Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Blaðsíða 20
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 20 Umræða Vikublað 11.–13. mars 2014 Við höfum beðið og beðið Ég sé þig Þetta verður algjört ævintýri Ég er bara í hamingjukasti Leynimakk Láru Sædís Hrönn Samúelsdóttir bíður eftir félagslegri íbúð. – DV Birgir Örn Steinarsson varð vitni að líkamsárás. – DV Rósa Björk flytur tímabundið til Kína ásamt fjölskyldunni – DV Malín Brand keppir í ralli. – DV F urðuleg uppákoma varð í Seðlabankanum þegar bankastjórinn Már Guð­ mundsson lögsótti eigin vinnu­ stað í því skyni að ná til baka launa­ skerðingu sem átti sér stað með lagaboði sem miðaði að því að jafna laun æðstu embættismanna ríkisins. Lögsókn Más á hendur sínum eigin vinnustað vakti athygli á sínum tíma og margir hneyksluðust á aðgerð­ um bankastjórans gegn bankanum. Á þeim kom ekkert fram um að lög­ sóknin væri hugsuð sem nauðsyn­ leg aðgerð í þágu vinnustaðarins og starfsmannsins. Málum var ein­ göngu stillt þannig upp að Már væri að krefjast þess að fá umsam­ in laun sín sem skert höfðu verið. Lyktir málsins fyrir undirrétti og síð­ ar Hæstarétti urðu þær að Már tap­ aði málinu algjörlega en það furðu­ lega gerðist í máli sem teljast verður einsdæmi. Ákveðið var að tjaldabaki að bankinn tæki á sig milljónakostn­ að Más við málsóknina. Fyrir dómi lá fyrir að Seðlabank­ inn krafðist þess að sá sem lög­ sótti greiddi allan málskostnað. Hæstiréttur kvað upp þann dóm að málskostnaður skyldi falla niður. Í því felst að Már átti aðeins að greiða sínum lögmanni og bank­ inn sínum. Þar með hefði málinu átt að ljúka. En það fór á annan veg. Upplýst var í Morgun­ blaðinu að Seðlabankinn hefði af rausnarskap greitt þær rúmlega þrjár milljónir króna sem málshöfðun Más kostaði hann. Síðan hefur kom­ ið í ljós að enginn í bankaráði Seðla­ bankans, vinnuveitanda Más, að undanskildum formanninum, Láru V. Júlíusdóttur, var með í ráðum. Lára og Már virðast þannig hafa tekið þá ákvörðun einhliða að greiða kostnað þess er lögsótti. Þá hefur Már upplýst að málinu hafi verið áfrýjað á sínum tíma að undirlagi Láru sem hafi hvatt hann nauðugan til að knýja fram úr­ slit og lofað að greiða kostnaðinn. Ljóst er að þar ber formaður banka­ ráðsins stærsta ábyrgð í ljósi þess að hann fer með völd í umboði banka­ ráðsins. Már ber síðan siðferðilega ábyrgð á því að hafa sótt fjármuni í hirslur bankans með því leynimakki sem nú blasir við. Allt þetta mál er með miklum ólíkindum. Már hefur á sér orð sem hæfur bankastjóri og margt bend­ ir til þess að hann hafi stýrt bank­ anum af skynsemi, þjóðinni til far­ sældar. Nú eru sáralitlar líkur á því að hann verði endurráðinn í starf sitt. Bankastjór­ inn tók sjálfur þá ákvörðun að lögsækja vinnustað sinn þótt Lára hafi að sögn hvatt hann til að halda áfram með málið upp í Hæstarétt. Hann heldur því fram að málsóknin hafi verið í þágu bankans. „Auðvitað er ég fórnarlamb í þessu …,“ sagði hann í útvarpsþættin­ um Sprengisandi á Bylgjunni. Millj­ ónakostnaður sem hlotist hefur af öllu þessu vafstri er sem sagt í þágu Seðlabankans sem nú getur borgað brúsann og unað við þá niðurstöðu að launþeginn var ekki hlunnfarinn. Ósvarað er þeim spurningum hvað gerðist að tjaldabaki þegar Már og Lára mökkuðu sín í milli um millj­ ónirnar. Það hlýtur að vera ástæða til þess að rannsaka það sem gerð­ ist. Grunur er uppi um umboðssvik formanns bankaráðs sem fór fram hjá ráðinu í bralli sínu við að gera Seðlabankann að þolanda í máli sem vannst. Það er fráleitt að líta svo á að Már sé fórnarlamb. Hann hefði með réttu átt að una launa­ lækkuninni á sínum tíma og láta kyrrt liggja eða standa á meintum rétti sínum og hætta störf­ um. Nú er staðan sú að hann stendur eftir með vafasaman stimpil á sér. Eftirá skýringarn­ ar halda ekki vatni. Al­ menningur í landinu, eigandi Seðlabankans, þarf að greiða kostnað sem undirgengist var með siðlausum hætti. Það er nauðsyn­ legt að fram fari rannsókn á því hvernig ákvörðun­ ina bar að. n Formaðurinn farinn Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Hægri grænna, hefur undanfarna mánuði unnið að stofnun sjónvarpsstöðvar ásamt félögum sínum. Hann hefur nú söðlað um og hyggst draga sig út úr samstarfinu og flokksstarfinu og flytja til Danmerkur þar sem hann verður hótelstjóri í sumar. Í haust hyggur Guðmundur Franklín síðan á háskólanám í Danaveldi. Guðmundur er þaul­ kunnugur hótelrekstri eftir að hafa um árabil byggt upp og rek­ ið hótel í Prag. Áður stundaði hann verðbréfaviðskipti á Wall Street. Sigmar flýgur Mikið flug er á Stórveldi Sigmars Vilhjálmssonar sem ætlar sér stóra hluti með netstöðvarnar Bravó og Mikla­ garð í samkeppni við 365 og Jón Ásgeir Jóhannes- son skuggastjórn­ anda. Hermt er að ekkert sé til sparað hjá 365 til að bægja frá samkeppninni. Og það er heldur ekkert spar­ að hjá Sigmari sem bókstaflega mokar peningum í reksturinn. Fæstir sjá reksturinn ganga upp en minnt er á að Simmi hefur áður komið á óvart með Ham­ borgarafabrikkunni. Högg Davíðs Frétt Moggans um að Már Guð- mundsson seðlabankastjóri hefði látið bankann borga eig­ in málskostnað hefur vakið athygli. Víst er að Davíð Oddssyni ritstjóra leiddist ekki að gengis­ fella bankastjór­ ann en sjálfur var hann hrakinn út úr bank­ anum á sínum tíma eftir að hafa siglt bankanum í gegnum 300 milljarða króna gjaldþrot. Norðmaðurinn Svein Harald Öygard ráðinn í staðinn. Seinna tók Már við starfinu. Davíð hef­ ur haft ýmsa fyrirvara við báða þessa arftaka. Hann hefur nú náð fram hefndum því málið útilokar nánast að Már verði endurráðinn. Páll og risaskipið Óljóst er hvað Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, tekur sér fyrir hendur þegar hann fer af launum hjá þjóðinni eftir tíu mánuði. Á dögunum fréttist af honum að hjálpa Steingrími Erlingssyni, eiganda Fáfnis Offshore við að segja frá nýja risaskipinu. Ekki er ólíklegt að gamli útvarpsstjórinn leggi fyrir sig almannatengsl þau ár sem hann á eftir á vinnumarkaði. Reynir Traustason rt@dv.is Leiðari „Grunur er uppi um umboðssvik for- manns bankaráðs 100 milljarðar á milli vina U m þessar mundir eru 30 ár síðan kvótakerfi var tekið upp við stjórn fiskveiða. En öfugt við það sem flestir halda var það ekki til að bjarga okkar helstu nytjastofnum frá hruni, heldur útgerðinni sjálfri sem þá nýlega hafði gengið í gegnum mikla endurnýjun með gríðarlegri skuldsetningu, ásamt tveimur olíukreppum með stuttu millibili. Á þeim tíma var útgerðinni einnig gert að greiða 49% tekjuskatt en ekki 20% eins og nú er. Kvótakerfið/aflamarkskerfið var einnig ætlað til bráðabirgða á með­ an annarra leiða yrði leitað. En því var fljótlega hætt er samtök útgerðar­ manna hófu að kyrja sönginn um að ekki væri til neitt betra – a.m.k. ekki fyrir þá. Þó þarf ekki að leita lengra en til vinna okkar og frænda í Færeyjum til að finna fiskveiðikerfi sem sam­ kvæmt úttekt óháðra vísindamanna er talið mun betra en kvótakerfið – enda er það kerfi laust við allt milli­ færslufarganið og braskið sem ein­ kennir okkar kerfi. Breytt í braskkerfi Í byrjun voru aðeins nokkrar fisk­ tegundir settar í kvóta og þá mátti að­ eins færa heimildir á milli skipa inn­ an sömu útgerðar en það átti eftir að breytast. Það gerðist með nýjum fisk­ veiðilögum frá árinu 1990 er hið svo­ kallaða framsal á aflaheimildum var innleitt. Frá og með þeim tíma má segja að aflamarkskerfið hafi verið lagt niður og kvótabraskkerfi tekið við. Út­ gerðir sem nokkrum árum áður höfðu fengið aflaheimildirnar afhentar án endurgjalds máttu nú selja, leigja og veðsetja heimildirnar hvað mest þær gátu. Þessir þættir kvótakerfisins hafa frá upphafi verið mjög umdeildir og hafa skoðanakannanir ítrekað sýnt að þorri þjóðarinnar sé algerlega á móti þeim. En þrátt fyrir það hefur ein­ kennilega lítið breyst og ekkert sem bendir til að það gerist nema síður sé. Margir telja að eini möguleik­ inn til að vinda ofan af kvótakerfinu sé fólginn í því; að ef verulega tækist að auka aflaheimildir í einhverri til­ tekinni tegund, eða ef nýr og óvæntur nytjastofn bættist við það sem fyrir er. Þá væri hægt að nota svigrúmið og bjóða aukninguna upp eða leigja hana á markaði þannig að jafnræðis yrði gætt og ríkissjóður hagnaðist á viðskiptun­ um, en ekki einstaka útgerðarmenn. Má bjóða þér makríl, vinur Og nú hefur það nokkuð óvænt gerst að makríll er orðinn verðmætur nytjastofn hér við land. Það hef­ ur aukið bjartsýni margra á að tak­ ast megi að innleiða ný og markaðs­ sinnaðri vinnubrögð – líkt og í anda stefnu Sjálfstæðisflokksins. En því miður hafa samtök útgerðarmanna og fótgönguliðar þeirra á Alþingi, líklega nú þegar ákveðið að koma í veg fyrir það. Þetta eru þingmenn úr báðum stjórnarflokkunum, þeir hinir sömu og beittu sér af hörku allt síðasta kjörtímabil gegn nær öll­ um umbótum á fiskveiðikerfinu. Nægir að nefna smánarlega fram­ göngu þeirra er kvóti strandveiðibáta var aukinn úr 6.000 tonnum í 8.500 tonn. Þeir beittu sér gegn þessu lítil­ ræði, töldu ákvörðunina óábyrga og kröfðust þess t.d. að þjóðhagsleg út­ tekt yrði gerð á áhrifum hennar á samfélagið. Þeir hinir sömu vinna nú ötullega að því, bæði innan ríkis­ stjórnar og utan, að makrílkvótinn að verðmæti um 100 milljarða verði afhentur nokkrum stórútgerðum til einkaafnota. Að svokallaðir nýt­ ingarsamningar verði gerðir við þær til a.m.k. 20 ára gegn einhverju gjaldi – sem líklega verður kallað leiga í samningnum. Þessar veiðiheimildir mun stórútgerðin síðan geta leigt frá sér, selt og veðsett rétt eins og allar aðrar veiðiheimildir sem hún þegar hefur til umráða. Kvótabraskkerfið mun því lifa áfram með þjóðinni, eða jafn lengi og við kjósum stjórnmálamenn sem velja sér að ganga erinda sérhagsmuna­ og forréttindahópa, frekar en að gæta hagsmuna almennings. n Atli Hermannsson fyrrverandi veiðarfærasölumaður Aðsent

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.