Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Síða 15
Fréttir 15Helgarblað 7.–10. mars 2014 Frænka ráðherra fékk stöðuna n Ekki á meðal þeirra sem lögregluskólinn mat hæfasta n Með minni reynslu en aðrir B irna Guðmundsdóttir tók við stöðu lögreglufulltrúa við framhaldsdeild Lög- regluskóla ríkisins þann 1. mars síðastliðinn. Ríkis- lögreglustjóri skipaði hana í starfið þrátt fyrir að hún hefði ekki nema tveggja ára starfsreynslu, sem er mun minna en margir aðrir um- sækjendur. Þá var hún ekki á lista þeirra þriggja sem Lögregluskólinn mat hæfasta til þess að sinna starf- inu. Í starfi sínu mun Birna fara fyrir símenntun og endurmenntun allra lögreglumanna á landinu. DV hefur lista umsækjendanna átján undir höndum. Á meðal þeirra voru konur og karlar, með 10–20 ára starfsreynslu úr lögreglunni, sum með víðfeðma framhaldsmenntun á háskólastigi, svo sem afbrota- fræðingar, viðskiptafræðingar og lögfræðingar. Töluverðrar óánægju gætir á meðal þeirra umsækjenda sem DV hefur rætt við en ljóst er að skipun Birnu gekk gegn áliti Lög- regluskólans. Við vinnslu þessarar fréttar feng- ust engin svör frá embætti ríkis- lögreglustjóra varðandi það hvers vegna hún var álitin hæfust þvert á álit Lögregluskólans. Haraldur Johannessen er ríkislögreglustjóri. Embætti hans heyrir undir innan- ríkisráðuneyti Hönnu Birnu Krist- jánsdóttir. Skipun Birnu í starfið veldur ekki síður óánægju á meðal lögreglumanna í ljósi þess að ráð- herrann og Birna eru systkinabörn. Starfsmenn innanríkisráðuneytis- ins, þar á meðal Hanna Birna, sæta nú lögreglurannsókn, vegna leka minnisblaðs ráðuneytisins á fjöl- miðla. Mælt með öðrum Af þeim átján umsækjendum sem sóttu um stöðuna dró einn um- sókn sína til baka. Þá uppfylltu tveir umsækjenda ekki hæfiskilyrði til skipunar. Á meðal þeirra fimmt- án sem eftir stóðu var fólk með víðfeðma reynslu innan úr lög- reglunni, sem og menntun á ýms- um sviðum. Í 14. grein reglugerðar um starfsstig innan lögreglunnar kemur fram að við ákvörðun um veitingu starfs í hærra starfsstigi skuli höfð til hliðsjónar hæfni lög- reglumanns, starfsaldur, þekking, menntun, starfsreynsla og kyn. Í auglýsingu þar sem staða lög- reglufulltrúa við Lögregluskóla rík- isins var auglýst kom fram að reynsla af verkefnastjórnun væri góður kostur. Þá var einnig tekið fram að „kennaramenntun, reynsla af fjar- kennslu, eða önnur framhalds- menntun sem nýtist í starfinu,“ væri góður kostur sem og „önnur reynsla af þjálfun eða kennslu.“ Með hlið- sjón af þessum atriðum mælti lög- regluskólinn sérstaklega með þrem- ur umsækjendum sem skólinn mat hæfasta. Í rökstuðningi skólans kom fram að umsækjendurnir hefðu víð- tæka rannsóknarreynslu, viðbótar- menntun sem og færni sem myndi nýtast í skólanum. Víðfeðm reynsla annarra Birna var ekki á meðal þeirra sem skólinn valdi en eftir því sem DV kemst næst hefur hún hvorki reynslu af verkefnastjórnun, fjar- kennslu eða annarri kennslu. Í 14. grein reglugerðar um starfsstig inn- an lögreglunnar segir jafnframt að til þess að hljóta skipun í starf lög- reglufulltrúa þurfi umsækjandi að hafa starfað sem lögreglumaður í að minnsta kosti tvö ár frá því hann lauk prófi frá Lögregluskóla ríkis- ins. Birna útskrifaðist úr lögreglu- skólanum árið 2009 en hún hefur starfað í rúm tvö ár hjá lögreglunni. Á þeim tíma hefur hún aðallega starfað í almennri löggæslu á höf- uðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, sem og í landamæradeild lögreglu- stjórans á Suðurnesjum. Þá starfaði hún lítillega hjá rannsóknardeild sama lögregluembættis. Í rökstuðningi ríkislögreglu- stjóra fyrir skipun Birnu í starfið kemur fram að menntun vegi þungt við mat á hennar hæfni. Þetta vek- ur athygli í ljósi þess að ekki var gerð krafa um háskólamenntun þegar starfið var auglýst, en einnig vegna þess að á meðal umsækj- enda var fólk með sambærilega og/ eða meiri menntun sem og mun lengri og víðfeðmari starfsreynslu innan lögreglunnar. Embætti ríkis- lögreglustjóra vísar einnig til mark- miðs jafnréttislaga við ákvörðun sína en ekki fæst séð að þau eigi við í þessu tilviki þar sem svo virðist sem hæfari einstaklingar, með tilliti til menntunar og reynslu, hafi verið sniðgengnir. Skipuð í skugga lekamáls Eins og fyrr segir eru Birna Guð- mundsdóttir og Hanna Birna Krist- jánsdóttir systkinabörn. Skipun Birnu kemur til á sama tíma og inn- anríkisráðuneytið sætir lögreglu- rannsókn vegna leka minnisblaðs ráðuneytisins á fjölmiðla. Theódór Kristjánsson, bróðir Hönnu Birnu, er yfirmaður tæknideildar en hún fer með tölvurannsóknir hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu. Heimildarmaður DV hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu segir hann „mjög valdamikinn“. Stefán Eiríksson lögreglustjóri hef- ur ekki viljað svara því hvort undir- menn hans komi að rannsókninni. Mágur Hönnu Birnu, Ágúst Svansson, er einnig hátt settur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þessi fjölskyldutengsl Hönnu Birnu við aðila í æðstu stöðum innan lög- reglunnar valda þeim lögreglu- mönnum sem DV hefur rætt við áhyggjum. „Margir lögreglumenn sem hafa komið nærri þessu [rann- sókn lekamálsins] eru ekkert allt of hrifnir af því að þetta skuli vera inni á borði hjá embættinu,“ sagði einn heimildarmaður blaðsins sem starfar hjá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu. Sagði hann lög- reglumenn hjá embættinu ræða sín á milli, hversu óþægilegt það væri „að vera með mál til rannsókn- ar sem snertir á svona mörgum áhrifapunktum.“ „Tögl og hagldir“ Á meðal verkefna Birnu sem lög- reglufulltrúi við framhaldsdeild Lögregluskóla ríkisins, verður að annast skipulagningu og fram- kvæmd starfsþróunarnámskeiða fyrir lögreglumenn og eftir atvikum annarra starfsmanna lögreglunnar. Hluti af starfsskyldum hennar felst í kennslu tiltekinna námskeiða auk þess sem henni kann að verða falið að sinna verkefnum í grunnáms- deild eða öðrum verkefnum innan stofnunarinnar. Þeir umsækjendur sem DV hefur rætt við, sem og al- mennir lögreglumenn, eru hissa á því að manneskja með svo takmark- aða starfsreynslu hafi verið ráðin til þess að sinna svo mikilvægu verk- efni. Einn viðmælandi blaðsins seg- ir ráðninguna þó ekki koma sér á óvart. Ríkislögreglustjóri hafi „tögl og hagldir“ í starfsmannamálum og það sé löngu orðið ljóst að réttu sjónarmiðin ráði ekki alltaf för. Ríkislögreglustjóri skipaði Ernu Sigfúsdóttur þann 1. febrúar sem lögreglufulltrúa við í grunndeild lögregluskóla ríkisins. Ólíkt Birnu er Erna með 23 ára starfsreynslu inn- an lögreglunnar en hún lauk prófi frá Lögregluskóla ríkisins árið 1993. Hún hefur víðtæka reynslu innan lögreglunnar, hefur starfað við al- menna löggæslu á höfuðborgar- svæðinu og við lögreglurannsóknir í fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Þá hefur Erna starfað sem lögreglufulltrúi frá árinu 2001, meðal annars við rannsóknir efna- hagsbrota, í alþjóðadeild ríkislög- reglustjóra og á stjórnsýslusviði embættisins. Síðastliðið ár hef- ur hún gegnt starfi deildarstjóra á peningaþvættisskrifstofu embættis ríkis lögreglustjóra. n Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Réð frænku Haraldur Johannes- sen er ríkislögreglustjóri en embætti hans heyrir undir innanríkisráðu- neyti Hönnu Birnu Kristjánsdóttir. Haraldur skipaði frænku Hönnu Birnu í starfið og fór þannig gegn áliti Lögregluskólans. Mynd SigTRygguR ARi Tveggja ára reynsla Birna Guðmunds- dóttir hefur starfað hjá lögreglunni í rúm tvö ár en margir umsækjendur hafa 10–20 ára starfsreynslu. „Töluverðrar óánægju gætir á meðal þeirra umsækj- enda sem DV hefur rætt við en ljóst er að skipun Birnu gekk gegn áliti Lögregluskólans. Ráðuneytið rannsakað Skipun Birnu kemur til á sama tíma og innanríkisráðu- neytið sætir lögreglurannsókn vegna leka minnisblaðs ráðuneytisins á fjölmiðla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.