Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Qupperneq 52
Helgarblað 7.–10. mars 201452 Menning
n Fumlaus og fáguð uppsetning n Alvörutilfinningar skipa stærstan sess
Þ
að er ekki ofsögum sagt að
óperan Ragnheiður hafi
slegið í gegn í Eldborgar-
sal Hörpu um síðustu helgi.
Við sem urðum vitni að
konsertuppfærslunni í Skálholti sl.
sumar vissum vel við hverju var að
búast eftir að hafa drukkið í okk-
ur tónlist Gunnars Þórðarsonar og
túlkun söngvara og hljómsveitar.
Óskin um að óperan kæmist á svið
Íslensku óperunnar var einlægt
ákall allra óperuunnenda og því
mikið gæfuspor að Stefán Baldurs-
son óperustjóri hafi orðið því því.
Annað gæfuspor var svo að hann
sjálfur með alla sína leikhús- og
leikstjórnarreynslu að baki skyldi
taka verkefnið að sér og stýra því
jafn glæsilega og raun ber vitni.
Hinn mikli galdur
Sagan um Ragnheiði Brynjólfs-
dóttur er auðvitað kjörin fyr-
ir óperuformið, hún er drama tísk
í meira lagi, helstu átök hennar
eru milli feðgina sem minna jafn-
vel á gríska harmleiki eins og Antí-
gónu Sófóklesar eða Lé konung
Shakespears. En saga Ragnheiðar
er líka saga af ást í meinum, sumir
hafa talað um Rómeó og Júlíu í því
sambandi, sem er ekki fjarri lagi,
þótt þessum gagnrýnanda finn-
ist þáttur feðginanna fyrirferðar-
meiri og áhrifaríkari. Reyndar er
aðaluppistaðan þríhyrningurinn
faðir, dóttir og elskhuginn Daði
Halldórsson og það er í sambandi
þeirra þriggja sem stærstu tilfinn-
ingaátökin eiga sér stað. Og þau eru
einmitt einn helsti kostur þessarar
óperu, því eins og annar höfundur
Ragnheiðar, Friðrik Erlingsson,
bendir réttilega á í leikskrá, þá býð-
ur óperuformið, umfram önnur
frásagnarform, upp á framsetningu
á tilfinningum og mun voldugri
aðferð til að lýsa þeim og innra lífi
persóna en t.d. leikritsformið. Og
þar leikur tónlistin aðalhlutverk-
ið, hún er hinn „mikli galdur sem
hrífur áhorfandann inn í heim og
tilfinningar sögunnar,“ svo aftur sé
vitnað í Friðrik. Og það er einmitt
tónlist Gunnars Þórðarsonar sem
tekst þetta, að færa okkur örlaga-
ríka sögu Ragnheiðar og tengja
hana við tilfinningar eins og ást og
reiði, sorg og söknuð eins og alvöru
óperur eiga að gera. Allt þetta var
til staðar á frumsýningu og meira
en það. Þessi gagnrýnandi þurfti að
læða fingrum oní kvenveskið sitt til
að ná í tissjú fyrir snöktandi sessu-
nautinn.
Glæsileg frumraun
Það leikur enginn vafi á því að
óperan Ragnheiður sver sig í ætt
við frægar óperur frá liðnum tíma,
einkum frá nítjándu öld þegar
óperuformið náði fullkomnun sinni
með rómantískum óperum Verdis
og Puccinis. Vinsældir þeirra má
rekja til lagrænna aría sem bera
uppi tónlistina ásamt nauðsynleg-
um recitatívum eða talsöngsköfl-
um. Og allt er það til staðar með
hefðbundnum hætti hjá þeim Frið-
riki og Gunnari að ógleymdum
hljómsveitarþættinum. En þrátt fyr-
ir að heyra mætti áhrif frá þekktum
tónskáldum eins og bæði Puccini
og Mahler, einkum í hljómsveit-
arköflunum, kemur tónlistin oft á
óvart og stundum bregður fyrir öðr-
um áhrifum t.d. úr þjóðlegum hefð-
um, rímna- og sálmasöng. Aríur
Ragnheiðar og Daða sem og dúett-
ar þeirra eru með því fegursta í tón-
listinni, enda lagrænt í meira lagi
og vel í anda þess allra besta sem
Gunnar hefur samið og er þekkt-
astur fyrir. Það ríkir gott jafnvægi
milli bjartra og dimmari tóna eins
og í söngaríum Brynjólfs biskups og
illmennisins séra Sigurðar. Gunnar
semur nýja tónlist við útfararsálm
Hallgríms Péturssonar, Allt eins og
blómstrið eina, en sagan segir að
sálmaskáldið hafi ort hann í minn-
ingu Ragnheiðar. Librettó Friðriks
Erlingssonar gengur í aðalatriðum
vel að syngja, þótt textinn á stöku
stað falli ekki alltaf að sönglínunni.
Hann er hæfilega skáldlegur, leyfir
sér líka vissa léttúð, enda nauðsyn-
legt að fá gamansöm uppbrot í öllu
dramanu, heyra slúðrið í alþýðunni
og klúrt fliss í vinnukonum.
Í heildina er óperan vel heppnað
samspil milli höfundanna tveggja,
þeir leyfa sér báðir að láta tilfinn-
ingarnar leika stærsta hlutverkið án
þess að melódramað taki yfir eða
verði yfirþyrmandi. Auðvitað má
finna að, sagan breiðir stundum
óþarflega mikið úr sér, en þó varla
hægt að komast hjá að spegla sögu
þeirra Ragnheiðar og Daða í hliðar-
sögu Ingibjargar vinnukonu og séra
Sigurðar til að sýna okkur óbilgirni
föður gagnvart dóttur. Það er helst
að þættinum um Sæmundar-Eddu
sé ofaukið. Allt er þetta spurning
um nálgun, val og sjónarhorn á
efnið, dramatúrgíu, því af nógu er
að taka.
Stjörnur kvöldsins
Þóra Einarsdóttir hefur ekki að-
eins fullkomna rödd fyrir hlut-
verk Ragnheiðar, heldur geislar af
henni á sviðinu. Hún hefur full-
komið vald á hlutverkinu, glans-
ar í helstu númerunum og leikur
Ragnheiði af þokka, styrk og djúpri
tilfinningu hvort heldur sem hún
er ástfangin skólastúlka, biskups-
dóttir í uppreisn eða niðurbrot-
in móðir. Hún ber uppi helstu og
eftirminnilegustu aríur óperunn-
ar ásamt hinum nánast óþekkta en
afar heillandi Elmari Gilbertssyni í
hlutverki elskhugans Daða. Saman
syngja þau ástardúetta af einstöku
áreynsluleysi og fegurð og sjald-
an eða aldrei hef ég orðið vitni að
jafn fallegri erótík á íslensku óperu-
sviði. Elmar syngur hér sitt fyrsta
hlutverk hjá Íslensku óperunni og
kemur verulega á óvart fyrir hljóm-
mikla og tónvissa tenórrödd sína. Í
framkalli var hann hylltur sérstak-
lega af áhorfendum sem sýndu
að þeir kunnu að meta frábæra
frammistöðu hans. Það sópaði
líka að Viðari Gunnarssyni í hlut-
verki Brynjólfs en áhrifamestur var
söngur hans í lokaþætti verksins
þar sem hann stendur yfir mold-
um Ragnheiðar og skærasta ljóss
augna hans, dóttursonarins Þórðar.
Bergþór Pálsson var óaðfinnanleg-
ur í hlutverki Hallgríms Pétursson-
ar og söng nýja músík Gunnars við
útfararsálminn fræga afbragðsvel.
Og reyndar var hvergi hnökra
að finna í söngflutningi annarra
söngvara enda rétt og vel skipað í
flestöll hlutverk. Á engan er hallað
þótt ég nefni hér sérstaklega Guð-
rúnu Jóhönnu Ólafsdóttur og Ágúst
Ólafsson sem komust einstaklega
vel frá hlutverkum sínum.
Fumlaust og fágað
Ragnheiður er ekki aðeins vel
sungin af frábærum söngvurum,
heldur vel leikin í fumlausri upp-
setningu Stefáns og hans listræna
teymis. Yfir allri uppsetningunni
ríkir fagmennska, fágun og öryggi.
Það er augljóst strax í fallegri upp-
hafssenu verksins þar sem afar stíl-
hrein leikmynd Gretars Reynis-
sonar ásamt sumarbjartri lýsingu
Páls Ragnarssonar lofaði góðu um
það sem í vændum var, þótt brátt
tæki að skyggja í lífi aðalpersón-
unnar. Hér kann fólk einfaldlega til
verka enda margra ára samstarf og
reynsla að baki. Leikmynd Gretars
samanstendur af hallandi sviðs-
gólfi og tveimur háum sviðsflekum
sem hægt er að hreyfa til á sviðinu
og lýsa þannig að þeir mynda bæði
umhverfi og húsakost Skálholts-
staðar án nokkurs íburðar eða
skrauts.
Páll sker út rými og vistarverur
með ljósum og eins er notast við
myndbönd og skuggamyndir til að
auka á dramatíska hápunkta óper-
unnar eins og í eiðinum og aflausn-
inni. Þórunn Sigríður Þorgríms-
dóttir á svo heiðurinn af viðeigandi
og vel hugsuðum búningum sem
féllu vel að persónum óperunn-
ar og tærum einfaldleika uppsetn-
ingarinnar.
Stefán Baldursson getur ver-
ið stoltur af öllu sínu fólki í þessari
uppfærslu og ekki síst eigin þætti.
Samstarf hans við höfunda og
hljómsveitarstjórann Petri Sak-
ari hefur tekist með eindæmum
vel. Sakari stýrir hljómsveit, kór
og söngvurum af næmi, röggsemi
og einbeitingu, hvergi hik né veik-
an blett að finna í flutningnum og
hrein unun að hlusta á alla sam-
hæfinguna. Það er alltaf ánægjulegt
þegar vel tekst til með frumflutning
á íslensku efni á óperusviði. Ragn-
heiður þeirra Gunnars og Friðriks
er alvöruópera, þar sem alvörutil-
finningar skipa stærsta sessinn. n
Á valdi
tilfinninganna
Dramatísk
Saga Ragnheiðar
er líka saga af
ást í meinum.
„Það leikur enginn
vafi á því að óper-
an Ragnheiður sver sig í
ætt við frægar óperur frá
liðnum tíma.
Vegabréf
Sigmundar
Frakkland er mesta land-
búnaðarþjóðin í gömlu góðu
Evrópu – og þar þrútna sveitir
á sumardögum heitum, ekki
síst í Búrgúndarhéraði, sem
á stundum er sagt vera magi
Frakklands.
Óvíða er fegurra í Frans en
einmitt í þessari miklu matar-
kistu þar sem saman fara
aldagamlar hefðir í mat og
drykk, menningu og hand-
verki. Það er sem aðkomu-
maður hafi verið kallaður aft-
ur í óræðar aldir þegar hann
stígur inn í ljóma þessa lands
sem getur af sér þekktustu
þrúgur heims. Og hann kem-
ur aldrei samur aftur.
Þarna hjólaði ég á milli
vínekra um árið – í góðra vina
hópi. Ljúfur keimur af nægju
og fyllingu kitlaði vitin milli
litríkra hæðardraga. Og tím-
inn fyrir höndum virtist á
að giska óþrjótandi. Einhver
andi alúðar og rækslu sveif
yfir ávölum ekrum þar sem
sólbakaðir bóndabæir skutu
upp rauðleitum leirsteinsþök-
um innum glaðlegan vínvið.
Og hvítkalkaðir sveitavegir,
sem teiknuðu sig haganlega í
gegnum lítil eirin þorp, lágu í
þannig hlykkjum að engin leið
var að flýta sér.
Við stoppuðum öðru hverju
og kíktum ofan í vínkjallarana.
Þar tók á móti okkur tíðarandi
og tungumál vínsins – og þessi
undursamlega virðing fyrir
bragði og angan sem er sam-
gróin stundu og stað. Á svona
svölum og sóldaufum stöðum
er ekkert göfugra en að leyfa
gullnu víni úr Cardonnay-
þrúgum sveitarinnar að leika
blítt um munnholið – og finna
þennan líka ilmblæ af skrjáf-
þurru kattahlandi með ein-
hverjum virðulegum votti af
flauelsáferð umvefja skynfær-
in og kúra þar í hverjum kima.
Það er innan um svona tungu-
tak sem menn verða mjúkir í
fegurstu merkingu orðsins. Og
reyndar er það svo, að sögn
Búrgúndarbænda, að með
Chablis í æðunum eru menn
eins nálægt guðunum og hinir
síðarnefndu leyfa.
Við gistum á gömlu póst-
húsi í virkisborginni Beaune
eftir þýðustu hjólaferð lífs
míns. Þar hefur tíminn ekki
liðið frá því menn klæddust
spangabrynjum og herfórum.
Og kvöldmaturinn niðri í listi-
lega skreyttum salnum var
einhvern veginn í anda dags-
ins; þjónninn vel hreyfur af
Macon-vínunum góðu og
sveif á milli okkar gestanna
eins og hamingja hans væri
smíðuð úr gulli.
Við vorum fimm klukku-
stundir að snæða margrétta
kvöldverðinn á gamla póst-
húsinu í Beaune. Og þjónninn
varð partur af borðinu. Hann
skenkti sjálfum sér jafn oft og
okkur. Eins og hann væri einn
úr hópnum. Og alltaf stækkaði
sæla og blessun þessa þekki-
lega þjóns sem taldi sér skylt
og einboðið að vera enginn
eftirbátur okkar í værðarlegu
vínsötrinu.
Í Búrgúndí er það bara við-
eigandi.
Góðu berin
í Búrgúndí
Ragnheiður
Eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson
Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari
Aðstoðar hljómsveitarstjóri:
Guðmundur Óli Gunnarsson
Lýsing: Páll Ragnarsson
Búningar: Þórunn S. Þorgrímsdóttir
Leikmynd: Gretar Reynisson
Leikstjóri: Stefán Baldursson
Helstu söngvarar Þóra Einarsdóttir
(Ragnheiður) Viðar Gunnarsson (Brynjólf-
ur biskup) Elmar Gilbertsson (Daði)
Hlín Agnarsdóttir
ritstjorn@dv.is
Dómur