Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Qupperneq 38
Helgarblað 7.–10. mars 201438 Neytendur Svona velurðu gott vín n Yfirleitt er aðeins dýrara vín betra n Áfengisgjald hátt hlutfall af verðinu N eytendur verða að átta sig á því að innkaupsverðið fyr- ir vín sem kosta um 1.500 krónur er með því lægsta sem hægt er að fá eða í kring- um 1 til 1,5 evrur vegna þess að áfeng- isgjaldið og öll hin gjöldin og álagn- ingar verða svo stór hluti af verðinu,“ segir Dominique Plédel Jónsson, eig- andi Vínskólans, en DV bað hana um að taka saman lista yfir bestu vínin í kringum 1.500 krónur í Vínbúðinni. „Um leið og komið er yfir 1.700 til 1.800 krónu markið eru vínin miklu betri og öruggari. Þá er innkaups- verðið orðið tvær evrur og munurinn er meiri en menn gera sér grein fyr- ir.“ Dominique hefur haft vínfræðslu að aðalstarfi síðan 2003 og stofnaði Vínskólann í lok 2005. Hún er stofn- meðlimur Vínþjónasamtaka Íslands og hefur verið vínrýnir Gestgjafans síðan 2006. Hún segir erfitt að velja bestu vín- in í þeim verðflokki sem DV bað um en fékkst þó til þess. Hún segir val- ið miða við lágt verð, að vínið sé ekki frá stórum samsteypum og að það sé með „karakter“, áberandi einkenni frá því héraði eða landi sem það kemur frá. Í þessu samhengi talar hún um hnattvæðingu bragðlaukanna. „Þá á ég við að þú getur orðið feng- ið vín sem smakkast eins hvort sem það kemur frá Ástralíu, Suður-Afríku eða Argentínu, vegna þess að reiknað er með að allir séu komnir með sömu bragðlaukana, ég kalla það líka Coca- Cola kynslóð. Vínið er svo „bragð- bætt“ til að gera það öðruvísi en önn- ur. Þetta eru svona iðnaðarvín,“ segir hún. n Auður Alfífa Ketilsdóttir fifa@dv.is Dominique Plédel Jónsson Eigandi Vínskólans og vínrýnir. MynD DV Rauðvín nafn Framleiðsluland Prósent Lýsing Verð n Vina Maipo Cabernet Merlot (Chile) 11,5% Kirsuberjarautt. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra, mild tannín. Rauð ber, krydd. 1.399 kr. n Lamadoro Primitivo (Ítalía) 12% Rúbínrautt. eðalfylling, ósætt, mild sýra, miðlungstannín. Sólbakaður ávöxtur, brómber, plóma, krydd. 1.650 kr. n Santa Alvara Cabernet Sauvignon (Chile) 13,5% Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, fersk sýra, miðlungstannín. Sólber, jörð, krydd. 1.699 kr. n Cuvée Bouchard Ainé Bourgogne (Frakkland) 12,5% Kirsuberjarautt. Létt fylling, þurrt, ferskt, lítil þroskuð tannín. Léttur, rauður ávöxtur. 1.699 kr. n Villa Real Terras de Alleu (Portúgal) 12,5% Rúbínrautt. Létt meðalfylling, þurrt, fersk sýra, mild tannín. Rauð ber, plóma. 1.792 kr. n Cono Sur Cabernet Sauvignon Bicicleta (Chile) 13% Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, fersk sýra, miðlungstannín. Dökk og rauð ber, sveit, krydd. 1.899 kr. n Chapoutier Marius (Frakkland) 13,5% Fjólurautt. Meðalfylling, þurrt, mild sýra, miðlungstannín. Dökk ber, bláber, brómber, sólbakaður ávöxtur. 1.999 kr. n A Mano Primitivo (Ítalía) 13,5% Rúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, fersk sýra, þroskuð tannín. Sætur ávöxtur, rauð ber, krydd, lyng. 1.999 kr. Hvítvín nafn Framleiðsluland Prósent Lýsing Verð n Allianca Vinho Verde (Portúgal) 10% Fölgult. Létt fylling, hálfþurrt, sýruríkt. Sítrusávextir, græn epli, snarpt. 1.499 kr. n Trivento Tribu Chardonnay (Argentína) 13% Ljóssítrónugult. Létt meðalfylling, þurrt, fersk sýra. Sítrus, suðrænn ávöxtur. 1.599 kr. n Fuzion Torrontes (Argentína) 13% Fölsítrónugult. Létt fylling, þurrt, mild sýra. Ferskja, ferskjusteinn, stjörnuávöxtur. 1.681 kr. n Cuvée Bouchard Ainé Blanc de Blancs (Frakkland) 12,5% Ljóssítrónugult. Létt fylling, þurrt, fersk sýra. Epli, pera, ljós ávöxtur. 1.699 kr. n Baron de Ley bianco (Spánn) 12,5% Ljóssítrónugult. Létt meðalfylling, þurrt, mild sýra. Epli, pera, melóna, krydd. 1.699 kr. n Librandi Ciro (Ítalía) 13,5% Ljóskirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, fersk sýra, miðlungstannín. Rauð ber, blóðappelsína. 2.050 kr. n Pares Balta Blanc de Pacs (Spánn) 11,5% Ljóssítrónugult. Létt fylling, þurrt, fersk sýra. Greip, stjörnuávöxtur. 2.199 kr. „ „Þá á ég við að þú getur orðið feng- ið vín sem smakkast eins hvort sem það kemur frá Ástralíu, Suður-Afríku eða Argentínu. K annski ekki æskilegasta leiðin að gera einhverja gámabyggð og auðvitað hætt við að það verði eins og braggabyggð- irnar voru og það sé verið að skapa fátækrahverfi. Hins vegar þarf að leysa þennan bráðavanda leigj- enda. Það þarf að koma jafnvægi á framboð og eftirspurn eftir leigu- húsnæði,“ segir Hildigunnur Haf- steinsdóttir, lögfræðingur Neytenda- samtakanna, en undanfarið hafa verið kynntar hugmyndir íslenskra fyrirtækja um innréttingu á flutn- ingagámum til búsetu. Íbúðirnar yrðu um 27 fermetrar og áætla forsvars- mennirnir að leigan gæti verið um 80 þúsund krónur á mánuði. Í Amsterdam í Hollandi er stórt hverfi byggt úr gámastæðum og síð- astliðið haust sagði DV frá slíkri byggð sem rís nú í London að undirlagi YMCA. Íbúðin stenst byggingarreglugerð að öllu leyti nema því að baðherberg- ið eru rúmir tveir fermetrar en þyrfti að vera helmingi stærra. Þar er þó ágætt rúm fyrir sturtu salerni og vask. „Ég ætla ekki að vera að tjá mig um byggingarreglugerðir eða undan- þágur frá þeim,“ segir Hildigunnur og bendir á að markmiðið ætti alltaf að vera blönduð byggð. „En mér finnst alveg vert að skoða þetta með hliðsjón af þörfinni. Það er auðvitað lúxus- vandamál að búa í gámabyggð eða fá- tækrahverfi miðað við það að búa á götunni.“ Hún bendir á að sums staðar er- lendis hafi verið farin sú leið að banna útleigu á íbúðum til ferðamanna til að mæta skorti á leiguhúsnæði. Það hafi til dæmis verið bannað í miðborgum Amsterdam og Berlínar. „Ég held að það sé ekki gott ef svona gámabyggðir eiga að vera fram- tíðarúrræði en miðað við myndir sem ég hef séð er þetta bara frekar vist- legt. Þannig að það eru tvær hliðar á þessu,“ segir hún. n fifa@dv.is Gámurinn er betri en gatan Nýlega hafa verið kynntar tillögur um smáíbúðir í flutningagámum hérlendis Gámur Myndin er úr gáma- byggð sem nú rís í London. Verðmætaþoka villir sýn Lottóvinningur leysir ekki málin „Tækniþróun í viðskiptum og yfirgnæfandi notkun korta og rafrænna peninga er aðalorsök verðmætaþoku. Þeir sem venj- ast á að framkvæma alltaf sömu hegðun til að fá mismun- andi vörur, til dæmis rétta fram debetkort og fá allar sínar vör- ur í skiptum, er í miklu meiri hættu á að missa tengingu við verðmæti vöru og þjónustu.“ Þetta segir í pistli á heimasíð- unni Skuldlaus.is þar sem Haukur Hilmarsson ráðgjafi fjall- ar um leiðir til skuldleysis. Þar segir einnig: „Verðmæta- þokan villir sýn þegar fólk hirð- ir ekki um eigur sem gleym- ast í íþróttahúsum og skólum. Það er ekki tilfinningin að tapa verðmætum sem vaknar held- ur tilhugsunin um vesenið að þurfa að sækja óskilamuni og að viðurkenna gleymsku sína. Tími virðist dýrmætari en var- an. Þar sem að viðkomandi tengir ekki við verðmæti óskila- munanna þá er auðveldara að segja „Æi, þú mátt bara gefa þetta“ af því við notum bara kortið til að fá annað,“ segir hann. „Verðmætaþokan hjálpar kaupmönnum að selja mjög dýra vöru á auð- veldan hátt. Fólk hlustar á þörf sína fyrir nýjum hlutum án þess að meta verðgildið rétt. Merkjavara og tískuvara verður auðseljanleg þeim sem skynja ekki verð- mæti. Álit annarra er orðið dýr- mætara. Verðmætaþokan hefur einnig áhrif á tekjurnar okkar en í stað þess að glata verð- gildi peninga þá missum við verðgildi á tíma. Við missum tengingu við hvað við fáum mikið greitt fyrir vinnuframlag okkar. Við vitum ekki hvað tím- inn kostar.“ Hann segir að þegar fólk þjáist af verðmætaþoku sé al- gengt að fólk hugsi í einfeldni að hlutirnir reddist einhvern veginn, jafnvel með lottóvinn- ingi. Hann segir aðstæður þeirra sem lifa í slíkri þoku ekki breyt- ast fyrr en tekið er á vandanum. „Hafa ber í huga að hér er ég ekki að gera lítið úr neinum heldur benda á að vani getur fært okkur frá skynseminni. Ég hef ekki enn hitt einstakling sem ekki er hægt að aðstoða út úr fjárhagsvanda. Það breytist ef fólk fær tíma og tækifæri til að læra að stjórna peningunum sínum og tíma. Besta ráð sem til er gegn verðmætaþoku er að við vökn- um til vitundar um hvað við fáum í tekjur og hvað við ger- um svo við þær. Við spyrjum okkur nokkrar einfaldar spurn- ingar: Hvaða pening fáum við? Hvert fer sá peningur? Þarf hann að fara þangað? Vil ég að hann fari þangað? Þegar þú svarar þeim þá ertu vakandi.“ Óskilamunir Algengt er að fólk geri sér ekki grein fyrir verðmæti óskilamuna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.