Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Page 6
6 Fréttir Vikublað 11.–13. mars 2014 www.kebabgrill.is • Lækjargötu 10 Reykjavík • Sími 571-8800 Opnunartími: Mán-Fim 11-23, fös og lau 11-06, sun 13-23 Smakkaðu besta Kebab í heimi! Ólögmætt að senda hælisleitanda til Grikklands og meina honum um læknisþjónustu Þ etta er mjög mikilvæg og þörf viðurkenning á mann­ réttindum hælisleitenda á Íslandi,“ segir Katrín Odds­ dóttir, lögmaður hælisleit­ andans Atila Askarpour. Héraðs­ dómur Reykjavíkur dæmdi íslenska ríkið, þann 27. febrúar síðastliðinn, til þess að greiða Askarpour rúmar tvær milljónir í skaðabætur fyrir að hafa ítrekað brotið á mannréttindum hans. Brot ríkisins gagnvart mannin­ um eru í fimm liðum. Niðurstaðan er áfellisdómur yfir íslenska ríkinu sem hefur síðustu ár viðhaft sambærileg vinnubrögð í málefnum hælisleit­ enda eins og fjölmörg dæmi sýna. Afdrifaríkasta ákvörðunin sem fór úrskeiðis í meðferð málsins hér á landi, að mati héraðsdóms, er sú að hafna því að taka hælisumsókn hans til efnislegrar meðferðar og að senda hann til Grikklands. „Ýtti sú ákvörðun af stað atburðarás sem ljóst má vera að hefur valdið stefnanda tjóni,“ seg­ ir í dómi héraðsdóms en Askarpour var sendur úr landi þrátt fyrir að yfir­ völdum væri ljóst að hann ætti við alvarleg andleg veikindi að stríða. Þá komst dómurinn einnig að þeirri niðurstöðu að handtaka hans hefði verið ólögmæt, en hann fékk hvorki að tala við lögmann né Rauða kross­ inn, auk þess sem sími hans var tek­ inn af honum. „Þessi dómur er mikill sigur fyrir þennan mann sem er bú­ inn að eiga hræðilega þrautagöngu að baki,“ segir Katrín. Hryllilegar aðstæður Fram kemur að Askarpour hafi búið við óviðunandi aðstæður í Grikk­ landi en hann var hnepptur í fang­ elsi við komuna þangað og vistaður í níu fermetra fangaklefa ásamt tólf öðrum hælisleitendum. Lögmaður hans hefur lýst aðstæðunum þannig að hann hafi hvorki getað setið né legið og í raun verið geymdur í klef­ anum eins og dýr í búri. Dómurinn kemst að þeirri niður­ stöðu að íslenskum yfirvöldum hefðu mátt vera aðstæður hælis­ leitenda í Grikklandi ljósar enda hafi hörmuleg staða þeirra ítrek­ að verið staðfest í fjölmörgum gögnum sérfróðra aðila, svo sem í skýrslu Flóttamannastofnunar Sam­ einuðu þjóðanna (UNCHR) sem ber heitið „Observations on Greece as a country of asylum“ frá árinu 2009. Dómurinn komst jafnframt að þeirri niðurstöðu að ríkið hefði brot­ ið á réttindum mannsins með því að láta hann sæta gæsluvarðhaldi í fjór­ ar vikur eftir komuna til landsins að ástæðulausu. Þá hafi réttur manns­ ins til heilbrigðisþjónustu verið brot­ inn þegar honum var meinað um fjárhagsaðstoð til að gangast undir nauðsynlega læknisaðgerð, sem og að óhæfilegur dráttur hafi verið á málsmeðferð hans. Ólöglegt gæsluvarðhald Askarpour kom hingað til lands þann 16. maí 2009 og sótti um hæli sem flóttamaður sama dag. Hann var skilríkjalaus og var í haldi lög­ reglu frá komu til landsins. Með úr­ skurði Héraðsdóms Reykjaness var honum gert að sæta gæsluvarð­ haldi í fjórar vikur á grundvelli laga um útlendinga. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að enginn sérstakur rökstuðningur hafi verið fyrir gæsluvarðhaldsúrskurðinum í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness og því verði að telja að ekki hafi verið sýnt fram á að gæsluvarðhaldið hafi verið réttlætanlegt. „Við mat á lengd gæsluvarð­ halds verður að hafa í huga að slíkt þvingunarúrræði er alvarleg skerðing á frelsi manna sem ekki ber að grípa til oftar eða lengur en brýna nauðsyn ber til,“ segir í dómnum. Ísland fullgilti samning um réttar­ stöðu flóttamanna (flóttamanna­ samning Sameinuðu þjóðanna) árið 1956, en hann kveður á um að ekki skuli refsa flóttamönnum fyrir ólög­ lega innkomu til aðildarríkis. Pia Prytz Phiri, framkvæmdastjóri um­ dæmisskrifstofu Flóttamannahjálp­ ar Sameinuðu þjóðanna í Norður­ Evrópu, sagði í viðtali við DV í haust að með þessu væri íslenska ríkið ítrekað að brjóta á mannréttindum flóttafólks. Þá sagði hún að þessi vinnubrögð viðgangist ekki annars staðar í ríkjum Norður­Evrópu. Hanna Birna Kristjánsdóttir tók fálega í þessar athugasemdir talskonu Flóttamannahjálparinnar þegar málið var rætt á þingi í haust en svo virðist sem íslensk yfirvöld hyggist ekki snúa af þessari braut á næstunni. Hundruð flóttamanna hafa þurft að sæta sömu meðferð á síðustu árum. Áhugavert fordæmi „Nú hefur héraðsdómur staðfest að það hefur verið illa brotið á hon­ um í málsmeðferðinni,“ segir Katrín og tekur fram að stjórnsýslan verði að læra af þessu. „Það er ekki í lagi að neita fólki um nauðsynlega heil­ brigðisþjónustu. Það er ekki í lagi að láta mann sem er alvarlega veik­ ur á geði bíða endalaust eftir niður­ stöðu og það er ekki í lagi að vísa fólki nánast í opinn dauðann bara vegna þessa að Dyflinnarreglugerðin eða einhver annar lagarammi veitir þér heimild til þess. Við verðum að vera sjálfstæð og gagnrýnin.“ Katrín segir dóminn gefa áhuga­ vert fordæmi enda séu aðstæður hæl­ isleitenda hræðilegar í fleiri löndum en Grikklandi. Hún segir stjórnvöld hafa haft sínar afsakanir þegar þau ákváðu að senda Askar pour og fleiri hælisleitendur til Grikklands á sínum tíma. Þau hafi meðal annars vísað til þess að önnur Norðurlönd væru að gera slíkt hið sama. Dómurinn stað­ festi hinsvegar að það sé ekki nægj­ anlegt að vísa til annarra landa þegar kemur að grundvallarmannréttind­ um. „Það lá alveg fyrir að það væri mjög hættulegt að vísa fólki til Grikk­ lands enda hafði Flóttamannastofn­ unin metið það svo.“ n Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is „Þetta er mjög mikilvæg og þörf viðurkenning á mann- réttindum hælisleitenda á Íslandi. Flóttafólk fangelsað Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra tók fálega í áhyggjur þingmanna af fangelsun flóttafólks á Íslandi fyrir að koma hingað á fölsuðum eða engum pappírum. Svo virðist sem íslenska ríkið ætli að viðhafa slík vinnubrögð áfram. Mynd Sigtryggur Ari Áfellisdómur yfir íslenska ríkinu Verðum að læra Katrín Oddsdóttir segir ljóst að stjórn- sýslan verði að læra af dómnum sem féll þann 27. febrúar síðast- liðinn. Mynd Sigtryggur Ari Vilja lækka markið Framboð Pírata á sveitarstjórnar­ stigi hefur ályktað að lækka þurfi það 20 prósenta ófrávíkjanlega mark sem gildir um íbúakosn­ ingar. 108. grein sveitarstjórnar­ laga kveður á um að að lágmarki 20 prósent íbúa þurfi að óska með bindandi hætti eftir íbúa­ kosningu um tiltekin mál. Álykt­ unin kveður á um að raunhæfar heimildir þurfi að vera fyrir hendi til að kjósendur geti gripið inn í ákvarðanir kjörinna fulltrúa. Því skuli lækka lágmarkið. Þingmenn Pírata leggja því fram frumvarp um að sveitarstjórnarlögum verði breytt svo unnt sé að lækka hlut­ fallið. „Píratar munu svo beita sér fyrir því á sveitastjórnar­ stigi að það séu íbúar sveitarfé­ laga sem ákveði í íbúakosningu hve auðvelt eða erfitt það skuli vera fyrir þá að krefjast atkvæða­ greiðslu framtíðinni,“ segir á vef­ síðu Pírata. Flatskjám stolið í inn- brotahrinu Brotist hefur verið inn í nokkra sumarbústaði í Bláskógabyggð og Grímsnes­ og Grafningshreppi að undanförnu. Í dagbók lögreglunn­ ar á Selfossi kemur fram að nú síð­ ast hafi verið tilkynnt um innbrot í hús í Brekkuskógi. Í öllum tilvikum var flatskjám stolið, verkfærum og ýmsum rafmagnstækjum. Þá kemur fram að lögregan á höfuð­ borgarsvæðinu hafi fundið mikinn hluta þýfisins, en þjófnarnir séu ófundnir. Þá kemur fram í dagbók lög­ reglu vegna verkefna síðustu viku að hnefastórum hnullungi hafi verið kastað í gegnum öryggisgler í skoðunarstöð Frumherja á Sel­ fossi aðfaranótt síðastliðins þriðju­ dags. Löreglan á Selfossi biður þá sem veitt geta upplýsingar að hafa samband í síma 480­1010.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.