Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Side 51
Helgarblað 7.–10. mars 2014 Menning 51
skólans og aðeins fimmtán nem
endur stunduðu þar nám og því var
það svo að áfram ríkti ákveðin kyrrð
í lífi fjölskyldunnar.
Seinna fluttu þau á Lauga
bakka við Miðfjörð þar sem Ásgeir
uppgötv aði tónlistina.
„Þar eignaðist ég vini sem ég
tengdist, fann tónlistina og einhver
tengsl við náttúruna. Foreldrar mín
ir gáfu mér mikið frelsi. Ég mátti
eyða tímanum í það sem ég vildi og
oftast fór ég vel með það frelsi. Mér
var aldrei stýrt í aðra átt. Ég gat líka
alltaf talað við þau, alltaf áttu þau
svörin. Þau voru auðvitað kennar
ar,“ segir hann og brosir. „Því sem
þau gátu ekki svarað, leitaði ég sjálf
ur svara við.“
Íslandsmeistari í spjótkasti
Þótt tónlistin hefði gripið Ásgeir
traustataki í Miðfirðinum var hann
í öllum mögulegum íþróttum sem
barn og hélt áfram að stunda íþrótt
ir fram á fullorðinsár. Fáir vita að
Ásgeir setti fjölda meta í frjálsum
íþróttum og á enn eitt Íslandsmet
síðan hann var fjórtán ára í spjót
kasti.
„Ég byrjaði sex ára í frjálsum íþrótt
um, þegar ég var orðinn tíu ára þá
bættust fótbolti og körfubolti við og í
rauninni allt sem var í boði. Þrettán
ára ákvað ég að spjótið yrði í aðalhlut
verki og ég fékk mikinn áhuga á þeirri
íþrótt. Ég var með kennara sem ég leit
mikið upp til og það hafði áhrif. Sami
kennari kenndi mér á gítar. Hann var
eins og stóri bróðir minn, við eyddum
mörgum klukkutímum saman á dag
við þjálfun. Ég keppti í íþróttinni til
átján ára aldurs og þótt mörg meta
minna hafi verið slegin á ég enn eitt
sem ég setti fjórtán ára. Það er reynd
ar einn efnilegur núna sem gæti bætt
það og ég fylgist spenntur með.“
Fantastic Power
og draumur í sveit
Fyrstu hljómsveitina stofnaði Ásgeir
tíu ára. Reyndar komst hann ekki
lengra með hljómsveitina en að
finna á hana nafn og ákveða hljóð
færaskipan.
„Við vorum fullir metnaðar, ætli
við höfum ekki verið að hugsa um
útrás því við fundum nafn á ensku.
Ákváðum fyrst að í nafninu skyldi
vera orðið „power“, flettum svo upp
orðinu „fantastic“ og fannst það
eiga vel við fyrir framan. Sveitin
hlaut því nafnið Fantastic Power.
Þrátt fyrir nafnið þá gerðum við ekki
mikið annað en að tala um hvað
okkur dreymdi um að gera.“
Það var ekki fyrr en hann var 12
ára að tónlistin öðlaðist stærri sess
í lífi hans. „Ég kynntist trommuleik
ara í sveitinni sem ég gat spilað
með. Ég spilaði fyrst á klassískan gít
ar og hann á trommur, það var auð
vitað svolítið kostulegt því auðvitað
heyrðist ekkert í gítarnum. Mamma
gaf mér svo gamlan rafmagnsgítar
og magnara og þá varð meira fjör.
Við sprengdum reyndar magnarann
eftir viku. Við vorum með mjög sérs
taka upptökutækni tókum upp heilu
æfingarnar á kassettutæki. Þær eru
enn þá til einhvers staðar. Í tvö til
þrjú ár spiluðum við oft tónlist eftir
skóla langt fram á kvöld.“
Spilaði undir í
söngvakeppni í fjögur ár
Á þessum tíma keppti Ásgeir í Mús
íktilraunum. „Óli Palli var stjarna í
mínum augum og keppnin var ótrú
leg upplifun. Þarna vorum við strák
arnir úr sveitinni komnir á alvöru
svið og með alvöru áhorfendur og
við gátum safnað í reynslubank
ann.“
Bandið þróaðist með heldur
óvanalegum hætti, Ásgeir og fé
lagar ákváðu að sjá um söngva
keppni sem haldin var í bæjarfé
laginu á Hvammstanga á hverju ári.
Það gerðu þeir í fjögur ár og spil
uðu undir fyrir keppendur í söngva
keppni í Grunnskólanum. „Þetta var
sætt, keppendur komu með disk og
nafnið á laginu og svo spiluðum við
undir og æfðum í 2–3 vikur. Þetta var
í fyrsta skipti sem við fengum borg
að. Fengum 15 þúsund krónur sem
okkur fannst heilmikill peningur.“
Var á leið í kraftlyftingakeppni
Fyrsta plata Ásgeirs, Dýrð í dauða
þögn, kom með látum í íslenska
tónlistarheiminn. Árið 2012 var árið
sem þjóðin fékk að kynnast tón
list hans og svo sannarlega hans ár.
Það var fyrir algjöra tilviljun að Ás
geir varð frægur. Hann var að klára
framhaldsskólann á þessum tíma
og hugsaði helst um þátttöku sína
í kraftlyftingakeppni sem var fram
undan.
„Mig langaði að taka upp eitt lag,
til að heyra hvernig það kæmi út og
gerði það. Svo heyrði fólk í kring
um mig upptökuna, einn af þeim
var Kiddi í Hjálmum og boltinn fór
að rúlla. Ég var beðinn um meira
og ákvað að grípa tækifærið. Þrem
ur mánuðum seinna, eftir lotu í upp
tökum, var platan Dýrð í dauðaþögn
komin út. Ég varð rosalega ruglaður.
Ég var ekki búinn undir þessar góðu
viðtökur og lífið snerist auðvitað á
hvolf.
Ég hugsaði um að mig langaði
að verða tónlistarmaður einhvern
tímann – en ég hafði ekki það mikla
trú á minni tónlist að mig grunaði
að mér myndi ganga vel. Ég hélt ég
myndi kannski starfa sem tónlistar
kennari eða fá að eiga hlutdeild í
tónlist annarra. Velgengni mín var
langt frá því sem ég vænti en auðvit
að hvíldi draumurinn einhvers stað
ar djúpt innra með mér.
Síðustu önnina í framhaldsskóla
var ég í stúdíói en tókst að útskrifast
frá félagsfræðibraut. Ég var ekki með
hugann við tónlistina þegar mér
bauðst tækifærið. Áður en ég fór í
upptökuverið var ég að undirbúa
mig fyrir keppni í kraftlyftingum og
var með allan hugann við það,“ seg
ir hann og hlær og segir átökin sem
fylgdu í kjölfar frægðarinnar líklega
hafa jafnast á við slíka keppni.
Peningar skipta miklu máli
Fjárhagurinn vænkaðist að sjálf
sögðu töluvert en Ásgeir hefur ávallt
hugsað til framtíðar hvað varðar
þær tekjur sem verða til af sölu
platna. Tekjurnar eru fjárfesting til
framtíðar og þær eyðast hratt upp
á tónleikaferðalögum og í upptök
um. „Ég er þakklátur, þetta eru tekj
ur sem gera mér kleift að gera ýmis
legt sem ég hefði ekki annars getað
gert í tónlistinni. En samt eru þetta
bara tölur sem fara upp og niður. Ég
er svo mikill bjáni að ég læt peninga
ekki skipta mig of miklu máli.“
Hótellífið
Hann hefur vanist hótellífinu og
stöðugum ferðalögunum þótt
honum hafi fundist álagið full mik
ið til að byrja með. „Það er gaman
að ferðast á milli ólíkra staða og
ég hafði til dæmis aldrei komið til
Asíu áður, svo það var spennandi.
Singapúr var æðisleg borg og mikil
upplifun að fara þangað. Hins vegar
þá er svo mikið að gera á hverjum
áfangastað að oft sé ég lítið af líf
inu í kringum mig. Fer kannski
beint á hótelið og síðan beint á tón
leikastað. Nú þegar stendur til að
ferðast um Bandaríkin er líklegt
að við ferðumst um í rútu. Hingað
til hef ég helst gist á hótelum. Það
er örugglega gott að blanda þessu
tvennu saman. Ég hef mikla þörf
fyrir gott næði og held ég eigi eft
ir að vilja hvíla mig á hóteli öðru
hverju, svona til að fara í almenni
lega sturtu og svona,“ segir hann og
hlær.
Lífið breytt
Ásgeir segist stundum sakna þess
að vera ekki í venjulegri vinnu. Sér
í lagi þegar hann verður þreyttur á
ferðalögunum.
„Þetta er mín ákvörðun, mig
langaði að starfa við tónlist og það
gefur mér mikið. Annað myndi ekki
meika sens. En stundum, þegar ég
er þreyttur eða einmana, þá sakna
ég þess að vera í einfaldri rútínu.
Vinna á pósthúsi,“ segir hann og
brosir. Stundum langar mig að geta
skipulagt frítíma minn betur. Nú er
líf mitt svo breytt, það eru gerðar
kröfur til mín. Sem er gott, en öðru
vísi.“
Hann saknar oft Íslands þótt tón
listin sé hans ástríða. „Ég er oft einn
á ferðalagi og ef söknuðurinn grípur
mig þá minni ég mig á að halda ein
beitingu og muna mikilvægi þess að
standa mig vel.“
Eitthvað sem enginn veit …
Ásgeir er ekkert mikið fyrir það að
veita viðtöl. Hann hefur þó heldur
betur fengið eldskírn í þeim bransa.
Úti fer hann stundum í tugi viðtala á
dag. „Að fara í viðtal er skrýtin upplif
un, ég er ekki beint feiminn eða slíkt.
En mér finnst skrýtið að segja sömu
hlutina um líf mitt trekk í trekk. Ég
verð þreyttur á sjálfum mér, á því að
endurtaka mig. En þetta er hluti af
vinnunni og ég hef slípast aðeins í
þessu,“ segir hann og hlær.
Þá lætur blaðamaður reyna á
það og biður hann að segja sér eitt
hvað um sig sem enginn veit. Hann
hlær og hugsar sig um. „Já, ég hlýt
að geta þetta,“ segir hann. „Jú. Hér
kemur það. Stóra uppljóstrunin,“
segir hann í gamni sínu. „Ég svaf
með dúkku þangað til ég var ellefu,
tólf ára, svarta dúkku sem heitir
Sambó. Ég var svo myrkfælinn og
þurfti að hafa öll ljósin kveikt langt
fram eftir aldri. Þegar vinirnir komu
í heimsókn þá faldi ég dúkkuna
undir sæng.“
Hefur hann þroskast
mikið á þessum tíma?
„Já, að einhverju leyti, ég hef feng
ið að gea svo margt og látið reyna
á mig. Ferðalögin gera mig víð
sýnni og ég er að vinna í því sem
mig hefur alltaf dreymt um. Það er
ákveðinn þroski falinn í því að nýta
þau tækifæri sem ég fæ og ég reyni
að fara eins vel með þau og ég get.
Ég hef þroskast að einhverju leyti
vegna þess að ég hef verið að gera
öðruvísi hluti en flestir eru að gera
og hef ferðast endalaust út um allt
og verið að kynnast nýjum hlutum.
En þroskinn er ekki endilega á öðru
stigi en hjá jafnöldrum mínum. Ég
er alltaf sami vitleysingurinn,“ segir
Ásgeir. n
„Ég svaf
með
dúkku þangað
til ég var ellefu,
tólf ára
„Ég var svo
myrkfæl-
inn og þurfti að
hafa öll ljósin
kveikt langt
fram eftir aldri
m
y
n
d
S
ig
tr
y
g
g
u
r
a
r
i