Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Qupperneq 50
Helgarblað 7.–10. mars 201450 Menning Ég verð alltaf ég sjálfur Á sgeir hefur verið á miklu tónleikaferðalagi um Asíu. Hann er örþreyttur en ánægður með að vera kom­ inn til landsins. Hann hefur þurft að sofa síðustu tvo daga til að bæta upp tímamismuninn. Hér ætl­ ar hann að dvelja um stund áður en næsta lota hefst í Bandaríkjunum. Hann gerði nýlega samning við útgáfurisann Columbia Records. Samningurinn hljóðar upp á þrjár plötur og tryggir að breið­ skífan, In the Silence, komi út í Bandaríkjunum þessa dagana. Út­ gáfan fer fram í samstarfi við breska útgáfufyrirtækið One Little Indian, en Ásgeir samdi við það í fyrra og líkar samstarfið ákaflega vel. „Ég verð alltaf ég sjálfur,“ segir hann og brosir. Hann óttast ekki að nú, þegar hann er kominn á mála hjá risafyrir­ tækinu Columbia, verði listrænt frelsi hans heft. „Það er nú þegar búið að marka brautina, ég hef ver­ ið að kynna plötuna í um ár í Evrópu og Asíu þannig að ég þarf ekki að ótt­ ast neitt.“ Asperger í fjölskyldunni Ásgeir flýgur til Bandaríkjanna sama dag og leikverkið Furðulegt háttalag hunds um nótt er frumsýnt og getur því ekki verið viðstaddur frumsýn­ inguna, en hann samdi lag fyrir leik­ stjórann í anda verksins. „Þeir vildu hafa lagið elektrónískt en í mínum anda, þessi elektróníski heimur mátast vel við reglubundinn en einlægan heim aðalsöguhetjunn­ ar. Ég reyndi að leita eftir þessum tilfinningum, ég tengi líka alveg við þetta, það er svolítið um Asperger í fjölskyldu minni. Faðir minn las bókina og gerði það í annað sinn og gat því gefið mér einhver ráð. Sjálfur vildi ég ekki vera of bundinn af bók­ inni efnislega, mér finnst oft þægi­ legra að vinna óheftur.“ Furðuskepnur í Hrísey Ásgeir er fæddur á Akureyri en ólst upp í Hrísey fyrstu fimm æviárin. „Ég man brotabrot úr lífinu í Hrís­ ey. Man að ég var alltaf í ferju og að þvælast um á hjóli í náttúrunni. Ég man eftir fallegri andatjörn sem ég sótti í með vini mínum og auðvit­ að eftir einangrunarstöðinni. Þang­ að fór ég einhvern tímann og sá ýmsar furðuskepnur að mér fannst, hundarnir eru risastór skrímsli í minningunni.“ Foreldrarnir sýndu traust Foreldrar Ásgeirs eru Pálína Fanney Skúladóttir og Einar Georg Einars­ son. Uppeldissystir Ásgeirs er Berg­ þóra Fanney. Hann á þó fleiri hálf­ systkin, sem eru töluvert eldri en hann. Sá yngsti í þeirra hópi er Þor­ steinn Einarsson í Hjálmum. „Hann átti lengi heima í Svíþjóð og það er 28 ára aldursmunur á okkur. Mér fannst alltaf spennandi að fá hann í heimsókn og leit mjög upp til hans. Við tengdumst svo enn aftur í gegn­ um músíkina þegar ég varð eldri.“ Foreldrar Ásgeirs eru kennarar að mennt og fluttust landshornanna á milli. Eftir kyrrðina í Hrísey flutt­ ist fjölskyldan norður í land. Fað­ ir hans fékk starf við Reykjaskóla og móðir hans sinnti kennslu við sama skóla. Þau voru einu starfsmenn Ásgeir varð frægur á svipstundu með plötu sinni Dýrð í dauðaþögn. Hann segir frægðina hafa kollvarpað lífi hans. Þegar platan sló í gegn hafði hann hugann við framhaldsskólanám og stefndi á að taka þátt í kraftlyftingamóti. Nú hefur hann skrifað undir samning við eitt stærsta útgáfufyrirtæki heims. Hann er að venjast breyttu lífi og stundum grípur hann söknuður á ferðalögum um heiminn. Það er margt fleira sem kemur á óvart í lífi þessa sveitadrengs sem er að upplifa draum sem hann trúði ekki að gæti ræst. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.