Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Side 52
Helgarblað 21.–24. febrúar 201452 Menning
G
amlinginn er nokkurs konar
Forrest Gump Norðurlanda-
búa, maður sem ferðast vítt
og breytt um sögu 20. ald-
ar og hefur óvart áhrif á
helstu viðburði hennar. En á meðan
Gump átti sér þá ósk heitasta að gift-
ast henni Jenny sinni, þá hefur gam-
linginn helst áhuga á að sprengja
hluti í loft upp, hvort sem það er
meðal sænskra vopnaframleiðenda,
í spænska borgarastríðinu eða að
hjálpa Bandaríkjamönnum að finna
upp kjarnorkusprengjuna.
Þetta ætti að bjóða upp á gott grín,
og í fyrstu gerir myndin einmitt það.
Norður-Evrópa virðist nú algerlega
á valdi skandinavískra krimmahöf-
unda, en sænski rithöfundurinn
Jonas Jonasson tókst að koma nýrri
bókmenntagrein inn á metsölulista,
bókum sem fjalla um skrítna gamla
karla. Hefur til dæmis Fredrik Back-
man fylgt í kjölfarið með Maðurinn
sem hét Ove. Þessi grein er reynd-
ar ekki svo ný í Svíþjóð en myndin
Ævin týri Picasso frá 1978, sem fjallar
um annan skrýtinn gamlan karl sem
rambar fram og aftur um 20. öldina,
er enn þann dag í dag einhver fyndn-
asta mynd sem gerð hefur verið.
Svíar voru í raun fremur áhorf-
endur en þátttakendur að 20.
öldinni og ef til vill lýsa þessar sög-
ur dulinni þrá þeirra til að hafa gert
eitthvað meira en að horfa á meðan
heimurinn í kringum þá
brann. Þegar upp er stað-
ið er myndin um gamlingj-
ann þó afar meinlaus gam-
anmynd, fyndin framan af
en þynnist heldur út þegar
líða tekur á öldina. Á meðan
Gump tókst að heilla mann
með einlægni sinni og á
sama tíma segja eitthvað
um brostnar vonir 68-kyn-
slóðarinnar, er erfiðara að
tengja við einstakling sem
aðeins vill sprengja hluti
upp og minnir helst á skets
í Prúðuleikurunum.
Vel má hafa gaman af
gamlingjanum, en maður
vildi helst að sagan hefði gert aðeins
meira til að takast á við sögusvið sitt
í stað þess að nota hana aðeins sem
„props“ í bakgrunninum. Það sama
má kannski segja um Svía almennt. n
(Stundum) sprenghlægilegir Svíar
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Dómur
Gamlinginn
IMDb 7,2
Leikstjóri: Felix Herngren
Aðalhlutverk: Robert Gustafsson, Jens Hultén
Saga: Jonas Jonasson
114 mínútur
Vegabréf
Sigmundar
Líklega er hvergi meiri
sundurgerð að finna á meðal
nokkurrar þjóðar og Banda-
ríkjamanna. Í þessu mikla
landi, sem er 90 sinnum
stærra en Ísland og raunar
litlu minna en Evrópa, ægir
saman þjóðarbrotum af öllu
tagi – og þar af leiðandi er frá-
leitt að alhæfa um þegna þess.
Boston í norðaustri og Fönix í
suðvestri eru svona álíka ólík-
ir bæir og Tálknafjörður og
Timbuktú – og eitthvað ámóta
verður sagt um Seattle í efra
og New Orleans í neðra.
Hér verður staldrað við í
þeirri síðastnefndu; við ósa
Mississippi, sjálf-
um fæðingar-
stað jazzins
og fjölmenn-
ingarlegasta
grautar-
potti mann-
eskjunnar.
Og þarna var ég
staddur fyrir tíma Katrínar
miklu, sem seinna felldi bæ-
inn í byl – og allt stóð enn í
ljóma; lífið og músíkin, matur-
inn og galsinn.
Undir garðinum mikla,
sem kenndur er við Louis
Armstrong, dáðasta son borg-
arinnar, liggur frægasta hverf-
ið í plássinu – og ef til vill væri
nær að segja það vera það al-
ræmdasta, að minnsta kosti
það skrautlegasta. Og sei, sei,
jú, mikil ósköp, hefði Kiljan
sagt af minna tilefni. Franska
hverfið í New Orleans, sem
Bourbon-stræti sker eins og
dísæta tertu um miðjuna
endilangt, er líklega glaðasta
gata heims. Þar þagnar tón-
listin aldrei. Og þar slitnar
heldur ekki röðin af fólki sem
skvettir út lendunum í eilífum
dansi sem liggur um götur og
stíga, svalir og hæðir.
Yfir öllu vokir rekjan og
mollan sem er einkenni þessa
stærsta ósasvæðis álfunnar –
og þegar við bætist sú sterka
angan af kreóla-matnum, sem
leggur af hverju húsi, er ekki
laust við að skynfærin rugli
hvert annað. Þarna eru engir
barir án dans. Og yfirleitt er
honum þannig háttað að fá-
klæddar konur fara ögrandi
skrefum um örmjótt og upp-
hækkað svið sem teiknar sig
eitthvert um salinn.
Seint hverfur úr minni
mínu myndin af gömlu hjón-
unum sem sátu inni á einni
svona búllu; við borð fyrir tvo
undir sviðssporðinum, eins
og þar hefðu þau staðnæmst
á morgungöngunni. Klukkan
var vart yfir hádegi – og
kraumandi hitinn var við það
að kæfa stund og stað. Hvít-
hærð frúin, með hárið fléttað
upp í sátur, sat og prjónaði í
gríð og erg, á meðan gamli
húsbóndinn, kominn í keng
og kryppu af einhverri ævi,
góndi án afláts á ungu dans-
dömurnar sinna daglauna-
vinnu sinni á sviðinu. Ekki
mátti á milli sjá hvort þeirra
starði ákafar á áhugamál sitt;
konan á prjónana, eða karlinn
á nektina.
En það var friður yfir hjón-
unum; mikil ósköp, einhver
friður og lífssætti.
Hjónin á búllunni
Rýmið lekur
Anna Rún Tryggvadóttir heldur sína fyrstu einkasýningu í Montreal
A
nna Rún Tryggvadóttir
myndlistarkona heldur
sína fyrstu einkasýningu í
Montreal í Kanada í næstu
viku, þann 27. febrúar.
Sýningin heitir render and react,
approach to a subconscious sensory
system og er innsetning í 140 fermetra
galleríi, nánar tiltekið í MAI-galler-
íinu í miðbæ Montreal. Einstaklega
líflegu galleríi sem er hluti af stofnun
sem rekur bæði gallerí og leikhús og
gegnir miklu hlutverki í menningarlífi
borgarinnar.
Snúið upp á skynjunina
Anna Rún segir nánar frá verkinu
sem er rannsókn á náttúrulegum ferl-
um og hegðun ýmissa efna. „Rýmið
lekur. Mig langar að skapa heim sem
snýr upp á skynjunina og hægir jafn-
vel örlítið á upplifun okkar á tíma.
Þetta er sýning þar sem við fáum að
fylgjast með umbreytingu tímans eða
umbreytingu efna fyrir tilstilli tím-
ans - sem að vissu leyti endurspeglar
breytingarnar innra með okkur. Verk-
ið felur í sér að það fer af stað ferli þar
sem að efniviðurinn ýmist byggist
upp, brotnar niður, eða tekur á sig
teikningu í einhverju formi. Hið ófyr-
irséða er nauðsynlegur hluti verksins,
sem í sífelldri hringrás og gefur nýja
möguleika. Þetta er sum sé mjög lif-
andi verk.“
Galleríið sem hún sýnir í er
einstaklega heppilegt, þar sem þar
er einnig rekið leikhús og því mik-
il þekking og búnaður til staðar sem
býður upp á öðruvísi útfærslur en
flest önnur Gallerí. „Mér finnst það
mjög spennandi. Ég hef tæknistjóra
sem er að vinna með mér sem að hef-
ur gríðarlega reynslu af því að vinna
í leikhúsi og við uppsetningu mynd-
listasýninga, en það hentar þessari
sýningu einstaklega vel.”
Leikhúsið er innblástur
Anna Rún hefur samhliða mynd-
listinni starfað sem leikmynda-
hönnuður síðustu ár og segir leik-
húsið veita sér sterkan innblástur í
vinnu sinni. „Sú vinna tengist mynd-
listinni á sterkan en ógreinilegan hátt.
Reynsla mín úr leikmyndaheiminum
og því að vinna á sviði hefur óneitan-
lega veitt mér innblástur hvað varðar
að vinna með innsetningar í stærri
rýmum. Þessi innsetning sem ég er
til dæmis að vinna núna er mjög per-
formatív án þess að ég sé með mann-
eskjur í hlutverki. Þótt að sýningin sé
mannlaus fjallar hún um hreyfingu
í rými þar sem efniviðurinn “per-
formerar” í rýminu.“
Mælt með skólanum
Sýning Önnu Rún-
ar er einnig lokaverk-
efni hennar í masternámi
við Concordia-háskóla
í Montreal. „Reynsla
annarra listamanna af
skólanum var góð, ég
heyrði margt gott af hon-
um frá Kristínu Eiríks-
dóttur, myndlistarkonu
og skáldi. Ég var búin
að vera talsvert mik-
ið í Evrópu og langaði
að prófa að flytja lengra
í burtu. Kanada þótti
mér ákjósanlegur stað-
ur og Montreal varð fyrir
valinu,“ segir Anna Rún.
Fjölskyldan
númer eitt
Anna Rún hélt utan til
Kanada -fyrir nokkru til
að sinna undirbúningi.
Fjölskyldan er á stöð-
ugum þeytingi vegna
starfa foreldranna en
eiginmaður Önnu Rún-
ar, Þorvaldur Örn Arnarson leik-
stjóri, er einnig á ferð á flugi með
sýningu sína, Niflungunum, í
Evrópu. Anna Rún segir vissulega
flókið að stilla saman fjölskyldunni
og framanum en allt gangi það upp
á viljanum. „Það er mjög flókið, en
af því við erum bæði að gera það
sem okkur langar að gera þá finn-
um við alltaf leiðir til þess að hafa
fjölskylduna í fyrsta sæti.
Fjölskyldulífið okkar er alveg heil-
agt og það kemur börnunum alltaf
til góða að eiga foreldra sem eru
fullnægðir í starfi. Ég skildi strák-
ana mína eftir heima hjá pabba
sínum í 4 vikur, þeir koma all-
ir næsta miðvikudag, daginn fyrir
opnun og ég hlakka að sjálfsögðu
gríðarlega til.“ n
„Það kemur börn-
unum alltaf til
góða að eiga foreldra sem
eru fullnægðir í starfi.
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Fjölskyldulífið er heilagt Anna Rún hélt utan til Kanada fyrir nokkru síðan með syni sína tvo til að sinna undirbúningi. Fjölskyldan er á stöðugum þeytingi vegna starfa foreldranna en eiginmaður Önnu Rúnar, Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri, er einnig á ferð á flugi með sýningu sína, Niflungana, í Evrópu. Anna Rún segir vissulega flókið að stilla saman fjölskyldunni og framanum en allt gangi það upp á viljanum.
Verk eftir Önnu
Rún Sýning Önnu
Rúnar er einnig
lokaverkefni hennar
í masternámi við
Concordia-háskóla í
Montreal.