Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Side 46
Helgarblað 7.–10. mars 201446 Sport Kunnugleg lið í toppbaráttunni n Tveir mánuðir þar til Pepsi-deildin hefst n Davíð Snorri leggur mat á stöðu liðanna N ú eru aðeins tveir mánuð- ir þar til keppni í Pepsi- deild karla hefst og eru liðin því nokkuð langt á veg komin í undirbún- ingi sínum fyrir komandi átök. DV fékk Davíð Snorra Jónasson, ann- an tveggja þjálfara Leiknis, til að leggja mat á stöðu liðanna. Hann býst við að kunnugleg nöfn; KR, FH og Breiðablik, verði í toppbar- áttunni í sumar og segir að brugð- ið geti til beggja vona hjá liðum eins og Stjörnunni og Fram. n Almarr Ormarsson í KR Eftir sex keppnistímabil hjá Fram leitaði hugurinn annað. Rúnar Kristinsson, þjálf- ari KR, sannfærði Almar um að ganga í raðir Vesturbæjarliðsins og verður fróðlegt að sjá hann fóta sig í alþekktri, svarthvítri treyju félagsins. Almarr hefur verið einn af máttarstólpum Framliðsins undanfarin ár og í fyrra hafði Breiðablik mikinn áhuga á að klófesta kappann. Hann er þeim eigin- leikum gæddur að geta leyst flestar stöður vallarins af hólmi með glæsibrag og mun það eflaust reynast nýjum vinnuveitend- um hans vel. Stefán Gíslason í Breiðablik Stefán hefur þrálát- lega verið orðaður við heimkomu undanfarin ár og nú er ljóst að hann kemur til með að leika í iðjagrænni treyju Breiðabliks. Að sögn Ólafs Kristjánssonar, þjálfara liðsins, mun Stefán leika í hjarta varnarinnar, en þeir fjórir sem skipuðu varnarlínuna mestmegnis á síðasta tímabili eru horfnir á braut. Reynsla Stefáns kemur til með að nýtast Breiðablik all verulega að uppbyggingu nýrrar varnarlínu og nái Stef- án sér á strik er aldrei að vita nema Íslands- meistaratitillinn rati aftur í Kópavoginn. Jóhannes Karl Guðjónsson í Fram Miðjumaðurinn snjalli sætti mikilli gagnrýni á síðastliðnu keppnistímabili þegar hann fór fyrir fallliði Skagamanna. Hvort það hafi verið réttmæt gagnrýni skal ósagt látið, en enginn efast um hæfileika Jóhannesar. Hann þekktist boð Framara eftir að hafa verið undir smásjánni hjá stærstu liðum Pepsi-deildarinnar og kemur til með að leika undir stjórn Bjarna, bróður síns. Jóhannes er með frábært auga fyrir samleik og sparkviss með eindæmum. Stærstu félagaskiptin Ingólfur Sigurðsson ingolfur@dv.is Heitir Breiðablik „Breiða- blik ætlar sér eflaust stóra hluti. Ég held að Stefán Gíslason gefi Blikunum mikið þegar hann kemur inn. Ólafur Kristjánsson, þjálfari þeirra, vill halda boltanum niðri og rúlla honum hratt á milli manna. Það skín alveg í gegn þegar maður sér Blikana spila. Ég er mjög hrifinn af leikstíl Breiðabliks og finnst skemmtilegt að sjá þá spila. Þeir verða í toppbaráttunni.“ FH „Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þeir leysa hlutverkið sem Björn Daníel var í og hverjir munu standa vaktina í vörninni þegar mótið hefst. Góðir leikmenn sem koma frá öðrum félögum í efstu deild virðast þurfa að taka sér góðan tíma til þess að komast inn í hlutina hjá FH. Liðið virðist vera eins og vél sem mallar og er þokkalega stabílt í öllu sem það gerir.“ KR „Þeir verða alltaf í toppbaráttunni. Það verður gaman að sjá hvernig þeir takast á við að missa Bjarna, Brynjar Björn og Hannes Þór. Bjarni hefur verið fyrirliði og leitt þá í gegnum þessa miklu velgengni. Ég get ímyndað mér að þeir séu miklir leiðtogar innan liðsins. Atli Sigurjóns- son hefur verið að stjórna spilinu þeirra í vetur. Við vitum að það er aðeins ein krafa í Vesturbænum og hún er að vinna.“ Stjarnan „Það er spennandi verkefni í gangi hjá Stjörnunni. Þeir unnu Fótbolta.net-mótið og hafa byrjað vel í Lengjubikarnum. Ég myndi halda að Stjarnan vilji vinna titla, en að sama skapi ætla þeir að spila á ungum leikmönnum. Er hægt að gera bæði í einu? Það verður gaman að sjá hvort staðið verður við að tefla ungu mönnunum fram. Ég er ekki viss um að þeir séu með sterkara lið núna en þeir voru með í fyrra.“ Volgir Fram „Það er léttara yfir öllu hjá Fram og vonandi koma fleiri á völlinn í ár. Spurningin er hversu mikil þolinmæði verður í Safamýrinni þegar komið er út í mót. Það getur brugðið til beggja vona í þessum unga hóp og þá reynir á reyndu leikmennina á borð við Jóhannes Karl og Viktor Bjarka. Þeir munu hugsanlega fara inn í mótið með það í huga að þeir hafi engu að tapa. Ég myndi giska á að Framliðið verði fyrir miðju deildarinnar.“ Keflavík „Það er lítið um mannabreytingar. Keflvíkingar ætla að spila á heimamönnum og eru góðir fram á við. Ég efast ekki um að þeir verði í fínum málum. Í fyrra náðu þeir að búa til góða stemningu og Kristján Guð- mundsson, þjálfari liðsins, pælir mikið í andstæðingnum og verður mjög vel undirbúinn fyrir leiki. Það er jákvætt andrúmsloft í Keflavík.“ ÍBV „Það verður spennandi að sjá hvern- ig Sigurði Ragnari tekst til í Vestmannaeyjum. Hann tók Dean Martin með sér og ég held að þeir myndi ágætis teymi. Þeir hafa verið að fá nokkra útlendinga sem hafa litið ágætlega út. Ég held að þeir verði um miðja deild. Þeir eru hvorki að fara í toppbaráttu né að berjast um sæti í deildinni.“ Valur „Það eru margir fínir leikmenn í Val, en mér finnst vanta stemningu. Ég held að þeir muni nú ekki vinna titilinn í ár og komi frekar til með að vera í miðjumoði. Það bendir fátt til þess að það verði einhver stórkostleg bæting á liðinu. Ég held því að þetta verði endurtekið efni frá því í fyrra hjá Valsmönnum.“ Kaldir Þór „Lárus Orri er orðinn aðstoðarþjálfari og kemur til með að hjálpa Páli aðalþjálfara svakalega með skipulag á varnarleikn- um. Síðast þegar þeir komu upp féllu þeir, en í fyrra náðu þeir að halda sér uppi. Þeir koma því reynslunni ríkari til leiks í sumar. Gildi Þórsara verða enn þau sömu: Að deyja fyrir klúbbinn.“ Fylkir „Ásmundur er búinn að vera lengi í þjálfun og er góður þjálfari. Í gamla daga voru mikil læti og stemning í kringum uppalda Fylkismenn. Það kom slík stemning á lokametrunum í fyrra og þeir þurfa klárlega að hafa hana í sumar. Það þarf að vera miklu meiri stemning í Árbænum yfirhöfuð, en hefur verið undanfarin ár.“ Víkingur R. „Þeir þurftu að styrkja sig fyrir átökin í efstu deild og eru búnir að því. Ég held það sé alltaf pressa í Víkinni. Þeir ætla ekkert að fara aftur niður og töluðu um það strax eftir að hafa komist upp, að bæta við leikmannahóp sinn. Sveinbjörn Jónasson er kominn í framherjastöðuna og er með mikið markanef. Það voru gæði í spilamennsku Víkings í fyrra, þó það hafi komið skrítnir leikir inn á milli.“ Fjölnir „Leikstíll Fjölnis gengur út á gott varnar- skipulag en það er spurning hvort þeir nái að þróa leik sinn meira frá því í fyrra. Það gekk í 1. deild en gæðin á sóknar- mönnum í efstu deild eru meiri. Þeir hafa ekki verið að bæta miklu við sig og verða að fara þetta mikið á samstöðu og baráttu. Fólk í Grafarvoginum þarf að styðja liðið meira og mæta almennilega á völlinn. Það er alveg klárt að Fjölnir mun liggja til baka og beita skyndisóknum. Þeir verða í baráttunni í neðri hluta deildarinnar.“ Samherjar Bjarni og Jóhannes Karl Guðjóns- synir eru komnir í Safamýrina, Bjarni sem þjálfari en Jóhannes sem leikmaður. Það verður spennandi að fylgjast með liðinu í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.