Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Page 20
Helgarblað 7.–10. mars 201420 Fréttir „mikil frelsisskerðing“ n Kynferðisleg áreitni samfélagslegt mein n Fjórar konur segja sögu sína n Áreittar á götum úti, í vinnu og á djammi n Áreitnin hófst snemma Ó kunnug kona kom upp að mér, tók utan um mig og þakkaði mér fyrir greinina. Því þótt maður geri sér ekki grein fyrir því hefur kynferðis­ leg áreitni áhrif á líf okkar. Þú hrist­ ir það af þér um leið og það gerist en samt skilur það alltaf eitthvað eftir í hjarta manns,“ sagði hún. „Enda seg­ ir mér enginn að þetta hafi ekki áhrif. Þú gengur hræddari um göturnar. Brynjan þín verður sterkari,“ segir Vera Sölvadóttir, sem skrifaði grein­ ina Ég er bara normið, um kynferðis­ lega áreitni. Þar lýsti hún því hvernig það rann upp fyrir henni ljós þegar hún tók þátt í könnun á vegum Háskóla Íslands: „Konan í símanum vildi spyrja mig spurninga um kynferðislegt áreiti. Fyrst spurði hún hvort ég hefði orðið fyrir slíku áreiti. Ég svaraði neitandi og spurningarnar urðu ítarlegri. Eftir að ég hafði svarað spurningum henn­ ar bæði játandi og neitandi eftir bestu samvisku benti konan mér á að þó að ég hefði svarað fyrstu spurningunni neitandi hefði ég, miðað við svörin á þeim spurningum sem fylgdu á eftir, orðið fyrir ofbeldi.“ Greinin vakti mikla athygli og skapaði umræðu um þetta mein sem virðist grassera í samfélaginu. Og nú er hún hingað komin til þess að ræða málin við þær Diljá Ámundadóttur, Hildi Knútsdóttur og Ingu Magneu Skúladóttur. Eins og Vera benti á þá þekkti hún enga konu sem ekki hafði orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Þær sem sitja hér núna hafa sömu sögu að segja. Allar hafa þær lent í ýmsu og sömuleiðis konurnar í kringum þær. Auðvitað hefur það áhrif. Þær eru komnar til þess að segja sögu sína. Frelsisskerðing Við sitjum á kaffihúsinu Iðu í Tryggvagötu þar sem þær skiptast á sögum úr eigin reynsluheimi. Diljá hefur orðið: „Ég er sterk, jarðbundin manneskja með þetta töffaraelement í mér. Samt hefur þetta áhrif á mig. Ég ætla ekki að leyfa því að gera það en tek ákvarðanir, jafnvel ómeðvitað, um að koma mér ekki í ákveðnar aðstæð­ ur af því að ég veit að þar gæti ég lent í einhverju sem grefur undan sjálfs­ traustinu. Af því að ég hef reynsluna. Þetta brýtur mig ekki niður þannig að ég þurfi að fara inn á deild, en þetta er eins og ostaskeri sem er stöðugt að sneiða af öryggi mínu og sjálfsöryggi.“ Inga Magnea: „Þetta stýrir lífinu. Þú ákveður að ganga þessa leið en ekki þessa. Þú hleypur ekki í þessum garði eftir myrkur því það er hættulegt fyrir þig af því að þú ert kona.“ Hildur: „Þetta er svo mikil frelsis­ skerðing. Ég geng oft heim úr bænum eftir djamm og margir reyna að banda mér það. Á ég þá að borga hellings­ pening fyrir leigubíla af því að ég er kona? Fyrir utan það að ég þekki margar konur sem hafa lent í áreitni leigubílstjóra.“ Endalaus varnaðarorð Þær sammælast um að greinin henn­ ar Veru hafi ýtt við þeim. Af því að þar fjallaði hún ekki um alvarlegt of­ beldi heldur öll litlu atvikin sem kon­ ur lenda í og reyna að hrista af sér, án þess að hugsa mikið meira um það. Alveg eins og hún gerði sjálf, þangað til hún tók þátt í þessari könnun. Inga Magnea: „Þegar ég las þessa grein rifjuðust upp fyrir mér einhver atriði frá því að ég var ung. Á unglings­ árunum var einn kennarinn alltaf að káfa á brjóstunum á stelpunum. Við áttum að passa okkur á honum og helst að sleppa því að velja eðlisfræði. Ökukennari sem var frægur fyrir að káfa á litlum stelpum var maður sem við áttum að varast. Varnaðarorðin sem við fengum í veganesti voru endalaus. Þetta þótti bara eðlilegt og ég pældi ekki meira í því.“ Diljá: „En þeir héldu alltaf stöðu sinni?“ Inga Magnea: „Já, og ég sé að öku­ kennarinn er enn að keyra. Við áttum bara að passa okkur. Og ég lærði fljótt að vera ekki í fötum sem sýndu ung­ lingabrjóstin mín. Ég var bráðþroska og það gaf strax færi á mér. Menn viðhöfðu alls konar ummæli um lík­ ama minn. Þannig að þetta byrjaði þegar ég var mjög ung.“ Kölluðu hóra Diljá: „Ég veit ekki hvort ég hef vísvit­ andi ýtt þessum minningum frá mér. En ég er svo þakklát fyrir að hafa feng­ ið tækifæri til að fara aftur í gegnum þetta. Af því að ég er búin að lenda í þessu öllu. Einhver maður stoppaði mig þegar ég var á leið í strætó eft­ ir skóladagheimilið, bauð mér far og lofaði mér nammi. Það var ekki búið að kenna mér að segja nei, en ég fann að það var eitthvað vont að fara að gerast og sagði nei. Ég man alltaf eft­ ir þessu myrkri í augunum á honum. Ég var líka algjör klifurköttur og var alltaf að klifra í trjám og átti mín uppáhaldstré í görðum bæjarins. Einhvern tímann þegar ég var ein úti að klifra birtist allt í einu maður á magabol með typpið dinglandi. Við­ brögðin voru að hlæja – ég hafði lært að hlátur gæti reddað öllu og væri betri en eitthvað dramatískt vesen. Á unglingsárunum bjó ég í Hollandi. Þar var mikið af innflytj­ endum frá Tyrklandi og Marokkó. Þá þurfti ég gjöra svo vel að læra að sam­ kvæmt menningu þeirra og trú máttu þeir sýna mér óvirðingu. Ég varð fyrir viðstöðulausri kynferðislegri áreitni hvar sem ég var. Þessir menn söfn­ uðust saman á hornum. Þar köll­ uðu þeir á eftir mér – allt niður í sjö ára strákar spurðu hvort ég vildi ríða þeim og kölluðu mig hóru. Í sundi var allt í einu kominn putti upp í klof­ ið á mér og ætlaði inn. Ég velti því oft fyrir mér hvort ég ætti að ögra þeim og spyrja hvort viltu fara heim til mín eða þín þegar þeir voru með þessa stæla. Af því að ég vissi að þetta gekk út á að brjóta mig niður og mig langaði að sjá viðbrögð­ in. En ég þorði því aldrei. Ég hækkaði bara í ferðageislaspilaranum mínum og vildi ekki heyra hvað þeir sögðu, ég vildi ekki að þetta væri að gerast og ég vildi ekki að það hefði áhrif á mig. En ég heyrði það samt alltaf.“ Grýttar Vera: „Ég lenti í því sama þegar ég fór til Frakklands. Ég fór út full sjálfstrausts og trúði ekki að þetta væri að gerast en hélt ótrauð áfram, örugg og flott. Eftir viku var ég niðurbrotin. Ég var mjög fljót að hætta að svara að fyrir mig, það hafði ekkert upp á sig annað en að ofbeldið varð verra. Einu sinni kom vinkona mín frá Íslandi út og öskr­ aði á þá. Þá byrjuðu þeir að grýta okkur. Hún varð algjörlega miður sín og fór grátandi heim.“ Inga Magnea: „Þótt þú vitir að þetta eigi ekki að hafa áhrif slær hjartað alltaf aðeins hraðar þegar þú veist að þú ert að ganga inn í þessar aðstæður. Í raun hefur þetta einhver áhrif á mig á hverjum einasta degi.“ Börðust alla nóttina Diljá: „Ég vissi alltaf á hverju ég átti von í ákveðnum aðstæðum. Í sjopp­ um fann ég allt í einu að einhver kom við rassinn á mér eða fiktaði í hárinu á mér, af því að ég var með ljóst sítt hár. Einu sinni reyndi ég að láta mér líka það en svo gat ég það ekki því það var verið að fara yfir mörkin. Ég myndi aldrei fikta í hárinu á annarri manneskju nema hún væri mér ná­ komin. Síðan eru dæmi um að ég hafi átt kynferðisleg samskipti við stráka þegar ég var ung sem voru á gráu svæði, þar sem ég hef látið eitthvað yfir mig ganga af því að ég vildi vera hluti af hópnum. Þegar ég lít til baka þá finn ég að ég er með fullt af krump­ um vegna þess að ég hef verið að leita eftir athygli eða viðurkenningu.“ Inga Magnea: „Akkúrat. Svona reynsla. Ég man eftir að hafa verið með einhverjum sem ég ætlaði ekki að sofa hjá en þurfti að berjast við alla nóttina. Krafturinn í mér. Þarna var ég orðin tvítug og komin með smá Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Elt af yfirmanni Diljá Ámundadóttir, 34 ára varaborgarfulltrúi og framkvæmdastjóri Þetta reddast ehf. varð fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað og fékk þær skýringar að maðurinn væri nýfráskilinn. Bráðþroska og varnarlaus Inga Magnea Skúladóttir, 36 ára meist- aranemi í alþjóðasamskiptum, lærði snemma að sýna ekki unglingabrjóstin. Hún fékk nefnilega að finna fyrir því. „Þeir taka þig líkamlega og setja þig niður og ef þú gagn- rýnir það þá taka þeir persónuleika þinn og setja hann niður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.