Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Síða 10
10 Fréttir Helgarblað 7.–10. mars 2014
Öryrkjabandalagið vill lagabreytingu
n Skoruðu á ráðherra árið 2011 n Lífeyrisþegar á sjúkrahúsum í vandræðum
V
ið höfum óskað eftir endur-
skoðun á lögunum og jafn-
framt að þeim verði breytt.
Við höfum unnið að því með
Landssambandi eldri borgara, elli-
lífeyrisþegar lenda oft í þessu. Slíkt
mál hefur hins vegar aldrei kom-
ið inn á borð til okkar,“ segir Ellen
Calmon, formaður Öryrkjabanda-
lags Íslands. Málið sem hún vísar
til er frásögn Guðnýjar Lindu Óla-
dóttur, sem er öryrki vegna lungna-
sjúkdóms.
Hún bíður eftir því að fá lungu
ígrædd í Gautaborg í Svíþjóð, en þar
sem lungun eru orðin mjög slæm
telja læknar það best að hún verði
á spítalanum þar til kallið kemur
frá Gautaborg. Hún greindi frá því í
bréfi að hún hafi ekki fengið örorku-
bætur vegna sjúkrahússlegunnar,
en rökin fyrir því voru þau að ríkið
héldi henni upp með húsaskjóli og
mat. Guðný þarf samt sem áður að
standa skil á reikningum og reka
húsnæði, en dóttir hennar býr hjá
henni.
Tryggingastofnun ríkisins sendi
frá sér fréttatilkynningu á miðviku-
dag þar sem greint var frá því að
vegna misvísinda upplýsinga hefðu
breytingar á lífeyrisgreiðslum átt
sér stað fyrr en til stóð. Guðný get-
ur fengið framlengingu á bótunum
vegna afborgana og reksturs á hús-
næði, en þó aðeins í sex mánuði. Í
fyrra voru bætur 46 einstaklinga
stöðvaðar vegna sjúkrahúsvistar
og bætur 43 árið á undan. Þegar
lífeyris greiðslur falla niður er heim-
ilt að greiða vasapeninga, sem eru
að hámarki 51.800 krónur.
„Árið 2011 fórum við fram á það
við ráðherra að starfshópur yrði
stofnaður um breytingar á þess-
um lögum, en það varð ekkert af
því þá,“ segir Ellen Calmon, en þá
var Guðbjartur Hannesson velferð-
arráðherra. ÖBÍ hefur nú sent Eygló
Harðardóttur, félags- og húsnæðis-
málaráðherra, tillögu um skipun
starfshópsins svo fyrirkomulagið
verði þannig að vasapeningar verði
afnumdir og lífeyrisþegar haldi líf-
eyrisgreiðslum sínum. n
rognvaldur@dv.is
Guðný Linda Óladóttir
Sendi bréf til ráðherra vegna
þess að hún missir örorku-
bætur við sjúkrahúslegu. ÖBÍ
hefur aldrei fengið slík mál
inn til sín. Mynd SiGtryGGur Ari
Ósátt
við Eygló
„Við erum ekki sátt við þessa
ákvörðun en að sjálfsögðu
virðum við hana,“ segir Ólafur
Magnússon, framkvæmdastjóri
afreks- og fjármálasviðs Íþrótta-
sambands fatlaðra, í samtali
við Vísi. Ólafur á þarna við þá
ákvörðun Eyglóar Harðardóttur,
félags- og húsnæðismálaráð-
herra, um að verða ekki viðstödd
setningarhátíð Ólympíuleika
fatlaðra í Sochi í Rússlandi.
Tveir íslenskir keppendur taka
þátt á leikunum að þessu sinni.
Í yfirlýsingu sem Eygló sendi
frá sér vegna ákvörðunarinnar
sagði hún meðal annars: „Vegna
þróunar mála í Úkraínu síðustu
daga er það hins vegar mat mitt,
að höfðu samráði við utanríkis-
ráðuneytið, að það sé ekki rétt að
ég heimsæki Rússland á þessum
tíma.“
Með í eftirliti
á Krímskaga
Gunnar Bragi Sveinsson utan-
ríkisráðherra hefur ákveðið að
senda fulltrúa á vegum íslenskra
stjórnvalda til að taka þátt í al-
þjóðlegu eftirliti á vegum Ör-
yggis- og samvinnustofnunar
Evrópu (ÖSE) í Úkraínu. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá
utan ríkisráðuneytinu. Þar kem-
ur fram að íslenski fulltrúinn
hafi verið kominn til Oddessa og
verið væntanlegur til Krímskaga
á fimmtudag. Stjórnvöld í Úkra-
ínu hafa boðið þátttökuríkjum í
ÖSE að senda eftirlitsmennina
til Krímskaga til að kanna að-
stæður.
„Það er mikilvægt að sitja
ekki við orðin tóm vegna að-
gerða Rússa og eftirlit ÖSE-ríkj-
anna er mikilvægt til að leiða í
ljós hvernig málum er háttað á
Krímskaga. Nú reynir á það fyr-
irkomulag sem ÖSE hefur þróað
til að framfylgja alþjóðlegum
skuldbindingum um frið og ör-
yggi. Það er ábyrgð okkar sem
þátttökuríki í ÖSE að taka þátt í
þessu starfi þegar mest á reynir,“
segir Gunnar Bragi í tilkynningu.
Eftirlitið byggir á svokölluðu
Vínarskjali sem veitir þátttöku-
ríkjum ÖSE heimild til að bjóða
ríkjum sem lýst hafa yfir áhyggj-
um af hernaðarumsvifum að
kynna sér frá fyrstu hendi að-
stæður á staðnum. Gert er ráð
fyrir að allt að 20 af 57 ríkjum
ÖSE taki þátt í eftirlitinu sem
stendur til 12. mars næstkom-
andi.
Kaupfélag kaupir jarðir
Stjórnarformaður Héraðsvatna segir byggingu virkjana í Skagafirði aðeins borga sig fyrir orkufrekan iðnað
K
aupfélag Skagfirðinga hef-
ur keypt upp jarðir sem eru
á fyrirhuguðu virkjana-
svæði í Skagafirði. Félag-
ið hefur á síðustu tveimur
árum keypt tvær jarðir sem bera
heitið Villinganes sem eru í ná-
grenni fyrirhugaðrar Villinganes-
virkjunar í Lýtingsstaðahreppi.
Félagið sem heldur utan um jarð-
irnar heitir Kaupsæld ehf. og var
stofnað árið 2011.
Líkt og DV greindi frá á þriðju-
daginn þá eignaðist kaupfélagið
50 prósenta hlut RARIK í fyrirtæk-
inu Héraðsvötnum ehf. sem held-
ur utan um eignarhald á tveimur
virkjanakostum í Skagafirði, Vill-
inganesvirkjun og Skatastaðavirkj-
un. Kaupfélagið keypti eignarhlut-
inn á 134 milljónir króna í gegnum
dótturfélag sitt Norðlenska orku
ehf. í lok árs 2012. Kaupfélagið,
eða dótturfélag þess, Norðlensk
orka ehf., nýtti sér þar með for-
kaupsrétt sem félagið.
Kaupfélagið átti veð í jörðinni
Í mars árið 2012 keypti þetta
eignarhaldsfélag Kaupfélags Skag-
firðinga aðra jörðina á rúmlega
36 milljónir króna. Kaupfélagið
hafði átt veð í jörðinni sem hvíldi
á tveimur fyrstu veðréttum hjá þá-
verandi eiganda hennar, Sigurjóni
Valgarðssyni.
Í ágúst í fyrra afsalaði Sigurjón
sér svo 1.000 fermetra landspildu á
Villinganesjörðinni til Kaupfélags-
ins en sú lóð hafði verið í útleigu
þegar hann seldi kaupfélaginu
jörðina árið áður.
Báðar þessar virkjanir eru í bið-
flokki samkvæmt rammaáætlun
og hefur ekki verið rætt um að færa
þær í nýtingarflokk, að minnsta
kosti hefur sú umræða ekki farið
fram opin berlega. Sigurður Ingi
Jóhannsson, umhverfis- og auð-
lindaráðherra, hefur talað fyrir
breytingum á rammaáætlun um
virkjanakosti og hefur hann lýst
vilja til byggingu virkjana.
Ráðherrann hefur fyrst og
fremst verið áhugasamur um
byggingu virkjana í Þjórsá. Í ræðu
á aðalfundi Samorku þann 21.
febrúar síðastliðinn sagði hann
til dæmis að hann hefði orðið fyr-
ir vonbrigðum þegar aðeins einn
virkjanakostur í Þjórsá hefði verið
færður í nýtingarflokk: „Það urðu
mér því mikil vonbrigði þegar ný
verkefnisstjórn Rammaáætlunar
sendi drög að áfangaskýrslu sinni
til umsagnar nú nýverið. Í henni
var eingöngu lagt mat á virkjana-
kostina þrjá í neðri Þjórsá og til-
laga nýrrar verkefnis stjórnar var
að færa einn af þeim kostum úr
biðflokk í orkunýtingarflokk.”
tryggja hagsmuni
til lengri tíma
Sveinn Þórarinsson, stjórnarfor-
maður Héraðsvatna ehf., segir að-
spurður að lítil starfsemi hafi ver-
ið í félaginu síðastliðin ár eftir að
fallið var frá virkjanaframkvæmd-
um árið 2007. „Þetta liggur í dvala
og hefur gert í nokkur ár. Það var
hönnuð virkjun við Villinganes
sem var 30 megavött. Heima-
menn voru tvístígandi og það voru
flutningstakmarkanir á rafmagni
frá svæðinu. Ég held að mönnum
hafi bara ekki þótt að það væru
aðstæður til þess að virkja. Það
var andstaða við virkjanir í kjölfar
Kárahnjúkavirkjunar. Ég held að
menn hafi bara metið það sem svo
að það væri betra að bíða. Og það
er nú bara staða málsins,“ segir
Sveinn en hann sat í stjórninni fyr-
ir hönd RARIK þar sem hann var
stjórnarformaður á sínum tíma.
Sveinn segir að jökulárnar í
Skagafirði verði ekki virkjaðar
nema fyrir orkufrekan iðnað ef
stór notandi kemur til skjalanna.
„Þetta er stór virkjanakostur og
hann verður ekki virkjaður nema
orkufrekur notandi komi til.
Heimilismarkaðurinn er ekki næg-
ur fyrir þessa virkjun.“ Sveinn seg-
ir að þessir virkjanakostir fari ekki
neitt og séu áfram til staðar. „Það
er ekkert sérstakt á döfinni með þá
ennþá. Þessir kostir eru ekkert að
fara frá okkur. Ég held að almenna
viðhorfið í samfélaginu sé að nóg
sé komið af álverum og þeir vilja
finna einhverja aðra kosti. Bið-
staðan er af þeirri ástæðu líka.“
Í ársreikningi móðurfélags Hér-
aðsvatna er hins vegar talað um
að virkjanirnar eigi að sjá íbúum
í Skagafirði fyrir rafmagni. Sveinn
segir að ekki hafi verið haldinn
stjórnarfundur hjá Héraðsvötnum
síðan fyrir ári síðan.
Þegar Sveini er sagt að Kaupfélag
Skagfirðinga sé einnig að kaupa upp
jarðir á virkjanasvæðinu segir hann.
„Þórólfur [Gíslason, kaupfélagsstjóri
KS] er öflugur. Það fara ekki allir í
sporin hans.“
DV spurðist fyrir um áætlanir
umhverfisráðherra varðandi þessa
tvo virkjanakosti. Í svari frá upplýs-
ingafulltrúa ráðuneytisins, Bergþóru
Njálu Guðmundsdóttur, kemur fram
að ráðherra hafi ekki sérstök áform
um þessar tvær virkjanir á þessari
stundu: „Umræddir virkjanakost-
ir í Skagafirði, Villinganesvirkjun og
Skatastaðavirkjun, sem höfnuðu í
biðflokki við afgreiðslu rammaáætl-
unar í fyrra verða meðhöndlaðir af
verkefnastjórn þriggja áfanga í sam-
ræmi við lög um rammaáætlun. Á
þessu stigi eru engin sérstök áform
hjá ráðuneytinu varðandi þessa tvo
virkjanakosti umfram aðra virkjana-
kosti sem höfnuðu í biðflokki síðustu
rammaáætlunar. Þeir eru sumsé í
hefðbundnu ferli rammaáætlunar
líkt og lög og reglur gera ráð fyrir.“ n
ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
„Þórólfur [Gíslason,
kaupfélagsstjóri
KS] er öflugur. Það fara
ekki allir í sporin hans.
Kaupir jarðir
Kaupfélag Skagfirðinga
kaupir jarðir á fyrirhuguðu
virkjanasvæði. Þórólfur
Gíslason er forstjóri Kaup-
félagsins.