Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Síða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Síða 49
Skrýtið 49Helgarblað 7.–10. mars 2014 Gæludýrið er þvottabjörn Hjónin Phill og Liz eiga 20 gæludýr Gæfur þvotta- björn Zella er hvers manns hugljúfi. Baldur Eiríksson baldure@dv.is Dalaboðflennan n Órar Richards einkenndust af ofbeldi og kynlífi n Honum nægðu ekki fantasíur og tók hann til sinna ráða n 14 fórnarlömb á 16 mánuðum henni með felgulykli og þurfti 478 spor til að tjasla saman á henni hársverðinum. Sjöunda júlí skaust Richard í Monterey Park. Á heimili þar fann hann rúmlega sextuga konu sof­ andi og myrti hana með hnefa­ höggum og spörkum. Eftir að hafa ekið um nágrennið sneri hann aftur til Montery Park og valdi þá heimili Sophie Dickman, 63 ára. Hann reyndi að nauðga henni en neyddist til að gefa það upp á bátinn. Þess í stað stal hann öllu steini léttara og neyddi Sophie síðan til „sverja við Satan“ að ekkert fleira fémætt fyrirfyndist í íbúðinni. Þrettán dögum síðar keypti Richard sér sveðju. Maxon og Lela Kneiding sváfu svefni hinna réttlátu þegar hann ruddist inn í svefnherbergi þeirra og hjó þau sem óður væri áður en hann myrti þau með skoti í höfuðið. Síðan lét hann greipar sópa um heimilið. Nokkrum klukkustundum síð­ ar braust hann inn á heimili í Sun Valley. Þar skaut hann Chainar­ ong Khovananth til bana, nauðg­ aði eiginkonu hans, Somkid, ít­ rekað og fleygði átta ára syni þeirra fjötruðum inn í skáp. Síðan snéri hann sér að gripdeildum og Somkid þurfti að sverja við Satan að hann væri búinn að fá allt fé­ mætt. Endalok í ágúst Richard hélt uppteknum hætti í ágúst og þann 6. þess mánað­ ar lentu Chris og Virginia Peter­ son í Northridge í klónum á hon­ um. Þau héldu lífi þrátt fyrir að hafa bæði verið skotin í höf­ uðið. Tveimur dögum síðar var Richard staddur á heimili Elyas og Sakinu Abowath í Diamond Bar. Elyas var umsvifalaust skot­ inn til bana og Sakina síðan neydd til að framselja allt fé­ mætt áður en henni var nauðgað. Þriggja ára sonur hjónanna vakn­ aði við lætin og Richard fjötr­ aði hann og hélt síðan áfram að nauðga Sakinu. Richard þyrmdi þó lífi mæðginanna. Richard færði sig nú um set og lá leið hans frá Los Angeles til San Francisco. Peter Pan, 66 ára, og eiginkona hans Barbara, 62 ára, voru myrt á heimili sínu 18. ágúst. Næst á dagskránni var heim­ ili Bills Carns og unnustu hans Carole Smith í Mission Viejo suð­ ur af Los Angeles. Þau lifðu bæði af; hann var skotinn þrisvar í höf­ uðið og hún barin heiftarlega, en þegar Richard ók á brott sá þrett­ án ára nágrannadrengur sama „undarlega svartklædda ná­ ungann“ og hann hafði séð fyrr um kvöldið. Drengurinn, James Romero, ákvað að skrifa nið­ ur eins mikið af bílnúmerinu og hann mundi. Nánast tekinn af lífi Þegar tíðindin af árásinni bárust út sagði James foreldrum sínum frá því sem fyrir augu hans hafði borið. Þeir höfðu án tafar sam­ band við lögregluna, lýstu fyr­ ir henni bílnum og gáfu upp bíl­ númerið – eða það sem James hafði náð að skrifa niður. Carole Smith gat gefið lögreglu lýsingu á ódæðismanninum. Bíllinn fannst 28. ágúst og fann lögreglan eitt nothæft fingrafar. Það fannst síðar í gagnagrunni lögreglunnar – lögreglan var, loksins, komin á sporið. Tekin var sú ákvörðun að gera opin­ bera mynd af Richard Ramirez sem lögreglan átti í skrám sín­ um og hafði verið tekin 1984 og á blaðamannafundi var gefin út tilkynning: „Við vitum hver þú ert og brátt munu allir aðrir vita það einnig. Þú munt hvergi geta dulist.“ Það voru orð að sönnu því innan tíðar gat að líta þessa ljós­ mynd alls staðar og Richard vissi ekki fyrr en hann var kominn á flótta. Síðasta dag ágústmánað­ ar 1985 mátti Richard hreinlega þakka fyrir að vera ekki tekinn af lífi án dóms og laga þegar hann reyndi að draga konu úr bíl með það fyrir augum að flýja á bíln­ um. Hann þekktist og það varð honum til happs að lögregluþjón bar að áður en verr fór og hand­ tók hann. Þann 20. september, 1989, var Richard sakfelldur fyrir þrettán morð og ýmislegt annað. Hans beið að gefa upp öndina í gas­ klefa þegar hans tími kæmi. „Big Deal,“ sagði hann þegar dóm­ ur var kveðinn upp. „Dauðinn fylgir lífinu. Ég sé ykkur í Disney­ landi.“ Richard slapp við gasklefann því hann dó úr lifrarsjúkdómi 7. júní 2013. n H jónaleysin Phill og Liz Kirby eiga tuttugu gælu­ dýr. Þetta breska par, sem deilir eftirnafni af tilvilj­ un, sættir sig hins vegar ekki við hinar hefðbundnu heim­ ilisdýrategundir heldur hafa þau sankað að sér fjölbreyttri flóru dýra hvaðanæva að úr heiminum. Með­ al annarra þvottabjörninn Zella, sem þau keyptu á netinu og fengu sendan fyrir röskum sex mánuð­ um. Zella er hvers manns hug­ ljúfi að sögn parsins. „Hún hegð­ ar sér bara svolítið eins og hundur. Við þurfum að fara út með hana á hverjum degi – hún þráir útiver­ una – en við komumst sjaldnast langt þar eð forvitnir vegfarend­ ur stoppa okkur yfirleitt og vilja gæla við hana,“ segir Liz en bætir aftur á móti við að Zella þurfi tölu­ vert meiri athygli en hundur. „Það er ekki hægt að skilja neitt eftir á glámbekk, þá fer hún í það og ým­ ist leikur sér með eða skemmir.“ Illa þokkuð dýr Upplifun parsins af samvistum við þvottabjörninn hljómar ef­ laust undarlega í eyrum margra, enda þvottabirnir meðal verst þokkuðu dýrategunda heimsins. Þvottabirnir eru næturdýr sem borða allt sem þeir komast í. Nátt­ úruleg heimkynni þvottabjarna eru laufskógar Norður­Ameríku en aðlögunarhæfni þeirra er slík að margir hafa tekið sér bólfestu nærri mannabústöðum þar sem þeir stelast gjarnan í ruslagáma eða heim til fólks í leit að æti hvar þeir skilja iðulega eftir sig slóð eyðileggingar og hrella íbúa. Parið fullyrðir hins vegar að Zella hrelli fáa, utan nokkrar for­ pokaðar eldri konur sem séu full vandar að virðingu sinni að mati parsins. „Hún er verulega gæf. Henni finnst best að sitja í kjölt­ unni okkar og er sérstaklega þakk­ lát sé henni klórað aðeins.“ Zella er að líkindum ekki ein­ mana á Kirby­heimilinu enda er þar fyrir herskari dýra sem áður greinir – alls tuttugu talsins – með­ al annarra skunkur, api og ugla. Mæta í veislur En hvers vegna breytti parið heim­ ili sínu í dýragarð? „Við áttum eitt sinn dýrabúð og þannig kviknaði áhugamálið. Við seldum rekstur­ inn en héldum samt áfram að annast dýr heima hjá okkur. Síð­ an færðum við okkur aðeins upp á skaftið og keyptum tegundir sem falla tæplega undir skilgrein­ inguna á gæludýrum,“ segir Liz og bætir við að nágrannar hafi fljót­ lega sýnt dýrahaldi parsins áhuga og fengið það til að mæta með dýr­ in í barnaafmæli og aðrar veislur. Nú eru þessar heimsóknir orðnar að atvinnu þeirra og viðskiptin eru í blóma. Það er Zella sem vek­ ur yfir leitt mesta athygli. „Þvotta­ birnir eru mjög gáfaðar skepnur og sérstaklega Zella. Margir sem hitta hana segjast í kjölfarið vilja sinn eigin þvottabjörn en ég segi þeim að hugmyndin sé betri en raunveruleikinn, enda fylgir þeim mikið umstang og vesen.“ Íslenskir þvottabirnir Það er ekki bara á Bretlandseyjum sem þvottabjarnahald hefur tíðk­ ast. Árið 1932 flutti Ársæll Árna­ son inn sjö þvottabirni hingað til lands og voru tveir þeirra seldir til Vestmannaeyja en hin dýrin höfð­ ust við í kjallara á Sólvallagötunni. Fátt er vitað um afdrif þeirra. n Andaktugir áhorfendur Zella vekur alls staðar athygli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.