Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Qupperneq 14
14 Fréttir Helgarblað 7.–10. mars 2014 M ig langaði til að fá hann til að játa þetta allt,“ sagði ungur maður fyrir Héraðsdómi Norður- lands vestra á fimmtu- dag þegar aðalmeðferð fór fram í máli tveggja ungra manna sem grunaðir eru um að hafa ráð- ist á tónlistarmanninn Hallbjörn Hjartar son í febrúar 2013, og veitt honum mikla áverka. Drengirnir segja báðir að Hallbjörn hafi mis- notað þá kynferðislega og segja að ástæða þess að þeir fóru að heimili hans, Brimnesi á Skagaströnd, hafi verið til að fá Hallbjörn til játa þær sakir sem þeir bera á hann. Í sam- tölum blaðamanns við aðstand- endur og ákærðu kemur fram að málið hafi tekið mikið á alla og sjá má kvíða í augum ungmennanna sem fyrir dóminn komu. Dóm- salurinn er lítill og rúmar varla tvo blaðamenn, verjendur, réttar- gæslumenn, saksóknara, ákærðu og aðstandendur. Barnabarn Í dómsal á fimmtudag komu ungir mennirnir, og systir eins þeirra, og svöruðu fyrir um ýmsar ákærur þar á meðal ákæruna gegn Hallbirni. Annar mannanna er barnabarn Hallbjörns, hann verður hér eftir- leiðis kallaður Arnar en samverka- maður hans Halldór. Báðir segj- ast hafa orðið fyrir kynferðis legu ofbeldi af hendi Hallbjörns. Vert er að geta þess að Hallbjörn hefur verið ákærður fyrir kynferðis brot gegn tveimur mönnum sem báð- ir tengjast honum fjölskyldubönd- um. Hallbjörn hefur neitað því að hafa beitt þá kynferðislegu ofbeldi í skýrslutökum. Málið gegn Hall- birni var þingfest klukkan tvö á fimmtudag, en það þinghald er lok- að. Hallbjörn er ekki ákærður fyrir kynferðisbrot gegn Halldóri, en í skýrslutökum héraðsdóms greindi Halldór frá meintum brotum. Báðir ölvaðir Samkvæmt því sem fram hefur komið í skýrslutökum voru ungu mennirnir, sem eru æskuvinir og báðir um tvítugt, að skemmta sér þetta kvöld. Eftir skemmtunina ræddu þeir ásakanir sem fram hafa komið á hendur Hallbirni. Hall- dór greindi Arnari frá því að hann hefði verið beittur ofbeldi. Arnari brá mjög, þeir urðu báðir mjög reiðir og ákváðu að fara að heimili Hallbjörns. Þegar þangað var kom- ið brutu þeir sér leið inn í húsið og réðust, báðir, á Hallbjörn. Sögum sakborninganna og Hallbjörns ber ekki saman að öllu leyti, nema því að þeir réðust á Hallbjörn. Þeir segj- ast báðir hafa verið mjög ölvaðir og það hafi áhrif á minni þeirra af at- burðunum. Kom aldrei aftur Í skýrslutökum í héraðsdómi greindu þeir báðir frá því að þetta kvöld hefðu þeir rætt hvað hefði komið fyrir þá og í kjölfarið farið að Brimnesi. Verjandi Halldórs spurði hvernig andlegt ástand þeirra hefði verið fyrir árásina. „Ég var kannski ekki í góðu skapi. Þegar hann ját- aði þetta allt fyrir okkur varð ég bara mjög brjálaður.“ Hann segir að Hallbjörn hafi leitað á sig þegar hann var ungur og sagði það hafa tekið mjög á sig. „Nógu slæmt til að ég kom aldrei þarna aftur,“ sagði Halldór um alvarleika brotanna. Segja Hallbjörn hafa játað Halldór greindi frá því að hann hefði reynt að stöðva Arnar og telja honum hughvarf, það er að fara ekki að heimili Hallbjörns. „Ég sagði honum að hugsa sig tvisvar um, svo ég fór með honum niður eftir að Brimnesi,“ segir Halldór. En Arnar var mjög ákveðinn og saman fóru þeir að Brimnesi. „Það fór víst allt úr böndunum,“ sagði Halldór og viðurkenndi að hafa brotið glugga á heimili Hallbjörns og hafa farið inn í húsið. Þegar þeir komu inn mætti Hallbjörn þeim. Samkvæmt framburði Halldórs fór Arnar til móts við Hallbjörn og kýldi hann í andlitið. „Það voru ein- hverjar stimpingar þarna. Ég spurði hann hvort þetta væri allt satt og hann játaði. Þá reiddist ég og gaf honum (Hallbirni) eitt eða tvö hné- spörk,“ sagði Halldór. „Þegar hann játaði þetta fyrir okkur varð ég bara brjálaður.“ Reiði og sorg Piltarnir réðust að Hallbirni í eld- húsinu á Brimnesi. Arnar, dóttur- sonur Hallbjörns, segir að hann muni lítið frá atburðum þessa kvölds. Báðir voru þeir mjög ölvað- ir. „Við fórum þarna inn og lömd- um hann eitthvað,“ sagði Arnar og kvaðst hafa talið að afi hans væri sofandi þegar þeir komu að heimili hans. Hann taldi afa sinn hafa átt- að sig strax á því hverjir væru þarna komnir þegar hann rumskaði. Arn- ar sagðist hafa grátið mikið, hon- um hefði liðið illa og hann upplifað bæði reiði og sorg. Kýldu hann „Svo man ég að við vorum að skiptast á að kýla hann eitthvað, í höfuðið.“ Hann gat ekki sagt frá því hversu mörg högg hann hefði veitt Hallbirni. Eftir árásina hringdi hann svo í móður sína, dóttur Hall- björns. „Svo hringdi ég í mömmu og sagði henni að koma niður eftir. Svo man ég ekki alveg,“ segir hann, en foreldrar hans komu báðir að heimili Hallbjörns í kjölfarið sam- kvæmt því sem faðir Arnars greindi frá. „Þá sagði hann mér það, hann var hágrátandi meira og minna í mikilli geðshræringu. Hann sagði að þeir hefðu verið að ræða mik- ið saman á ballinu. Þeir hefðu ætl- að í kirkjugarðinn, en þeir fóru að ræða karlinn, hvað hann hefði gert. Halldór sagði þá Arnari að karlinn hefði áreitt hann. Arnar sagðist hafa truflast og viljað bera þetta upp á karlinn,“ sagði faðir Arnars í skýrslutöku. Arnar sagði frá því að sér hefði liðið mjög illa eftir árásina. „Ég sé eftir þessu,“ segir hann og sagði vanlíðunina einnig tengjast brot- um afa síns. Hann hefur verið í læknismeðferð eftir árásina til að fá aðstoð. „Sumir dagar eru verri en aðrir,“ sagði hann. Var sofandi Hallbjörn kom sjálfur fyrir dóminn og lýsti árásinni. Hann kvaðst hafa verið sofnaður þetta kvöld þegar að hann heyrði barið harkalega á dyrnar. Hallbjörn heyrði svo rúður brotna og ákvað því að fara inn í eldhús og reyna að ræða við þá sem þar voru að verki. Þegar hann kom þangað flaug eldhúshurðin upp og ungu mennirnir komu inn í húsið. Þjótandi inn „Þá koma þeir þjótandi inn, báðir öskrandi og æpandi og segja við ætlum að drepa þig, við ætlum að drepa þig. Þeir sögðu þetta af og til allan tímann á meðan þeir voru að lemja mig og berja mig,“ sagði Hall- björn og komst í talsvert uppnám. Hann kvaðst hugsa til þessa dags alla daga, það reyndi á hann mjög andlega. „Þessi orð eru skráð í huga mér það mikið að þegar ég hugsa til þeirra á degi hverjum þá finnst mér eins og þau hafi verið sögð við mig í gær. Það tekur ákaflega á mig að hugsa um þessi orð. Við ætlum að drepa þig, við ætlum að drepa þig.“ Fannst hann þurfa að kæra Hallbjörn segir höggin hafa hætt þegar að foreldrar Arnars komu að Brimnesi. Faðir Arnars fór með Arnar út og þeir ræddu saman um það sem hafði gerst. Sjálfur fór Hallbjörn inn á baðherbergi til að jafna sig. „En þá stend ég upp af stólnum og fer inn á klósett og lít þar í spegil- inn og þá sé ég að allt anditið á mér er afmyndað, allt blóðugt og ég all- ur, allur blóðugur meira og minna niður á tær. Mér leist ekki á þetta,“ segir hann. Hann fór í sturtu og svo lagðist hann niður. Stuttu síðar hr- ingdi hann á lögregluna og óskaði eftir aðstoð. „Mér fannst ég þurfa að kæra þetta.“ Áverkar Hallbjörn hlaut margvíslega áverka við árásina. Í ákærunni segir svo um áverka Hallbjarnar: „Afleiðingar árásar- innar urðu þær að Hallbjörn hlaut útbreitt mar og yfirborðsáverka í andlit og á höfuð, skurð á vinstra eyra sem sauma þurfti saman, glóðarauga á vinstra auga, litla ut- anbastsblæðingu vinstra megin í heila, lítils háttar innanbastsblæð- ingu hægra megin í heila, brot á nefbeini, vinstra augntóftarbeini, vinstra kinnholsbeini og vinstra kinnbeini auk þess sem gervitenn- ur brotnuðu.“ Varaður við Verjendur ungu mannanna spurðu Hallbjörn hvort hann vissi hver ástæða árásarinnar hefði verið eða hvort að piltarnir hefðu sagt eitthvað við hann og gefið honum ástæðu. Þá svaraði Hallbjörn: „Þeir sögðust vera að hefna fyrir X [annað barnabarn Hallbjörns]. Það var eitthvað sem ég átti að hafa gert X, kynferðislega held ég, sem að ég man ekki svo glöggt.“ Þegar svo var komið minnti dómari Hallbjörn á að hann þyrfti ekki að svara spurningum frekar en hann vildi, líkt og önnur vitni. Hann þyrfti að hafa í huga að svör hans gætu haft áhrif á dómsmálið gegn honum sem þingfest var stuttu eft- ir að Hallbjörn bar vitni. Ákæran gegn Hallbirni var því ekki rædd frekar og hann ekki spurður að því hvort hann hefði játað að hafa beitt ungu mennina ofbeldi eins og þeir hafa greint frá. Aðspurður hvort árásarmennirnir hefðu verið grát- andi þegar þeir réðust á hann sagð- ist Hallbjörn ekki muna það. „Það voru það mikil læti í þeim, öskur. Ég geri mér ekki grein fyrir því.“ Aðalmeðferð í máli Hallbjörns mun fara fram fljótlega, en sam- kvæmt heimildum DV hefur Hall- björn neitað því að hafa brotið gegn barnabörnum sínum. n „Ég sÉ eftir þessu“ n Hallbjörn segist aldrei gleyma árásinni n „Þegar hann játaði varð ég bara mjög brjálaður“ Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Þá koma þeir þjótandi inn, báðir öskrandi og æpandi og segja við ætlum að drepa þig, við ætlum að drepa þig. Gleymir ekki Hallbjörn segist ekki gleyma þessum degi. Það tók augljóslega mikið á hann að greina frá atburðunum. „Þeir sögðust vera að hefna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.