Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Síða 2
2 Fréttir Helgarblað 7.–10. mars 2014 Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni og Celsus, Ægisíðu 121 Algjört orku- og næringarskot „ Með því að taka Lifestream Spirulina og AstaZan eykst krafturinn yfir daginn í vinnunni og æfingar seinni part dags eru ekkert mál. Vöðvarnir eru fljótari að ná sér eftir æfingar. Það að taka auka Spirulina sem er lífrænt fjölvítamín, fyrir leik er algjört orku- og næringarskot. Spirulina er líka frábær vörn gegn kvefi og flensum.“ Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir leikskólakennari og landsliðskona í íshokkí. lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar TREYSTI Á LIFESTREAM BÆTIEFNIN! Apótek, heilsubúðir, Krónan, Hagkaup, Viðir, N ttó og Fríhöfnin. Þ etta eru erfiðir tímar, þetta er leiðinlegt en við ætlum að reyna að komast í gegnum þetta,“ segir Sveinbjörn Sig- urðsson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Sveinbjörns Sigurðssonar og alnafni stofnanda þess, í samtali við DV. Fyrirtækið fór fram á greiðslustöðvun á dögunum en það er elsta verktakafyrirtæki Ís- lands. Fyrirtækið er búið að vera í rekstri sömu fjölskyldunnar í sjötíu og tvö ár. Félagið hefur átt í fjárhags- erfiðleikum síðastliðin ár en Svein- björn rekur það til eins verkefn- is. „Það má rekja þetta sérstaklega til erfiðleika við eitt stórt verkefni,“ segir hann. Hann segir stjórnendur fyrirtækisins stefna að því að forð- ast gjaldþrot sem og uppsagnir. Í fullum rekstri Að sögn Sveinbjörns stefnir ekki í gjaldþrot fyrirtækisins þrátt fyrir að farið hafi verið fram á greiðslustöðv- un. „Gjaldþrot er ekkert sem er á stefnuskránni, alls ekki, langt í frá. Við stefnum á að komast í gegnum þetta með kröfuhöfunum. Við erum búnir að vera í rekstri í sjötíu og tvö ár sama félagið í eigu sömu aðil- anna. Við stefnum á að keyra í gegn- um þetta með okkar ágætu birgjum og undirverktökum,“ segir Svein- björn. Hann leggur mikla áherslu á að fyrirtækið sé enn í rekstri sem og að ekki komi til uppsagna að svo stöddu. „Ástæðan er rekstrarerfið- leikar sem hafa verið síðustu miss- eri. Félagið er samt í fullum rekstri áfram og það er endurskipulagn- ing með kröfuhöfum í gangi. Félag- ið er í fjárhagslegri endurskipulagn- ingu og eigendur og stjórnendur eru að vinna að fullum krafti að því að leysa núverandi fjárhagslegan vanda félagsins. Uppsagnir eru ekki fyrirsjáan legar,“ segir hann. Eitt verkefni setti strik í reikning Séu ársreikningar fyrirtækisins skoðaðir sést að rekstrarvandi Svein- björns Sigurðssonar hf. er fremur nýr af nálinni og má sennilega rekja til rekstrarársins 2012. Samkvæmt ársreikningi þess árs tvöfölduðust skammtímaskuldir fyrirtækisins en heildarskuldir þess það ár voru tæp- lega níu hundruð milljónir króna. Sama ár var hagnaður fyrirtækisins um átján milljónir króna. Ársreikn- ingur fyrir árið 2013 hefur ekki ver- ið birtur. Sveinbjörn segir að rekja megi erfiðleika fyrirtækisins til eins ákveðins verkefnis sem hann vill þó ekki nefna. Telja má líklegt að um sé að ræða eitthvert þeirra verkefna sem fyrirtækið vann að á árinu 2012. Meðal þeirra verkefna sem fyrirtæk- ið vann að á því ári má nefna stúd- entaíbúðir við Sæmundargötu, fé- lagsmiðstöð í Spönginni og íbúðir við Fagraberg fyrir eldri borgara. Kann að vera að umrætt verkefni sé íbúðirnar við Fagraberg þar sem Sveinbjörn Sigurðsson hf. sá um fjármögnun framkvæmda og sölu íbúða. Auk þess gekk erfiðlega að fá lóðarfyrirgreiðslu frá Reykjavíkur- borg sem tafði verkefnið. Rekið á sömu kennitölu í 70 ár Verktakafyrirtækið var stofnað árið 1942 er Sveinbjörn Sigurðsson hóf eigin rekstur. Það hefur verið rek- ið á sömu kennitölunni frá upp- hafi. Fyrst um sinn byggði Svein- björn eingöngu íbúðarhús en með árunum fór hann að færa út kvíarnar og hefur meðal annars unnið mörg verk fyrir Reykjavíkurborg í gegnum tíðina, þar á meðal um tuttugu og fimm leikskóla síðastliðin fjörutíu ár. Sveinbjörn eldri hætti öllum af- skiptum af rekstri árið 1990 og tóku synir hans þá við; Árni, Sigurður og Sveinbjörn. Framkvæmdastjóri fyrir tækisins er sonur Sigurðar. n 72 ára fyrirtæki í greiðslustöðvun n Sveinbjörn Sigurðsson hf. er elsta verktakafyrirtæki landsins Kynslóðaskipti Sveinbjörn Sigurðsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, stendur fyrir framan alnafna sinn og stofnenda fyrir- tækisins Sveinbjörns Sigurðssonar hf. Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Það má rekja þetta sérstaklega til erfiðleika við eitt stórt verkefni. Brotnaði illa í vélsleðaslysi Börgunarsveitir frá Hólmavík, Reykhólum og Búðardal voru kallaðar út vegna slyss á Þorska- fjarðarheiði sunnanverðri eftir hádegi á fimmtudag. Þar slasað- ist vélsleðamaður nokkuð mikið þegar hann ók fram af hengju. Maðurinn var einn á ferð og kall- aði sjálfur eftir aðstoð. Sagðist hann vera illa fótbrotinn og að ástand hans færi versnandi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út og flutti hún manninn á sjúkrahús í Reykjavík. Verðmæt rafmynt Gengi íslensku rafmyntarinnar Auroracoin náði hápunkti síð- astliðinn þriðjudag. Var verð- mæti þá á hverja einingu um sjö- tíu og fimm Bandaríkjadollarar eða rúmlega átta þúsund krónur. Botninn datt þó úr því á mið- vikudag þegar gengið féll niður í tæplega fimm þúsund krónur á hverja einingu. Þrátt fyrir það hefur rafmyntin náð talsverðu flugi þegar á heildina er litið miðað við gengi hennar er hún fór fyrst á markað. Nú er myntin þriðja verðmætasta rafmynt heims. Forsvarsmaður rafmynt- arinnar sem fer huldu höfðu hefur sagt að 20. mars næst- komandi verði þrjátíu og átta einingum af myntinni dreift til allra Íslendinga. Ekki er alveg ljóst hvernig sú dreifing mun fara fram. Að því gefnu að gengi myntarinnar falli ekki meir þá eiga allir Íslendingar von á að fá rafmynt að verðmæti tæplega tvö hundruð þúsunda króna eftir tæpar tvær vikur. Dulnefni forsvarsmanns Aur- oracoin er Baldur Friggjar Odins- son. Hefur hann sagt að markmið rafmyntarinnar sé að bjóða Ís- lendingum upp á raunhæfan val- kost í gjaldeyrismálum. „Ég er að reyna að taka völd frá ríkinu,“ tísti hann á þriðjudag. Fagraberg Íbúðir fyrir eldri borgara við Fagraberg voru meðal verkefna fyrirtækisins. 50 milljóna arður Hluthafar Melabúðar- innar hafa tekið sér 50 milljóna króna arð síðastliðin tvö ár enda gengur reksturinn vel. Mynd StEFán KaRlSSon Melabúðin græddi milljónir Arðgreiðslur síðustu tveggja ára nema 50 milljónum H agnaður hverfisverslunar- innar Melabúðarinnar á Hagamel í Vesturbænum í Reykjavík nam nærri 43 milljónum króna árið 2012. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem samþykktur var í stjórn félags- ins í september í fyrra. Líkt og DV hefur greint frá síðastliðin ár hef- ur hagnaður Melabúðarinnar verið góður síðastliðin rekstrarár. Hagnaður búðarinnar árið 2012 var rétt aðeins minni en árið á und- an þegar hann nam rúmlega 43 milljónum króna. Nú er svo komið að Melabúðin á nærri 164 milljón- ir króna í hreina eign, í beinhörðum peningum. Melabúðin er fjölskyldufyrir- tæki sem er í eigu hjónanna Guð- mundar Júlíussonar og Katrínar Stellu Briem og sona þeirra Péturs og Friðriks. Synirnir sjá um rekstur verslunarinnar og hafa gert um árabil. Verslunin er ein af fáum hverfisverslunum sem eftir eru í Reykjavík og dafnar hún vel þrátt fyrir samkeppni við stórar smásölu- keðjur eins og Haga og Norvik, sem rekur Krónuna. Melabúðin er með 22 starfs- menn og námu launagreiðslur félagsins rúmlega 130 milljón- um króna. Staða Melabúðarinnar var það góð árið 2012 að hluthaf- ar verslunarinnar gátu greitt sér út 25 milljóna króna arð. Hluthafarn- ir gerðu það einnig árið á undan, 2011. Arðgreiðslur síðustu tveggja rekstrarára nema því samtals 50 milljónum. n ingi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.