Dagblaðið Vísir - DV

Date
  • previous monthMarch 2014next month
    MoTuWeThFrSaSu
    242526272812
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Page 34
Helgarblað 7.–10. mars 201434 Fólk Viðtal og útskýrt eitthvað fyrir fólki um það sem er að gerast úti í heimi og það er líka mjög gaman þegar maður fær send þakkarbréf. Svo er ekki verra ef maður getur verið með uppistand á kvöldin og fengið fólk til að hlæja. Það gefur mér mjög mikið.“ Tókst að fara að lifa lífinu „Síðustu ár hafa verið svo rosalega ólík því sem ég er vanur. Öll mín full- orðinsár hafa verið rosaerfið og þung þar sem hver dagur er mjög erfiður, en síðustu þrjú, fjögur ár hefur allt verið miklu léttara einhvern veginn. Ég hefði til dæmis aldrei farið í uppi- standskeppni fyrir nokkrum árum, mér hefði ekki dottið það í hug, hvað þá þorað að eignast barn og stofna fjölskyldu,“ segir Gunnar. Spurður um mögulega ástæðu hinnar bættu líð- anar svarar hann: „Það þarf hver og einn að finna sína leið. Mér tókst einhvern veginn að fara að lifa lífinu meira og hafa minni áhyggjur af hlutunum. Maður ræður svo litlu um eigin örlög, en því sem maður ræður verður maður að vinna í. Þó maður geti ekki ráðið við restina verður maður allavega að ráða við sjálfan sig.“ Menningarsjokk í Kína Eftir það mikla áfall að hafa misst besta vin sinn hóf Gunnar að endur- skoða líf sitt. Nokkrum mánuðum eft- ir andlát vinarins flutti hann til Kína ásamt föður sínum og stjúpmóður. „Auður Edda, konan hans pabba, var að vinna fyrir íslenska sendiráðið í Kína svo við fluttum til Peking. Það voru mikil viðbrigði og menningar- sjokkið var mikið fyrst. Ég hafði líka engan aðgang að samfélaginu því ég talaði ekki tungumálið og þurfti alltaf að fá einhvern til að túlka fyrir mig. Þetta var stórmerkilegur tími. En með því að fara út slapp ég einhvern veg- inn frá öllu. Ég hætti að hugsa um Ís- land og allt vesenið og ruglið heima og reyndi að einbeita mér að því að uppgötva hver ég væri og eins að uppgötva Kína, þetta svakalega fram- andi land.“ Skriðdrekar og sjálfsmorðsárásir Þrátt fyrir að hafa ekki lokið stúd- entsprófi komst Gunnar inn í kín- verskan háskóla með því að taka inntökupróf. Þar lagði hann stund á félagsvísindi og félagsfræði en lauk svo náminu þegar hann flutti til Berlínar að þremur árum liðn- um. Hann ferðaðist einnig víða og fór meðal annars til Mið-Austurlanda þar sem hann lenti í hverju ævintýr- inu á fætur öðru. „Ég fór í hálfgerða pílagrímsferð til Ísrael og Palestínu. Þetta var árið 2002, þegar seinni Intifada-uppreisn- in var nýlega byrjuð, og það var allt á suðupunkti þegar ég pantaði ferðina. Daginn áður en ég lagði af stað fór svo allt til fjandans. Það voru enda- lausar árásir og skriðdrekar úti um allt og tvær sjálfsmorðsárásir á dag. Þetta hafði verið tvítugsafmælisgjöf- in mín og pabbi vildi helst ekki að ég færi en ég vildi það endilega og sér- staklega þegar ástandið var svona. Ég setti mig svo í samband við RÚV og Morgunblaðið og reyndi að hefja blaðamannaferilinn fyrir alvöru með því að taka einhver viðtöl þarna úti.“ Klæddist ólöglegum bolum „Ég gæti talað endalaust um það sem gerðist á þessum tíma. Það var skot- ið á mig, ég festist inni í flóttamanna- búðum, sá loftárásir og hitti hryðju- verkamenn,“ segir Gunnar er hann rifjar upp ferðina. Hann eyddi tveim- ur vikum í Ísrael og Palestínu auk þess sem hann dvaldi í viku í Jórdaníu. „Það fóru eiginlega engir ferða- menn eða Ísraelsmenn yfir á Vestur- bakkann á þessum tíma, það þorði því enginn, og það var erfitt að ferð- ast um. Ég var með palestínskan fararstjóra sem fékk þá hugmynd að ég keypti mér bol með mynd af Yass- er Arafat og einhverju hörðu, palest- ínsku slagorði til að sýna að ég væri ekki Ísraelsmaður. Slíkir bolir eru ólöglegir og Ísraelsmenn stoppa mann ef maður klæðist þeim. En ég fór inn í Jerúsalem og kom upp að Palestínumanni sem var að selja boli. Hann var bara með ísraelska boli með myndum af Uzi-byssum og ísraelska fánanum en ég spurði hvort hann væri ekki Palestínumaður og hvort ég geti ekki keypt einhverja palestínska boli af honum. Maðurinn horfði í kringum sig og tók svo úr felum merki til að pressa á boli. Hann þorði ekki einu sinni að vera með tilbúna boli með myndum af Arafat og slagorð- um eins og „Við megum aldrei gefast upp!“. En ég keypti af honum þrjá boli og beið á meðan hann pressaði þá fyrir mig og horfði óttasleginn í kring- um sig á meðan.“ Bolirnir veittu Gunnari aukið ör- yggi á þessu mikla átakasvæði. „Ég fór í bolina og skyrtu yfir. Svo hneppti ég alltaf upp skyrtunni þegar ég var Ísraelsmegin eða í nálægð við hermenn. Þegar ég kom inn á Vest- urbakkann hneppti ég skyrtunni svo niður til að það sæist að ég væri ekki Ísraelsmaður og yrði ekki skotinn á færi. Það var mikið bent og hlegið, en það er skárra en margt annað sem hefði getað gerst.“ Festist í flóttamannabúðum Til að ferðast á milli Ísraels og Vestur- bakkans þurfti Gunnar að smygla sér í gegnum lítið þorp, í nálægð við landamærastöð, sem jafnað hafði verið við jörðu. „Það var bara steypurústir. Við vorum þarna um nótt og þurftum að lýsa upp með gaslausum kveikjara. Það var ekkert ljós svo hjólið var það eina sem lýsti okkur þegar við klöngruðumst yfir þessar rústir. Á leiðinni stóð maður sem var að selja mat því hann vissi að fólki þyrfti að fara þarna í gegn til að komast yfir landamærin. Við vorum í rauninni að fara í leyfisleysi fram hjá landamæra- stöð Ísraels og festumst alltaf inni í flóttamannabúðunum ef við vorum of seint á ferðinni.“ Lenti í skotárás Eitt sinn lenti Gunnar í skotárás er hann og samferðamenn hans ákváðu að fara í leyfisleysi fram hjá ísraelskri landamærastöð. „Það var búið að gera loftárás á flóttamannabúðir sem heita Kalandia og þar er landamærastöð sem lok- aðist. Við ákváðum að fara fram hjá henni, sem ég frétti seinna að væri bæði stórhættulegt og heimskulegt og hefði ekki verið góð hugmynd. Við fórum þarna með nokkra bíla, en flestir voru fótgangandi. Bílarnir keyrðu mjög hægt og voru með ljósin á og svo allt í einu heyrðum við eitt- hvert hljóð. Allir hentu sér niður en ég var seinni að átta mig og var dreg- inn niður. Þá heyrðist aftur eitthvert hljóð, svona eins og mjálm eða tíst, og þá voru þetta kúlur sem voru að lenda á steinunum í kringum okkur. Svo sprakk rúða í einum bílnum og þetta gekk yfir í fjórar, fimm mínútur þar sem við heyrðum alltaf að það lentu kúlur hér og þar í kringum okkur.“ Ætluðu ekki að drepa neinn „Ég fór eiginlega bara út úr líkaman- um. Ég gat ekki trúað því að þetta væri að gerast. Sérstaklega af því að það voru allir svo rólegir í kringum mig. Við fórum á bak við bílinn og Palest- ínumennirnir sátu bara afslappaðir með bakið upp við bílinn og voru að bíða eftir að þessu lyki.“ Skotin bárust frá ísraelskum skrið- dreka á hæð skammt frá. „Við vorum náttúrlega þarna í leyfisleysi þannig að þeir höfðu fullt leyfi til að skjóta á okkur. Á endan- um hættu þeir svo og hleyptu okkur áfram. Þetta voru bara viðvörunar- skot, þeir voru ekkert að reyna að drepa neinn. En maður var oft stopp- aður í marga klukkutíma og látinn bíða í sólinni við landamærin án þess að þeir svo mikið sem litu á skilríkin hjá manni.“ Hitti eftirlýsta hryðjuverkamenn Eitt sinn tókst Gunnari að fá samþykkt að taka viðtal við hryðjuverkamenn. Hann kom sér í samband við menn sem þekktu til meðlima í eftir lýstum uppreisnarsveitum Palestínu manna og eftir nokkra daga af samninga- viðræðum var samþykkt að Gunnar fengi að hitta þrjá þeirra. Mennirnir voru í felum þar sem þeir voru eftir- lýstir vegna tengsla við hryðjuverka- hóp. „Það var keyrt með mig í hringi inni í Ramallah og inn í einhverjar flóttamannabúðir þangað til ég vissi ekkert hvar ég var lengur,“ segir Gunnar er hann rifjar upp þessa sögu. Hún er honum enn í fersku minni. „Svo loksins komum við að húsi þar sem allir voru voða venjulegir að vinna við tölvur. Þetta var eins og einhvers konar tölvufyrirtæki. Síð- an sagði maðurinn sem var með mér eitthvað á arabísku og þá urðu all- ir mjög alvarlegir. Einn mannanna stóð upp og færði eitthvað dót þar til í ljós kom hurð. Handan hurðarinn- ar var gangur og tröppur sem lágu ofan í steypta einingu undir húsinu og þar sátu þrír ákaflega fölir menn að horfa á gervihnattasjónvarp af átökunum. Þetta voru hinir eftirlýstu hryðjuverkamenn. Það voru engir gluggar á herberginu eða neitt en þeir keðjureyktu og það var gjörsamlega ólíft fyrir reyk.“ „I kill you“ Samskipti Gunnars og mannanna voru erfið því túlkurinn talaði litla sem enga ensku og gat því lítið túlkað fyrir íslenska ferðamanninn. „Ég gat ekkert notað þetta sem viðtal því við skildum ekki hver ann- an, en þetta var mikil lífsreynsla engu að síður. Eftir smá stund fór túlk- urinn eitthvað frá og þá kom einn mannanna upp að mér. Hann var skeggjaður og frekar vingjarnlegur og spurði mig á bjagaðri ensku hvort ég væri með nafnspjald. Ég var ekki með neitt slíkt, nema nafnspjald hót- elsins sem ég gisti á svo ég rétti hon- um það. Hann horfði á spjaldið og sagði: „Tomorrow … 2 o‘clock … your hotel … I kill you.“ Ég vissi ekki hvað- an á mig stóð veðrið og fór að hugsa hvað það væri margt „ólógískt“ við þetta. Af hverju var hann að segja mér hvenær hann ætlaði að drepa mig? Og af hverju vildi hann mæla sér mót við mig til þess?“ segir Gunnar, sem var mjög undrandi yfir orðum hryðjuverkamannsins. Þegar Gunn- ar sýndi lítil viðbrögð stakk maður- inn upp á öðrum tíma og sagði: „3 o‘clock … tomorrow … your hotel … I kill you.“ „Hann brosti þegar hann sagði þetta og ég hugsaði með mér hvaða aðstæður ég væri eiginlega kominn í. Ég er ekki Jack Bauer og var ekki að fara að komast út úr þessum kjallara. Síðan kom túlkurinn aftur í herberg- ið og þeir töluðu saman á arabísku í smá stund og fóru að skellihlæja. Loks útskýrði túlkurinn að maðurinn hefði ætlað að segja „2 o‘clock … your hotel … I call you“. Ég get ekki sagt að ég hafi beinlínis óttast um líf mitt því þetta var of súr- realískt,“ segir Gunnar um þetta atvik. „Ég var meira að hugsa hvers kon- ar húmor þetta væri hjá þeim. En það var mjög sérstakt að hitta þá og dálítið erfitt líka. Ég vissi náttúrlega ekki við hverju ég ætti að búast; hvort þetta væru einhverjir ofstækismenn eða hvort ég væri í hættu. Það var ekki fyrr en ég var kominn upp úr neðan- jarðarbyrginu sem ég var öruggur um að ég væri ekki í hættu.“ Eins og að missa fjölskyldumeðlim „Ég vissi strax að ég myndi hafa meiri áhuga á alþjóðamálum en íslenskum,“ segir Gunnar. „Ég bjó mikið erlendis og fylgdist meira með erlendum fjölmiðlum en íslenskum, sérstaklega í seinni tíð. Þá fór ég eiginlega að verða fíkill í er- lenda miðla á borð við CNN og BBC og varð að vita hvað væri að gerast alls staðar í heiminum.“ Það lá því mjög beint við að ráða sig á erlendu fréttadeildina hjá RÚV, en þar hefur Gunnar starfað í tæp sex ár. „Það er búið að vera alveg stór- kostlegt. Þetta er besti vinnustaður sem ég hef komið á, þó það hafi nátt- úrlega verið erfiðir tímar hjá okkur undanfarið vegna uppsagnanna. Það er alltaf eins og missa einn úr fjöl- skyldunni þegar einhver fer því þetta er það sterkur hópur að maður sér eftir hverjum einasta.“ Ánægður hjá RÚV Þrátt fyrir aukið álag í kjölfar upp- sagnanna segist Gunnar njóta þess að vinna mikið og vera undir álagi. „Álagið er náttúrlega mun meira núna en það var. En ég nýt þess reyndar að vera á tólf tíma vöktum með nóg að gera, ég er þannig týpa. Þannig að sá hluti hefur aldrei truflað mig,“ segir hann. Gunnar segist hafa fundið sína hillu í lífinu og stefnir alls ekki á að hætta í náinni framtíð. „Ég verð bara eins lengi og þau vilja hafa mig. Það er svona ákveðin týpa sem kemur þarna inn og fer ekki fyrr en hún fer á eftirlaun. Ég tek hana mér til fyrirmyndar,“ segir hann og brosir út í annað. „Það er sagt að ákveðnir menn hætti ekki, heldur hreinlega deyi frá starfinu. Ætli ég verði ekki einn af þeim.“ n „Ég vissi náttúrlega ekki við hverju ég ætti að búast; hvort þetta væru einhverjir ofstækismenn eða hvort ég væri í hættu. Jóhanna og Jónína Gunnari fannst samband móður sinnar og Jóhönnu alltaf sjálfsagt mál. Mynd SIgTRygguR ARI Léttara og betra líf Kolbrún og Gunnar m eð dóttur sína. „Mér tókst einhvern veginn að fara að lifa lífinu meira og hafa minni áhyggjur af hlutunum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue: 19. tölublað (07.03.2014)
https://timarit.is/issue/383624

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

19. tölublað (07.03.2014)

Actions: