Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Page 22
Helgarblað 7.–10. mars 201422 Fréttir hræddur þegar við sögðum nei að hann hljóp í burtu. En við létum for- eldra okkar vita og það var leitað að bílnum hans. Nokkrum árum seinna lenti ég í því í gufunni í Vesturbæjarlauginni með þessari sömu vinkonu minni að þangað kom allsber maður með titt- linginn beinstífan upp í loftið. Við hlupum bara út. Þetta var svo absúrd, ég hef oft velt því fyrir mér hvaðan hann var að koma og hvernig honum tókst að komast þangað óséður, hvort hann gekk allsber út úr búningsklef- anum og yfir alla laugina eða hvað.“ Nýfráskilinn og hömlulaus Diljá: „Mér finnst ég líka hafa horft upp á menn bíða eftir að hópurinn nái ákveðnu ölvunarstigi áður en þeir fara að athafna sig. Á árshátíð um daginn horfði ég á þó nokkra kýla í sig áfengi áður en þeir fóru að hrósa pí- unum. Einn háttsettur í fyrirtækinu stóð við hliðina á konunni sinni þegar hann sagði samstarfskonu sinni að hann langaði að barna hana. Í kjölfar- ið pantaði hún fund með honum og sagði að hann hefði farið yfir mörk- in. Það væri ekki að bæta kvöldið fyr- ir neinum að tala svona, taka „dirty dancing“, hvísla hrósi í eyru kvenna og kyssa þær. Ég er ekki frá því að samskiptin hafi batnað í kjölfarið og meiri virðing sé borin fyrir konum á vinnustaðnum. Annars staðar var ég búin að vinna í tvo mánuði þegar yfirmaður yfirmannsins míns byrjaði að áreita mig. Hann sendi mér blóm sem mig langaði ekki að fá, var stanslaust að tala við mig á MSN, sem var og hét, og í meðvirkni minni reyndi ég að setja honum mörk en þorði því ekki alltaf. Þetta er alltaf erfitt í samskipt- um yfirmanns og undirmanns. Viku fyrir haustfagnað fyrirtækisins á Úlf- ljótsvatni vissi hann að ég væri að fara út að borða með vini mínum og kom þangað óboðinn. Í því fólst ekki ógn um að hann ætlaði að nauðga mér eða berja mig en þetta var svo langt yfir mörkin að mér leist ekki á blik- una. Hann gat greinilega ekki haft hemil á sér og var farinn að elta mig. Þá fékk ég nóg. Ég lá andvaka þessa nótt að hugsa um hvað var að fara að gerast á Úlf- ljótsvatni? Var hann að stóla á að ég yrði dauðadrukkin? Þótt ég væri sannfærð um að hann ætlaði sér ekkert illt þá var nóg að þessi spurn- ing héldi fyrir mér vöku. Verst var samt að þegar ég gerði það sem fæst- ir gera og tilkynnti áreitni á vinnu- stað og sagði að þetta væri ekki í lagi, mér væri að einhverju leyti ógnað, þá fékk ég að heyra að hann væri nýfrá- skilinn og liði svo illa, hann væri ekki alveg búinn að ná sér og þetta væri svolítil ringulreið. Átti ég að taka ábyrgð á því?“ Bankastjórarnir Vera: „Þetta er miklu flóknara þegar um er að ræða yfirmenn eða fyrir- menni. Samfélagið er svo sjúkt af meðvirkni. Það vill ekki trúa því að þeir geti gerst sekir um ofbeldi og þegar þeir verða uppvísir að því þá er það af því að þeir eru í einhverjum vanda greyin með áfengi, eru að skilja við eiginkonuna eða eitthvað, afsak- anirnar eru alltaf tíndar til. Og við eig- um að umbera þetta. Ég get sagt svona sögu af skólan- um mínum í París, Sorbonne-há- skólanum. Þar var mjög algengt að karlkyns kennarar væru að áreita kvenkyns nemendur. Það var ekki fyrr en á síðasta árinu sem ég sá að það var komið skilti upp á skrifstofunni þar sem nemendur voru hvattir til að láta vita ef eitthvað væri að. Það þurfti örugglega alveg rosalega mikið til að þetta skilti kæmist upp. Ein stelpa í bekknum okkar kvartaði og það end- aði með því að hún hætti í skólanum. Þetta var of mikið fyrir hana. Þetta var alveg dæmigert.“ Inga Magnea: „Samt þarft þú að vera alveg rosalega sterk ung kona til að fara í yfirstjórn og kvarta und- an svona framkomu. Ég var að vinna í flugbransanum sem var „kynjað- asti“ vinnustaður í heimi á þeim tíma. Ég mætti í flugrútuna þar sem flugstjórarnir sátu fremst og svo rað- ast þetta eftir „hírarkí“ og það náði alla leið. Þegar ég byrjaði var talað um bankastjórana, þá sem bönkuðu alltaf upp á í vafasömum hugleiðing- um þegar við vorum stopp einhvers staðar. Svo var náttúrlega kjaftur á þeim í flugstjórnarklefanum og ein- hverjir voru fjölþreifnir, allt í einu komnir með höndina upp á milli læra kvenna. Það sem bjargaði mér var að pabbi minn var að fljúga og ég var undir hans verndarvæng. Það þorði enginn að vera dónaleg- ur við dóttur hans því hann var góður karl og vel liðinn.“ Hildur: „Mér finnst svo sér- stakt þegar við þurfum að nota kærasta sem af- sökun: Nei, ég er á föstu, annars mættir þú áreita mig. Eða að þú hafir verið ör- ugg í skjóli pabba þíns. Þá máttu menn ekki vera of ágengir, annars væru þeir að brjóta á rétti hans, eða kærastans.“ Diljá: „Karlmennskan. Það má ekki særa hana.“ Káfandi yfirmaður Hildur: „Af því að við vorum að tala um áreitni á vinnustað. Ég var að vinna í bíó sem unglingur og það var svakalegt. Þar urðu unglingsstelp- ur fyrir mikilli áreitni frá körlunum á vinnustaðnum. Það var oft verið að drekka með yfirmönnunum og karl- arnir voru að káfa á stelpunum. Sýningarstjórinn var verstur. Ein vinkona mín stóð yfir poppvélinni og var að beygja sig fram þegar hann sagði: Ég þarf ekki nema að rífa nið- ur um þig nærbuxurnar og ríða þér. Hann var mjög grófur og það var búin að ganga mjög mikið á þegar það var kvartað undan honum. En þetta var alveg skemmtilegur karl, hress og al- mennt var bara hlegið að honum. Það sem þessir gaurar eru að gera er að bjóða upp á eitthvað og tékka á viðbrögðunum. Hvað ef einhver tekur vel í það? Akta þeir á það? Ég lenti í einum sem var ótrúlega mikið að káfa mér, meira að segja fyrir fram- ann kærastann minn og allan starfshópinn. Ég var sautján ára og við sátum sex saman og hann var að reyna að káfa á píkunni á mér. Ég fór alveg í kleinu, reyndi að hlæja en fór svo bara. Þetta var mjög óþægilegt og asnalegt. Það var verið að gera lítið úr mér. En ég tók ábyrgð á að- stæðunum og ég man að ég skammaðist mín mjög mikið fyrir þetta. Það er mjög skrýtið.“ Fulli karlinn Diljá: „Ég velti því líka fyrir mér af hverju ég hef verið hrædd við að bregðast öðruvísi við en með hlátri. Hvað er það sem maður vill ekki að gerist? Er þetta ótti við að eyðileggja partíið?“ Vera: „Að það sé hlegið meira að manni.“ Diljá: „Já. Svo þegar ég hugsa til baka og fer ofan í eigin fordóma þá held ég að ég hafi ekki viljað vera talin ein af reiðu femínistunum. Af því að hluti af minni meðvirkni er þörfin fyrir að vera vinsæl og vel liðin.“ Inga Magnea: „Svo hef ég stundum fengið nóg. Ég tók brjál- aða femínistann í brúðkaupi í sum- ar. Þetta var óformlegt brúðkaup þannig að fulli kallinn gat verið að- eins meira fullur og aðeins meira hress og þarna var hann, fjölþreifinn og óþolandi. Hann gekk um og sló konur í rassinn. Ég bað eigin- mann minn um að tala að- eins við þennan mann. Þeir fóru afsíðis og maðurinn minn útskýrði fyrir honum að þetta væri ekki í lagi og þannig gekk þetta allt kvöldið, það var alltaf verið að fara með hann afsíðis, en hann hætti aldrei. Ég bað veislustjórann um að bregðast við, því þetta var hættuleg- ur maður og engin leið að vita hvern- ig það myndi enda ef einhver myndi slysast ein með honum út. En þetta hélt áfram og þessi mað- ur káfaði á brúðinni og var enn með krumlurnar á öllum konum þegar við vorum að fara. Þetta endaði með því að ég öskraði á hann af öllum lífs og sálar kröftum að hann væri ógeðsleg- ur. Salurinn þagnaði og plötusnúður- inn hætti að spila. Þarna var bara ég að öskra á þennan mann. Þegar ég lyppaðist niður í rútunni eftir þetta fann ég hvað það var gott að láta loks- ins í mér heyra, í staðinn fyrir að vera alltaf að ýta honum frá og láta eins og ekkert væri.“ Góðu gaurarnir vita ekki Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Inga Magnea brást illa við kynferðislegri áreitni. „Ég var að vinna sem þjónn á Ítalíu þegar ég var ung. Þá kom mað- ur inn á veitingastaðinn og viðhafði ummæli um brjóstin á mér. Ég bað vini hans um að hafa hemil á hon- um en þegar það gekk ekki henti ég honum út, alveg brjáluð. Ég skil ekki hvaðan þessi kjarkur kom.“ Hildur: „Þegar ég var að vinna á veitingastað gengu karlar greini- lega á lagið af því að ég var í við- kvæmri stöðu og fékk borgað fyrir að þjóna og halda öllum góð- um. Þeir gengu oft allt of langt en ég þorði ekki að gera neitt. Ég upp- lifði það aldrei þannig að ég hefði rétt á því að henda einhverj- um út. Mér fannst ég algjörlega varnar- laus, eins og ég ætti að taka þessu því ég var þjónn. Í dag myndi ég skvetta vatni framan í þessa menn.“ Vera: „Af hverju ætli karlar geri þetta? Er þetta leið til þess að upp- hefja sjálfan sig?“ Diljá: „Kannski er það partur af því. Ég vil ekki al- hæfa að þetta sé alltaf til þess fall- ið að gera lítið úr konum. Ég held að partur af þessu sé að upp- lifa sig sem einn af gaurunum og finna til karlmennsk- unnar.“ Hildur: „Ég held að þetta sé sprottið af sama meiði og kynferðislegt of- beldi, skortur á konum í stjórn- unarstöðum og launamun- ur kynjanna. Á endanum snýst þetta alltaf um að konur séu ekki jafn mikils virði og karlar og það er ekki borin sama virðing fyrir þeim og körlum.“ Vera: „Eftir að ég skrifaði grein- ina sá ég umræðu um að karlar lenda líka í þessu. Það er alveg rétt, en ég var ekki að tala um það. Ég var bara að tala um mína reynslu.“ Hildur: „Þeir strákar sem ég hef talað við geta kannski nefnt eitt eða tvö dæmi. Ekki endalaus eins og við.“ Inga Magnea: „Þeir eru ekki að kortleggja leiðina heim og eyða peningum í leigubíla af því að þeim er ógnað. Það eru alls konar svona litlir hlutir sem hafa áhrif á líf manns en aldrei er talað um.“ Vera: „Það kom mér mest á óvart hversu margir menn virðast ekki vita af þessu. Frændi minn á þrjár stelp- ur sem allar hafa lent í einhverju en hann hafði ekki hugmynd um það. Hann trúði þessu ekki en ég spurði konuna hans hvort hún vissi ekki að þetta væri rétt og jú, hún hafði lent í ýmsu. Góðu gaurarnir vita ekki af þessu því þetta er ekki gert þegar þeir eru nærri.“ n „Allt niður í sjö ára strákar spurðu hvort ég vildi ríða þeim og kölluðu mig hóru. Í sundi var allt í einu kominn putti upp í klofið á mér og ætlaði inn. Þarna voru þær snertar Á þeim stöðum sem eru skyggðir á myndinni hefur einhver snert konurnar, sem rætt er við, gegn vilja þeirra. Kynferðisleg áreitni hefur margar birtingarmyndir og getur líka falist í óvel- komnun aðdróttunum, bröndurum, athugasemd- um um útlit og grófum munnsöfnuði, tvíræðum og niðurlægjandi tilboðum svo dæmi séu tekin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.