Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Side 6
6 Fréttir Helgarblað 7.–10. mars 2014
Helmingur vill
tollfrjálsan
innflutning
Tæplega helmingur landsmanna,
eða 48,9 prósent, er fylgjandi
því að heimilt verði að flytja inn
landbúnaðarvörur án tolla til
Íslands. Frá þessu greindi Við
skiptablaðið á fimmtudag en
blaðið lét MMR framkvæmda
könnun þar sem spurt var um
þetta. 31,7 prósent aðspurðra
sögðust andvíg tollfrjálsum inn
flutning landbúnaðarvara. Af
þeim sem tóku afstöðu var 61,1
prósent fylgjandi innflutningi án
tolls en 38,9 prósent á móti. Alls
var fjöldi þátttakenda 1.013 og
var svarhlutfall 90,4 prósent.
Í niðurstöðunum kemur fram
að fólk á landsbyggðinni er síður
fylgjandi tollfrjálsum innflutningi
en íbúar á höfuðborgarsvæðinu.
Spara rúmar
hundrað
milljónir
Reykjavíkurborg mun spara á
bilinu 130–150 milljóna króna á
ári með því að taka eingöngu við
reikningum á rafrænu formi frá
birgjum. Borgarráð hefur sam
þykkt yfirlýsingu þess efnis og
taka reglurnar gildi frá og með
næsta ári.
Stærri birgjar sem senda
borginni reglulega reikninga
þurfa að aðlagast breytingun
um á uppgefnum tíma, en þeir
sem eiga í minni viðskiptum gefst
hálft ár aukalega til þess að venj
ast nýjum starfsháttum.
Í yfirlýsingu Reykjavíkur
borgar segir að ávinningur raf
rænna reikninga sé ekki aðeins
í formi sparnaðar því líta megi
á rafræna reikninga sem „grænt
skref“ og afar umhverfisvæna
lausn.
Tekur við arði Eignarhaldsfélag Bjarna
Ármannssonar tekur við arði upp á rúmlega
21 milljón út af hlutabréfaeigninni í N1.
Bjarni fær 21 milljón í arð
Bjarni Ármannsson á hlutabréf í N1 sem greiðir háan arð
L
andsýn, eignarhaldsfélag
Bjarna Ármannssonar, fær ríf
lega 21 milljón króna í arð
vegna hlutabréfaeignar sinnar í
olíufélaginu N1 í fyrra. Líkt og kom
ið hefur fram ætla hluthafar N1 að
greiða sér 1.650 milljónir króna í arð
vegna rekstrar rekstrarársins 2013.
Bjarni, sem er fyrrverandi
bankastjóri Glitnis, eignaðist skulda
bréf á N1 sem var 100 til 200 millj
óna króna virði, líkt og hann sagði
í viðtali við DV í maí árið 2011. „Ég
á skuldabréf á N1, eða félag í minni
eigu, að nafnvirði 100 til 200 milljón
ir króna.“ Eftir að kröfuhafar N1 tóku
félagið var kröfunum breytt í hlutafé
í olíufélaginu og hefur Bjarni haldið
eftir hlutabréfum félags síns í því. Fé
lag Bjarna er nú á lista yfir 20 stærstu
hluthafa N1.
Í ársreikningi Landsýnar fyrir
árið 2012 er hlutabréfaeign félags
ins skráð á rúmar 500 milljónir
króna. Hlutabréfin í N1 eru þar á
meðal.
Arðgreiðslan út úr N1 er miklu
hærri en hagnaður félagsins á síð
asta ári en hann nam 638 milljón
um króna. Framtakssjóður Íslands
er stærsti hluthafi N1 með rúmlega
20 prósent hlutafjár og Lífeyris
sjóður verslunarmanna er næst
stærstur með 10 prósenta hlut.
N1 var í eigu Benedikts og
Einars Sveinssona á árunum fyrir
hrun. Olíufélagið var mjög skuld
sett eftir hrunið og var yfirtekið af
kröfuhöfum þess sem breyttu kröf
um sínum í hlutafé og stýra nú fé
laginu. n
ingi@dv.is
Stórfé afskrifað eftir
brask bæjarfulltrúans
n Böðvar Jónsson átti fasteignafélag í Reykjanesbæ n Tóku 35 milljónir í arð
L
andsbankinn þurfti að af
skrifa rúmlega 331 milljónar
krónu kröfu sína á hendur
eignarhaldsfélaginu Leiðar
enda ehf. sem var í helm
ingseigu Böðvars Jónssonar, bæj
arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í
Reykjanesbæ. Leiðarendi ehf. er
fasteignafélag sem meðal annars
ætlaði sér að byggja verslana og
þjónustumiðstöð í Reykjanesbæ.
Frá skiptalokum félagsins er greint
í Lögbirtingablaðinu. Sigurður
V. Ragnarsson átti félagið á móti
Böðvari.
Engar eignir fundust í þrota
búi félagsins. Böðvar, sem lenti í
öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðis
flokksins í Reykjanesbæ í síðustu
viku, segir hins vegar aðspurður að
Landsbankinn hafi verið búinn að
taka eignir félagsins upp í skuldir.
„Bankinn tók bara þær eignir sem
eftir voru.“
Lánin tekin hjá sparisjóðnum
Félagið hefur ekki skilað ársreikn
ingi síðan árið 2007. Þá var félag
ið með fimm verk í vinnslu, fjög
ur í Reykjanesbæ og eitt á Flúðum.
Böðvar var framkvæmdastjóri fé
lagsins sem átti bókfærðar eign
ir upp á nærri 300 milljónir í árs
lok 2007. „Þetta er félag sem var í
byggingarstarfsemi, fasteignafé
lag. Félagið byggði eignir, keypti
eignir og var með þær í útleigu.
Lán þess urðu einfaldlega hærri
en verðmæti eignanna.“
Böðvar, sem er forseti bæjar
stjórnar í Reykjanesbæ, segir að
spurður um skuldir félagsins að
Leiðarendi hafi upphaflega tekið
lán hjá Sparisjóðnum í Keflavík.
„Við áttum í viðskiptum við Lands
bankann, eða Sparisjóðinn í
Keflavík, og síðar Landsbankann.“
Hann segir að félagið hafi með
al annars tekið gengistryggð lán
sem hafi haft sitt að segja í starf
semi þess.
26 milljarða kostnaður
Nokkur tengsl voru á milli Sjálf
stæðisflokksins í Reykjanesbæ og
Sparisjóðsins í Keflavík á árunum
fyrir hrunið en Þorsteinn Erlings
son, annar bæjarfulltrúi Sjálfstæð
isflokksins, var um tíma stjórn
arformaður sjóðsins og Steinþór
Jónsson bæjarfulltrúi sat einnig
um tíma í varastjórn hans.
Kostnaður skattgreiðenda
vegna falls Sparisjóðsins í Keflavík
var um 26 milljarðar króna en
Landsbankinn tók við eignasafni
hans eftir fall hans. Síðustu tvö árin
fyrir fall sparisjóðsins færði hann
niður lán upp á 18 milljarða króna
og afskrifaði sjö milljarða. Spari
sjóðnum í Keflavík hefur verið lýst
sem „stjórnlausum“ af fréttastofu
RÚV en lánveitingar út úr sjóðn
um til alls kyns fjárfestingarver
kefna í Reykjanesbæ voru með
nokkrum ólíkindum. Segja má af
fullri sanngirni að fá fjármálafyrir
tæki á Íslandi, ef eitthvert, hafi ver
ið eins illa rekin og Sparisjóður
inn í Keflavík og endurspeglast sú
staðreynd meðal annars í kostnaði
almennings af falli hans og öllum
þeim skuldaafskriftum sem af því
hafa hlotist.
Tóku 35 milljóna arð
Í ársreikningi Leiðarenda fyrir árið
2007 kemur fram að á því ári og ár
inu á undan, 2006, hafi hluthaf
ar félagsins greitt sér 35 milljóna
króna arð út úr því. Líkt og áður
segir var staða félagsins vissulega
góð á þessum tíma og var eigin
fjárstaða félagsins jákvæð og því
skilyrði fyrir útgreiðslu arðs. Þessi
staða breyttist svo verulega um
og eftir íslenska efnahagshrunið
2008. Þeir Böðvar og Sigurður
halda eftir þeim arði þrátt fyrir
gjaldþrot félagsins.
Athygli vekur í ársreikningi fé
lagsins árið 2007 að Leiðarendi
vann meðal annars að byggingu
núverandi heimilis Böðvars að
Guðnýjarbraut í Njarðvík en í
reikninginn er bókfærð skuld
vegna þess verkefnis. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
„Við áttum í við-
skiptum við
Landsbankann, eða
Sparisjóðinn í Keflavík, og
síðar Landsbankann.
Forseti bæjarstjórnar Böðvar er forseti
bæjarstjórnar í Reykjanesbæ og lenti í öðru
sæti í nýafstöðnu prófkjöri flokksins.Mynd
STeFÁn KarLSSon
Tóku arð út úr félaginu
Böðvar Jónsson og viðskiptafé-
lagi hans tóku 35 milljóna arð
út úr félaginu fyrir hrunið 2008.