Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Blaðsíða 31
Umræða Stjórnmál 31Helgarblað 7.–10. mars 2014 S tjórnarskrá sú sem Dana­ konungur færði þjóðinni 1874 er enn í fullu gildi. Konungi var breytt í for­ seta 1944, breyting gerð á kjördæmaskipan 1959 og 1995 var nýjum mannréttindakafla bætt inn í. Að öðru leyti er stjórnarskráin eins og enn fjallar þriðjungur hennar um forsetann. Ekkert ákvæði er um auðlindir landsins, frumkvæði kjós­ enda né hvernig haga skuli þjóðar­ atkvæðagreiðslum. Stjórnarskráin er þannig steinrunnið plagg og tekur mið af kyrrstöðusamfélagi. Árið 1874 var íslensk þjóð enn í torfkofum. Auðlindir skiptu engu, lýðræði ei heldur og mannréttindi skammt á veg komin. Við lýðveldis­ stofnun var allt annað uppi á ten­ ingnum, hýbýli nær því sem við nú þekkjum, engin vistarbönd, kosn­ ingaréttur orðinn almennur og sjávar útvegurinn að taka við af bændasamfélaginu. Þá stóð til að færa þjóðinni nýja stjórnarskrá en því verki er enn ólokið. Þorskastríðið og EES Nokkurt líf komst þó í stjórnar­ skrárumræðuna í kjölfar þorska­ stríðanna á áttunda áratugnum enda orðið ljóst að auðlindir lands­ ins voru miklar en ekki ótakmark­ aðar. Gunnar Thoroddsen vildi að auðlindaákvæði yrði sett í stjórnar­ skrá en hafði ekki erindi sem erfiði. Gjafakvótakerfið var svo innleitt án þess að þjóðin, skráður eigandi fiski­ miðanna, ætti stafkrók um rétt sinn í stjórnarskrá. Lærdómsríkustu eft­ irmæli þessa tíma koma frá skelegg­ um skipherra í þorskastríðinu, Guð­ mundi Kjærnested. Hann kvaðst ekki hafa staðið í þessari baráttu hefði hann vitað að staðan yrði svona nokkrum árum síðar og vísaði þá einmitt til gjafaúthlutunar á kvóta. Næst reyndi á stjórnarskrána þegar Ísland tók upp EES­samn­ inginn 1993. Ekkert ákvæði er um valdaframsal þó slíkt hafi átt sér stað bæði með inngöngu okkar í Sam­ einuðu þjóðirnar og NATO mörg­ um árum fyrr. Menn þrugluðu þá og æ síðan um fullveldi og valdafram­ sal, túlka allt sínum málstað í vil og íslensk þjóð þiggur evrópskar laga­ tilskipanir án þess að hafa nokkurn tíma verið spurð. Upp úr aldamótunum kom svo hagræðingin af gjafakvótakerfinu í ljós, fjármunir söfnuðust á fárra hendur. Einkavinavæðing þáverandi ríkisstjórnar hleypti svo af stað far­ aldri sem nú er kenndur í kennslu­ bókum víða um heim sem víti til varnaðar. Vitneskjan um að hrun væri á næsta leiti barst fólki mis­ fljótt en vitanlega fyrst til helstu ger­ enda sem flúðu með illa fengið fé sitt. Stjórnarskráin frá 1874 reyndist harla haldlaus i þessum darraðar­ dansi öllum. Hrunið Í eftirskjálftum hrunsins komst loks skriður á nýja stjórnarskrá. Þjóð­ inni var fenginn sá réttur að búa til eigin stjórnarskrá og hún vissi hvað hún vildi. Þjóðfundur skilaði tillög­ um og fræðimenn skiluðu tillögum og fólk úti í bæ skilaði tillögum. Allir sem vildu skiluðu tillögum. Stjórn­ lagaráð var fengið til úrvinnslu og komst að einróma niðurstöðu. Sú niðurstaða var borin undir þjóðar­ atkvæði 2012 og fékk afgerandi blessun. Eflaust hafa ákvæði um auðlindir, upplýsingaskyldu, beint lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslur ráðið þar miklu enda ákall reynsl­ unnar sterkt. Því miður brást þá­ verandi þingmeirihluti og sá núver­ andi hefur yfir lýstan engan áhuga á málinu. Þetta veldur því að þingmenn geta áfram umgengist lýðræðislegt umboð sitt að vild, haldið tryggð sína við hagsmunaaðila, túlkað niður­ stöðu kosninga að eigin geðþótta, sagt eitt og gert annað, hundsað ákall um þjóðaratkvæði og haldið frá þjóðinni öllum helstu hitamálum, í raun rétt þjóðinni fingurinn í hverju sem er hvenær sem er. Eflaust ekki ósvipað og ráðamenn gerðu 1874. Deilumál grassera Á Íslandi hafa stjórnmálaflokkar ekki sveigt sig undir lýðræðið heldur sveigt það að sínum þörfum. Útkom­ an sýnir sig í óútkljáðum deilumálum sem grassera, jafnvel árum saman og eitra út frá sér. Ein ríkisstjórn rífur í sig vinnu þeirrar fyrri og síðan koll af kolli. Ekkert þokast og flokkarn­ ir svo sjálfmiðaðir að þeir gera ekki hið augljósa, þ.e. fá fram vilja þjóðar­ innar og halda áfram með skýrt um­ boð. Í tilfelli viðræðuslita við ESB kallar formaður Sjálfstæðisflokks það pólitískan ómöguleika að lúta þjóðarvilja sem gengur gegn hans eigin sannfæringu. Til að halda völd­ um er þjóðarviljinn einfaldlega látinn fjúka. Á sama hátt er landsmönnum kerfisbundið haldið frá þjóðarat­ kvæðagreiðslu um kvótakerfið svo ríkisstjórnir neyðist ekki til breytinga sem ganga á skjön við hagsmuna­ aðila. Kvótamálið komst þó á dag­ skrá í atkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá 2012 en afgerandi vilji til breytinga var hunsaður. Þennan mat­ seðil er þjóðinni gert að gleypa, aftur, aftur, aftur og aftur. Án nýrrar stjórnarskrár mun ís­ lensk þjóð áfram búa við pólitíska pattstöðu. Vart er að sjá neina vit­ undarvakningu hjá gömlu stjórn­ málaflokkunum sem heimta afsök­ unarbeiðnir á víxl en ættu að biðja þjóðina afsökunar. Af þessu leiðir að við kjósendur, þurfum að svara því hvort við viljum eftirláta landið þess­ um þjóðkjörnu ofbeldisseggjum eða þvinga fram breytingar. n Þjóðkjörnir ofbeldisseggir „Á Íslandi hafa stjórnmálaflokkar ekki sveigt sig undir lýð- ræðið heldur sveigt það að sínum þörfum. Þ egar þessi orð eru sett á blað er líklegt að loðnukvót­ inn verði 127.700 tonn á vetrarvertíðinni 2014 þegar óveiddum kvóta Norð­ manna hefur verið bætt við veiði­ heimildir íslenskra skipa sem gefn­ ar voru út af ráðuneytinu í byrjun vertíðar. Á móti voru veidd 463.000 tonn af loðnu árið 2013 samkvæmt upplýsingum sem ég aflaði mér. Góðu tíðindin eru hins vegar að vesturganga fannst um miðja vik­ una og aldrei að vita nema hún komi til með að bjarga vertíðinni. Það liggur þó ekki fyrir þegar þessi orð eru sett á blað. Loðnan sem veiðist út af Vestfjörðum er smærri en sú sem var veidd fyrr á vertíðinni auk þess sem í henni er áta og hrogna­ fylling var um 22% á miðvikudags­ kvöld. Átan getur komið í veg fyrir að loðnan verði fryst á dýrustu markaði. Hafró er með skip á svæð­ inu og mælir vesturgönguna og nú er óskandi að kvótinn verði aukinn verulega svo tekjutap þjóðarbúsins verði ekki stórfellt miðað við síðustu vertíð. Veiðiskipin hafa verið vör við töluvert magn og stóra flekki af loðnu í sjónum. Það er ekki á vísan að róa þegar við reiknum okkur tekjur af fiskveið­ um og verðmætum sjávarfangs. Á einni nóttu getur von um góða ver­ tíð orðið að engu en eins líkleg að það breytist eins og hendi sé veifað. Loðnan er ólíkindatól og kemur sí­ fellt á óvart. En það segir okkur að við verðum að styrkja tekjuöflun rík­ isins af atvinnustarfsemi. Ekki með auknum sköttum heldur með því að skapa fleiri tækifæri þar sem verð­ mætasköpun er undirstaða fyrir fjölbreytt og vel launuð störf. Einföldum veiðileyfa- og auðlindagjöld Sveiflur í sjávarútvegi leiða hug­ ann að því hvernig núverandi form veiðileyfagjalda og sérstaks veiði­ leyfagjalds getur komið illa niður á útveginum. Gjöldin taka mið af rentu þriggja síðustu ára og þegar veiðin sveiflast og verð á mörkuðum lækkar eins og nú er að gerast með mjöl og lýsi þá leggjast gjöldin á með ógnar­ þunga. Nýtt frumvarp er þó í smíð­ um og ég veit ekki hvernig það tekur á þessum þáttum er varða sveiflur í verðmætum. Núverandi reiknisaðferð fyrir auðlindarentu er afar flókinn reikn­ ingur sem sjaldan er vænlegt til ár­ angurs þegar einfaldar lausnir eru í boði. Einfaldleikinn skilar sér best og er hluti af því að venjulegt fólk geti gert sér grein fyrir gjaldinu. Ég hef rætt við marga sem lifa og hrær­ ast í þessum málum alla daga og ekki síst útgerðarmenn sem eru því mjög sammála að veiðileyfagjöldin eigi að reikna á landaðan afla og þau greiðist jafnóðum og uppgjör á greiðslu afla fer fram. Með einföldum reiknistuðli má þannig ná utan um gjaldið og þá hefur það þann kost að það greiðist jafnóðum og fiskurinn er veiddur og reiknistuðullinn tekur mið af sveifl­ um í verðlagi fiskjar á mörkuðum og beint til fiskframleiðanda. Það er mikilvægt að gjaldið taki mið af verðlagssveiflum og komi þannig jafnar niður á útgerðina og tekjurnar af gjaldinu skili sér jafnóðum í ríkissjóð. Þá er ein­ falt með reglugerð að taka stuðul­ inn úr sambandi að fullu eða hluta á einstakar tegundir sem ekki eiga að bera gjöldin. Þær tegundir eru eins og rætt er um í þessu sam­ bandi, þorskur veiddur í Barentshafi, kolmunni, (rætt um 50% gjald eða minna), rækja og e.t.v. fleiri tegund­ ir sem gætu bæst á þennan lista eft­ ir ástæðum og horfum. Þar þarf að gæta að því að nýir veiðistofnar séu ekki gjaldfærðir svo hátt að ekki sé kostur að leggja veiðarfæri og skip í það að finna ný mið og tegundir í veiðanlegu magni. Veiðileyfagjöld mega aldrei verða til þess að draga úr framþróun og takmarka nýjar leiðir í öflun nýrra tegunda eða fiskimiða. Veiðileyfagjöld má einnig innheimta í gegnum tekjuskatt fyrirtækja en þá verða þau e.t.v. ekki jafn gegnsæ og gjald reiknað við hverja löndun. Vinnslan Ég hef margoft bent á það í ræðu og riti að við verðum að hafa gjöldin sanngjörn og hógvær. Í því sam­ bandi hef ég bent á að auðlindarenta af vinnslunni er tekin í gegnum út­ gerðina sem er afar ósanngjarnt, að ein grein greiði gjöld fyrir aðra. Ég hef einnig oft bent á þá leið að í stað þess að reikna auðlindagjald á vinnsluna væri farsælla að gera vinnslunni kleift að hækka laun fisk­ verkafólks verulega. Það skilar sér strax í bættum hag fiskvinnslufólks sem svo sannarlega á það skilið. Tekjur sjávarsveitarfélaganna aukast með hækkuðu útsvari og veltan í samfélaginu skilar ríkinu auknum sköttum af neyslunni. Skattlagning er ekki eina leiðin til að auka tekjur samfélagsins af verðmætasköpun­ inni í landinu. n „Á einni nóttu get- ur von um góða vertíð orðið að engu en eins líkleg að það breytist eins og hendi sé veifað. A ugljóst er að viðbrögð fólks við gerræðistillögu utanríkisráðherrans um að slíta samningaviðræð­ um við Evrópusambandið kom forystumönnum ríkisstjórnar­ innar í opna skjöldu. Þeir eru því á harða hlaupum undan eigin orðum og gjörðum. Forystumenn ríkisstjórnarinnar eiga í erfið­ leikum með að muna hverju þeir lofuðu. Þeir fiska upp orð eins og ómöguleiki og framfylgjanlegt til að segja að þeir geti ekki farið að vilja meirihluta fólks. – Þetta áttu þeir að sjá fyrir. Og láta innantóm loforð eiga sig. Svo þvarga þeir um hvort hægt sé að halda þjóðaratkvæða­ greiðslu, hvort einhver sé bundinn af henni og af hverju var ekki löngu búið að halda þjóðar­ atkvæðagreiðslu. Ekki mjög gagn­ legt í umræðunni, en hentar þeim sem eru á flótta undan sjálfum sér. Strax við upphaf klúðursins sagði formaður Sjálfstæðisflokksins að áður en hægt yrði að halda þjóðar­ atkvæðagreiðslu þyrfti að breyta stjórnarskránni. Forsætisráðherr­ ann, formaður Framsóknarflokks­ ins, endurtók þennan vísdóm nú í vikunni. Ætla þeir að beita sér fyrir breytingu á stjórnarskránni? Trú­ ir því einhver að þeir ætli að gera það? Treystir einhver loforðum þessara manna? Svo er það röksemdin að ekki hafi verið samþykkt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu áður en umsóknin var lögð fram. Látum vera að samkvæmt fyrri röksemd­ inni um ákvæðið í stjórnarskránni er illskiljanlegt hvernig það átti að vera hægt, það er nú svo að menn grípa til þess sem hendi er næst. Fyrir kosningar 2009 var það skýr stefna Samfylkingarinnar að sækja skyldi um aðild að Evrópu­ sambandinu og að þegar samn­ ingur lægi fyrir yrði hann borinn undir þjóðina í þjóðarat­ kvæðagreiðslu. Það er bjargföst skoðun mín að okkur er betur borgið í sem nánustu samstarfi við aðrar þjóðir en með mikilmennskutil­ burðum eins og þeim að við eigum að hafa allan heiminn undir, semja við Kínverja, Indverja, austur og vestur. Samningurinn um EES var heillaspor. En við erum skör lægra en samstarfsríkin sem eru innan ESB. Við höfum ekki aðgang að fundunum þar sem ákvarðanir sem við innleiðum í okkar löggjöf eru teknar. Það er í besta falli barnaskap­ ur að halda því fram að við getum aukið áhrif okkar með því að fjölga starfsfólki í Brussel. Sjáið norsku skýrsluna um áhrif Norðmanna, sem eru með her manns í Brussel, hangandi á hurðarhúnum leitandi frétta af fundum sem þeim er ekki boðið á. Umræðan um Evrópusam­ bandið, eðli þess og starfshætti er og hefur verið með þeim hætti að fólk getur ekki tekið upplýsta ákvörðun um hvort okkur er bet­ ur borgið innan þess eða utan nema að samningur liggi fyrir. Það var mín skoðun árið 2009 og sú skoðun hefur bara styrkst undan­ farna daga. Þess vegna var fráleitt að leysa innanflokksdeilur Sjálf­ stæðisflokksins með því að sam­ þykkja þjóðaratkvæðagreiðslu um að leggja fram umsókn sumarið 2009. Þeir verða að leysa sínar deil­ ur sjálfir, þurftu það þá og þurfa það nú. Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Flóttinn mikli Það er ekki á vísan að róa Ásmundur Friðriksson alþingismaður Kjallari Lýður Árnason læknir og vaktstjóri Lýðræðisvaktarinnar Aðsent
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.