Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Qupperneq 14
Vikublað 11.–13. mars 201414 Fréttir n Fangi sem dvalið hefur á Sogni réðst á annan fanga í Hegningarhúsinu H ann var tifandi tíma- sprengja innan um aðra fanga,“ segir fangi um árásarmann sinn, en annar fangi réðst á hann á sérlega fólskulegan hátt í Hegningarhús- inu við Skólavörðustíg um þar síð- ustu helgi með þeim afleiðingum að hann er nefbrotinn og sér ekki með öðru auga. Hann segir að árásin hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hann hefur kært árásina en óskar eftir því að koma ekki fram undir nafni af tillitsemi við ættingja sína. Eigin kona mannsins gagnrýn- ir verklag fangelsisyfirvalda, bæði hvað varðar umönnun eftir árásina sem og að svo hættulegur maður sé vistaður meðal almennra fanga. „Í andlegri steik“ Fanginn segir að árásarmaðurinn hafi veitt sér þrjú þung högg með þeim afleiðingum að hann nefbrotn- aði og skaðaðist á auga, tönnum og hálsi. „Ég er illa farinn í andliti og í andlegri steik. Allar afleiðingar eru ekki komnar fram,“ segir fanginn í bréfi þar sem hann lýsir málsatvik- um. Fanginn segir að árásarmað- urinn hafi verið með ógnandi til- burði í sinn garð áður en hann lét til skarar skríða. „Rétt er að segja að ég var búinn viku áður að láta verði vita að hann væri með ógn- andi tilburði og væri sannarlega tif- andi tímasprengja,“ skrifar fanginn. Árásarmaðurinn hefur meira og minna setið inni frá árinu 1998, þar á meðal fjölda ára inni á réttargeð- deildinni að Sogni. Sá maður var dæmdur á ný á síðasta ári fyrir lík- amsárás með hníf. Fékk ekki verkjalyf „Ég fór á spítala þar sem ég var skoð- aður og myndaður. Ég var stuttu síð- ar vistaður aftur í tveggja manna fangaklefa verkjalyfjalaus. Almenn skynsemi segir að þegar maður lend- ir í höfuðmeiðslum þá ætti maður að vera lagður inn í minnsta lagi sólar- hring á sjúkrahúsi. Sólarhring eftir árásina var mér enn ekki veitt við- eigandi verkjameðferð eða lyf,“ segir fanginn. Hann vill þó árétta að hann kenni ekki starfsmönnum fangelsis- ins um hvernig staðið var að. „Ég vil árétta að allir starfsmenn eru að gera sitt besta miðað við aðstæður. Það má segja að fyrir þeirra snöggu við- brögð fór ekki verr í þessari hrotta- legu líkamsárás,“ segir hann. Segir fangaverði hafa komið í veg fyrir morð „Þetta er ekkert auðvelt að takast á við þetta allt saman og svo kem- ur svona upp á. Sá sem er úti kvelst oft meira en sá sem er inni,“ segir eiginkona fangans sem segir mál- ið allt hafa reynt mikið á andlega heilsu sína. „Þeir voru út í útivist og maðurinn minn var að bíða eft- ir körfunni. Hinn var að labba þarna í kring. Verðirnir voru ekki langt frá. Andrúmsloftið var mjög rólegt en svo skyndilega, búmm. Þú veist aldrei hvar þú hefur geðsjúkling. Þetta voru þrjú rosa högg og verðirn- ir komu hlaupandi en annars hefði hann drepið hann. Hann steinrot- aðist. Hann er hálfeineygður, get- ur opnað aðeins augað en hann sér ekki neitt,“ segir eiginkona fangans í samtali við DV. Fór beint aftur í fangelsið Þrátt fyrir að eiginkonan segi fanga- verði vera yndislega menn gagnrýn- ir hún harðlega hvernig hafi verið staðið að málum í kjölfar árásarinn- ar. „Hann fór aldrei inn á spítala. Hann fór upp á slysavarðstofu og var þar í þrjá tíma, það var tékkað á hon- um en svo fór hann beint inn aftur. Þannig hafa nú sumir dáið í fangels- um,“ segir hún. Eiginkonan segir að fyrst um sinn hafi maður hennar ein- göngu fengið Paratabs-verkjalyf eftir rothöggið og það hafi liðið þrír dagar þar til hann fékk verkjalyf við hæfi. „Þú þarft að vera undir umsjá spítala í allavega tuttugu og fjóra tíma. Það er ekki hægt að stinga þér beint inn aftur, svo sofnarðu og vaknar aldrei aftur. Hann er slasaður á hálsi, nef- brotinn og með dofa í allri hendinni. Hann er rétt byrjaður að opna augað en sér ekkert með því,“ segir hún. Árásarmaðurinn fluttur Eiginkona fangans gagnrýnir sér- staklega að árásarmaðurinn hafi verið meðal almennra fanga í Hegn- ingarhúsinu. „Hann var rangur mað- ur á röngum stað. Við viljum koma því líka á framfæri. Fanginn sem réðst á eiginmann minn átti alls ekki heima þarna. Nú er hann kominn inn á Litla-Hraun. Hann var fluttur strax sem betur fer,“ segir hún. Eigin- konan segir mann sinn þjást af kvíða og þunglyndi eftir atvikið. „Ég þekki þennan mann, hann er glaðasti maður sem ég hef kynnst,“ segir hún. Læknar ráða meðferð Erlendur S. Baldursson, afbrota- fræðingur hjá Fangelsismálastofn- un, segir í samtali við DV það ekki fangelsisyfirvalda að ákveða hve lengi slasaður fangi dvelji á spítala. „Ef fangi lemur annan fanga, sem kemur nú fyrir, þá fer sá sem er lam- inn upp á spítala og þá er það und- ir læknunum komið hvenær hann kemur aftur og hvaða lyf hann fær. Læknarnir eru ekki starfsmenn okk- ar. Það er ekki flóknara en það,“ segir hann. Að hans sögn er reynt að að- skilja fanga komi upp ósætti þeirra á milli. Þá er yfirleitt annar fluttur í annað fangelsi. Erlendur segir að líkamsárásir innan veggja fangelsa séu ávallt kærðar til lögreglu. Fer eftir dómi hvert er farið Spurður um hvort eðlilegt sé að menn með sögu af geðsjúkdóm eigi heima í almennum fangelsum seg- ir Erlendur fangelsisyfirvöld geta lítið gert. „Ef menn fá fangelsis dóm þá verðum við að taka þá í fang- elsi. Ef menn eru veikir reynum við að senda þá á spítala. Það hefur hins vegar margoft komið fram að geðlæknaþjónusta í fangelsum er af afskaplega skornum skammti. Það tekst ekkert að ráða geðlækna þó að til séu peningar. Ef að einhver hefur verið á Sogni, er svo útskrifaður það- an en fremur brot á ný og fær nýjan dóm þá verðum við bara að taka við honum,“ segir Erlendur. Ekki náðist í forstöðumann Hegningarhússins við vinnslu fréttar. n Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Það er ekki hægt að stinga þér beint inn aftur, svo sofnarðu og vaknar aldrei aftur. Hegningarhúsið Árásin átti sér stað í bakgarði Hegningarhússins. Samkvæmt fórnarlambi árásarinnar var hann að bíða eftir að komast í körfubolta er hinn fanginn réðst á hann. Mynd Sigtryggur Ari „Hann var tifandi tímasprengja“ „Ég var búinn viku áður að láta verði vita að hann væri með ógnandi tilburði Ræðara rak frá landi Björgunarsveitin Ársæll var kölluð út síðdegis á sunnudag vegna kajakræðara sem var í vanda staddur, um 600 metra suður af smábátahöfninni við Suðurströnd á Seltjarnarnesi. Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að hann hafi misst árina og rekið hratt frá landi. Nærstaddur fiskibátur var í grenndinni og kom hann fyrstur að manninum. „Í sömu andrá kom björgunarbátur- inn Gróa P á svæðið og flutti manninn í land. Hann sakaði ekki,“ segir í tilkynningunni. Varðhaldið framlengt um mánuð Hjördís Svan Aðalheiðardóttir mun sitja næstu fjórar vikur í gæsluvarð- haldi að minnsta kosti. Gæsluvarð- hald yfir henni hefur verið fram- lengt um fjórar vikur en Hjördís hefur setið í fangelsi í Horsens síð- an 10. febrúar síðastliðinn. Sem kunnugt er flutti Hjördís dætur sínar þrjár frá Danmörku til Íslands í fyrrasumar án leyfis föður þeirra sem fer með forræði. Í Fréttablaðinu er haft eftir Thomas Berg, lögmanni Hjördísar í Danmörku, að saksóknaraemb- ættið sé að undirbúa ákæru á hendur henni og vonast hann til að hún verði gefin út innan sex vikna. Þá taka við réttarhöld. Berg kveðst vongóður um að refsing Hjördísar verði mildari en ella þar sem saksóknarinn hafi nú fengið skýrslu frá íslenskum sál- fræðingi sem byggð er á viðtali við stúlkurnar. Berg segir að Hjördís hafi vissulega brotið lög með því að fara með stúlkurnar úr landi en sálfræðiskýrslan skýri hins vegar forsendur hennar og mun verða til þess að milda dóminn að því er fram kemur í Fréttablaðinu. Fleiri Bretar en Íslendingar Á vef Túrista kemur fram að Ís- lendingar hafi ekki í síðasta mánuði verið stærsti hópur ferðamanna sem fór um Keflavíkurflugvöll. Nærri 23 þús- und Bretar fóru um völlinn í febr- úar, um fimmtán hundruð fleiri en Íslendingarnir. Fram kemur að Íslendingar hafi til þessa verið langstærsti farþegahópurinn sem fer um völlinn. Bretunum hefur fjölgað um tæp 43 prósent frá því í fyrra. Farþegar sem millilenda á Keflavíkurflugvelli eru ekki tald- ir með.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.