Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Page 19
Helgarblað 7.–10. mars 2014 Fréttir 19
Dýrustu
sveitarfélög
lanDsins
n Dýrast á hvern íbúa í Fljótsdalshreppi n Kópavogur ódýrastur
n Sameining sveitarfélaga vandmeðfarin
L
angdýrasta sveitarfélag í rekstri
er Fljótsdalshreppur á Austur
landi. Í sveitarfélaginu eru að
eins 78 íbúar sem þurfa að
standa straum af kostnaði við
rekstur skrifstofu og kostnaði við
rekstur sveitarstjórna og nefnda.
Heildarkostnaður er 15,9 milljónir
króna sem þýðir að hver íbúi greiðir
204 þúsund krónur í rekstur sveitar
félagsins. Minnst greiða íbúar í
Kópavogi, eða 12.509 krónur á íbúa.
Heildarkostnaður við rekstur Kópa
vogs er rúmar 390 milljónir króna,
en sveitarfélagið er það næststærsta
á landinu.
Sex sveitarfélög
Grímur Atlason, framkvæmdastjóri
Iceland Airwaves og fyrrverandi
bæjar stjóri Bolungarvíkur, hefur tekið
þessar tölur saman og birt að undan
förnu á Facebooksíðu sinni. Þar velt
ir hann því fyrir sér hvort ekki sé hag
kvæmara fyrir þjóðarbúið að sameina
sveitarfélög á landinu öllu þannig að
þau verði sex. Í þessum sex sveitar
félögum verði síðan 16 stjórnsýslu
hús en rafræn stjórnsýsla myndi svo
taka við flestum erindum, „enda er
það nútíðin og framtíðin“, segir á síðu
Gríms. Hann horfir aðeins á kostnað
við yfir byggingu, eins og við skrifstofu
og rekstur sveitarstjórnar og nefnda.
„Hver hefur eitthvað að sækja í
sjálft ráðhúsið? Vilja íbúar ekki bara
hafa góða félagsþjónustu, góða skóla
þjónustu? Þeir sem vilja sækja um
eitthvað geta gert það í gegnum netið.
Hver er tilgangurinn með því að hafa
skrifstofu opna fimm daga vikunnar?
Þótt hún sé eitthvað í burtu þá getur
hún sinnt íbúum og ef þeir þurfa að
fara þangað nauðsynlega þá er hægt
að senda fulltrúa reglulega um svæð
in,” segir Grímur.
Ávinningur sameiningar
hverfandi
Vífill Karlsson er einn af höfundum
skýrslu sem kom út árið 2010 en þar
var sameining sveitarfélaga á Vestur
landi í eitt stór sveitarfélag skoðuð.
Í samantekt skýrslunnar segir að
kostirnir við sameiningu séu að hún
verði líklega rekstrarlega hagkvæm,
að sveitarfélagið muni búa yfir meiri
stöðugleika og að þjónustan verði
meiri. Jafnframt sagði þar að bein lýð
ræðisleg áhrif íbúa myndu aukast.
Gallarnir væru hins vegar þeir að
lengra þyrfti að fara til að sækja þjón
ustu og að sérstaklega þyrfti að sjá til
þess að flest svæði innan Vesturlands
ættu örugga fulltrúa í sveitarstjórn.
Þá er tekið fram að allir hagnist ekki
jafnt af sameiningu heldur séu það
frekar minni sveitarfélög sem hagn
ast. Þá segja skýrsluhöfundar að mik
ið af þeirri þjónustu sem er nú þegar
í höndum sveitarfélaga muni færast
fjær íbúum til einnar miðlægrar mið
stöðvar á Vesturlandi. Hreinn ávinn
ingur af sameiningunni er sagður
hverfandi lítill og það var heildarmat
skýrsluhöfunda að ekki sé ákjósan
legt að sameina sveitarfélögin, í það
minnsta eins og er.
Íbúar finna fyrir breyttri þjónustu
„Það er mjög erfitt að reyna að mæla
hlutina,“ segir Vífill. „Það sem virðist
gerast í yfirbyggingunni, er að laun
sveitarstjóra sparast en í flestum til
fellum eru þeir ekki hálaunaðir. Sam
kvæmt nýjustu mælingum sem við
höfum gert kemur fram að miklar lík
ur séu á því að íbúar stóra sveitarfé
lagsins finni fyrir aukinni þjónustu,
en þeir sem búa í minni sveitarfé
lögum við sameiningu eru ekki eins
ánægðir með þjónustustigið eftir
sameiningu,“ segir Vífill og bætir við:
„Niðurstaða minna rannsókna bend
ir ekki til að ekki eigi að fara í sam
einingu. Það skiptir hins vegar miklu
máli hvernig það er gert.“ n
Rögnvaldur Már Helgason
rognvaldur@dv.is
Norðurland eystra
Dýrast: tjörneshreppur – 55 íbúar
Kostnaður við rekstur skrifstofu: 0 m.kr.
Kostnaður við rekstur sveitarstjórnar og nefnda: 5,3 m.kr.
Kostnaður per íbúa: 95.873 kr.
ÓDýrast: akureyri – 17.875 íbúar
Kostnaður við rekstur skrifstofu: 467,3 m.kr.
Kostnaður við rekstur sveitarstjórnar og nefnda: 52,6 m.kr.
Kostnaður per íbúa: 29.084 kr.
austurland
Dýrast: Fljótsdalshreppur – 78 íbúar
Kostnaður við rekstur skrifstofu: 14,2 m.kr.
Kostnaður við rekstur sveitarstjórnar og nefnda: 1,7 m.kr.
Kostnaður per íbúa: 204.0
ÓDýrast: Fjarðabyggð – 4.600 íbúar
Kostnaður við rekstur skrifstofu: 65.6 m.kr.
Kostnaður við rekstur sveitarstjórnar og nefnda: 22,3 m.kr.
Kostnaður per íbúa: 19.117 kr.
Akureyri
Tjörneshreppur
dýrastódýrast
ódýrast
Fjarðabyggð Fljótdalshreppur
dýrast
Grímur Atlason „Hver hefur eitthvað
að sækja í sjálft ráðhúsið? Vilja íbúar ekki
bara hafa góða félagsþjónustu, góða
skólaþjónustu? Þeir sem vilja sækja um
eitthvað geta gert það í gegnum netið.“
Mynd HAlldóR SveinbjöRnSSon
vífill Karlsson „Niðurstaða minna
rannsókna bendir ekki til að ekki eigi að fara
í sameiningu. Það skiptir hins vegar miklu
máli hvernig það er gert.“
Mestur kostnaður við sveitarstjóra
„Þetta kemur ekki á óvart,“ segir Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti í Fljóts-
dalshreppi. „Mestur kostnaður er við laun sveitarstjóra, ég er í fullu starfi sem
slíkur. Sameining kemur reglulega upp í umræðu og nokkrum sinnum hefur
verið kosið. Hingað til hefur íbúum þótt hag sínum betur borgið í óbreyttu
sveitarfélagi,“ segir Gunnþórunn.
„Þeir sem búa í minni sveitarfélögum við
sameiningu eru ekki eins ánægðir með
þjónustustigið eftir sameiningu.