Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Blaðsíða 40
Helgarblað 21.–24. febrúar 201440 Lífsstíll Heimur Hendrikku Fyrir skömmu skellti ég mér á sól- arströnd og pakkaði að sjálfsögðu niður bikiníi og stuttum sumar- kjólum. Ég hafði keypt mér allt of marga tíma í alls konar líkamsmeðferðir nokkru áður en ferðin var áætluð. Já, ég er „shallow“ og ekki bara pínu heldur sjúklega óheilbrigt mikið. Þessar líkamsmeðferðir samanstóðu af vægu raflosti, plast- vafningum og fitusugu. Fitusuga er ekki ósvipað ryksugu. Henni er komið fyrir utan á líkamanum og síðan er bara sogið af öllu afli. Útkoman á að vera sléttari og stinnari húð. Þetta kostar morðfjár og maður mæt- ir samviskusamlega í þetta annan hvern dag og trúir því að maður verði eins og Barbie á eftir. Það er hægt að selja sumum konum hvað sem er. Ekki sér maður karla hanga yfir tilboðum í fitusugur og húð- meðferðir sem eiga að láta mann líkjast fóstri … eða allt að því. Átta vikum síðar var mín mætt á ströndina og klár í bikiní … eða það hélt ég. Lærin voru eins og of þykkur hafragrautur og maginn (sem hefur mátt þola fitusog inn- an frá) passaði alls ekki við þessa brunahana. Ég var eins og ofvaxin miðaldra Barbie-dúkka og það er akkúrat ekkert flott við það! Djöfull er ég óaðlaðandi í sundfötum í birtu og sól. Innan- dyra í pínu rökkri slepp ég þokka- lega fyrir horn. Ég ákvað að halda mig bara sem mest ofan í lauginni og sjónum til að njóta mín sem best. Að halda að maður geti bara lagað líkamann á nokkrum vikum eftir áralangt sukk og svínarí er bara heimska! Ég sá fjölda annarra kvenna í þessari ferð sem voru þykkari en ég og geisluðu af öryggi og þokka svona almennt. Ég er farin að hall- ast að því að fegurðin komi innan frá og að það sé ekki bara slang- ur sem ljótt fólk notar. Konur sem bera sig vel þrátt fyrir aukakíló hér og þar, geta verið miklu flottari en þær sem teljast vera fitt og flott. Svo ég geti verið fyrir ofan sjávar mál í næstu ferð hef ég ákveðið að temja mér hollari lífs- stíl og hætta þessum ýkjum í einu og öllu. Einhver sagði „góðir hlutir gerast hægt.“ Ég ét allt annað ofan í mig og hefst nú langavitleysan. Skinka með slöpp læri Heitasta herraklippingin í ár Skilin á milli stuttu og löngu lokkanna ekki jafn áberandi og undanfarin ár R akað að aftan og á hliðunum með meira hári að ofan – en skilin á milli verða ekki jafn greinileg og undanfarin ár. Klassísk herragreiðsla.“ Svona lýsir hárgreiðslumaður, með áralanga reynslu, þeirri hár- greiðslu sem mun verða mest áber- andi í ár. Hárið að ofan getur verið allavega, en það þykir einstaklega fallegt að setja í það vax eða gel og greiða það aftur. Hárgreiðslan minnir á herramenn frá síðustu öld og er jafnan kölluð „old school bar- ber“ eða gamaldags herraklipping. Undanfarin ár hefur verið vin- sælt að vera með greinileg skil á milli stuttu og löngu lokkana. Ein- hverjir hafa safnað síðu hári á hvirflinum og sett það í snúð, en hárgreiðslumenn segja þá greiðslu vera orðna barn síns tíma. „Það er komið gott af þeirri greiðslu.““ n ingolfur@dv.is Það heitasta í ár Þessi hárgreiðsla er áberandi í miðborginni um þessar mundir. Snyrtileg Hártískan í ár einkennist af herramennsku. Vinátta lykillinn að farsælu sambandi H efurðu fundið konu drauma þinna? Er þetta karlmaður- inn sem þú vilt að verði fað- ir barnanna þinna? Ef þið hafið fundið hvort annað, ekki sleppa. Raunveruleikinn er sá að í öllum samböndum þarf að yfir- stíga vandamál. Nate Bagley, sem skrifaði bókina Loveumentary, fjall- aði, í tískutímaritinu GQ, um atriði sem eru mikilvæg til þess að eiga í farsælu og langlífu ástarsambandi. Nate er sálfræðingur að mennt og ferðaðist um öll Bandaríkin til þess að vinna að bók sinni, sem fjallar um sama málefni, og tók viðtöl við yfir 70 hamingjusöm pör sem búa við mis- munandi aðstæður. Atriðin hér að neðan vísa í þann fróðleik sem Nate sankaði að sér í viðtölum sínum. Vertu stuðningsmaður númer eitt Það lenda allir í vandræðum á lífsleiðinni. Makar geta gert hrapal- leg mistök í mannlegum samskipt- um við annað fólk og málað sig út í horn í vinahópum. Sama hvað bját- ar á skaltu taka afstöðu með maka þínum og hjálpa honum að finna lausnir við vandamálunum. Flestir eru fullmeðvitaðir um eigin mistök og því er algjör óþarfi fyrir þig að vera sífellt að benda maka þínum á þau. Þú ert ekki að ala upp lífsföru- naut þinn. Hugsaðu um vináttuna, en ekki rómantíkina Grundvallaratriði farsæls og langlífs sambands er góð og heilbrigð vin- átta. Fjölmiðlar fjalla reglulega um gömul hjón sem eru búin að vera saman í háa herrans tíð og undan- tekningarlaust eru þau spurð um lykilinn að farsælu sambandi. Þrátt fyrir að svörin séu jafn fjölbreytt og þau eru mörg er alltaf haft á orði hversu mikilvæg góð vinátta er. Er því ekki tilvalið að rækta vináttuna við maka þinn? Rómantíkin kemur í kjölfarið. Ræktaðu sjálfan þig Í hamingjusömu sambandi eru tveir heilbrigðir einstaklingar sem njóta velgengni í sínu persónu- lega lífi. Þegar þú hvílist vel, neytir hollrar fæðu og leggur áherslu á að sinna eigin áhugamálum blómstr- ar þú enn frekar í sambandinu þínu. Manneskja sem líður vel kvartar ekki og kveinar eða rífst yfir smámunum við maka sinn. Ef þér líður vel ertu líklegri til þess að gefa frá þér góða strauma. Búið til minningar Gerðu eitthvað spennandi með maka þínum. Leggðu bílnum utan vegar í úrhellisrigningu og njóttu ásta með maka þínum á renn- votu grasinu. Takið mynd af ykkur í Vestur bæjarís, með samtvinnaðar hendur, að mata hvort annað með ís. Stígið út fyrir þægindarammann og búið til minningar sem gaman verður að rifja upp um ókomna tíð. Þegar þú kyssir maka þinn í kveðju- skyni skaltu láta kossinn vara lengur en alla jafna. Ekki vera fífl Það á ekki einu sinni að þurfa að nefna þetta. Lífsförunautur þinn á skilið alla heimsins virðingu af þinni hálfu. Ekki kalla maka þinn ill- um nöfnum eða hækka róminn við hann. Ef þú lætur öll leiðindi eiga sig mun það koma margfalt til baka í formi gleðilegra augnablika og vera til þess að sambandið bíður ekki hnekki. n Sálfræðingurinn Nate Bagley ferðaðist um öll Bandaríkin til að leita svara Hlæið saman Góð vinátta í sambandi er gulls ígildi. Ingólfur Sigurðsson ingolfur@dv.is Dekstur á konudag Konudagur er fyrsti dagur góu, sem er sunnudagurinn í 8. viku vetrar. Rétt eins og fyrsti dagurinn í þorra er bóndadagur- inn. Þann dag minntust bænd- ur og eiginmenn húsfreyjunnar með þvi að fagna góu, sem færir með sér vaxandi birtu og vor, konudaginn ber ávallt upp á sunnudag. Í seinni tíð er vinsælt að dekstra við konur á þessum degi með blómum, sætindum, kökum og ýmsu öðru. Þeir sem vilja gera eitthvað annað en gefa rósir, ættu að prófa að föndra svolítið. Þessi sleikip- innablóm er auðvelt að búa til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.