Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Page 21
Umræða 21Vikublað 11.–13. mars 2014 Ég er þakklátur Þetta var rosaleg barátta Ég er sterkVið fórum bara að gráta Peningar skipta Ásgeir ekki of miklu máli. – DV Skilnaðurinn tók á Einar Jóhannesson. – DV Diljá Ámundadóttir varð fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað. – DVGunnar Hrafn Jónsson og kona hans börðust við ófrjósemi. – DV F rá áramótum hafa ýmsar gjaldskrár hins opinbera verið að hækka. Rétt fyrir áramótin undirritaði heil- brigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, reglugerðir um hækkun á ýmsum gjaldskrám í heilbrigð- iskerfinu og um minni niðurgreiðsl- ur en áður á ýmsum hjálpartækj- um og stoðtækjum, sem öryrkjar og aldraðir þurfa að nota til þess að geta dvalist í heimahúsum þrátt fyrir heilsubrest. Komugjöld á heilsugæslu í Reykjavík, á slysa- deild og á bráðavakt Landspítalans voru hækkuð, svo og gjöld fyrir við- töl við sérfræðilækna. Komugjöld hækkuð um 20% Komugjöld til heilsugæslu voru hækkuð um 20% hjá eldri borgur- um og öryrkjum. Komugjöld slysa- deildar, bráðavaktar og göngudeild- ar LSH voru hækkuð um 6,6% hjá lífeyrisþegum. Viðtöl eldri borgara og öryrkja við sérfræðilækna hækka um 12,5% auk viðbótarhækkun- ar fyrir umframkostnaði. Þessar hækkanir eru allar mjög bagalegar fyrir eldri borgara og öryrkja. Hækk- anir á hjálpartækjum, sem Sjúkra- tryggingar hafa greitt að fullu, koma sér mjög illa fyrir eldri borgara og öryrkja. T.d. hafa sjúkratryggingar greitt bleyjur niður að fullu en nú þurfa eldri borgarar og öryrkj- ar að greiða 1/10 hluta verðsins. Það þýðir að lífeyrisþegar þurfa að greiða 4.00–5.000 krónur fyrir þær á mánuði. Fyrir ýmis hjálpartæki, sem Sjúkratryggingar hafa leigt út frítt til sjúklinga, þarf nú að greiða. Þá hafa fargjöld strætisvagna hækk- að. Gjald fyrir sjúkraþjálfun hef- ur hækkað um 25% hjá öldruðum. Og þannig mætti áfram telja. Þegar allar þær hækkanir, sem lenda á öldruðum og öryrkjum, eru tald- ar saman er ljóst, að þær þurrka út allar þær kjarabætur sem eldri borgarar og öryrkjar hafa fengið frá því að nýja ríkisstjórnin tók við völdum. Formaður Þroskahjálpar og formaður Öryrkjabandalags Ís- lands segja að kjarabæturnar hafi allar verið teknar til baka og rúm- lega það. Ég er sammála því. Lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði aðeins um 3,6% um sl. ára- mót. Sú hækkun nær ekki verðlags- hækkunum en verðbólgan var 4,2% á sl. ári. Kjarabætur rýrar í roðinu Svokallaðar kjarabætur, sem ríkis- stjórnin hefur veitt lífeyrisþegum frá því hún kom til valda, eru mjög rýrar í roðinu. Ríkisstjórnin ákvað að gera breytingu á útreikningi grunnlífeyris og færa útreikninginn til fyrra horfs eins og hann var fyrir 1. júlí 2009. Samkvæmt því var hætt að reikna greiðslur úr lífeyrissjóði með tekjum við útreikning á grunn- lífeyri. Við þessa breytingu fengu þeir, sem höfðu góðan lífeyrissjóð, kjarabætur. Þeir fengu grunnlífeyri á ný en þeir misstu hann 2009. LEB og FEB börðust fyrir því, að þessi breyting yrði gerð. Ríkisstjórnin breytti einnig frítekjumarki vegna atvinnutekna til fyrra horfs, þ.e. hækkaði það í 110 þús. kr. á mánuði úr 40 þús. á mánuði. Það er tiltölu- lega lítill hópur, sem fær kjarabætur vegna þessarar breytingar. Það er mjög erfitt fyrir eldri borgara að fá vinnu um þessar mundir, þar eð at- vinnuástandið er erfitt. Auk þess verður heilsa eldri borgara að leyfa, að farið sé út á vinnumarkaðinn. Framangreindar tvær breytingar voru mjög ódýrar fyrir ríkissjóð. Þriðja kjarabótin,sem verður nefnd hér, er lækkun skerðingarhlutfalls tekjutryggingar til fyrra horfs, þ.e. úr 45% í 38,25%. Það gerðist sjálf- virkt um áramótin, þar eð lögin um hækkað skerðingarhlutfall tekju- tryggingar féllu þá úr gildi (Þau áttu ekki að gilda lengur). Þessi breyting tók til margra aldraðra og öryrkja; var almenn að- gerð. Þessi aðgerð tók til lífeyris- þega, sem höfðu slæm kjör gagn- stætt því, sem gilti um leiðréttingu á útreikningi grunnlífeyris, þar eð sú aðgerð tók til þeirra sem betur voru settir og höfðu góðan lífeyrissjóð. n Taka kjarabætur aldraðra til baka Björgvin Guðmundsson form. kjaranefndar Félags eldri borgara Aðsent „Það er mjög erfitt fyrir eldri borgara að fá vinnu um þessar mundir Myndin Mugga Menntaskólanemar við Tjörnina láta snjómugguna ekki trufla sig við íþróttaiðkun. MynD SiGtryGGur Ari 1 Kudrow tapaði Leikkonan Lisa Kudrow, fyrrverandi Friends- stjarna, tapaði máli gegn fyrrverandi umboðsmanni sínum í vikunni. 20.934 hafa lesið 2 Farinn úr Grafarvogi Sig-mundur Ernir Rúnarsson, fyrrver- andi þingmaður, er fluttur á milli hverfa í Reykjavík. Nú býr hann í miðbænum. 18.783 hafa lesið 3 Lögregluskólinn mælti ekki með frænku Hönnu Birnu Birna Guðmundsdóttir, frænka Hönnu Birnu, var ráðin yfir framhalds- deild lögregluskólans. 17.563 hafa lesið 4 Sjáðu Justin Bieber yfirheyrðan Kanadíska poppstjarnan sýndi af sér mikinn hroka og yfirlæti við lögregluyfirheyrslu. 16.887 hafa lesið 5 Elmar ráðleggur ferða-mönnum hvernig skal ná í íslenskan rekkjunaut Fram- kvæmdastjóri Guide to Iceland segir að SMS sé lykilatriði þegar kemur að því að næla sér í rekkjunaut á Íslandi. 10.715 hafa lesið Mest lesið á DV.is Könnun Telur þú að Vigdís sé gagnrýnd með ómaklegum hætti í fjölmiðlum? n Já n Nei 513 AtKvæði 87,7% 12,3%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.