Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Page 23
Umræða Stjórnmál 23Vikublað 11.–13. mars 2014
Sandkorn
Hatar geimmyndir
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins og for
maður fjárlaganefndar, þolir ekki
geimmyndir. Í viðtali í blaðinu
Monitor var Vigdís spurð hvaða
kvikmynd væri sú versta sem hún
hefði séð. „Þær eru þó nokkrar,
ég ætla að fá að taka fleirtöluna
um þetta, ég ætla að segja allar
geimmyndir!“ Svarið er sérstak
lega athyglisvert þegar annað
svar úr sama viðtali er skoðað
samhliða. Þegar hún var spurð
hvaða teiknimyndapersóna hún
vildi vera nefndi hún nefnilega
persónu úr geimmynd. „Konan í
Avatar, man ekki hvað hún heit
ir, Avatar var æðisleg, snerist um
auðlindabaráttu.“
Bjartsýnn á tvo
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra er bjartsýnn
á að fylgi flokks síns aukist í
borginni. „Ég held að við náum
inn manni. Ég
ætla jafnvel að
leyfa mér að vera
svo bjartsýnn
að við getum
náð inn tveimur
mönnum,“ sagði
hann í viðtali við
Frjálsa verslun sem kom út fyrir
helgi. Í dag á flokkurinn engan
fulltrúa í borgarstjórninni en
hann tapaði eina fulltrúa sínum
í borginni í síðustu kosningum.
Það er hins vegar enn lengra síð
an að flokkurinn átti tvo menn
í borgarstjórn. Fara þarf aftur til
ársins 1982 til að finna dæmi um
slíkt. Gullaldartími Framsóknar
flokksins í borginni var hins vegar
á árunum 1962 til 1974 þegar
flokkurinn átti tvo og einu sinni
þrjá borgarfulltrúa.
Fleiri en kusu Framsókn
Á föstudag náðist merkilegur
áfangi í undirskriftasöfnun gegn
áformum ríkisstjórnarinnar
um að slíta aðildarviðræðum
við Evrópusam
bandið. Þá fóru
undirskriftir yfir
46.173 en það var
fjöldi þeirra sem
greiddu Fram
sóknarflokknum
atkvæði í síðustu
þingkosningum, þegar flokkurinn
vann einhvern mesta kosninga
sigur síðari ára. Undirskriftasöfn
unin hefur staðið í um tvær vikur
og hafa fáar safnanir gengið jafn
hratt. Enn eru þó talsvert færri
sem hafa skrifað undir þessa
áskorun en gegn Icesave II en
kosningasigur Framsóknar má
líklega að mestu rekja til þess sig
urs Íslands í Icesavemálinu.
Súkkulaðikaka á þingi
Össur Skarphéðinsson, þingmaður
Samfylkingarinnar, var harðorður í
garð Sigmundar Davíðs Gunnlaugs-
sonar forsætisráðherra á þingi á
mánudag. Sagði hann forsætis
ráðherra taka súkkulaðiköku með
rjóma fram yfir þingfundinn sem
þá var í gangi. „Mér finnst það
grátlegt að hæstvirtur forsætisráð
herra skuli forðast þingsalinn en
sitja þess í stað úti í matsal og háma
þar í sig kökur með rjóma,“ sagði
Össur. Sigmundur var þó ekki lengi
að bregðast við þessu því hann var
mættur í þingsalinn augnablikum
eftir að Össur hafði lokið máli sínu.
Ekkert kom fram um ástæður þess
að boðið var upp á súkkulaðiköku í
mötuneyti þingsins á mánudag.
Vill sænsku leiðina
við gerð fjárlaga
Guðlaugur Þór vill auka aðhald í ríkisfjármálum
Í
sland á að taka sér Svíþjóð til fyrir
myndar þegar kemur að undirbún
ing og vinnslu fjárlaga á hverju ári.
Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðar
son, þingmaður Sjálfstæðisflokks
ins og varaformaður fjárlaganefndar.
Hann segir alla flokka þurfa að taka
sig saman til að ná aga í ríkisfjármál
um; bæði stjórn og stjórnarandstöðu.
„Það er engin ástæða til þess að finna
upp hjólið, gerum þetta bara eins og
þeir eru að gera þetta,“ segir Guð
laugur Þór um fjárlagaferlið.
Strangari reglur
Meðal leiða sem Guðlaugur bendir
á að Svíar fari en ekki Íslendingar
eru breytingartillögur á fjárlögum.
Stjórnarandstaðan þar hefur tæki
færi á að koma með breytingartillögu
í formi nýs fjárlagafrumvarps en get
ur ekki lagt fram breytingartillögu á
einstaka liðum líkt og hér. „Það þýð
ir ekki að koma fram með breytingu
á síðustu stundu eins og gert er hér,“
segir hann og vísar meðal annars til
fjárlagaafgreiðslunnar í vetur. „Við
hefðum átt að vera með meiri afgang
á fjárlögum og síðan var stjórnar
andstaðan ekki að hjálpa til með sín
um áherslum.“
Verkefnið er ekki síst að auka
gegnsæi frumvarpsins en það felst
meðal annars í því að allar laga og
reglugerðarbreytingar sem nauðsyn
legar eru til að forsendur frumvarps
ins nái fram að ganga séu birtar sam
hliða fjárlagafrumvarpinu. Þá telur
Guðlaugur mikilvægt að stefnan sé
sett af ríkisstjórn en ekki einstökum
ráðuneytum eða stofnunum. „Við
þurftum að hafa mikið fyrir því að
breyta áherslum í fjármálavinnunni
þar sem við færðum fjármuni í heil
brigðismálin og lækkuðum utan
ríkismálin. Það er sérstakt að vera í
átökum við stofnanir og hagsmuna
aðila út í bæ,“ segir hann.
Eilífðarbarátta
Mikið af hugmyndunum sem Guð
laugur vill leggja áherslu á koma
fram í minnisblaði sem unnið var í
kjölfar heimsóknar fjárlaganefndar
Alþingis til helstu stofnana sænska
ríkisins sem koma að opinberum
fjármálum og fjárlagagerð sérstak
lega. „Þetta er eilífðarbarátta og við
þurfum að leggja mikið á okkur til að
komast á þann stað sem Svíarnir eru
á,“ segir Guðlaugur sem segir þó alla
sammála um markmiðið. „Allavega
í orði er mikill skilningur á þessu
en hins vegar vantar mikið að þetta
komi fram.“ n
Aðalsteinn Kjartansson
adalsteinn@dv.is
„Það er engin
ástæða til þess að
finna upp hjólið, gerum
þetta bara eins og þeir
eru að gera þetta.
Vill breytingar Guðlaugur
Þór berst fyrir breytingum við
fjárlagagerð. mynD SiGtryGGur Ari
Reyndu ekki að semja
Enn stefnir í viðræðuslit við ESB
E
ngin tilraun var gerð til að
ná sátt í Evrópusambands
málum á Alþingi í síðustu
viku eins og samkomulag
sem stjórnarflokkarnir gerðu við
stjórnarandstöðuna gerði ráð fyr
ir. Allir stjórnarandstöðuleið
togarnir hafa lýst því yfir opinber
lega um og eftir helgi að þeir hafi
ekki heyrt neitt í stjórnarforyst
unni, þeim Sigmundi Davíð Gunn
laugssyni og Bjarna Benedikts
syni. Andrúmsloftið á þingi hefur
verið spennuþrungið allt frá því
að stjórnarflokkarnir tveir kynntu
áform sín um að slíta aðildarvið
ræðum við Evrópusambandið án
þjóðar atkvæðagreiðslu þvert á lof
orð fyrir kosningar.
Samkomulagið sem gert var fyrir
nefndarvikuna var hins vegar ansi
skýrt, í það minnsta eins og forseti
þingsins kynnti það þegar fundur
hélt áfram eftir ítrekaðir seinkanir
þann 27. febrúar síðastliðinn. „Þá
er gert ráð fyrir að leitað verði hóf
anna á næstu dögum í nefndaviku
til að vita hvort hægt sé að reyna að
greiða fyrir umræðu málsins eftir
því sem kostur er í framhaldinu,“
sagði Einar Kristinn Guðfinnsson,
forseti þingsins, á síðasta þingfundi
þegar hann kynnti samkomulagið
sem varð þess valdandi að þings
ályktunartillaga Gunnars Braga
Sveinssonar utanríkisráðherra um
viðræðuslit var ekki tafin frekar
með umræðum.
Á mánudag lýsti Birgitta Jóns
dóttir, hjá Pírötum, furðu sinni á
vinnulagi stjórnarmeirihlutans.
„Þeir vita ekki alveg hvernig þeir
eiga að haga sér í því. Ég held að
það sé rétt að þeir ætla að reyna að
humma þetta fram af sér fram yfir
sveitarstjórnarkosningar,“ sagði
hún í viðtali í útvarpsþættinum
Harmageddon.
Óvíst er hvert framhaldið verð
ur en átök voru á þingfundi á
mánudag sem var fyrsti fundur
inn síðan samkomulagið var gert.
Fleiri liðsmenn stjórnarinnar hafa
stigið fram og lýst því yfir að bregð
ast verði við með einhverjum hætti
þeirri hörðu andstöðu fólks við
viðræðuslitunum, meðal annars
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins. n
adalsteinn@dv.is
talsmaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er talsmaður tillögunnar um
viðræðuslit við Evrópusambandið. mynD SiGtryGGur Ari