Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Qupperneq 48
48 Skrýtið Sakamál Helgarblað 7.–10. mars 2014
Dalaboðflennan
n Órar Richards einkenndust af ofbeldi og kynlífi n Honum nægðu ekki fantasíur og tók hann til sinna ráða n 14 fórnarlömb á 16 mánuðum
Í
ljósi bernsku- og unglingsára
Richards Ramirez er kannski
bjartsýni að ætla að lífshlaup
hans hefði getað orðið annað
en raunin varð. Hann fæddist
29. febrúar, 1960, í El Paso í Texas í
Bandaríkjunum. Hann var yngstur
fimm barna Julians og Mercedez
og var Julian, faðir hans skap-
hundur sem vílaði ekki fyrir sér
að beita hnefunum innan veggja
heimilisins. Ekki nóg með að Ric-
hard sætti ofbeldi af hendi föður
síns heldur hlaut hann einnig ung-
ur að árum alvarlega höfuðáverka
og fékk iðulega flogaköst, sem þó
heyrðu sögunni til þegar hann
nálgaðist unglingsaldur.
Tólf ára var Richard undir mikl-
um áhrifum af frænda sínum,
Miguel „Mike“ Ramirez, græn-
húfukappa úr Víetnamstríðinu
sem hafði verið heiðraður fyrir
framgöngu sína þar. Mike sagði
Richard sögur af hetjudáðum sín-
um þar og sýndi honum ljósmynd-
ir af fórnarlömbunum; myndir af
Mike að nauðga konum og einnig
myndir sem sýndu Mike halda á
afhöggnum höfðum kvenna sem
hann hafði nauðgað.
Ofbeldisfullar,
kynferðislegar fantasíur
Richard tengdist Mike undarleg-
um böndum sem styrktust með
hverri frásögn Mikes. Mike kenndi
Richard ýmislegt sem hann hafði
lært af bardögum í Víetnam, þar á
meðal hvernig átti að bana mann-
eskju á öruggan og snöggan máta.
Um þetta leyti tók Richard upp
á því að sofa í kirkjugarði skammt
frá heimili sínu til að forðast
skapofsaköst föður síns.
Þann 4. maí, 1973, varð Ric-
hard vitni að því þegar Mike myrti
eiginkonu sína, Jessie, með því
að skjóta hana í andlitið með .38
kalíbera skammbyssu – ástæðan
var einfalt rifrildi. Mike fékk fang-
elsisdóm og í kjölfarið dró Ric-
hard sig inn í skel sína og fjarlægð-
ist fjölskyldu og vini. Seinna það
ár flutti hann inn til systur sinnar,
Ruth, og eiginmanns hennar, Ro-
bertos. Roberto var stjórnsamur
gluggagægir – ekki jólasveinninn
– og tók Richard iðulega með sér
í næturleiðangra. Richard kynnt-
ist LSD og ræktaði með sér áhuga
á satanisma, hrökklaðist úr skóla
í níunda bekk og hugsanir hans
urðu samsuða ofbeldis og kynferð-
islegra óra, sem innihéldu fjötra og
nauðganir.
Mike birtist á ný
Á meðan Richard var enn í skóla
fékk hann starf á Holiday Inn og
gat þar stundað gægjur af mikl-
um móð auk þess sem hann stal
af gestunum. Störfum hans þar
lauk eftir að hann hafði fjötrað
konu eina og var í þann mund að
nauðga henni þegar eiginmann
hennar bar að. Eiginmaðurinn lét
Richard finna til tevatnsins svo um
munaði, en þar sem hjónin bjuggu
ekki í fylkinu og vildu ekki bera
vitni var málið látið niður falla.
Af Mike frænda var það að segja
að hann afplánaði fjögurra ára
vistun á geðdeild, sem var rök-
studd með vísun í geðheilsu hans,
ekki síst vegna lífsreynslu hans
úr Víetnamstríðinu. Eftir að hann
losnaði endurnýjaði hann kynn-
in við Richard og gerðist á ný sá
áhrifavaldur sem hann hafði verið
á árum áður.
Tuttugu og tveggja ára að aldri
settist Richard Ramirez að í Kali-
forníu og honum héldu engin
bönd – ferillinn var stuttur en
blóði drifinn.
Sannkallað morðæði
Fyrsta morðið framdi Richard 10.
apríl, 1984, en þá fannst níu ára
stúlka, Mei Leung, látin í kjallara
hótels sem Richard bjó á. Það varð
þó ekki fyrr en 2009 sem hann var
bendlaður við það með DNA-sýn-
um.
Fjölmiðlar gáfu honum
viðurnefnið Dalaboðflennan,
enda má segja að hann hafi verið
haldinn óslökkvandi morðþorsta.
Þann 28. júní, 1984, fannst illa leik-
ið lík 79 ára konu, Jennie Vincow, í
íbúð hennar, en síðan leið tæpt ár
þar til Richard lét til skarar skríða
á ný.
Í mars 1985 skaut Richard
Maríu Hernandez, 22 ára, í and-
litið en vinkona hennar, Dayle
Oka zaki, 34 ára, heyrði skothvell-
inn og leitaði skjóls á bak við sófa.
Richard beið í rólegheitunum þar
til Dayle athugaði hvort hann væri
farinn og skaut hana til bana. Það
varð Maríu til lífs að kúlan sem
henni var ætluð kastaðist af lykla-
kippu sem hún hélt á er hún bar
hönd fyrir höfuð sér.
Innan við klukkutíma síðar dró
Richard þrítuga konu, Tsai-Lian
Yu, út úr bíl hennar og skaut hana
tvisvar í höfuðið. Hún lést síðar á
sjúkrahúsi.
Mars og maí
Í mars 1984 hafði Richard brotist
inn á heimili í Whittier, og ári síð-
ar, 27. mars, endurtók hann leik-
inn. Í það skiptið skaut hann hús-
ráðanda, Vincent Zazzara, þar
sem hann svaf og sneri sér síðan
að eiginkonunni, Maxine. Hann
lumbraði á henni og batt og krafð-
ist upplýsinga um verðmæti. Á
meðan hann leitaði tókst Maxine
að losa sig og beindi að Richard
óhlaðinni haglabyssu. Það hleypti
illu blóði í Richard sem skaut hana
í þrígang, fann síðan eldhúshníf og
skeytti skapi sínu á líkinu og krækti
meðal annars úr henni augunum
og hafði á brott með sér.
Skothylki á vettvangi færðu
lögreglu heim sanninn um að
raðmorðingi væri kominn á kreik
og fékkst það staðfest um miðj-
an maí þegar Richard myrti Bill
Doi og nauðgaði fatlaðri eigin-
konu hans, Lillian. En maí var
ekki liðinn og 29. stöðvaði Richard
stolna Mercedes-bifreið sína fyrir
utan heimili systranna Mabel Bell
og Florence Lang, sem báðar voru
á níræðisaldri. Þar fékk hann útrás
fyrir óra sína en áður en hann
yfir gaf heimili þeirra teiknaði
hann fimmarma stjörnu á mjöðm
Mabel. Systurnar fundust tveim-
ur dögum síðar, á lífi en meðvit-
undarlausar. Mabel lést síðar af
völdum áverkanna.
30. maí laumaðist hann inn á
heimili Carol Kyle, 42 ára. Hann
fjötraði hana og ellefu ára son
hennar. Eftir að hafa safnað saman
verðmætum misþyrmdi hann
Carol ítrekað kynferðislega, en
þyrmdi þó lífi mæðginanna.
Blóðugur júlí
Annan júlí valdi hann hús af
handahófi. Íbúinn ólánsami var
75 ára ekkja, Mary Louise Cannon.
Hann barði hana nánast til ólífis
með lampa og lauk svo verkinu
með ótal hnífstungum.
Þremur dögum síðar slapp
16 ára stúlka í Sierra Madre með
skrekkinn. Richard gekk í skrokk á
„Dauðinn fylgir
lífinu. Ég sé
ykkur í Disney-landi.
Richard Ramirez
Stundaðióhæfuverk sín um fjórtán mánaða
skeið.
Ofbeldisseggur Richard fékk viðurnefnið Dalaboðflennan, enda átti hann það til að birt-
ast inni á heimilum fólks þegar það var í fastasvefni – hann tók síðan til óspilltra málanna.