Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Qupperneq 32
32 Menning Vikublað 11.–13. mars 2014 Tómas leikur á móti Kevin Costner Íslenski leikarinn Tómas Le­ marquis leikur illmenni í nýrri bíómynd McG, Three Days to Kill. Myndin er sýnd í íslenskum kvik­ myndahúsum um þessar mundir. Tómas leikur á móti Kevin Costner, Amber Heard og Connie Nielsen í þessari spennumynd gerðri eftir handriti Luc Besson. Myndin hverfist um CIA­ manninn Ethan Renner (Kevin Costner) sem greinist með ban­ vænan sjúkdóm. Hann hefur eytt ævi sinni í starfið og vanrækt fjölskyldu sína og ákveður eftir sjúkdómsgreininguna að snúa lífi sínu til hins betra. Það gengur þó ekki sem skyldi því Ethan bland­ ast í æsispennandi eltingarleik við hryðjuverkamenn í Parísar­ borg (einn þeirra er leikinn af Tómasi) og er lofað, að launum, lyfi sem gæti bjargað lífi hans. Vegleg afmælis- veisla í Hörpu Íslensku tónlistarverðlaunin fagna 20 ára afmæli í ár og verða því haldin með einstak­ lega glæsilegu sniði í Eldborg í Hörpu föstudaginn 14. mars. Auk þess sem það besta á árinu 2013 verður verðlaunað verður litið yfir farinn veg og saga verðlaun­ anna rifjuð upp. Í fyrsta skipti í sögu Íslensku tónlistarverðlaun­ anna gefst almenningi nú færi á að taka þátt í gleðinni með því að kaupa miða á hátíðina og fram koma margir af vinsælustu tón­ listarmönnum landsins. Meðal þeirra sem koma fram eru Emil­ íana Torrini, Hjaltalín, Skálmöld og Ragnar Bjarnason. Gott forlag í súginn Síðasta útgáfuár var metnaðar­ fullt hjá bókaforlaginu Uppheim­ um sem þó hefur hætt útgáfu eftir að hafa glímt við fjárhagsörðug­ leika um nokkurt skeið. Uppheimar gáfu út gæðabæk­ ur á síðasta ári, þeirra á meðal Klefa nr. 6 eftir Rosu Liksom, ljóðabók Bjarka Karlssonar og Sem ég lá fyrir dauðanum. Upp­ heimar gáfu einnig út vinsælar glæpasögur eftir Jo Nesbø og Håkan Nesser og því ljóst að þar fer gott forlag í súginn. Menningarverðlaun DV veitt í dag Hátíðin haldin í 35. sinn í Iðnó 11. mars M enningarverðlaun DV verða afhent í 35. sinn í dag, þriðjudag 11. mars. Til­ nefningar til Menningar­ verðlauna voru kynntar í DV fyrir viku. Verðlaunin, sem eru veitt í níu flokkum – bókmenntum, arkitektúr, fræðum, hönnun, kvikmynda­ list, leiklist, myndlist og tónlist, eru fyrir framúrskarandi árangur á listasviðinu á síðastliðnu ári. Fólk hefur fengið tækifæri til þess að hafa áhrif á hver hljóti sérstök lesendaverðlaun með því að taka þátt í netkosningu. Í netkosningunni gefst lesend­ um kostur á að velja einn listamann eða verk úr hópi allra tilnefndra. Sá listamaður eða það verk sem fær flest atkvæði í netkosningunni hlýtur verðlaunin. Reynir Trausta­ son, ritstjóri DV, mun veita sigur­ vegaranum viðurkenninguna. Með þessu framtaki vilja aðstandendur hátíðarinnar stuðla að aukinni um­ ræðu um menningu. Þá eru veitt árleg heiðursverð­ laun Menningarverðlauna DV sem forseti Íslands veitir. Menningarverðlaun DV eiga sér langa hefð. Verðlaunin voru fyrst veitt af Dagblaðinu árið 1979 og hétu þá Menningarverðlaun Dag­ blaðsins en eftir sameiningu Dag­ blaðsins og Vísis árið 1981 Menn­ ingarverðlaun DV. Eigendur og ritstjórn blaðsins hafa lagt sig fram um að halda við þessari áralöngu hefð. Fjölmargir aðrir en starfsmenn ritstjórnar koma að störfum vegna hátíðar­ innar, helst ber að nefna að í dóm­ nefndum hátíðarinnar situr fólk með reynslu og góða hæfni í að rýna í árangur í hverjum flokki fyrir sig. Þessir aðilar vinna óeigingjarnt starf í þágu blaðsins og vanda mjög til verka. n kristjana@dv.is Verðlaunahafar 2012 Á síðasta ári fékk Gísli Björnsson, grafískur hönnuður, heiðursverð- laun DV. Mikill mannfögnuður var í Iðnó, þar sem hátíðin er haldin aftur í ár. Mynd: PressPhotos.biz L eikgerðir eftir stórum skáld­ sögum innlendum sem er­ lendum hafa oftast notið vin­ sælda í íslensku leikhúsi, enda gefa þær listamönnum þess og allri leikhúsmaskínunni tækifæri til að láta ljós sitt skína skært ef vel tekst til. Örugg aðsókn er fyrirfram tryggð þar sem áhorfendur þekkja oftast til bókarinnar sem leikgerðin er byggð á og hafa þegar myndað samband við helstu söguhetjur hennar eins og í þessu tilviki. Titillinn Furðulegt hátta­ lag hunds um nótt vekur strax forvitni og segir okkur ýmislegt um aðal­ persónuna, 15 ára stærðfræðiséníið Christopher Boone sem er alveg sér­ stakt furðufyrirbæri og með heila­ starfsemi í samræmi við það. Utangarðs og öðruvísi Margir töldu fyrirfram að ekki væri hægt að gera leikgerð eftir skáldsögu Marks Haddon með sama titli, hún væri einfaldlega ekki það sem kalla má sviðsvæn. En það reyndist síður en svo rétt, enda er sagan sögð með allri nútímatækni leikhússins sem gerir sýninguna og frásagnarform hennar einstaka. Simon Stephens, höfundur leikgerðarinnar, leggur áherslu á að sagan um Christopher Boone fjalli ekki endilega um ungling á einhverfurófi með Aspberger­heil­ kenni eins og hamrað hefur verið á, heldur miklu frekar um ungling sem er sérstæður í háttum og því öðruvísi og utangarðs í samfélaginu. Og það er einmitt þessi sérstaða hans sem myndar alla dramatíska framvindu á leiksviðinu, hann rekst einfaldlega ekki í samfélagi við annað fólk vegna þess að hann skynjar heiminn öðru­ vísi en flestir. Hann les í tungumál hegðun og umhverfi manna með sín­ um eigin furðulega hætti og hrindir þannig af stað atburðarás sem afhjúp­ ar leyndarmál innan eigin fjölskyldu. stimplar sig rækilega inn Valið á leikara í aðalhlutverkið hlýtur að skipta sköpum fyrir framgang sýningarinnar, ef það mistekst er hætt við að áhorfandinn missi áhugann á sögunni, því það er mikið á hann lagt, ekki síður en foreldra hans, að fylgja eftir öllum tiktúrum Christo­ phers, sérstökum talsmáta og lík­ amsbeitingu. Sem betur fer nær Þor­ valdur Davíð Kristjánsson að stimpla sig rækilega inn með túlkun sinni, er fantagóður og heillandi í hlutverkinu. Hann hefur allt á valdi sínu, sérstæða hrynjandi í framsögninni, hárrétta beitingu raddar og líkamshreyf­ ingar sem undirstrika persónuleika Christophers, snertifælni hans og vangetu til að mynda „eðlilegt“ sam­ band við annað fólk sem er áþreifan­ legast í skorti hans á augnsambandi við aðra. Þorvaldur Davíð heldur sig við efnið af einbeitingu, fer aldrei út af sporinu, er greinilega fastur í því undarlega munstri sem einstaklingar með furðulegt háttalag hafa kom­ ið sér upp. Helsti mótleikari hans er Bergur Þór Ingólfsson í hlutverki föð­ urins Eds og hann átti einnig stórgóð­ an leik sem langþreytt foreldri barns með flókið hegðunarfrávik. Það er ekki alltaf auðvelt að vera þolinmóð­ ur og skilningsríkur gagnvart síend­ urtekinni þráhyggjuhegðun afkvæma sinna. Allt þetta sýndi Bergur Þór okkur svo vel, hvort heldur sem hann missti stjórn á skapi sínu eða tjáði einlæga föðurást og sanna væntum­ þykju. Allir með á nótunum Það er greinilegt að leikarar sýningar­ innar og allir aðstandendur hafa lagt sig fram um að kynna sér þann sér­ stæða heim sem Christopher lifir í og ekki síst álagið sem foreldrar og að­ standendur barna sem eru á svipuðu rófi búa við. Það sjáum við m.a. í túlk­ un Nínu Daggar Filippusdóttur sem leikur móðurina Judy. Hún er kona sem hefur brotnað undan álaginu, gefist upp og yfirgefið feðgana í von um að finna hamingjuna annars stað­ ar. Og reyndar er saga þeirra þriggja sá ás sem allt verkið snýst um, þetta er enn eitt fjölskyldudramað, þótt fleiri persónur komi við sögu. Þar er hlutverk sögumanns og kennarans Siobhan mikilvægast, það er hún sem tekur Christopher að sér og hvetur hann til að búa til leikrit um einstakt líf sitt og uppgötvanir sem er ramm­ inn utan um leikgerðina. Brynhild­ ur Guðjónsdóttir heldur vel utan um hlutverkið, það lendir á henni að tengja saman, flytja okkur textann sem nauðsynlegur er til að allt það helsta skili sér úr skáldsögunni. En hún er ekki ein um það, því það sem gerir þessa leiksýningu alveg einstaka er einmitt leikhópurinn allur sem ekki aðeins bregður sér í hlutverk einstakra persóna, heldur líkamnar í hverju at­ riðinu á fætur öðru þann efnislega heim og áreiti sem umlykur og trufl­ ar tilveru Christophers. Leikhópurinn á sérstakt hrós skilið fyrir að fylgja öll­ um sviðlausnum eftir með réttum tímasetningum, takti og hraða. samhæfing listar og tækni Hilmar Jónsson leikstýrir sínu liði á sviðinu í samvinnu við Lee Proud sem er höfundur sviðhreyfinga sem áttu ekki svo lítinn þátt í að gera sýninguna bæði frumlega og skemmtilega. Leik­ hópurinn breytist á einu augabragði í dansara (sem ætti kannski að ráða í Íslenska dansflokkinn í stað þessara óánægðu) og breytist í lifandi leikmuni í leikmynd Finns Arnar Arnarsson­ ar sem nýtir sér sviðsbreidd og sviðs­ dýpt með einföldum en skilvirkum hætti. Og rétt eins og leikstjórinn hef­ ur danshöfund með sér, hefur Finnur Arnar vídeóhöfundinn Petr Hlousek sér við hlið sem skapar ótrúlegan furðuheim Christophers á leiksviðinu, hvort heldur er í smábænum Swinton, stórborginni London eða dýpst í heila hans. Það kom síðan í hlut Björns Bergsteins Guðmundssonar að lýsa þessar furður í heilastarfseminni eða beita ljósunum eins og strokleðri og þurrka þær út í einu vetfangi svo allt hvarf nema hráslagalegir og auð­ ir veggirnir í leikmynd Finns Arnars. Sýningin stendur og fellur með allri leikhúsmaskínunni sem er vel smurð að þessu sinni, fullkomin samhæfing ríkjandi milli listamanna og tækniliðs. Furðulegt háttalag hunds um nótt er vel unnin og dágóð leikhússkemmt­ un sem um leið varpar ljósi á frávik­ in í mannlífinu og stuðlar þannig að auknum skilningi á starfsemi heilans og virðingu fyrir sérstöðu þeirra sem ekki eru eins og allir hinir. n Furðulegt háttalag heilans Furðulegt háttalag hunds um nótt höfundur: Simon Stephens Leikstjórn: Hilmar Jónsson Þýðing: Guðrún Vilmundardóttir tónlist: Frank Hall titillag: Ásgeir Trausti danshöfundur: Lee Proud Leikarar: Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Bergur Þór Ingólfsson, Brynhildur Guðjóns- dóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Jóhann Sigurðarson, Arnar Dan Kristjánsson, Sigurður Þór Ósk- arsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir Sýnt í Borgarleikhúsinu hlín Agnarsdóttir ritstjorn@dv.is Dómur „Leikhópurinn á sérstakt hrós skilið fyrir að fylgja öllum svið- lausnum eftir með réttum tímasetningum, takti og hraða. Þorvaldur stimplar sig inn Fantagóður og heillandi í hlutverkinu. Mynd GríMUr bjArnAson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.