Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Síða 22
22 Umræða Vikublað 11.–13. mars 2014 Raddir fólksins: Viljum fá að kjósa Á Austurvelli komu þúsundir manna saman þann 8. mars til þess að taka undir einfalda kröfu: Að fá að kjósa um áfram- hald aðildarviðræðna við Evrópusam- bandið. Á fyrri hluta kjörtímabilsins, eins og lofað hefur verið. Forsætisráðherra talar um „mestu fjölmiðlaherferð Íslandssögunnar“ í sambandi við ESB-málið og á þá væntanlega við einhverjar „ loftárásir“ líka. En er skrýtið að fólk verði fúlt og pirrað þegar lygin og svikin eru yfir- gengileg? Þegar lygin er síendurtekin og stöðugt fundnir nýir vinklar á henni? Þegar siðferðisvitund fólks og réttlætiskennd er gróflega misboðið? Í pistli sínum um áðurnefndar „loftárásir“ segir Sigmundur Davíð í lokin þegar hann ræðir LÝÐRÆÐI: „Það er ógnun við lýðræði ef rökræða fær ekki að eiga sér stað, ef ákveðið er frá byrjun að aðeins annar málstaður- inn sé réttur og allt sem styður við þá mynd fær greiða leið í gegn en önn- ur sjónarmið hverfa … Rökræða er forsenda framfara.“ En það er þetta sem er einmitt vandamálið við afturköllunartillögu stjórnarinnar. Það átti nefnilega ekkert að ræða málið! Skýrsla Hagfræðistofn- unar var yfirvarp og tillögunni lætt inn í þingið seint á föstudagskvöldi. Síð- an átti að afgreiða málið með hraði og slíta þar með viðræðunum. Engin áhersla á rökræðu var sjáanleg! Meðal annars þess vegna var fólki líka misboðið, í ofanálag við öll lof- orðin um þjóðaratkvæði. Íslenska þjóðin á rétt á því að kljósa um málið. Henni hefur verið lofað því – svo einfalt er það! Annað eru … svik! n Hinn útvaldi Umsjón: Henry Þór Baldursson Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni Stór hluti matvæla í ruslið U mræðan um matvæla- sóun hefur aukist mikið á undanförnum árum. Afleiðingarnar af því að henda mat eru nefnilega alvarlegar og þá ekki síst fyrir um- hverfið. Við sjáum kannski ekki eftir peningnum sem fer í ruslið vegna þess að við skipuleggjum innkaupin illa eða gleymum mat innst í ísskápnum. Ég held þó að við myndum staldra við ef við tækjum raunverulega saman hvað það fer mikið af peningi í ruslið. En jafn- vel þótt við myndum ekki telja eft- ir okkur að henda peningum í formi matar þá ættum við að leiða hug- ann að þeim neikvæðu umhverfis- áhrifum sem þessi sóun hefur í för með sér. Áætlað er að hátt í helmingur matvæla í heiminum endi með einum eða öðrum hætti sem sorp. Þessi sóun á sér stað á öllum stig- um; á akrinum, strax eftir uppskeru, við flutning, hjá framleiðendum, í verslunum, í mötuneytum, á veitingastöðum og hjá neytendum. Þessi sóun er óumhverfisvæn í alla staði því framleiðsla, flutningur og urðun á matvælum krefst orku, vatns og landnýtingar. Þá ýtir sóun- in undir hærra heimsmarkaðsverð á afurðum með slæmum afleiðing- um fyrir þá sem síst hafa efni á að fæða sig. Þessi meðferð á mat er í raun bæði óskiljanleg og ólíðandi, eins og Tristram Stuart rekur listavel í bókinni Waste – uncovering the global food scandal en þá bók rak á fjörur mínar árið 2009. Ég var ekki ein um að falla fyrir bókinni því hún vakti mikla athygli og lof gagn- rýnenda. „Ein mikilvægasta bók um umhverfismál sem komið hefur út undanfarin ár. Fáar bækur hafa gert mig jafn reiðan,“ sagði gagnrýnandi Financial Times í umsögn sinni. Í viðtali sem ég tók við höfund- inn árið 2010 sagðist hann sem umhverfisverndarsinni hafa upp- götvað að ein auðveldasta leiðin í baráttunni fyrir betra umhverfi væri að hætta að sóa mat. Það sé í raun einfalt skref sem krefst ekki mik- illa breytinga á lifnaðarháttum en sé jafnframt gríðarlega mikilvægt því eins og málum er háttað í dag er matvælaframleiðsla heimsins ósjálfbær. Hann bendir jafnframt á að fátt hafi jafn mikil áhrif á vist- kerfi jarðar og nútíma landbúnaður. Eftirspurn eftir mat í einum heims- hluta þrýstir á um aukna landnýt- ingu hinum megin á hnettinum og stórum landsvæðum er breytt í ræktunarland, oft á kostnað mikil- vægra vistkerfa svo sem regnskóga. Það er því sláandi hversu mikill hluti matvæla endar á ruslahaug- um. Með aðeins broti af þeim mat- vælum sem er hent í heiminum væri hægt að fæða þann milljarð sem sveltur. Í bókinni segir Tristram frá at- burði frá unglingsárunum sem vakti hann til umhugsunar. Hann átti gyltu sem lifði aðallega á af- göngum svo sem gömlu brauði úr bakaríinu. Einn daginn smakkaði Tristram brauðið sem var ætlað gyltunni og komst að því að það var í fullkomnu lagi. „Ég varð for- viða yfir því að matvælum sem voru fullgóð til manneldis væri hent og að þessi sóun ætti sér stað úti um allan heim.“ Þetta varð að einhverju leyti upphafið að lífsstíl sem geng- ur út á að hirða ætan mat sem hef- ur verið hent. Hann segir eðlilegt að það veki sterk viðbrögð þegar fólk heyrir talað um slíkt „sorptunnu- grams“. „Eðli málsins samkvæmt ætti auðvitað ekkert ætilegt að finn- ast í ruslatunnum. Markmiðið með þessum lífsstíl er einmitt að sýna fram á hversu fáránleg þessi sóun er.“ Lesa má nánar um bókina og höfund á heimasíðu Neytenda- samtakanna, ns.is, og einnig má sjá fyrir lestur með Tristram Stuart á ted.com. n „Þá ýtir sóunin undir hærra heimsmarkaðsverð á af- urðum með slæmum af- leiðingum fyrir þá sem síst hafa efni á að fæða sig. „Gott hjá honum og væri óskandi að allir stæðu svona með þolendum ofbeldis og fordæmi þar með gerendur.“ Athugasemd Hjördísar Guðlaugsdóttur við frétt um Birgi Örn Steinarsson sem lét ofbeldismann heyra það. Birgir, sem jafnan er kenndur við hljómsveitina Maus, varð vitni að því er maður veittist að stúlku við BSÍ um helgina. „Vá hvað þessi strákur er yfirburða- íþróttamaður.“ Þorvarður Goði Valdimarsson um bardaga Gunnars Nelson við Rússann Omari Akhmedov í O2-höllinni í Lundúnum á laugardags- kvöld. Gunnar fór með öruggan sigur af hólmi og er enn ósigraður í UFC. 12 8 „Af hverju er ég ekki hissa?“ Þau tíðindi að frænka Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkis ráðherra hafi verið ráðin yfir framhaldsdeild lögregluskól- ans kemur Jennýju Önnu Baldursdóttur ekki á óvart. Birna Guðmundsdóttir var ráðin í starfið þótt hún hafi ekki verið metin hæfasti umsækjandinn. 22 „Gangi þér vel, ég geng með mottuna mína stoltur, tileinkuð mönnum eins og þér.“ Ólafur Björgvin Jóhannesson í athugasemd við frétt þar sem greint var frá baráttu Kára Arn- ar Hinrikssonar. Kári hefur lengi barist við krabbamein. Í viðtali við DV sagði hann að hans æðsti draumur væri að lifa nógu lengi til að verða faðir. „Það er skammarlegt hvernig er farið með þetta blessaða fólk! Þeir sem stjórna þessu kerfi ættu að skammast sín ef þeir kunna það og reyna að gera eitthvað fyrir þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu!“ Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson blandar sér í umræðuna um húsnæðis- markaðinn. DV ræddi við Sædísi Hrönn Samúelsdóttur, sem beðið hefur eftir félagslegri íbúð í fjögur ár fyrir sig og dóttur sína. 27 9 7 „… þunnt ef menn þurfa að fara að grípa til svona örþrifaráða.“ Elísabet Ingólfsdóttir um ráðleggingar Íslendings til ferðamanna um hvernig ná skuli í íslenskan rekkjunaut. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Af blogginu Mynd SIGtryGGUr ArI Brynhildur Pétursdóttir Kjallari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.