Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Síða 30
Vikublað 11.–13. mars 201430 Sport 8 Julian DraxlerFélag: Schalke Fæddur: 20.09. 1993 Staða: Sókndjarfur miðjumaður/ vængmaður n Draxler er líklega einn eftirsóttasti þýski leikmaðurinn um þessar mundir sem kemur lítið á óvart. Þessi tvítugi leikmaður er hlaðinn hæfileikum, en Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er sagður vera mikill aðdáandi hans. Félagið reyndi að klófesta Draxler í janúar- glugganum en hafði ekki erindi sem erfiði. Talið er nær öruggt að Wenger reyni aftur við hann í sumar en spurning er sú hvort Bayern München komi einnig og banki á dyrnar. 7 Max MeyerFélag: Schalke Fæddur: 18.09. 1995 Staða: Vængmaður/framherji n Max Meyer er sókndjarfur miðjumaður og án nokkurs vafa á meðal vonarstjarna Þjóðverja. Meyer hefur verið fastamaður í liði Schalke í vetur og skorað 5 mörk í 20 leikjum í deildinni. Breska blaðið Mirror greindi frá því á dögunum að Chelsea hefði áhuga á að næla í þennan öfluga leikmann sem leikið hefur fyrir öll yngri landslið Þýskalands. 6 Luke ShawFélag: Southampton Fæddur: 12.07. 1995 Staða: Vinstri bakvörður n Shaw er fastamaður í Southampton þrátt fyrir að vera 18 ára. Shaw var nýlega valinn í A-landslið Englands í fyrsta skipti og er fram- tíðarmaður í landsliðinu. Fjölmörg lið hafa áhuga á Shaw. Breskir miðlar hafa greint frá því að Southampton sé tilbúið að bjóða hon- um veglega launahækkun fyrir nýjan samn- ing. Á sama tíma eru félög eins og Chelsea, Man. City og Man. United sögð áhugasöm og er það talið 99% öruggt að eitthvert þeirra reyni að landa honum í sumar. 5 Juan IturbeFélag: Porto Fæddur: 04.06. 1993 Staða: Framherji n Argentínumaðurinn Iturbe er samnings- bundinn Porto, en var lánaður til Verona á Ítalíu síðastliðið haust þar sem hann hefur staðið sig vel. Iturbe hefur verið líkt við Lion- el Messi, enda er Iturbe lítill, leiftursnöggur og með frábæra boltatækni eins og Messi. TalkSPORT greindi frá því fyrir skemmstu að Chelsea, Liverpool og Arsenal hefðu áhuga á þessum efnilega leikmanni sem hefur skorað fimm mörk í A-deildinni á Ítalíu í vetur. Þá eru Juventus og Roma einnig sögð áhugasöm. 4 Ross BarkleyFélag: Everton Fæddur: 05.12. 1993 Staða: Miðjumaður n Barkley er leikmaður sem vart þarf að kynna. Hann hefur farið á kostum hjá Everton í vetur og er líklega sá ungi leikmaður sem Englendingar binda mestar vonir við. Barkley er ótrúlega kröftugur leikmaður miðað við ald- ur og getur nánast spilað allar stöður á miðjum vellinum, hvort heldur sem er sem sóknar- eða varnarmiðjumaður. Telegraph greindi frá því á dögunum að Chelsea vilji fá Barkley til að fylla það skarð sem Juan Mata skildi eftir sig þegar hann fór til Manchester United. 3 Ismail AzzaouiFélag: Anderlecht Fæddur: 06.01. 1998 Staða: Miðjumaður n Azzaoui er enn ein vonarstjarna Belga, en töluvert yngri en liðsfélagi hans hjá Anderlecht, Dennis Praet. Azzaoui hefur hafnað því að skrifa undir atvinnumanna- samning hjá Anderlecht sem þýðir bara eitt: hann ætlar sér að komast að hjá stærra félagi. Tottenham er sagt bíða átekta, en félagið hefur sankað að sér ung- um og efnilegum leikmönnum undanfarin misseri. Azzaoui er leikmaður sem vert er að fylgjast með í framtíðinni. 2 Will HughesFélag: Derby County Fæddur: 07.05. 1995 Staða: Miðjumaður n Þegar rætt er um efnilegustu leikmenn Englands er nafn Hughes sjaldan langt undan. Þess verður væntanlega ekki langt að bíða að hann fái tækifæri í úrvals- deildinni, hvort sem það verður með Derby eða öðru félagi. Liverpool er sagt hafa áhuga á þessum unga leikmanni og gæti vel farið svo að liðið geri tilboð strax í sum- ar. Þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára hefur Hughes leikið 77 leiki fyrir aðallið Derby. 1 Dennis PraetFélag: Anderlecht Fæddur: 14.05. 1994 Staða: Miðjumaður n Belgar eiga ótrúlegan fjölda ungra og efnilegra leikmanna og er Dennis Praet ein þeirra helsta vonarstjarna. Hann hefur verið orðaður við félög í ensku úrvals- deildinni undanfarin misseri þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára. Praet er sóknarsinnaður miðjumaður og hafa forsvarsmenn Liver- pool fylgst með honum. Á yfirstandandi tímabili hefur hann skorað þrjú mörk í 25 leikjum með Anderlecht. 10 Raphael VaraneFélag: Real Madrid Fæddur: 25.04. 1993 Staða: Varnarmaður n Varane hefur þegar sýnt það og sannað hjá Real Madrid að hann er frábær varnar- maður. Hann hefur hins vegar fengið fá tækifæri hjá liðinu í vetur og er hann sagður vera farinn að líta í kringum sig. Express greindi frá því fyrir skemmstu að Chelsea hefði áhuga á að klófesta Varane og sé reiðubúið með 25 milljóna punda tékka. Þá var Manchester United margsinnis orðað við kappann áður en hann fór til Real Madrid árið 2011. 9 DoriaFélag: Botafogo Fæddur: 08.11. 1994 Staða: Varnarmaður n Brasilíumenn hafi ekki verið þekktir fyrir að framleiða hágæða miðverði á færibandi á undanförnum árum. Undantekningar frá þeirri reglu eru þó leikmenn eins og Thiago Silva og Lucio. Doria er talinn geta náð sömu hæðum og þeir tveir, en þessi stóri og stæðilegi miðvörður hefur þegar leikið einn landsleik fyrir Brasilíu. Fjölmörg stórlið eru sögð vilja fá hann í sínar raðir, nægir í því samhengi að nefna AC Milan, Juventus, Roma, Chelsea og Tottenham. Heitasti bitinn Ross Barkley er líklega sá leikmaður sem harðast verður barist um af umræddum leikmönnum. Einnig verður hart barist um Julian Draxler. Þó að félagaskiptaglugginn í fótboltanum sé lokaður fram á sumar eru fjölmörg stórlið í Evrópu að skoða hvaða leikmenn gætu orðið stjörnur framtíðarinnar. Vefritið Bleacher Report tók á dögunum saman lista yfir unga og efnilega leikmenn sem eru eftir- sóttir af mörgum af stærstu liðum Evrópu. Allir þessir leikmenn eiga það sameiginlegt að vera tuttugu ára eða yngri. n Margir af efnilegustu leikmönnum heims munu róa á önnur mið í sumar Tíu efnILegIR og efTIRSóTTIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.