Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Side 4
4 Fréttir Helgarblað 7.–10. mars 2014
Notar þú gleraugu?
Bubble optical gleraugun eru sérstaklega hönnuð
fyrir þá sem að þurfa að nota gleraugu.
Dýptin og breiddin er meiri en í venjulegum
skíðagleraugum.
Erum einnig með skíðahjálma fyrir unga sem aldna,
bakbrynjur og sólgleraugu fyrir
þá bjartsýnu.
Skíðagleraugu
skíðahjálmar, sólgleraugu,
bakbrynjur ofl ofl
www.sportvik.com
Snjólaug M Jónsdóttir
snjoa.m@sportvik.com
H
ann tilkynnti mér að hann
myndi gera það og gerði
það svo. Ég var mjög ósáttur
við það,“ segir Stefán Thors,
fyrrverandi ráðuneytisstjóri
í umhverfisráðuneytinu, aðspurður
um ástæður þess að áminning sem
hann veitti Hrafnhildi Ástu Þorvalds
dóttur skrifstofustjóra hafi verið dreg
in til baka af umhverfisráðherra, Sig
urði Inga Jóhannssyni. „Ég hugsaði
minn gang eftir þetta, hvort ég ætti að
hætta og fara að gera eitthvað annað,
en ég ákvað að halda áfram þarna.“
Áminningin sem Stefán Thors hafði
veitt Hrafnhildi Ástu í starfi var vegna
samstarfsörðugleika við annan starfs
mann.
Hrafnhildur Ásta, sem er náfrænka
Davíðs Oddssonar, var svo ráðin sem
forstjóri Lánasjóðs íslenskra náms
manna í lok árs í fyrra. Illugi Gunnars
son, menntamálaráðherra og fyrrver
andi aðstoðarmaður Davíðs, skipaði
Hrafnhildi Ástu í starfið þrátt fyrir að
stjórn Lánasjóðsins hefði metið ann
an umsækjanda hæfari. Hrafnhildur
Ásta var einn af þremur umsækjend
um sem stjórnin mat hæfasta. Loka
ákvörðunin um hvern skyldi ráða var
hins vegar hjá Illuga Gunnarssyni og
fylgdi hann ekki mati stjórnarinnar.
Ljóst er að Hrafnhildur hefði ekki
getað fengið starfið hjá LÍN með
áminningu fyrir brot í starfi á bakinu.
Í viðtali við DV í lok árs í fyrra sagði
Illugi Gunnarsson að hann liti ekki
svo á að Hrafnhildur Ásta hefði feng
ið áminningu í starfi þar sem áminn
ingin var dregin til baka.
Boðin sérverkefni
Stefán Thors lét af störfum í um
hverfisráðuneytinu síðastliðinn föstu
dag eftir að Sigurður Ingi tilkynnti
honum að heppilegast væri að hann
hyrfi til annarra starfa á vegum hins
opinbera. Að sögn Stefáns kallaði Sig
urður Ingi hann á sinn fund eftir að
hann kom nýverið aftur til landsins frá
Japan og spurði hann hvort hann vildi
stíga til hliðar sem ráðuneytisstjóri.
„Hann spurði mig hvort ég vildi stíga
til hliðar sem ráðuneytisstjóri og fara
í sérverkefni. Ég hafnaði því. Ef það
var hans vilji að ég myndi stíga til hlið
ar þá vildi ég frekar fara í námsleyfi
því það var greinilega hans vilji að ég
myndi hætta.“
Þegar Stefán er spurður hvaða
skýringar Sigurður Ingi hafi gefið fyrir
því að hann vildi að hann færi í sér
verkefni segir hann að engar skýringar
hafi verið gefnar sem sneru að honum
sjálfum persónulega. „Ég spurði hann
að þessu og hann gaf engar skýringar
aðrar en að hann væri ekki sáttur við
vinnubrögðin í ráðuneytinu. Hann
sagði jafnframt að þetta væri ekki mér
að kenna.“
Stefán segist því ekki vita af hverju
hafi átt að setja hann í sérverkefni.
Rannsókn vinnusálfræðings
Þegar Stefán tók við störfum í ráðu
neytinu í apríl í fyrra var hafin rann
sókn á máli Hrafnhildar Ástu sem
vinnusálfræðingur sá um og ræddi
hann meðal annars við fjölmarga
starfsmenn ráðuneytisins. Rannsókn
in byggði á kvörtun frá starfsmanni
samkvæmt heimildum DV. Hrafnhildi
Ástu var boðið að hætta í ráðuneytinu
eftir að niðurstaða lá fyrir í rannsókn
inni en hún þáði ekki það boð.
Stefán Thors segist ekki geta rætt
um rannsóknina en að hann geti stað
fest að hann áminnti Hrafnhildi Ástu í
kjölfar hennar. „Það sem ég get stað
fest er að já, ég áminnti hana vegna
samstarfsörðugleika. Meira get ég
ekki sagt.“ Stefán segir að áminningin
hafi átt rétt á sér.
Í kjölfar áminningarinnar reyndi
Hrafnhildur Ásta að fá hana dregna
til baka. Við það naut hún aðstoð
ar Jóns Steinars Gunnlaugssonar,
lögmanns og fyrrverandi hæstaréttar
dómara. Stefán tók hins vegar ekki
gildar athugasemdir Jóns Steinars og
Hrafnhildar Ástu. Þegar Stefán lét sér
ekki segjast þá var leitað til Sigurðar
Inga Jóhannssonar umhverfisráð
herra sem dró áminninguna til baka.
Ráðuneytisstjórinn var ósáttur við þá
ákvörðun, líkt og áður segir.
Refsing?
Sjaldgæft er að áminningar sem veitt
ar eru af ráðherra eða ráðuneytis
stjóra séu dregnar til baka. Katrín
Jakobs dóttir dró til baka áminningu
sem tiltekinn skólameistari hafði
fengið árið 2010 en sú ákvörðun
byggði á úrskurði umboðsmanns Al
þingis sem taldi að áminningin hefði
ekki átt að rétt á sér. Í því tilfelli var
afturköllunin því byggð á úrskurði
eftirlitsaðila. Einnig er sjaldgæft að
ráðuneytisstjórar láti af störfum með
svo skömmum fyrirvara og á sam
bærilegum forsendum.
Þegar Stefán er spurður að því
hvort hann telji að verið sé að refsa
honum, og hvort sá möguleiki sé
ekki fyrir hendi að fyrst hægt sé að
fá áminningu í ráðuneyti afturkall
aða þá sé einnig hægt að hafa áhrif á
mannval í þessu sama ráðuneyti, seg
ir hann: „Ég veit það ekki […] Þetta eru
þín orð en það má alveg spyrja.“
Stefán fer nú í námsleyfi í eitt ár.
Hann segist ekki íhuga að leita réttar
síns í málinu. „Ég er ekki fæddur í gær
þannig að ég lifi þetta alveg af.“
DV óskaði eftir svörum frá um
hverfisráðuneytinu um orsakir þess
að setja átti Stefán af sem ráðuneytis
stjóra en blaðið fékk ekki svör.
DV hafði samband við umhverfis
ráðuneytið til að spyrjast fyrir um
ástæður starfsloka Stefáns Thors í
ráðuneytinu. Í svari frá upplýsinga
fulltrúa ráðuneytisins, Bergþóru Njálu
Guðmundsdóttur, segir: „Ástæðan er
sú að Stefán óskaði eftir námsleyfi
sem ráðherra veitti honum.“
Miðað við orð Stefáns sjálfs voru
ástæður starfsloka hans hins vegar
aðeins flóknari en svo. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is „Ég áminnti hana
vegna sam-
starfsörðugleika.
n Stefáni boðið að hætta í ráðuneytinu n Fékk ekki skýringar á uppsögn
Dró áminninguna til baka Sigurður Ingi
Jóhannsson dró til baka áminninguna sem
Hrafnhildur Ásta fékk í óþökk Stefáns Thors.
Engar ástæður nefndar Stefán Thors segir
að engar ástæður hafi verið nefndar þegar hon-
um var boðið að hætta sem ráðuneytisstjóri.
Íhugaði að hætta eftir
að áminningin var ógilt
Umdeilt
leikfang selt
á Íslandi
Fjölmiðlar í Bandaríkjunum
greindu frá því á dögunum að leik
fang frá leikfangaframleiðandanum
Fisher Price geti mögulega ofhitnað
og brennt börn. Leikfang þetta, sæ
hestur sem nefnist Sooth and Glow,
er ætlað ungabörnum. Fréttamiðlar
vestanhafs hafa greint frá kvörtun
um foreldra sem segja rafhlöðu
hólfið hitna óhóflega og þá hafa
einhverjir orðið varir við reyk þegar
þeir skiptu um rafhlöður í leik
fanginu. Sæhesturinn er seldur á
Íslandi, meðal annars í Hagkaupum
og Húsgagnaheimilinu. Leikfangið
var nýlega sett á fimmtíu prósenta
afslátt í Hagkaupum en ekki náðist í
framkvæmdastjóra verslunarinnar
við vinnslu fréttarinnar.
Fjóla Þorleifsdóttir, annar eig
andi Húsgagnaheimilisins, segir
að versluninni hafi borist kvörtun
vegna ofhitunar leikfangsins. „Það
sem ég man eftir var að það hef
ur verið hringt í okkur út af því að
ljósið hefur hitnað. Sá ræddi ekki
við mig svo ég get ekki ábyrgst ná
kvæmlega hvað fór á milli. Við höf
um ekki fengið neina afgerandi
kvörtun. Þegar maður fær ekki
formlega kvörtun, það er að segja
einhver kemur með vöruna svo
hægt sé að sjá hvort hún hafi ver
ið keypt hjá mér, þá getum við lítið
gert,“ segir Fjóla. Fisher Pricefyrir
tækið hefur ekki vilja innkalla þessa
vöru en sendi frá sér yfirlýsingu
vegna málsins þar sem það sagði
leikfangið vera öruggt.
Guðfinna kjörin
formaður
Guðfinna S. Bjarnadóttir fram
kvæmdastjóri mun taka við for
mennsku í stjórn Hörpu á hlut
hafafundi sem haldinn verður
fimmtudaginn 13. mars. Hún tekur
við af Helgu Jónsdóttur sem baðst
lausnar vegna starfa erlendis. Í til
kynningu segir Guðfinna að hún
hlakki mikið til að taka við starfinu
í Hörpu, enda sé verkefnið verð
ugt. Guðfinna hefur áður verið al
þingismaður og er auk þess fyrsti
rektor Háskólans í Reykjavík.