fyrirtækjaumhverf- inu á Íslandi. Til að mynda var hann um tíma fjármálastjóri hjá Marel, forstjóri Nýherja og stjórnarformað- ur CCP. „Þessi störf hafa flest tengst meira og minna tækni en allt tækni- legt rennur auðveldlega inn í haus- inn á mér. Ég hef mikinn áhuga á verkfræði, upplýsingatækni og slíku en líka rekstri og fjármálum og hef sóst eftir að sameina þessi áhuga- svið starfinu.“ Konan var pönkari Eiginkona Frosta er Auður Sigurðar- dóttir umhverfisskipulagsfræðing- ur og börnin eru þrjú. Hjónakornin kynntust þegar Frosti var í vísinda- ferð með bekk sínum í Háskóla Ís- lands. „Nemendafélaginu hafði ver- ið boðið til Plastprents og þar rak ég augun í þessa fallegu snót. Síðan höfum við verið óaðskiljanleg,“ segir hann og hugsar sig um þegar hann er inntur eftir því hvort hann hafi þurft að ganga á eftir henni. „Ég held að hún hafi verið mest hissa á að ég hafi verið að spá í hana. Hún var hálfgerður pönkari á þessum tíma, með appelsínugult hár, en ég sá bara persónuleikann. Ég vissi strax að þetta væri konan mín, alveg frá því ég sá hana fyrst. Ég skynjaði það einhvern veginn. Ég held að henni hafi fundist ég eitthvað undarlegur. Ég var hálfgert tækninörd en var samt að reyna að komast upp úr nördaskapnum með því að gefa kost á mér sem formaður Félags viðskipta- og hagfræðinema. Mitt hlutverk þennan dag sem formaður nemendafélagsins var að vera edrú og þakka fyrir gestrisnina svo hinir gætu skemmt sér. Svo bauð ég henni út að borða og þótt henni hafi ör- ugglega fundist ég dálítið furðuleg- ur var hún til í að sjá betur hver ég væri.“ Fluttu til Frakklands Fyrsta barnið kom undir þegar unga parið var í námi í Englandi. Frum- burðurinn Sindri er í efnafræði í há- skólanum, Sóley, miðjubarnið, er í Listaháskólanum og Svandís er að klára grunnskóla. „Efnafræðin ligg- ur vel fyrir Sindra og Sóley er mjög listræn og ánægjulegt að þau hafi fundið sér áhugavert háskólanám hér á landi.“ Árið 2001 tóku Frosti og Auður sig til og fluttu með börnin til Frakk- lands. „Við höfðum ferðast töluvert um Evrópu og alltaf verið hrifin af Suður-Frakklandi og áttum drauma um að prófa að búa þar í einhvern tíma. Eftir fimm ár sem forstjóri hjá Nýherja fannst okkur tímabært að flytja út, og drífa í því áður en krakk- arnir yrðu of gamlir. Við seldum húsið okkar, settum búslóðina í gám og byrjuðum á því að leigja úti en keyptum svo gamalt hús sem þurfti að gera upp. Ég fór að hreinsa veggfóður og vinna sem húsasmiður sem var góð tilbreyting frá skrifstofuvinnunni. Þetta var hið ljúfa líf; vinna í að gera húsið upp, fara á ströndina, hjóla um, skoða nærliggjandi hér- uð og fara á skíði. Mjög skemmtileg- ur tími – en eftir nokkur ár fór heim- þráin samt að ágerast. Ísland er svo ótrúlegt, eftir því sem maður býr lengur erlendis skil- ur maður það betur. Litirnir, birtan, loftið, hvað allt er tært og hreint, víð- áttan og fólkið. Íslendingar eru ekki þjóð, við erum meira eins og þjóð- flokkur. Á meðan þú getur gengið um Frakkland heilan dag án þess að hitta neinn sem þú þekkir geturðu varla gengið út úr húsi á Íslandi án þess að hitta kunningja.“ Ríka fólkið í fangelsi „Þótt Frakkland sé ekki hættulegt land þá er Ísland mun öruggara og frelsið meira. Þarna var nánast keppt í því hver væri með rammgerðustu þjófavörnina og grimmasta hund- inn til að halda þjófum í burtu. Ójöfnuðurinn er mikill og innbrot eru tíð. Á húsinu okkar voru rimlar fyrir gluggum og hlerum vandlega læst á hverju kvöldi. Hér þarf ekki að setja rimlana fyrir eða rúlla niður járngrindum á íbúðarhúsum eins og víða erlend- is. Þegar ójöfnuður er orðinn svo mikill að ríka fólkið þarf að hafa rimla fyrir öllum gluggum, þá er það sjálft komið í eins konar fang- elsi. Vonandi verður það ekki fram- tíðin hér.“ Hann segist ekki sakna hússins. „Þetta er bara hús. Ég er ekki haldinn söfnunaráráttu og þótt við hefðum lagt mikla vinnu í að gera húsið upp, þá nutum við þess. Ég var bara glaður að einhver annar gæti tekið við því. Nýi eigandinn er víst búinn að breyta því öllu,“ segir hann brosandi. Notar ekki skíðalyftur Frosti er mikill útivistarmaður. Hann fer á skíði, gengur á fjöll og er virkur í Hjólafélagi miðaldra skrif- stofumanna. Sem unglingur keppti hann í hjólreiðum auk þess sem hann státar af Íslandsmeistaratitli í skvassi. „Ég fæ dellur. Núna er ég kominn með hund sem heimtar göngutúr á hverjum degi en hann er líka góður veiðifélagi. Ég syndi líka og er nánast hættur að nota skíðalyftur og geng frekar upp og skíða utan brauta, þar sem finna má lausa mjöll. Á mínum aldri er mikilvægt að hreyfa sig og helst á hverjum degi. Til þrítugs eru menn í góðu formi af náttúrunnar hendi en eftir það þurf- um við að hafa fyrir því,“ segir hann en neitar að það hafi reynst honum erfitt að ná fimmtugu. „En ég finn fyrir því. Ég fer ekki í skvass tvo daga í röð án þess að vera að drepast. Maður er lengur að jafna sig. Þess vegna keppi ég ekki lengur. Maður gengur nærri sér í keppn- um og þegar maður er orðinn þetta gamall tekur það of marga daga að jafna sig. Ég vil ekki ofbjóða líkam- anum.“ Engir rokkstjörnudraumar Eftir fimmtugt ákvað Frosti að láta draum rætast og stofna bílskúrs- band. „Ég lærði á gítar sem krakki en hafði aldrei verið í hljómsveit. Ég hef átt gítar en þegar ég varð fimmtug- ur keypti ég mér loksins rafmagns- gítar og magnara. Við spilum til að skemmta okkur sjálfum og erum að feta okkur í gegnum rokksöguna. Ég hef gaman af öllu, allt frá rokki yfir í djass. Þegar við erum búnir að æfa upp uppáhaldslögin okkar með Led Zeppelin og Clash förum við vonandi í djassinn líka. Við æfum heima svo hittumst við einu sinni í viku eða aðra hvora viku og reynum að sauma þetta saman. Við erum ekki enn farnir að semja lög; erum bara að æfa okkur ennþá. Þetta er hálfgerður saumaklúbb- ur, við spilum lögin og spjöllum þess á milli um heima og geima. Ég á mér enga rokkstjörnudrauma. Mér finnst bara gaman að spila tónlist. Tónlist er svo skemmtileg; næring fyrir sálina. Fjölskyldan er ótrúlega þolinmóð gagnvart þessu gítargauli í mér öll kvöld og fyrir það er ég þakklátur.“ Fjölskyldan með efasemdir Frosti viðurkennir að Auður og börnin hafi ekki verið of hrifin af pólitísku brölti hans þegar hug- myndin kom fyrst upp. „Vinirn- ir vöruðu mig við og konan spurði mig hvort ég væri viss; hún hafði sínar efasemdir, en hefur verið minn harðasti stuðningsmaður eftir að ég tók þessa ákvörðun. Ég hef verið stjórnandi í fyrir- tækjum og hef aldrei verið hrædd- ur við að axla ábyrgð og taka súru og sætu eplin en ég er alls ekki sólginn í að láta á mér bera. Ég vil láta gott af mér leiða og ef það væri hægt án þess að koma fram í fjölmiðlum væri ég feginn en ég veit að það er nauðsynlegt til þess að koma mik- ilvægum málefnum og breytingum áleiðis. Það er ókosturinn við þetta. Að geta ekki verið út af fyrir sig leng- ur. Maður reynir að lifa við það en það er ekki eftirsóknarvert. Kannski finnst einhverjum það. Kannski Paris Hilton. Ég veit það ekki.“ Slá keilur í beinni Frosti segir slæmt umtal umlykja þingsetu. „Þetta er ekki vel borgað starf og ég gæti unnið mun betur borgaða vinnu annars staðar. Orðið af starfinu er að það sé leiðinlegt, þér muni líða illa, einkalíf þitt verði truflað og að þú munir eignast óvini sem þú vissir ekki að væru til. Að fólk, sem var alveg sama um þig áður, fari að véla gegn þér, og ef þú átt skrítna fortíð verði hún dreg- in upp. Þessu verður að breyta svo fleiri geti hugsað sér að vinna þarna. Færir einstaklingar með reynslu sem myndi nýtast á þingi koma ekki nálægt þessu því þeir skilja hverju þarf að fórna.“ Hann segir það verkefni þing- manna að vinna aftur virðingu sam- félagsins. „Það er okkar að breyta og bæta, vinna að góðum málum og vera málefnaleg. Ég veit að við erum öll þarna til að reyna að gera góða hluti. Líka þeir sem eru mér ósam- mála, þeim gengur gott eitt til og vilja vel þótt þeir vilji sjálfsagt draga úr áhrifum mínum. Og nota til þess hin og þessi brögð. Það er mikilvægt að taka ekki orrahríðinni persónulega. Eflaust þarf ég að byggja mér upp skráp en aðalatriðið er að fara ekki að nota sömu meðölin, að fara ekki að breytast sjálfur í einhvern ofurpóli- tíkus. Ég er líka svo gamall svo það tekur því varla héðan af. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Hún var hálfgerður pönkari á þessum tíma Frosti Sigurjónsson segir að harkan á þinginu hafi komið á óvart. Hann ræðir pólitíkina, flóttann undan hrekkjusvínunum, pönkarann sem hann féll fyrir og bílskúrsbandsdrauminn sem hann lét rætast þegar hann varð fimmtugur. „Eflaust þarf ég að byggja mér upp skráp“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.