Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Page 50
Helgarblað 7.–10. mars 201450 Menning Ég verð alltaf ég sjálfur Á sgeir hefur verið á miklu tónleikaferðalagi um Asíu. Hann er örþreyttur en ánægður með að vera kom­ inn til landsins. Hann hefur þurft að sofa síðustu tvo daga til að bæta upp tímamismuninn. Hér ætl­ ar hann að dvelja um stund áður en næsta lota hefst í Bandaríkjunum. Hann gerði nýlega samning við útgáfurisann Columbia Records. Samningurinn hljóðar upp á þrjár plötur og tryggir að breið­ skífan, In the Silence, komi út í Bandaríkjunum þessa dagana. Út­ gáfan fer fram í samstarfi við breska útgáfufyrirtækið One Little Indian, en Ásgeir samdi við það í fyrra og líkar samstarfið ákaflega vel. „Ég verð alltaf ég sjálfur,“ segir hann og brosir. Hann óttast ekki að nú, þegar hann er kominn á mála hjá risafyrir­ tækinu Columbia, verði listrænt frelsi hans heft. „Það er nú þegar búið að marka brautina, ég hef ver­ ið að kynna plötuna í um ár í Evrópu og Asíu þannig að ég þarf ekki að ótt­ ast neitt.“ Asperger í fjölskyldunni Ásgeir flýgur til Bandaríkjanna sama dag og leikverkið Furðulegt háttalag hunds um nótt er frumsýnt og getur því ekki verið viðstaddur frumsýn­ inguna, en hann samdi lag fyrir leik­ stjórann í anda verksins. „Þeir vildu hafa lagið elektrónískt en í mínum anda, þessi elektróníski heimur mátast vel við reglubundinn en einlægan heim aðalsöguhetjunn­ ar. Ég reyndi að leita eftir þessum tilfinningum, ég tengi líka alveg við þetta, það er svolítið um Asperger í fjölskyldu minni. Faðir minn las bókina og gerði það í annað sinn og gat því gefið mér einhver ráð. Sjálfur vildi ég ekki vera of bundinn af bók­ inni efnislega, mér finnst oft þægi­ legra að vinna óheftur.“ Furðuskepnur í Hrísey Ásgeir er fæddur á Akureyri en ólst upp í Hrísey fyrstu fimm æviárin. „Ég man brotabrot úr lífinu í Hrís­ ey. Man að ég var alltaf í ferju og að þvælast um á hjóli í náttúrunni. Ég man eftir fallegri andatjörn sem ég sótti í með vini mínum og auðvit­ að eftir einangrunarstöðinni. Þang­ að fór ég einhvern tímann og sá ýmsar furðuskepnur að mér fannst, hundarnir eru risastór skrímsli í minningunni.“ Foreldrarnir sýndu traust Foreldrar Ásgeirs eru Pálína Fanney Skúladóttir og Einar Georg Einars­ son. Uppeldissystir Ásgeirs er Berg­ þóra Fanney. Hann á þó fleiri hálf­ systkin, sem eru töluvert eldri en hann. Sá yngsti í þeirra hópi er Þor­ steinn Einarsson í Hjálmum. „Hann átti lengi heima í Svíþjóð og það er 28 ára aldursmunur á okkur. Mér fannst alltaf spennandi að fá hann í heimsókn og leit mjög upp til hans. Við tengdumst svo enn aftur í gegn­ um músíkina þegar ég varð eldri.“ Foreldrar Ásgeirs eru kennarar að mennt og fluttust landshornanna á milli. Eftir kyrrðina í Hrísey flutt­ ist fjölskyldan norður í land. Fað­ ir hans fékk starf við Reykjaskóla og móðir hans sinnti kennslu við sama skóla. Þau voru einu starfsmenn Ásgeir varð frægur á svipstundu með plötu sinni Dýrð í dauðaþögn. Hann segir frægðina hafa kollvarpað lífi hans. Þegar platan sló í gegn hafði hann hugann við framhaldsskólanám og stefndi á að taka þátt í kraftlyftingamóti. Nú hefur hann skrifað undir samning við eitt stærsta útgáfufyrirtæki heims. Hann er að venjast breyttu lífi og stundum grípur hann söknuður á ferðalögum um heiminn. Það er margt fleira sem kemur á óvart í lífi þessa sveitadrengs sem er að upplifa draum sem hann trúði ekki að gæti ræst. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.